Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.06.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. JÚNÍ 1987 IKJALLARA í skjöldóttu húsi við Vesturgötu 3 í Reykjavík, sjáum við Morgun- blaðsfólk oft logandi ljós, þegar við föi*um heim úr vinnunni á kvöldin, því suður- hlið hússins snýr að bak- dyrum okkar. Fyrir gluggum eru grisjur, svo ekki er væn- legt að svala forvitni sinni um starfsemi þeirra sem kjallar- ann dvelja með gægjum. Til þess þarf maður að fara norð- ur fyrir húsið, inn í port og niður kjallaratröppur. Innan við dyraar stendur hvíthærð- ur, ungur maður, með uppsnúið yfirvaraskegg, glettni í augum, spaða í hönd og skefur léreftsdúk í þúsund litum, lítur upp og segir, „ég er allur i abstrakt núna.“ Indíánahöfðinginn Pontiac Undir pils- faldinum Sigurvegarinn Ásgeir Smári Einarsson, mynd- listarmaður Kjallari þessi, sem er í kvennaóð- ali landsins, er vinnustofa tveggja framsækinna karllistamanna. Sá sem ég hitti er Asgeir Smári Einars- son, en vinnustofínni deilir Om Ingólfsson með honum. „Þetta er notalegur staður og furðulega rúm- góður,“ segir Ásgeir og bendir á hvítkalkað loft og veggi. Gólfið er líka hvítlakkað margslitið dekk af aflaskipum. „Kjallarinn hefur sitt eigið vitundarlíf," heldur hann áfram. „Þegar við fengum hann til afnota gegn algerri umbyltingu, leit hann út eins og hola í jörðu. Hér var ótrúlegt samansafn af skít og allskyns drasli. Ljósasti blettur- inn var gat á veggnum út í Fischer- sund. En þetta er orðið gott núna, ein besta vinnustofan í bænum sem ekki er í einkaeign. Vegna staðsetn- ingarinnar og allra aðstæðan vorum við fljótir að finna viðeigandi nafn á fyrirtækið, „Undir pilsfaldinum. Ásgeir er fæddur í Reykjavík, en fluttist til Hafnarfjarðar þriggja ára gamall. „Ég var sendur þangað í útlegð og var óskírður. Séra Garðar bjargaði því á sinn hátt. Ég átti heima í Hafnarfirði í þrettán og þar öðlaðist ég marga furðureynslu. Við áttum mörg ævintýri, strákarnir í Firðinum. Sum svo mögnuð að þau minna á „Indiana Jones.“ Þar var líka verslunin hans Matthiesens. Sú verslun tengist þeim tíma sem ég var að breytast í ungling." Nautabaninn „ Utan á versluninni, ofan við innganginn var gríðarmikill nauts- haus, illilegur steinsteyptur boli. Þetta var jú matvöruverslun. Eitt sinn er ég að ganga framhjá versl- uninni, á leið úr skólanum. Þetta var um vetur og ég var haldinn þessum ærsladraug sem einkennir mig. Ég tek upp snjó, velti honum í höndunum um stund. Þetta var laus mjöll sem erfitt var að hnoða í kúlu og þar sem ég er af miklum veiðimannaættum, sigta ég á bola og sendi skeytið beint á milli augna hans. Eins og fyrir galdra, eða af álögum, dettur boli af veggnum, niður á gangstéttina, framan við dymar. Það hefði verið hvers manns bani að lenda undir þessu. Það urðu miklir skruðningar, brotnaði af hon- um hom og kom sprunga ofan við annað augað. Matthiesen kom hlaupandi út, skimaði eftir ástæðunni fyrir falli nautsins og hans ygglibrún skaut mér þvílíkum skelk í bringu að ég lagði á flótta. Hann skildi strax að ég var sökudólgurinn og hóf þegar eftirför, náði mér fljótt, dró mig á eyrunum inn í verslunina og hringd' í foreldra mína. Skömmustulegu var ég sóttur af þeim. En þegar málið fór að skýrast og ég fékk að segja frá því sem gerst hafði þegar ég banaði bola með snjóbolta, sáu menn í hendi sér að ég hafði ef til vill bjargað mannslífi. Skemmda- vargurinn varð hetja, þótt Matthies- en væri ekki sammála. Hann viðurkenndi það aldrei. Hinsvegar fór hann aldrei fram á skaðabætur og hausinn fór ekki upp aftur.