Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 48
48 vsei Imúi .ei H'JOAauTaö'í .aiaAJfiuuoflOM MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 Í METTA SIGURÐARDÓTTIR, frá Melstað, Akranesi, lést 15. júní. Aðstandendur. t Ástkær móðir mín, tengdamóöir, amma og langamma, ANNA MARfA L. ÞORGEIRSDÓTTIR, Skipholtl 45, andaðist í Landspítalanum að morgni miðvikudags 17. júní. Fyrir hönd aöstandenda, Hjördís H. Kröyer. t Konan mín, GUÐRÚN SÆMUNDSDÓTTIR, Ljósheimum 4, Reykjavík, fyrrum húsfreyja á Króki, Grafningi, lóst í gjörgaesludeild Landakotsspítalans miðvikudaginn 17. júní. Guðmundur Jóhannesson. t Móðir okkar, SÓLEY HALLDÓRSDÓTTIR, Hólabergi 56, Reykjavfk, lóst í Landspítalanum 17. júní. Börn hinnar látnu. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓHANNES H. GUÐJÓNSSON frá Patreksfirði, Bólstaðarhli'ð 32, Reykjavfk, lést í Landspítalanum 16. júní. Jarðarförin auglýst síðar. Markúsfna A. Jóhannesdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, bróöursonur, bróðir og tengdasonur, ÁRSÆLL GUNNARSSON, Holtsgötu 19, Reykjavfk, andaðist í gjörgæsludeild Borgarspítalans að kvöldi 15. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Inga Skarphóðinsdóttir, Sara Ósk Ársælsdóttir, Skarphóðinn Örn Ársælsson, Erla Ársælsdóttir, Örn Jóhannesson, Dagmar Gunnarsdóttir, Jóhanna Gunnarsdóttir, Skarphóðinn Guðmundsson, Guðbjörg Axelsdóttir. t SVERRIS EGGERTSSON rafvlrkjameistari, Aðallandi 9, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju f dag kl. 13.30. Stefanía Júnfusdóttir, Svandfs Sverrisdóttir, Eggert Ágúst Sverrisson, Þórhildur Jónsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faöir, tengdafaðir og afi, JÓN GUÐMUNDSSON, Hjallabraut 3, Hafnarfirði, sem andaðist 11. þ.m. f Landakotsspítala, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði í dag, föstudaginn 19. júnf, kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélagið. Margrót L. Þórðardóttir, Eggert Jónsson, Ragnar Þór Jörgensen, Sigrfður Esther Hansdóttir, Hilmar Hansson, Jón Hreiðar Hansson, og barnabörn. Ragnheiður S. Spinci, Ólöf Gunnarsdóttir, Jónas Baldursson, Anna Aðalsteinsdóttir, Kristbjörg JónsdóVtir Gunnhildur Ryel Akureyri Minning Við andlát ömmu minnar, Gunn- hildar Ryel, langar mig að skrifa nokkur orð í kveðjuskyni og minn- ingu hennar. Hún lést að Hrafnistu í Reykjavík 12. júní sl. tæplega 93ja ára, og hafði þá dvalið á hjúkr- unardeild Hrafnistu um hálfan annan áratug og notið þar góðrar umönnunar og hjúkrunar. Þessi síðustu ár var hún orðin nokkuð ellimóð, rúmföst, sjónin tek- in mjög að daprast og heymin var henni svo til horfin. En hún var æðrulaus og hress í anda, skýr og minnug, og hafði lítinn áhuga á að tala um sambúð sína við elli kerlingu. Hún vildi fylgjast með, spurði frétta af fólki og atburðum líðandi stundar og krafði mann óspart fregna af þjóðmálum og dægur- þrasi. „Segðu mér nú einhveijar fréttir, er ekkert að gerast í þessum stóra bæ?“ voru klassískar spumingar og maður varð að hafa sig allan við að muna til frásagnar hvað hafði nú verið að gerast. Reyndar var þetta kannski ekkert einkennilegt. Hún amma mín var vön að vera í hringiðu atburðanna öll sín mann- dómsár fyrir norðan. Amma ólst upp á Akureyri. Hún var dóttir Jakobínu Jakobsdóttur, Snorrasonar frá Hálsi í Svarfaðar- dal, og manns hennar, Anders Olsens, sem var sjómaður af norsk- um ættum, og var yngst fjögurra bama þeirra hjóna. Þegar amma var á þriðja ári fórst faðir hennar með skipi sínu á Eyjafirði. Amma var þá tekin í fóstur af Christensen- hjónunum á Akureyri en Jakobína flutti með hin bömin til Noregs