Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 49 Stuttar buxur og aðrar styttri: Velkominn úr felum, herra formaður eftirAsgeir Hannes Eiríksson Samband ungra sjálfstæðis- manna hefur gefið út tímaritið Stefni í nærri fjörutíu ár og nýtur blaðið virðingar út fyrir heldur fá- mennar raðir Heimdellinga um landið. Fyrir tíu árum skrifaði Þor- steinn Pálsson núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætis- ráðherra þjóðarinnar lærða grein um áhyggjuefni sín í ritið og kall- aði: Fijálshyggja eða stuttbuxna- pólitík? Nafn greinarinnar bendir til að óvissan hafi nagað formann- inn er hann settist niður til að skrifa en honum hverfur smám saman efínn þegar líður á ritsmíð- ina. Á einum stað undir lokin er formanni þó greinilega þungt fyrir hjartarótum og hann segir: Stuttbuxur í stjórnmálastarfi „Einstaklingamir verða smám saman háðir stuttbuxnastjómmála- mönnum enda byggja þeir vald sitt á opinberri fyrirgreiðslu." Þetta er hveiju orði sannara hjá formannin- um. En hann lætur ekki staðar numið við að afhjúpa stuttbuxna- menn svo gersamlega og kemst því að laukréttri niðurstöðu í næstu setningu og segir: „Frelsi borgar- anna er hætta búin af þessum sökum." Hér er formanninum nokkuð brugðið og eftir svo alvarlega við- vörun bendir hann næst á sjálfan stóra sannleikann í lýðræði heims- ins og segir: „Borgaramir ráða þvf, hveijir veljast til stjómmálafor- ystu, hvort það em vinstri menn, stuttbuxnamenn eða fíjálshyggju- menn.“ Hér nálgast formaðurinn hámarkið. Nú þarf lesandinn ekki að velkjast lengur í vafa um hve grimm örlög lýðveldinu em búin ef menn halda ekki vöku sinni og opna augun. Og áfram segir formaður- inn: „Þær miklu umræður sem fram hafa farið upp á síðkastið um opin- ber umsvif, ættu að opna augu manna fyrir nauðsyn þess að leggja meiri áherzlu á gmndvallarsjónar- mið fijálshyggju en stuttbuxur í stjómmálastarfí." Hér eggjar for- maðurinn þjóð sína lögeggjan og er engu við það að bæta að sinni. Enda er nú komið að lokaorðum í þessari nauðsynlegu hugvekju og formaðurinn klykkir út með frekar lævísri ábendingu og segir: „Menn geta haft það fyrir atvinnu að hlaupa um á stuttþuxum. En þegar þeir gefa sig að stjómmálum verður meira að koma til.“ Punktur. Súrt í brók Svo mörg vom þau orð hjá ríkjandi formanni Sjálfstæðis- flokksins og forsætisráðherra þjóðarinnar. Þau em öll í tíma töluð og engu þeirra ofaukið núna tíu ámm seinna. Málflutningur í þess- um gæðaflokki skilur vissulega sauðina frá höfmnum. Stálpaða frá táningum og síðbuxur frá stutt- buxum. Enda hefur þessi gamli greinarhöfundur Stefnis nú hlotið meiri mannvirðingar en margur eldri maður og mikla sæmd að auki. En þó er eins og vonimar sem formaður Sjálfstæðisflokksins batt við lausnir ftjálshyggjunnar hafí dvínað með ámnum þrátt fyrir fög- ur fyrirheit. Eða formaðurinn hafí talað sér þvert um geð þegar hann varaði þjóðina alvarlega við hætt- unni af stuttum buxum. Allt að einu þá verður ekki séð í dag að formað- urinn hafí lifað sjálfur eftir orðinu í efni textans í Stefni fyrir tíu ámm. Nema síður væri. Gömul dæmisaga segir okkur frá refnum sem náði ekki að hremma ber í tré á sínum tíma. Þegar honum varð sú niðurstaða ljós huggaði hann sig við að líklega væm berin ekki