Morgunblaðið - 19.06.1987, Page 5

Morgunblaðið - 19.06.1987, Page 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 Trilla hvarf ogsökk TRILLU var stolið úr Reykjavík- urhöfn aðfaranótt 17. júní, en hún fannst síðar á öðrum stað í höfninni og var þá sokkin. Lögreglunni var tilkynnt um hvarf trillunnar aðfaranótt þjóðhátí- ðardagsins. Um sólarhring síðar fannst trillan, sem er um 1,5 tonn. Þá hafði hún verið bundin annars staðar í höfninni, en landfestamar lágu beint niður í sjó, því trillan hafði sokkið. Eigandinn náði henni aftur upp í gær. Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson Lögreglan þarf æ oftar að hafa afskipti af ökumönnum fjórhjóla, sem virða ekki reglur um takmarkaða notkun hjólanna á vegum. Fjórhjól fjarlægð af götum LÖGREGLAN í Reykjavík tók reglur um takmarkaða notkun hjól- tvö fjórþjól af piltum sem óku anna á vegum. um á þeim í Breiðholti á þjóðhátí- ðardaginn, en akstur slíkra hjóla á vegum er bannaður. Piltamir^ tveir óku á hjólum sínum um Álfabakka þegar lögregl- an stöðvaði þá. Síðan var kallaður til kranabíll, sem fjarlægði hjólin. Eigendur þeirra fá þau aftur í hend- ur að greiddum sektum og kostnaði, auk þess sem ganga verður frá skráningu á þeim, séu þau óskráð fyrir. Að sögn lögreglu fer vaxandi að hafa þurfí afskipti af fjórhjóla- mönnum, sem virða ekki settar Sænsku konungshjónin: Heimsækja m.a. Eyjar, Gljúfrastein og Vog SÆNSKU konungshjónin eru væntanleg hingað til lands i opin- bera heimsókn í næstu viku. Þau dvelja hér á landi dajgana 23.-26. júni í boði forseta Islands. Konungshjónin koma til landsins að morgni þriðjudags og snæða þá hádegisverð með forseta íslands, en seinni hluta dagsins munu þau heimsækja Norræna húsið, Hand- ritastofnun og hitta að því búnu erlenda sendiherra sem hér eru búsettir. Þá munu þau fara i stutta heimsókn á Vog, en að sögn for- setaritara, Komelíusar Sigmunds- sonar, hafa konungshjónin haft spumir af átaki íslendinga í þeim málum og sýnt því áhuga. Um kvöldið verður kvöldverður forseta íslands til heiðurs sænsku konungs- hjónunum. Á miðvikudagsmorgun, þann 24. júní, verða Vestmannaeyjar heim- sóttar og komið aftur til Reykjavík- ur um miðjan dag. Þá munu konungshjónin hitta Svía búsetta hér á landi í boði hjá sænska sendi- herranum. Um kvöldið býður borgarstjóri til kvöldverðar á Kjar- valsstöðum. Á síðasta degi heimsóknarinnar verður farið að Gullfossi, Geysi og á Þingvelli og komið við á Gljúfra- steini hjá Halldóri Laxness á bakaleiðinni. Síðdegis þann dag munu konungshjón hitta fulltrúa fjölmiðla. Um kvöldið halda kön- ungshjónin kvöldverðarboð fyrir forseta íslands og aðra gesti á Hótel Loftleiðum. Að morgni föstu- dags halda þau aftur heimleiðis. Neyðar- kall norð- ur í hafi FLUGVÉL frá vamarliðinu til- kynnti um merkjasendingar langt norður i hafi að -norgni 17. júní. Flugvél Landhelgis- gæslunnar fór á vettvang, en varð ekki vör við neitc. Flugvél Gæslunnar fór frá Reykjavík um kl. 8 um morguninn. Vamarliðsvélin hafði heyrt sendin- gamarum 165 sjómflur norð-austur af Langanesi og taldi þær vera frá neyðarsendi. Ekki urðu starfsmenn Landhelgisgæslunnar varir við neinar merkjasendingar á þessu svæði og er ekki vitað hvaða merki það vom sem bámst vamarliðs- mönnum til eyma. YHYGGJLNUM taktu Ferðatryggiiigu Almennra... Það er vissulega nauðsyn að undirbúa sig vel fyrir ferðalagið. En er ekki ráð að gera það á sem einfaldastan hátt? Þú færð þér Ferðatrygginguna frá Almennum - og léttir af þér áhyggjunum! Ferðatrygging Almennra er hagkvæm og víðtæk heildarlausn fyrir þig og þína. Hún er ferðaslysa-, sjúkra-, ferðarofs- og farangurs- trygging og veitir aðgang að SOS neyðarþjónustunni, sem eykur enn frekar á öryggið. Búið að veiða sjö langreyðar HVALVEIÐARNAR hafa farið ágætlega af stað og er nú búið að veiða sjö langreyðar. Fjögur dýr höfðu borist að landi í gærdag og búist var við að komið yrði með hin þrjú til lands í nótt. Heimilt er að veiða 80 langreyðar og 40 sandreyðar. og njóttu ferdarmnar!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.