Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 Flugleiðamót FRÍ: Sterkasta mót sumars- ins í frjálsíþróttum FLUGLEIÐAMÓT FRÍ í frjáls- iþróttum verður haldið á frjáls- íþróttavellinum í Laugardal laug- ardaginn 20. júní. Keppni hefst klukkan 16.30 er hlauparar f Ólympfuhlaupi FRÍ og Ólympíu- nefndar íslands verða ræstir af stað, en fyrstu greinar á mótinu sjálfu hefjast kl. 16.40. Flugleiðamótið verður líklega eitt allra sterkasta frjálsíþróttamót sumarsins á ísiandi. Þar munu keppa allir helztu frjálsíþrótta- menn landsins, m.a. spjótkastar- arnir Einar Vilhjálmsson og Sigurður Einarsson, sem munu heyja einvígi um landsliðssæti og kringlukastararnir Vésteinn Haf- steinsson og Eggert Bogason, sem sömuleiðis heyja einvígi um Síðasti mögu- leiki á lands- liðssæti FLUGLEIÐAMÓTIÐ er síðasti möguleikinn til að komast f frjáls- íþróttalandsliðið, sem tekur þátt f Evrópubikarkeppninni f frjáls- fþróttum f Portúgal 27.-28. júnf næstkomandi. Ljóst er hverjir keppa þar í mörgum greinum, en Flugleiðamó- tið er úrtökumót fyrir landsliðið í eftirtöldum greinum: Karlar: 100 metrar, 800 metrar, 3.000 m hindr- unarhlaup, spjótkast, kringlukast, langstökk. Konur: 100 metrar, kringlukast. Að móti loknu verða landslið karla og kvenna, sem keppa í Evrópubikarkeppninni í Portúgal, endanlega valin. landsliðssæti. Þá keppir Ragnheiður Ólafs- dóttir, sem sett hefur hvert ís- landsmetið í millilengda- og langhlaupum í vor, á mótinu. Sömuleiðis Helga Halldórsdóttir, sem setti fslandsmet í 400 metra hlaupi á dögunum, en hún mun keppa við Oddnýju Árnadóttur, fyrrverandi methafa. Ennfremur er Oddur Sigurðs- son, Norðurlandamethafi í 400 metra hlaupi, kominn heim frá Bandaríkjunum. Keppir hann í 100 og 400 metra hlaupum á Flugleiða- mótinu, m.a. við Jóhann Jóhanns- son og Aðalstein Bernharðsson. Jafnframt mun Pétur Guð- mundsson reyna að ná lágmarki á heimsmeistaramótið í kúluvarpi, en hann hefur nálgast það að und- anförnu og þykir til alls líkegur. Pétur hefur varpað 18,63 m í sum- ar og er lágmarkið 19,00 metrar. Auk þessara mætti nefna fjölda annarra ágætra afreksmanna, s.s. hástökkvarana Þórdísi Gísladóttur, Unnar Vihjálmsson, írisi Grönfeldt sem keppir í spjótkasti, og stang- arstökkvarana Sigurð T. Sigurðs- son og Kristján Gissurarson. Þá má búast við rimmu í kúluvarpi kvenna, milli Guðbjargar Gylfa- dóttur og Soffíu Gestsdóttur, sem háð hafa hvert sentimetrastríðið af öðru í vetur og vor. Á mótinu verður keppt í 20 greinum og verða íslandsmet- hafarnir í þeim flestum í hópi keppenda. Af upptalningunni hér að framan má ráða að Flugleiða- mótið verður líklega annað sterk- asta frjálsíþróttamót á íslandi þetta árið. Ætti það að geta orðið jafnsterkt og Afmælismót FRI 8. og 9. ágúst, en þá keppa frjáls- íþróttalandsliðin, tveir í grein, við landslið Vestur-Noregs og Lúxem- borgar. Ókeypis fyrir 14ára og yngri Frjálsíþróttasambandið hefur ákveðið að gefa ungmennum kost á því að kynnast skemmtilegri og spennandi frjálsíþróttakeppni á einu sterkasta frjálsíþróttamóti ársins með því að bjóða öllum 14 ára og yngri ókeypis aðgang að Flugleiöamótinu. Aðgangur fyrir 15 ára og eldri verður 300 krónur. Eins og að framan segir hefst keppni á Flugleiðamótinu klukkan 16.40 og lýkur um 18.10. Er því boðið upp á sterkt hálfrar annarrar stunda mót í Laugardal á laugar- dag. Ætti að vera ástæða til að hvetja sem flesta íþróttaunnendur til að leggja leiö sína á völlinn. Tímaseðill 16.30 Ólympfuhlaup FRl og ólymptu- nefndar l'slands. 16.40 100mkarlaB-hlaup, langstökk karla, hðstökk karla, stangar- stökk, spjótkast kvenna. 16.45 100mkarlaA-hlaup. 16.50 100 m kvenna B-hlaup, kúluvarp karla, krlnglukast kvenna 16.55 100 m kvenna A-hlaup. 17.05 ðOOmhlaupkarla. 17.10 1500mhlaup karla, spjótkast karla. 17.20 1500 m hlaup kvenna, langstökk kvenna. 17.25 Há8tökk kvenna, kúluvarp kvenna. 17.30 400 m hlaup kvenna. 17.40 400 m hlaup karla, krlngla karla. 17.45 3000 m hindrunarhlaup. 18.05 HOmgrindahlaup. Einar Vilhjálmsson. Flugleiðamótið: Einvígi Einars og Sigurðar um landsliðssæti EINAR Vilhjáimsson og Sigurður Einarsson munu gera það upp sín á milli á Flugleiðamóti FRl á laugardag, 20. júní, hvor þeirra kemst f landsliðið í frjálsíþróttum, en það keppir í Evrópubikar- keppninni í Portúgal 27.