Morgunblaðið - 19.06.1987, Page 11

Morgunblaðið - 19.06.1987, Page 11
 03 f?if|A MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 or íi Skýrsla OECD um íslensk efnahagsmál: Aðhalds þörf í fjármálum ríkísíns og peníngamálum Hér fer á eftir í heild loka- kafli skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París (OECD) um íslensk efnahagsmál 1987—1987. Skýrslan var birt í París í gær. Þegar síðasta skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um ísland var gefin út, í maí 1985, gætti enn áhrifa efnahagsaðgerða, sem gripið var til í maí 1983 í því skyni að stuðla að betra jafnvægi í efnahagsmálum. Þessar aðgerðir skiluðu allgóðum árangri til að byija með. Verðbólga minnkaði úr 130% árshraða á fyrstu mánuðum ársins 1983 í 15% á þriðja ársfjórð- ungi 1984. Hér átti stærstan hlut að máli, að gengi krónunnar var haldið fremur stöðugu og vísitölu- binding launa var afnumin ásamt því að launahækkanir voru tak- markaðar. En kjarasamningar haustið 1984, sem gerðir voru eftir mánaðarlangt verkfall og gengis- fellingu krónunnar, sem fylgdi í kjölfarið, leiddu til nýrrar verð- bólguöldu og snemma árs 1985 var árshraðinn orðinn 25—30%. Of slök peningamálastjóm og vaxandi halli á ríkissjóði leiddi ennfremur til þess að mikill viðskiptahalli myndaðist á ný og erlend skuldasöfnun jókst. Á þessum tíma var því ástæða til að efast um, að frekari árangurs væri að vænta á næstu tveimur árum í þá átt að auka hagvöxt og jafn- framt draga úr verðbólgu. Bent var á, að aukið aðhald í stjóm ríkis- fjármála og peningamála væri nauðsynlegt til að koma á betra efnahagsjafnvægi. Efnahagsframvinda á íslandi á ámnum 1985—1986 var um margt mun hagstæðari en gert var ráð fyrir, vegna óvenju hagstæðra innri og ytri skilyrða. Aukinn fískafli, lækkun vaxta á alþjóðapeninga- markaði og mikil viðskiptakjarabót vegna lækkunar olíuverðs og hækk- unar fískverðs, stuðluðu að því að jafnvægi náðist í viðskiptum við útlönd. Á síðustu tveimur ámm jókst þjóðarframleiðslan um nálægt 9,5% að raungildi og þjóðartekjur um 12,5%. Atvinnuástand hefur verið gott, en árangurinn í barátt- unni gegn verðbólgu hefur ekki verið jafngóður. Verðbólga — á mælikvarða framfærsluvísitölu — var 32,4% milli 1984 og 1985, en lækkaði í 21% milli 1985 og 1986. Verðbólga frá upphafi til loka árs lækkaði þó mun meira. Þannig hækkaði framfærsluvísitalan um 13,5% árið 1986, samanborið við 36% árið 1985. En þessa lækkun verðbólgunnar má að miklu leyti relq'a til viðskiptakjarabatans, sem áður var getið, og til ýmissa fjár- málaráðstafana, sem stjómvöld gripu til í því skyni að stuðla að hófsömufn kjarasamningum. Þar sem aðhald skorti í stjóm ijármála- og peningamála og mikillar spennu gætti á vinnumarkaði, fór svo, að tekjur jukust meira á árinu 1986 en gert var ráð fyrir í kjarasamning- unum í febrúar á síðasta ári. Innlendar kostnaðarhækkanir urðu því meiri en ella og sama máli gegndi um verðbólguvæntingar. Horfur era á, að þjóðarfram- leiðsla og þjóðartekjur vaxi enn veralega á árinu 1987 og að at- vinnuástand verði áfram gott. Hins vegar gæti á ný myndast viðskipta- halli og mikil óvissa ríkir um verðbólguþróun. Á grandvelli ný- gerðra kjarasamninga er því spáð, að atvinnutekjur á mann vaxi um 22,5% frá fyrra ári og kaupmáttur