og settist þar að. Amma hélt sambandi við sitt fólk í Noregi og þau við hana og enn á ég ömmusystur á lífí þar. Amma var ekki lengi heimasæta hjá þeim hjónum. Hún var aðeins 17 ára þegar hún giftist Balduin Ryel, dönskum kaupmanni, sem þá var umboðsmaður Braunsverslunar á Akureyri. Þau eignuðust þijár dæt- ur og þijá syni. Fyrstu árin voru þeim erfíð á ýmsan hátt, afí veiktist, bömunum fjölgaði, afkoman var á stundum óviss. En þetta breyttist, þeim bún- aðist vel og 1934 reistu þau sér hús í innbænum á Akureyri, á lóð sem þau keyptu af Ræktunarfélagi Norðurlands sunnan við gömlu kirkjuna og nefndu húsið Kirkju- hvol. Sveinbjöm Jónsson, bygging- armeistari, teiknaði og byggði húsið. Nú er þar Minjasafnið á Akureyri. Á mínum æskuárum hafði heim- urinn tvær miðjur. Önnur var hér í Reykjavík, hjá foreldmm mínum. Hin var hjá ömmu á Kirkjuhvoli. Hjá ömmu, segi ég, afí var þar auðvitað líka og húsið yfírleitt fullt af fólki, bömum, ættingjum, vinum og vandalausum. En amma var þungamiðjan, hún stjómaði heima, ekki endilega með boðum og bönn- um og hávæmm tilskipunum, heldur oftar með augnaráðinu eða bara með því að líta undan, sem skildist alveg jafnvel og gerði sama gagn. Fyrir neðan Kirkjuhvol var þessi stóri tijágarður, sem gat breyst í frumskóga Afnku á augnabliki, fyrir ofan húsið í brattri brekkunni stór matjurtagarður með allt sem þurfti fýrir svanga landkönnuði, gulrætur og næpur, jarðarber og hindber. Meira að segja lítið lysti- hús búið húsgögnum fýrir fólk af minni stærð og hét tívolí. Á þessum ámm var yfirleitt allt- af sólskin á Akureyri og mér er nær að halda að hún amma hafí að miklu leyti staðið fyrir því. , Amma tók virkan þátt í starfsemi kvenfélaganna á Akureyri og vann með þeim að ýmsum málum, sem Minning: Kristinn S. Þorsteins- son Akureyri Fæddur G. október 1904 Dáinn 10. júní 1987 Hann afí okkar, Kristinn Stefán Þorsteinsson, er dáinn. Það er erf- itt að trúa því að við munum aldrei sjá hann aftur í lifanda lífí. Hann kveið aldrei dauðanum því hann trúði því að það yrði vel tekið á móti sér og það efumst við ekki um, því afí var mjög trúaður maður og talaði oft um lífíð eftir dauðann. Samt er söknuðurinn ætíð yfírsterk- ari. Hann var mjög söngelskur og átti það oft til að taka okkur með sér inn í stofu, setjast fyrir framan orgelið og svo var spilað og sungið. Við nutum þeirra stunda mjög og komum til með að sakna þeirra mikið. Hann varóþreytandi við að kenna okkur hina ýmsu sálma og bænir, sem hann kunni ógrynni af. Ég man sérstaklega eftir því þegar við vorum yngri, en þá kom hann oft inn til okkar á kvöldin og bað bænimar með okkur og sagði okkur frá Guði. Á sunnudögum fórum við alltaf með honum f kirkjuna og fengum við alltaf að sitja með hon- um uppi hjá kómum til að fylgjast með öllu saman. Afí hafði sérstaklega gaman af því þegar öll fjölskyldan var saman komin heima hjá honum og ömmu á Hamarstíg á Akureyri. Þá spiluð- um við og sungum saman keðjusöng eða margraddað eða jafnvel tókum í spil. Margar okkar bestu minning- ar eru frá því, þegar við sátum öll saman og spiluðum „Lander" fram eftir kvöldi. Þá var mikið hlegið og hafði afi oft mest gaman af. Alltaf hafði afí jafn gaman af því að fara til Ólafsfjarðar í sumar- bústaðinn þeirra ömmu, en afi var fæddur þar og uppalinn. Þar var alltaf nóg að gera og sá hann um að þar væri öllu vel við haldið. Einu sinni gekk hann með okkur bama- bömum sínum upp að tóftum Ósbrekkubæjarins, þar sem afí og systkini hans ólust upp. Hann sýndi okkur hvar bæjarhúsin stóðu og lýsti öllu svo vel fyrir okkur að við sáum allt ljóslifandi fyrir okkur. