Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 61 • Egill Eiðsson hljóp 400 metra grinahlaup á 52,86 sek. og náði fjórða besta árangri íslendings frá upphafi. Frjálsar íþróttir: Egill bætir sig í hverju hlaupi EGILL Eiðsson náði sinum bezta tíma í 400 metra grindahlaupi á móti í Köln f Vestur-Þýzkalandi um helgina, hljóp á 52,86 sekúnd- um, sem er fjórði bezti árangur íslendings frá upphafi. íslands- met Þorvaldar Þórssonar ÍR er 51,38 sek. Egill sigraði í hlaupinu í Köln, en mótið, sem háð var sl. föstu- dag, var héraðsmeistaramót Nord-Rhein-héraðsins. Þetta var þriðja 400 metra grindahlaup Egils í sumar og hefur hann bætt árang- ur sinn í hverju hlaupi. Á sunnudag setti Egill síðan persónulegt met í 400 metra hlaupi, hljóp á 48,05 sekúndum á móti í Essen. Egill varð þriðji í hlaupinu. Hann átti áður 48,15 sek. frá 1984. Tími hans í Essen er fimmti bezti árangur íslendings í 400 metra hlaupi frá upphafi. Oddur Sigurðsson, KR, á íslands- og Norðurlandamet í greininni, 45,36 sek. Nigel Manseil skrifar í golfi eða kappakstri ÞAÐ EINA sem ég fékk út úr Monaco-kappakstrinum að þessu sinni var aukin reynsla. Það gekk vel á æfingum og eftir fyrstu fimmtán hringina í sjálfri keppninni gekk allt eins og best verður á kosið. Á augabragði var allt búið. Vélin bilaði. var lánsamur á æfingu þegar Ferr- ari Michele Alboreto splundraðist í árekstri við bíl Chrisian Danner. Brautin var öll í olíu, gírkassabrot- um og plasti, tveir bílar voru dreifðir um allt! Ég rétt slapp fram- hjá þessum hlutum á mikilli ferð. Ástæðan fyrir óhappinu var sú að Alboreto ók á Danner sem var á mun kraftminni bíl, án forþjöppu. Munurinn á þessum bílum er mik- ill og býður hættunni heim, helm- ingur bílanna er öflugur og hinn helmingurinn skapar hættuna. Monaco-kappaksturinn er götu- kappakstur og reynir mikið á hendur ökumanna. Á hraðasta kaflanum náði ég 284 km hraða, Piquet 265 og Prost 256. Ástæðan fyrir meiri hraða hjá mér var sú að ég bremsaði síðast allra fyrir langa beygju eftir beina kaflann. Ég tók því rólega alla helgina sem kappaksturinn fór fram, ef frá er talinn æfingatíminn. Einn dag- inn áttum við alveg frí og ég spilaði golf. Ég spilaði á móti frönskum blaðamanni og við reyndumst eftir keppnina vera 13 undir pari. Ég vissi aldrei hver vann, kannski við. Á mánudeginum fór ég heim til Isle of Man og keppti í golfmóti þar. Daginn eftir fór ég til Eng- lands að keppa í golfmóti með Bernhard Langer í Dunlop-golf- mótinu. Eftir það var ég tvo daga að prófa dekk á Silverstone-kapp- akstursbrautinni. Þá þegar virtist Monaco-keppnin löngu gleymd og tími kominn til að einbeita sér að =g var fyrstur af stað úr rás- markinu, sem er heppilegt í Monaco-kappakstrinum, sem er lagður á þröncjum götum byggðar- innar frægu. Eg náði fljótlega góðu forskoti og eftir fimmtán hringi sá ég ekki nokkurn bíl í baksýnis- speglinum. Bíllinn virtist í góðu standi og ég bjóst satt að segja við góðum árangri. Þá hikstaöi vélin skyndilega, ég pumpaði bensíngjöfina nokkrum sinnum og vélin hélst í gangi. Ég náði að halda áfram, hélt vélinni á eins litlum snúning og hægt var og spáði í hvað gæti verið að. Þrátt fyrir þetta náði ég að halda forystu þangað til vélin tapaði allt í einu öllu afli. Mér tókst að skrölta einn hring og inn á viðgerðarsvæðið. Þar var mér sagt að pústflækja