Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 10.09.1987, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. SEPTEMBER 1987 1- Þessir hringdu . . . Hvers vegna er svo oft skipt um kennslubækur? Móðir hringdi: „Ég á bam í 9. bekk grunnskól- ans og langar mig til að vekja athygli á þeim kostnaði sem af því hlýst að alltaf er verið að skipta um kennslubækur. Mér er sagt að þetta sé allt undir kennur- um komið og gjaman er skipt um kennslubækur þegar kennari tek- ur við í einhverri grein. Væri ekki hægt að skipuleggja þetta betur? Þama væri hægt að spara tölu- vert fé og ættu þeir sem fara með málefni grunnskólans að taka þetta til athugunar.“ Vill samvinnu- hreyfingin ekki eldrafólk? J.J. hringdi: „Um helgina birtist auglýsing frá samvinnufýrirtækinu Kaup- stað þar sem auglýst er eftir starfsfólki á aldrinum 20 til 40 ára. Það er KRON sem skrifað er fýrir þessari auglýsingu. Hvað er orðið af samvinnuhugsjóninni, er hún aðeins fyrir þá sem eru yngri en 40 ára? Margt samvinnu- fólk er einmitt komið yfír miðjan aldur. Vill samvinnuhreyfíngin ekkert hafa með það að gera eða hvemig ber að skilja þessa auglýs- ingu?“ Lofsverð hjálp- semi 3705-2124 hringdi: „Mig langar til að koma þökk- um á framfæri til ungs manns sem hjálpaði mér að skipta um dekk á bílnum mínum fyrir skömmu. Ég var ein á ferð og lenti í kant- steini við Umferðamiðstöðina og við það sprakk á bflnum hjá mér. Þama var margt um mannin en enginn kom þó og hjálpaði mér fyrr en ungur maður gaf sig fram. Hann hafði misst af rútunni til Keflavíkur og hafði töluvert fyrir að hjálpa mér.“ Fiskvinnslufólk ætti að fá mun hærri laun G.S. hringdi: „Að undanförnu hefur verið fjallað um tekjur sjómanna í Velvakanda og víðar. Hefur ver- ið hneikslast á því hversu mikið sjómenn geta borið úr bítum þegar vel aflast en færri virðast hafa áhuga á að fja.Ha um tekjur sjómanna þegar illa gengur. Ég er ekkert hneikslaður á því þó sjómenn hafí stundum góðar telcjur og það hneikslar mig meira að vita alls konar afætur maka krókinn með fánýtu braski. Það hneikslar mig líka að fískvinnslufólk, sem ásamt sjómönnunum skapar þjóða- rauðinn, skuli flest vinna erfíða vinnu fyrir smánarlaun. Fisk- vinnslufólk ætti að fá mun hærri laun. Þessa vitleysu þarf að leið- rétta." Til Velvakanda Ég var á ferð í Þýskalandi nýverið, sem ekki væri í frásögur færandi, nema fyrir það, að dag nokkrun kom það til tals, þar sem ég og vinafólk mitt vorum rétt við landamæri Frakklands, að skroppið yrði dagstund til Strasbourg. En þá kom aldeilis babb í bátinn hvað mig snerti, þar sem ég hafði ekki vegabréfsáritun til Frakklands, svo ekkert varð af ferðinni. Þetta var svo sem ekkert mál nema hvað mig rak í rogastans, þegar ég komst að því, að þjóðveijar og Hollending- ar, sem ég var með, þurftu ekki á vegabréfsáritun að halda eins og ég. Þegar þessi áritunarskylda ís- lendinga kom til á þessu ári, var látið í veðri vaka að Frakkar væru að krefja útlendinga um vega- bréfsáritun til að koma í veg fyrir að hryðjuverkamenn kæmust til landsins eða a. m. k. gera þeim erfíðara fyrir. Þetta fannst manni ofureðlilegt í ljósi þess, að hryðju- verkaalda hafði dunið yfír landið. Nú fær þessi skýring hins vegar ekki staðist, því það úir og grúir af hryðjuverkamönnum bæði í Þýskalandi og Hollandi, en samt þurfa þegnar þessara landa ekki á vegabréfsáritunum að halda eins og við, og þó fyrirfinnast ekki hryðjuverkamenn á okkar landi svo vitað sé. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 13 og 14, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þé að höfundur óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina þvi til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í /T HEILRÆÐI orcíicí |>3rn- Bömin í umferðinni eru bömin okkar. Nú fara skólar að byija og ýmis íþrótta- og félagsstarfsemi sem bömin sækja. Því er nauðsyn- legt að sýna sérstaka aðgáta. Öll viljum við vemda bömin fyrir hættum í umferðinni. Leiðbeinum þeim og sýnum þeim tillitssemi. Skeifunni 3, Rvik. ÖEGGEOE S Um vegabréfsáritun til Frakklands - hve lengi á að krefjast hennar af Islendingnm? Því er mér, og vafalaust mörgum öðrum, spum: Hvers vegna þurfa íslendingar á vegabréfsáritun til Frakklands að halda? Og hvað á þessi skylda að standa lengi? Ragnheiður Guðmundsdóttir Aero. 2: Byrjendur. Aero. 3: Framh. Aero. 4: Púl. Boddy Work: Ekkert hopp. Fat burn: Stanslaust hopp. Innrítun er hafín í síma: 39123 og 35000 Auk þess að geta mætt allt að 5 sinnum í viku hefur þú frjálsan aðgang að einum full — komnasta þrektækjasal í landinu. A T H . Eina stöðin á íslandi með AEROBIC dýnu á gólfi. Hlýfir hnjám og baki og gerir allar æfingar mýkri. (Engin þörf á dýrum skóm.) KENNARARí VETUR. Magnús Scheving. Jóna Einars. Elísabet Sigfúsd. Fríða Halldórs. Ágúst Hallvarðs. SJAUMST HRESS Heitt á könnuni og í gufunni. Allir kennarar okkar eru ný komnir af námskeiði hjá Madeleine Lewis frá Los Angeles California og bjóðum við því upp á eitt þð besta og þróaðasta í Aerobic á íslandi. dálkunuin. finbfiiídtft^ri jiftir, L • _ „. ' _ _ _ '
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.