-28. júní næstkomandi. Einar og Sigurður hafa kastað spjótinu svipaö á þessu ári. Einar kastaði 79,24 á móti í Laugardal á dögunum og Sigurður hefur kast- að 78,70, en báðir eiga aðeins betri árangur frá í fyrra. Báðir hafa æft af mikilli kostgæfni í vetur með heimsmeistaramótið í Róm í ágústlok í huga. Einvígi Einars og Sigurðar ætti að geta orðið einn af hápunktum Flugleiðamóts FRÍ, en þeir eru báðir í hópi 30 beztu spjótkastara heims. Báðir myndu sóma sér mjög vel í Evrópubikarkeppninni í Portúgal um aðra helgi og hvor sem verður fyrir valinu er mjög sigurstranglegur þar. Sýnir það styrkleika íslendinga í spjótkasti að þessir miklu afreksmenn skuli þurfa að heyja einvígi um hvor þeirra kemst í landsliðið. Abdul-Jabbar leikur áfram með Lakers: Færjafnvirði 195 milljóna fyrir tveggja ára samning KAREEM Abdul-Jabbar, hinn frá- bæri miðherji Los Angeles Lakers-liðsins f körfuknattleik, hefur gert nýjan samning við liðið og leikur með þvf f tvö ár til við- bótar. Jabbar, sem er fertugur að aldrei, stóð sig mjög vel í úr- ÞRÍR leikir verða f 1. deild karla í knattspyrnu f kvöld, þar af tveir „derby“-leikir. Á Akureyri leika KA og Völsungur, f Garðinum Víðir og ÍBK og í Hafnarfirði FH og Fram. Ailir hefjast leikirnir kl. 20.00. Tveir leikir eru á dagskrá í 1. deild kvenna. Á KR-velli mætast KR og ÍA og á Kópavogsvelli eig- ast við Breiðablik og Stjarnan úr Garðabæ. Þessir leikir hefjast á sama tíma og karlaleikirnir, kl. 20.00. Tveir leikir eru á dagskrá í 2. deild karla. Á Siglufirði leika lið KS og Selfoss og á Laugardalsvelli eigast við Reykjavíkurfélögin Þrótt- ur og Víkingur. Þessir leikir hefjast einnig kl. 20.00. slitakeppninni á dögunum er Lakers tryggði sér sigur í NBA- deildinni; vann þar með „heims- meistaratitilinn" eins og Bandarikjamenn kalla það. Jabbar fær fimm milljónir Bandaríkjadala fyrir þennan tveggja ára samning. Það jafngild- ir tæpum 195 milljónum íslenskra króna. Fyrir hvort ár fær kappinn því um 97 og hálfa milljón króna; og fyrir þá sem vilja hafa þetta nákvæmara er það ríflega 8,1 millj- ón á mánuði eða um 270 þúsund krónur á dag, sem þýðir að fyrir hverja klukkustund, allan sólar- hringinn, hefur hann 11.250 krónur. Það gerir 1.875 krónur á mínútuna eða rúma 31 krónu í laun á sekúndu! Ein ástæða þess að Jabbar held- ur áfram að spila er að hann hefur glatað gífurlegum fjárhæðum, sem hann hafði lagt í fjárfestingar af ýmsu tagi. Fyrrum umboðsmaður hans fjárfesti á það óviturlegan hátt að peningarnir töpuðust og hefur Jabbar nú lögsótt þennan fyrrum umboðsmann sinn og krefst 56 milljóna dala i skaðabæt- ur. Jabbar á þó enn djass-hljóm- plötufyrirtæki, sem hann rekur. „Ætla að reyna við nýtt heimsmet“ - segir Robert Walters sem hefur haldið knetti á lofti f 13,2 klukkustundir ENGLENDINGURINN Robert Walters hefur haldið fótbolta á lofti í 13 klukkustundir og 2 mínútur, án snertingar við jörðu, og átti heimsmetið í þessari sérstæðu íþróttagrein þar til fyrir rösku ári. Þessi 23 ára Englendingur er nú kominn til íslands og sýndi listir sínar í miðborg Reykjavíkur í gær. Hann átti reyndar að sýna á stórleiknum í Laugardal á 17. júní, en náði ekki til landsins í tæka tíð. Robert Walters lék með enska liðinu Birmingham þegar hann var strákur. Hann hefur nú alfar- ið snúið sér að þessari íþrótta- grein og hefur stundað hana í fjögur ár. „Ég æfi mig tvo til þrjá tíma á dag og mun reyna við nýtt heims- met í ágúst. Núverandi heims- methafi er sænskur og heitir Marko Panquist. Hann hélt bolt- anum á lofti í 14 klukkustundir og 10 mínútur. Ég veit um marga sem eru að reyna við metið. Það stendur til að halda mót í Banda- n'kjunum þar sem mönnum verður smalað saman og látnir reyna sig í keppni og þá fæst úr því skorið hver sé bestur." Walters sýndi blaðamanni list- ir sínar í Austurstræi í gær. Það var greinilegt á öllu að þar fór maöur sem kunni að fara með bolta. Hann lét boltann sitja á höfðinu, öxlunum og jafnvel aft- urendanum, tók hann á hælinn og vippaði honum framfyrir sig eins og ekkert væri. Walters mun sýna listir sínar fyrir framan Sportval á Laugavegi í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.