ráðstöfunartekna um 8% milli 1986 og 1987. Þetta er mun meira en í öðram aðildarríkjum OECD. Óvíst er, hvort þessi þróun getur sam- rýmst stöðugleika í efnahagsmál- um. Sú hætta er fyrir hendi, að laun hækki meira en gert er ráð fyrir, sérstaklega ef litið er til þess, að enn gætir spennu á vinnumark- aði. Þar með gæti viðskiptahalli orðið meiri en spáð er, afkoma at- vinnuvega versnað og þrýstingur á gengi krónunnar aukist. Þessi hætta á nýrri verðbólguöldu kallar á árangursríkari aðgerðir í barátt- unni við verðbólgu, stefnu sem felur í sér aðhaldssama stjorn ríkisfjár- mála og peningamála. Þrátt fyrir hagstæð skilyrði á síðust tveimur áram hefur ekki dregið úr hallarekstri ríkissjóðs. Því má reyndar halda fram að hallinn í jafnvægisástandi sé mun meiri, þar sem aukin umsvif að undan- fömu hafa fært ríkissjóði auknar tekjur. Af þessum sökum er afar brýnt, að upphaflegum markmiðum fjárlaga fyrir 1987 verði náð. Við núverandi aðstæður er þetta raunar lágmarksskilyrði. í ljósi síðustu kjarasamninga virðist fyllsta ástæða til að huga að frekara að- haldi í ríkisfjármálum. Nefna má nokkur atriði, sem styðja þetta: — Þegar spenna ríkir á vinnu- markaði og tekið er að gæta skorts á starfsfólki í sumum atvinnugrein- um, stuðlar óhófleg eftirspum hins opinbera að launaskriði og grefur undan frekari hjöðnun verðbólgu. — Þrátt fyrir nýlegt samkomu- lag ríkissjóðs og Seðlabanka er erfítt að koma í veg fyrir, að halli á ríkissjóði sé fjármagnaður með yfírdrætti hjá Seðlabanka. Halli á ríkissjóði torveldar markvissa stjóm peningamála og stuðlar að verð- bólgu og grefur undan stöðugleika í gengismálum. — Til að tryggja nægan sveigj- anleika í fjárlagagerð er nauðsyn- legt að stöðva öra aukningu vaxtagreiðslna. Það er ekki nóg að treysta eingöngu á frekari lækkun vaxta á erlendum fjármagnsmark- aði, síst af öllu þar sem gert er ráð fyrir að stærri hluti fjárlagahallans en áður verði fjármagnaður innan- lands. Aðgerðir í ríkisfjármálum, sem eiga að stuðla að hófsömum kjara- samningum, era því aðeins réttlæt- anlegar, að þær auki ekki hallann á ríkissjóði. Að öðram kosti mun jafnvægisleysið færast í aukana og það gæti komið í veg fyrir frekari hjöðnun verðbólgu, þegar fram í sækir. Stjómvöld hafa sett sér það mik- ilvæga markmið að spoma við peningaþenslu með því að leyfa vöxtum að endurspegla í ríkari mæli en áður framboð á sparifé og eftirspum eftir lánsfé á peninga- markaði. Eins og lýst er í fjórða hluta skýrslunnar hefur skipan pen- ingamála verið breytt mikið á undanfömum áram í því skyni að styrkja innviði peningakerfísins. Vísitölubinding og aukið fijálsræði á peningamarkaði hefur leitt til þess, að vextir af margs konar íjár- skuldbindingum hafa færst í átt til þess sem gerist á alþjóðamarkaði. Afkoma innlánsstofnana hefur batnað og traust almennings á pen- ingalegum eignum hefur að nokkra verið endurvakið. Þá hefur verið dregið úr ýmiss konar sjálfvirkni í peningamyndun með afnámi endur- kaupa Seðlabankans á afurðalánum og takmörkun yfirdráttarheimilda. En þrátt fyrir spor i rétta átt hvað varðar stjóm peningamála og ráðstöfun fjármuna er ýmislegt ógert: — Þótt afkoma innlánsstofnana hafí batnað, virðist lausafjárstaða þeirra enn of veik til að Seðlabank- Spenna ríkir á vinnumarkaði og skortur er