eins góð og af var látið. Þau væm súr. Kannski fannst formann- inum sjálfum súrt í brók á sínum tíma og falið harm sinn í fataskápn- um. Stuttbuxur verða stóriðja Stuttar buxur em engin nýlunda í stjórnmálum íslendinga og sér- staklega ekki þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn hefur komið við sögu. Sá flokkur hefur löngum treyst á stuttar buxur til að halda velli í þjóðfélaginu og jafnan verið reiðu- búinn til að greiða götu hinna fáu stóm og útvöldu á kostnað hinna mörgu smáu og nafnlausu. Hann hefur raunar gert fyrirgreiðsluna Ásgeir Hannes Eiríksson „En stuttar buxur eru ekki einkamál Sjálf- stæðisf lokksins í bráð og lengd. Þær hafa miklu frekar verið sam- eiginlegt stöðutákn hjá leiðtogum stjórnar- flokkanna þriggja í áratugi.“ að orkufrekri stóriðju á íslandi. Hér verða þó ekki tínd til einstök dæmi að þessu sinni en lesendum látið eftir að rifja upp sjálfir helstu verk- in sem lofa meistarann. En stuttar buxur em ekki einka- mál Sjálfstæðisflokksins í bráð og lengd. Þær hafa miklu frekar verið sameiginlegt stöðutákn hjá leið- togum stjórnarflokkanna þriggja í áratugi. Þannig hafði til dæmis fyrrverandi formaður Framsóknar- flokksins sérstaka kraftaverka- menn í fömm á milli hinna fáu stóm í flokki sínum. Kratar em heldur engir eftirbátar þegar buxnasídd ber á góma og hefur enginn annar hópur manna náð að hreiðra betur um sig innan í kerfinu hér á landi. En hafí einhver hinna fáu stóm í Sjálfstæðisflokknum efast um buxnastærð formannsins getur sá hinn sami tekið aftur gleði sína nú þegar. Formaðurinn mun ekki láta sinn hlut eftir liggja ef að líkum lætur og verkin munu áfram lofa meistarann. Núverandi fjármála- ráðherra upplýsti nefnilega í blaðaviðtali að litlar 560 milljónir króna í aukafjárveitingum hefðu skotið upp kollinum frá síðustu dög- um formanns Sjálfstæðisflokksins í fjármálaráðuneytinu. Dansinn umhverfís Útvegsbankann sannar svo betur en orð fá lýst að hinir fáu en stóm íhaldsmenn við ríkissjóð eiga áfram Hauk í homi í formanni sínum. Hann hefur ekkert að fela lengur. Svona má rekja slóðina þar sem formaðurinn striplast um landið. Fram úr felum Það er stöðugt ánægjuefni þegar leiðtogar þjóða koma til dyranna eins og þeir em klæddir hveiju sinni. Þá skiptir ekki lengur máli hvort skrúðinn er nokkuð merki- legri en nýju fötin keisarans í ævintýrinu forðum daga. Það er hugurinn á bak við fatavalið sem ræður ferðinni. Og hugur fylgi máli. Þess vegna er full ástæða til að taka ofan með þeim fjölmörgu sem nú bjóða formann Sjálfstæðis- flokksins velkominn á fætur. Klæddan og kominn á ról. En létt- klæddan þó: — Velkominn úr felum, herra formaður! Höfundur er verslunarmaður og varaþingmaður Borgaraflokksins í Reykjavík. r mmMmm Haustnámskeiðin hefjast 14. september. Kennararnireru betri en nokkru sinni fyrr og aðstaðan ein sú besta. Jassballett Klassískur ballett Nútímaballett Byrjenda- og framhaldshópar fyrir karla og konur, stráka og stelpur frá 7 ára aldri og upp úr. Innritun er hafin í símum 687801 og 687701 frá kl. 10-19 alla daga nema sunnudaga. SÓLEY J/VR Kennarar: Winifred R. Harris, Ástrós Gunnarsdóttir, Shirlene Alicia Blaker, Bryndis Einarsdóttir HMHHHHHMI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.