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið að sjá afa hressan og kátan, þegar ég skrapp til Akureyrar í vikunni fyrir hvítasunnu. Við þökk- um afa fyrir allar ánægjustundimar sem við áttum með honum og mun- um ætíð geyma í minningunni um hann. Við munum aldrei gleyma honum. Elsku amma mín, við biðjum guð að vera með þér og styrkja þig nú þegar afí er horfínn frá okkur. Blessuð sé minning afa okkar. Bryndís og Kristinn Ég hafði dvalið um þriggja vikna skeið í Reykjavík, þegar mér barst sú óvænta fregn að Kristinn Þor- steinsson væri látinn. Skömmu áður en ég fór suður hitti ég hann á fömum vegi og vottaði honum sam- úð vegna nýlátinnar systur hans. Þá sagði hann í sínum gamansama ton: „Ef ég verð á undan þér, nafni minn til fyrirheitna landsis, þá rétti ég þér hendina og kippi þér innfyr- ir“. Þessi síðustu orð, sem ég heyrði hann segja lýsa vel gamansemi hans og óbifanlegri trú á annað líf. Kristinn var fæddur í Hringvers- koti í Ólafsfirði 7.okt.l904, sonur hjónanna Þorsteins Þorkelssonar hreppstjóra og Guðrúnar Jónsdótt- ur. Ungur að ámm flutti hann með þeim að Ósbrekku í sömu sveit og við þann bæ vom foreldrar hans og þau systkini kennd. Ungur heyrði ég föður minn minnast á Ósbrekkuheimilið. Hann sagði að ég kann nú ekki öll að tíunda. En ég veit, að hún trúði á samtaka- mátt þeirra og saman hrintu þær í framkvæmd mörgu stórvirkinu á Akureyri. Ég held hún hafí aldrei haft neina umtalsverða trú á fram- takssemi karla til góðra verka. Þessi málefni vom henni jafn ofarlega í huga nú síðustu árin eins og fyrr. Hún spurði eftir Akureyri og Ákureyringum, þótti vænt.um að fá kveðjur þaðan og hún spurði eftir garðinum sínum og tijánum. Þá kom það sér vel að muna, að þar var alltaf sólskin og geta deilt því með henni á ný. Fari hún í friði. Stefán Örn Stefánsson Við Zontasystur á Akureyri viljum minnast frú Gunnhildar Ryel með fáeinum orðum og þakka samfylgd um nokkurra ára skeið, þegar hún hafði enn áhuga og starfsorku og beitti kröftum sínum í þágu ýmissa velferðarmála í Akureyrarbæ. Zontaklúbbur Akureyrar átti því láni að fagna að fá hana sem fé- laga árið 1950. Ekki löngu síðar var hún valin til að gegna for- mannsstarfí í þeirri nefrid innan klúbbsins sem kölluð er Nonna- nefnd. Var nefndinni ætlað að sjá um framkvæmdir á aðalverkeftii klúbbsins, sem þá var á byijunar- stigi: Að koma upp safni í minningu þar ríkti sérstök reglusemi og systk- inin væru öll samhent í verki, utanbæjar sem innan. Hann sagði að það væri ánægjulegt að koma á þetta heimili og sjá þessi prúðu og myndarlegu ungmenni vinna störf sín með gleði og kostgæfni. Eins og fyrr segir var Þorsteinn faðir Kristins hreppstjóri í Ólafsfirði um langj; árabil á þeim tíma þegar kauptúnið var að vaxa úr grasi og beitti hann ætíð stjómvisku og lagni i'störfum sínum. Hann var virtur af öllum er til þekktu. Guðrún Jóns- dóttir móðir Kristins var mikil myndarkona, söngvin, söngelsk, og trúrækin. Þessum eðliskostum for- eldranna var Kristinn gæddur í ríkum mæli. Kristinn lauk námi frá Samvinnuskólanum 1926, ogþá hóf hann störf hjá útibúi KEÁ á Ólafs- fírði. Árið 1929 er matvörudeild KEA á Akureyri stofnuð og varð hann fyrsti deildarstjóri hennar og því starfí gegndi hann til ársins 1978 er hann lét af störfum vegna aldurs. Ég var einn þeirra mörgu, sem átti því larii að fagna að vinna und- ir sjóm Kristins um langt árabil. Kristinn var einlægur og mikill samvinnumaður í orðsins besta skilningi og hann bar hag KEA 1 ávallt fyrir bijósti eins þó að hann væri hættur störfum þar. Hann vildi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.