á starfsfólki í sumum atvinnugreinum. inn geti beitt nýjum lagaákvæðum um lausafjárskyldu sem virku stjómtæki í peningamálum. — Svo lengi sem menn treysta sér ekki til að búa við afleiðingar þess að framboð og eftirspum ráði vöxtum, verður sú hætta alltaf fyr- ir hendi, að stjóm peningamála verði of veik. Þetta á sérstaklega við á meðan fjármagnsmarkaðurinn er enn þröngur og erfítt að draga nákvæmar ályktanir af því sem þar gerist. Hingað til hafa stjómvöld ekki verið tilbúin að taka á sig þann tímabundna kostnað, sem því fylgir að efla ftjálsan íjármagns- markað. Þetta kemur fram í því, að stjómvöld hafa verið treg til þess að bjóða ríkisskuldabréf til sölu með þeim háu markaðsvöxtum, sem ríkt hafa að undanfömu. Þegar haft er í huga, að vanþróaður skuldabréfamarkaður kann að vera ein ástæða þess, hversu háir vextir þurfa að vera á ríkisskuldabréfum til að þau seljist, virðist þetta við- horf mótast af of mikilli skamm- sýni. Öflugur skuldabréfamarkað- ur, þar sem ríkisskuldabréf til langs tíma ganga kaupum og sölum, ætti að leiða til þess að vextir af slíkum bréfum lækkuðu, þegar fram í sæk- ir. —Bein úthlutun lánsfjár og miðstýrðar vaxtaákvarðanir setja enn mikinn svip á íslenska peninga- markaðinn. Þetta á ekki hvað síst um lán til húsnæðiskaupa. Þótt í þessu sambandi verði að taka tillit til fleiri sjónarmiða en efnahags- legra, má ekki líta framhjá þeirri staðreynd, að þessi stefna leiðir til þess að fjármunum er ekki ráðstaf- að á hagkvæmasta hátt. Hvað sem þessu líður er ljóst, að skýr takmörk era á því, hveiju stjóm peningamála ein og sér fær áorkað. Skynsamleg stjóm pen- ingamála verður veralegum annmörkum háð, þar til dregið hef- ur verið til muna úr hallarekstri ríkissjóðs. Nauðsyn þess að framfylgja að- haldssamri stefnu $ ríkisfjármálum og peningamálum verður ekki síður brýn, þegar horft er lengra fram í tímann. Það væri óráðlegt að reikna með, að alþjóðlegar aðstæður héldu áfram að vera jafn hagstæðar og undanfarin tvö ár. Þótt nokkuð hafí áunnist í því að efla nýjar und- irstöðugreinar, er atvinnulíf íslend- inga fremur fábreytilegt og svigrúm til að renna fleiri stoðum undir það takmarkað. Af þessum sökum er íslensku efnahagslífí nokkur hætta búin af ytri áföllum. Frekara geng- isfa.ll dollarans, lækkun fiskverðs, aflabrestur, lítill hagvöxtur í heim- inum eða hækkun alþjóðlegra vaxta gætu haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagvöxt og viðskiptajöfnuð íslendinga. Þetta gæti orðið til þess, að erlendar skuldir í heild, þ.e. bæði einkaaðila og hins opinbera, sem nú nema um 50% af þjóðar- framleiðslu, færa úr böndunum. Þvi er brýnt, að stefnumörkun í efna- hagsmálum miði að sem mestum stöðugleika. Það era í rauninni eng- in ný sannindi. Fyrri tilraunir til að draga úr áhrifum sveiflna í gjald- eyristekjum á íslenskt efnahagslíf, eins og til dæmis með Verðjöfnun- arsjóði sjávarútvegsins, hafa ekki skilað miklum árangri. Eftirspum- arstjóm verður að efla til þess að skapa þann efnahagslega stöðug- leika, sem er nauðsynleg forsenda varanlegs hagvaxtar. Spamaður verður því að aukast. Á tímum þenslu, sem rekja má til hagstæðra ytri skilyrða, verður hagstjóm að mótast af mun meiri aðhaldssemi en verið hefur. Hin nýju viðhorf til stefnumörk- unar í efnahagsmálum, sem