hefði brotnað. Það kom síðan í Ijós að léleg suða á pústflækjunum hafði gefið sig og minnti menn á hve mikil- vægir allir hlekkir í keppnisliðum eru. Hver þeirra 150 manna sem vinna hjá keppnisbílum mega varla gera mistök, ef sigur á að vinnast. Eg varð náttúrulega hundfúll, miklu erfiði lauk með smávægilegri bilun. Ég fór á hótelið mitt og slakaði á. Á meðan ég var í Monaco hafði ég spilað golf annað slagiö, sem hjálpar mér að slaka á. Ég hafði spjallað við Ayrton Senna á æfingu, en okkur lenti saman nokkrum vikum áður. Við sættumst eftir rólegt rabb um at- vikið í belgíska kappakstrinum. Ég Símamynd/Reuter • Ástriða Mansell er kappakstur og golf. Hann spilaði golf á milli þess sem hann æfði og keppti í Moncao-kappakstrinum. þeirri næstu. Svo er alltaf gott að spila golf á milli. .. Úrslitin f Monaco-kappakstrinum 1. Ayrton Senna, Lotus Honda 1:57,54 2. Nelson Piquet, Williams Honda 1:58,27 3. Michele Alboreto, Ferrari 1:59,06 4. Gerhard Bergre, Ferrari hring á eftir 5. Jonathan Palmer,Tyrell Ford 2áeftir 6. Ivan Capelli, March 3 á eftir Staðan f heimsmeistarakeppni öku- manna: stig 1. Alain Prost 18 2. AyrtonSenna 15 Körfubolti: Bandarískt lið leikur hér tvo leiki Unglingalandslið karla í körfu- bolta leikur tvo leiki um helgina gegn úrvalsliði frá Kentuckyfylki í Bandarfkjunum. Fyrri leikurinn verður á morgun í Seljaskóla, en sá seinni á sunnudaginn f Njarðvík og hefjast þeir báðir klukkan 19. Þetta er í fjórða skipti sem Eddie Ford, þjálfari bandarísku strák- anna, kemur með úrvalslið til íslands, en samskiptin hófust 1983. Að sögn Torfa Magnússon- ar, sem þjálfar íslenska liðið ásamt Jóni Sigurðssyni, eru bandarísku strákarnir mjög góðir og því veröur íslenska liðið styrkt með nokkrum eldri leikmönnum. Kentuckyúrvalið hefur jafnan á að skipa frábærum leikmönnum. Rex Chapman lék með þessu liði þegar það kom síðast til íslands. Hann er nú í liði Bandaríkjanna, sem keppir í Pan American-leikun- um, sem er nokkurs konar Ólympíuleikar norður- og suð- urríkja. Unglingalandslið íslands verður skipað eftirtöldum leikmönnum: Falur Harðarson, fyrirliði ÍBK Guöjón Skúlason ÍBK Einar Einarsson l'BK Júlfus Friðriksson ÍBK Magnús Guðfinnsson ÍBK Guðmundur Bragson UMFG RúnarÁrnason UMFG Teitur Örlygsson UMFN Friðrik Rúnarsson UMFN Hannes Haraldsson Val Skarphéðinn Eirtksson Haukum Herbert Arnarson ÍR Þjálfari er Torfi Magnússon og honum til aðstoðar er Jón Sigurðs- son. 3. Stefan Johansson 4. Nelson Piquet 5. Nigel Mansell 6. Michela Alboreto 13 12 120 8 Morgunblaðið/Einar Falur Keila: Frítt fyrir konur ídag • í dag er kvenréttindadag- urinn og Keilusalurinn sam- fagnar konum með því að bjóða öllum á aldrinum 17 til 70 ára í keilu í dag. Á mynd- inni er Dóra Sigurðardóttir, íslandsmeistari kvenna í keilu undanfarin tvö ár. Ólympíuhlaup 10 km Fyrir almenning Laugardaginn 20. júní kl. ló30 Fyrstu 1000 í mark fó óritað skjal fró forseta alþjóða Olympíunefndarinnar J.A.Somaranch, og stuttermabol. Dregið verður um20 pöraf adidas hlaupaskóm. Hloupið hefst og því lýkur, ó frjólsíþróttavellinum Laugardal, í tengslum við Flugleiðamót FRÍ. Skróning hefst 17. júní í Hljómskólagarðinum, og síðan í Iþróttamiðstöðinni Laugardal fram að hloupi. Frjálsíþróttasamband íslands Ólympíunefnd íslands Trimmnefnd ÍSÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.