Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 45 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir í „íslenskum orðskviðum“ segir: „Einhverntíma brennir sá sig sem öll soð vil! smakka. “ Þama er verið að vara landsmenn við græðgi en um leið er verið að benda á afleiðingar skorts á fyrir- hyggju. Boðið er upp á fiskrétt í dag, þó að ljóst sé, að við verðum að hugsa meira til framtíðar og huga betur að því, hvernig skila eigi fiskistofn- um og öðru sjávarfangi við landið lítt skertu til komandi kynslóða. í þeirri von að með okkur leynist angi af framsýni eru hér: Smálúðurúll- ur í piparrót- arsósu 800 gr smálúðuflök (4 flök) 2 bollar vatn '/2 laukur 1 gulrót 2 greinar steinselja 1 lárviðarlauf 2 tsk. salt 2 matsk. smjörlíki 3 matsk. hveiti 1 ‘/2—2 matsk. piparrót 1. Flökin eru roðflett og skorin í sundur eftir endilöngu. Stráð er á þau salti og þeim síðan rúllað upp. Það er byijað á þykkasta hlutanum, hnakkastykkinu og holdið á að snúa út. Rúllunum er síðan fest saman með tannstöngli. 2. Í pott er blandað saman vatni, niðursneiddum lauk, niðurskorinni steinselju, lárviðarlaufi og salti. Suð- an er látin koma upp og er grænmetið látið krauma í vatninu í 10 mínútur. 3. Fiskrúllumar eru síðan settar út í soðið og þær soðnar í 10—12 mínútur eða þar til fiskholdið verður hvítt o g losnar auðveldlega í sundur. 4. Fisksoðið er síðan síað og ætti það að vera rúmur bolli að magni. Sósan er útbúin: Smjörlíkið er brætt í potti og hveitinu bætt út í og jafn- að vel. Soðið er sett út í smátt og smátt og sósan látin sjóða litla stund á meðan hún er að jafnast. Sósan er tekin af hellunni og er piparrót- inni hrært út í sósuna. Þeir sem vilja sterkari sósu bæta í hana meiri pip- arrót. Piparrót fæst hér einnig undir heitinu horseradish og meerrettich. 5. Fiskrúllunum er raðað á fat, sósunni er hellt yfír og þær bomar fram með soðnum kartöflum eða með grænmetisrétti, dæmi: Kartöf lur og gulrætur með steinselju 1 bolli vatn 1 V2 tsk. salt 2 bollar þunnt sneiddar kartöflur 2 bollar þunnt sneiddar gulrætur 1 lítill fínskorinn laukur 2 matsk. smjörlíki 2 greinar söxuð steinselja 1 tsk. kúmen,(má sleppa) pipar 1. Vatnið með salti er hitað að suðu. Afhýddar niðursneiddar kart- öflur og gulrætur og fínskorinn Iaukur eru látin út í vatnið og græn- metið soðið í um 10 mínútur. 2. Soðinu er síðan hellt af græn- metinu og er smjörlíki, steinselju, kúmeni ef vill og pipar bætt út í það og blandað varlega saman við áður en borið er fram. Verð á hráefni 800 gr smálúðufl. .kr. 270,00 piparrót............kr. 38,50 laukur..............kr. 5,00 kr. 313,50 FM 102.2 «0* FlVl 102,2 Sigtúni 7, 105 Reykjavík Sími 91-689910 SKÍNANDI ÚTYARP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.