ratt hafa sér til rúms síðan 1983, og hinar víðtæku endurbætur, sem gerðar hafa verið á hagkerfínu á síðustu áram, hafa átt stóran þátt í hagstæðri efnahagsframvindu á íslandi undanfarin ár. En hagstæð ytri skilyrði síðustu tvö ár hafa einnig valdið miklu. Bætt skipan peningamála, aukin áhersla á stöð- ugt gengi, bætt fískveiðistjómun og aukin áhersla á að leyfa markað- söflun að njóta sín hafa skapað skilyrði betra jafnvægis í eftiahags- málum til frambúðar en verið hefur. Hingað til hefur markmiðið um efnahagslegan stöðugleika þó ekki alltaf haft þann forgang sem æski- legur væri og þess vegna hefur framkvæmd nýrrar efnahagsstefnu ekki verið sem skyldi. Frekari að- gerða er því þörf, ef takast á að stuðla að áframhaldandi hagvexti samtímis því sem dregið er úr verð- bólgu. Þjóðhátíð Vestmannaeyja: Undirbúningnriiin er í fullum gangi Vestmannaeyjum. „UNDIRBUNINGUR fyrir Þjóðhátíð Vestmannaeyja er í fullum gangi hjá okkur og við eruin þessa dagana endanlega að ganga frá ráðningum á hljómsveitum og skemmtikröft- um. Ég á von á að mikið fjölmenni sæki hátíðina i ár, það er hefur mikið veríð spurst fyrir og allt gistipláss í bænum er löngu upppantað," sagði Ól- afur Jónsson í þjóðhátíðar- nefnd Knattspyrnufélagsins Týs í Vestmannaeyjum, I sam- tali við Morgunblaðið. Þjóðhátíðin í Heijólfsdal verður haldin um verslunarmannahelg- ina, dagana 31. júlí, 1. og 2. ágúst, þriggja daga og þriggja nátta hátíð. Olafur sagði að þeir Týrarar ætluðu sér að vanda mjög til hátíðarinnar í ár bæði hvað varðar skreytingar í dalnum og þá skemmtidagskrá sem gestum verður boðið uppá. „Við verðum með dansleiki á tveimur pöllum þijú kvöld og lengjum föstudags- og laugardagsböllin til klukkan 5 um morguninn," sagði Ólafur. „Á nýja pallinum leika til skiptis hljómsveit Magnúsar Kjartans- sonar og Greifamir. Það verða engar pásur og ekkert diskótek, heldur stanslaus lifandi tónlist alla nóttina. Á gamla pallinum leika Eymenn, velþekkt stuðhljómsveit úr Eyjum. Við erum búnir að ráða marga góða skemmtikrafta til þess að koma fram á þeim skemmtunum sem verða á brekkusviðinu. Þar má nefna Halla og Ladda, Pálma Gunnarsson, Magnús Ólafsson, Leikfélag Vestmannaeyja og Brúðubílinn. Lúðrasveit Vest- mannaeyja verður að sjálfsögðu á svæðinu. Þá eram við í viðræðum við fleiri landsþekkta skemmti- krafta og munu þau mál skýrast fljótlega. Ýmislegt fleirar er í bígerð hjá okkur, meðal annars að leigja stórkostlega leisergeisla- sýningu sem vafalaust verður tilkomumikil í dalnum." Hljómgæði ættu að vera í góðu lagi í Heijólfsdal því Týr hefur leigt hljóðkerfi Reykjavíkurborgar fyrir hátíðina. Fastir liðir á öllum þjóðhátíðum, brenna, bjargsig og flugeldasýning, verða á sínum stað á dagskránni svo og íþrótta- keppni. „Það era ýmis teikn á lofti varð- andi auknar skipaferðir milli lands og Eyja í kringum þjóðhátíðina en samt ekkert sem hægt er að skýra frá ákveðið að svo stöddu,“ sagði Ólafur Jónsson. - hkj. Dregið í happ- drætti SKÍ DREGIÐ hefur verið í happ- drætti Skíðasambands íslands. Vinningar féllu á miða númer 1068, 1725, 2034, 561 og 1960. Vinninga skal vitja innan árs frá drætti á skrifstofu SKÍ í íþróttamið- stöðinni í Laugardal. Vinningsnúmer era birt án ábyrgðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.