“ Hefnd og samviskubit Löngu seinna náði ég mér niðri á honum fyrir eymatogið. Klóakið í Hafnarfirði var opið eftir miðjum bænum og tengdi saman tjamimar og var kallað Lækurinn. Það var mikil veiði í læknum, murta og smásilungur. Mér verður eitt sinn gengið fram á tvo stórlaxa í þessum læk. Ég hleyp þá uppi og næ þeim fljótt. Annar laxinn var hængur, sýnu stærri, og ég lenti í slag við hann úti í miðjum læk. Að lokum var ég búinn að ná þeim báðum og fór með þá til Matthiesen og vildi selja. Fyrir laxana, sem ég sagði að vísu þá, að ég hefði veitt úti við sundlaug á stöng, því mér þótti ekki vænlegt að segja að ég hefði veitt þá í klóakinu, fékk ég krónur 27.35, sem hann sagði að væri eft- ir vigt. Síðan seldi hann laxinn. Daginn eftir kom hann hlaupandi á eftir mér út á götu í annað sinn. Þar sem ég hafði vitkast yfir vetur- inn rann ég ekki undan honum. Hann biður mig að ganga með sér inn í verslunina og þar sé ég strax að liggur soðinn lax í bitum á borð- inu. Hann spyr mig ítrekað hvar ég hafi veitt laxinn. Eg varð hrædd- ur og þorði ekki annað en halda mig við fyrri framburð. Þá segir hann að báðum löxunum hafi verið skilað og sagt að af laxinum væri hreint og klárt skítabragð, spurði hv ort ég hefði ekki veitt þá í lækn- um. Svo heimtaði hann aurinn til baka. Ég var auðvitað búinn að eyða aurunum í sælgæti og óráðsíu og skítabragðið sagðist ég ekkert kannast við. Það hlyti bara að hafa komið í laxinn eftir að hann fékk hann. Með það slapp ég. Síðan hef- ur samviskubit gagnvart Matthies- en alltaf nagað mig. Ævistarfið Ég flutti aftur til Reykjavíkur þegar ég var 17 ára gamall og þá hóf ég af alvöru að stunda ævistarf- ið. Ég hafði að vísu haft nokkra atvinnu af myndlistinni, selt afa mínum myndir. Hann var sá fyrsti sem borgaði mér fyrir mynd. Áðrir nýttu sér ættartengsl og fengu þær gefíns. Ævistarfið var mest ljóð og litaspumingar til að byija með, því ég hafði enga aðstöðu til að leggj- ast í teikningar eða málverk. Eg samdi mörg ljóð, öfugmæli og alls kyns óvirðingar, sem ég er nú búinn að gleyma, en í skyndi man ég eft- ir sveitaróman sem ég orti í Hafnarfirði: Hæfír hlæfír manni hólmann gerir kátann dillar léttum rómi drössug hlíðarskjátan Ég sat á hólnum hjá Friðfinni klausturstjóra þegar ég orti þetta. Hann átti hest sem hét Blesi. Við töluðum mikið við hann. Friðfínnur sagði okkur að nú ætti að lóga Blesa. Að sjálfsögðu vildum við veg Blesa sem mestan er yfírum kæmi, svo sparisjóður okkar fór í að kaupa glansmyndir af heilagri þrenningu í klaustrinu, helling af myndum. Jesús, Maríu, allavega englum, Jó- sef við vinnu og svo framvegis. Þetta límdum við á Blesa útum hann allan, ofaná og undir. Aum- ingja hesturinn var sem skrípa- mynd, en við vorum sælir og glaðir í hjarta er við héldum heimleiðis með tunguna eins og þæfðan sjó- vettling eftir límsleikjurnar. Sál Blesa var borgið í miskunnsömum faðmi Maríu meyjar. Svo fór ég í Myndlistarskólann. Það var furðulegasta stofnun sem ég hafði komist í. Ég var rekinn þaðan árlega næstu sjö árin. Enginn skólastjóri sat lengur en eitt ár og það var siður fráfarandi skólastjóra að taka uppáhaldsnemanda sinn rheð sér úr skólanum. En í þessum skóla var það svo að sá sem tók við af þeim nýhætta og var í ein- hverri andstöðu við hann, sá sér færi að klekkja á honum, með því að hleypa mér alltaf inn árið eftir. Þannig að ég var aldrei rekinn nema yfír sumarið. Síðan þurftu þeir allt- af að gera mig að uppáhaldsnem- anda sínum, til að veija það að hafa hleypt mér inn aftur. Ég var skráður í forskóla sem aðrir byijendur en stundaði aðrar deildir skólans, með ágætum ár- angri en litlum vinsældum skóla- stjóranna, sem fannst ég óhlýðinn og hortugur. Ég hélt nefnilega allt- af að skólinn væri vinnustaður og kennaramir til að hjálpa nemend- um. En ég útskrifaðist að lokum úr tveimur deildum. Ég var svo lengi í skólanum að ég var farinn að drekka á kaffí á kennarastof- unni, enda héldu nýnemar að ég væri kennari. Eftir skólann fór ég til Þýska- lands til frekara náms. Það var á versta tíma, allt gekk út á hryðju- verkamenn og ekki rætt um annað. Svo var Schleier drepinn og allar löggur fengu byssuleyfi. Mér sýnd- ist ástandið þá orðið ótryggt og hættulegt að vera þar. Ég fór aftur í Myndlistarskólann og fékk vinnu-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.