Morgunblaðið - 19.06.1987, Síða 45

Morgunblaðið - 19.06.1987, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 45 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir í „íslenskum orðskviðum“ segir: „Einhverntíma brennir sá sig sem öll soð vil! smakka. “ Þama er verið að vara landsmenn við græðgi en um leið er verið að benda á afleiðingar skorts á fyrir- hyggju. Boðið er upp á fiskrétt í dag, þó að ljóst sé, að við verðum að hugsa meira til framtíðar og huga betur að því, hvernig skila eigi fiskistofn- um og öðru sjávarfangi við landið lítt skertu til komandi kynslóða. í þeirri von að með okkur leynist angi af framsýni eru hér: Smálúðurúll- ur í piparrót- arsósu 800 gr smálúðuflök (4 flök) 2 bollar vatn '/2 laukur 1 gulrót 2 greinar steinselja 1 lárviðarlauf 2 tsk. salt 2 matsk. smjörlíki 3 matsk. hveiti 1 ‘/2—2 matsk. piparrót 1. Flökin eru roðflett og skorin í sundur eftir endilöngu. Stráð er á þau salti og þeim síðan rúllað upp. Það er byijað á þykkasta hlutanum, hnakkastykkinu og holdið á að snúa út. Rúllunum er síðan fest saman með tannstöngli. 2. Í pott er blandað saman vatni, niðursneiddum lauk, niðurskorinni steinselju, lárviðarlaufi og salti. Suð- an er látin koma upp og er grænmetið látið krauma í vatninu í 10 mínútur. 3. Fiskrúllumar eru síðan settar út í soðið og þær soðnar í 10—12 mínútur eða þar til fiskholdið verður hvítt o g losnar auðveldlega í sundur. 4. Fisksoðið er síðan síað og ætti það að vera rúmur bolli að magni. Sósan er útbúin: Smjörlíkið er brætt í potti og hveitinu bætt út í og jafn- að vel. Soðið er sett út í smátt og smátt og sósan látin sjóða litla stund á meðan hún er að jafnast. Sósan er tekin af hellunni og er piparrót- inni hrært út í sósuna. Þeir sem vilja sterkari sósu bæta í hana meiri pip- arrót. Piparrót fæst hér einnig undir heitinu horseradish og meerrettich. 5. Fiskrúllunum er raðað á fat, sósunni er hellt yfír og þær bomar fram með soðnum kartöflum eða með grænmetisrétti, dæmi: Kartöf lur og gulrætur með steinselju 1 bolli vatn 1 V2 tsk. salt 2 bollar þunnt sneiddar kartöflur 2 bollar þunnt sneiddar gulrætur 1 lítill fínskorinn laukur 2 matsk. smjörlíki 2 greinar söxuð steinselja 1 tsk. kúmen,(má sleppa) pipar 1. Vatnið með salti er hitað að suðu. Afhýddar niðursneiddar kart- öflur og gulrætur og fínskorinn Iaukur eru látin út í vatnið og græn- metið soðið í um 10 mínútur. 2. Soðinu er síðan hellt af græn- metinu og er smjörlíki, steinselju, kúmeni ef vill og pipar bætt út í það og blandað varlega saman við áður en borið er fram. Verð á hráefni 800 gr smálúðufl. .kr. 270,00 piparrót............kr. 38,50 laukur..............kr. 5,00 kr. 313,50 FM 102.2 «0* FlVl 102,2 Sigtúni 7, 105 Reykjavík Sími 91-689910 SKÍNANDI ÚTYARP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.