Morgunblaðið - 24.09.1987, Page 35

Morgunblaðið - 24.09.1987, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1987 35 Reuter Fótboltamenn í verkfall Bandarískir fótboltamenn standa verkfalls- vörð fyrir utan æfingasvæði Washington Redskins í gær. Verkfall 1.500 atvinnumanna í bandaríska fótboltanum hófst i gær eftir að samningaviðræður við samtök eigenda félaganna fóru út um þúfur. Að meðaltali eru árstekjur fótboltamannanna 230.000 doll- arar, eða 9,2 milljónir islenzkra, en þeir telja það ónóg og vilja launahækkun. MeðaUaunin segja ekki alla söguna, margir hafa margf- alt hærri laun en flestir lægri. Lágmarks byrjunarlaun, sem eru algeng, eru 50.000 dollarar, eða 2,0 miiyónir. Kraflzt er 90.000 dollara, 3,6 milljóna, en vinnuveitendur bjóða 60.000 dollara, 2,4 milljóna króna. Aðeins einu sinni áður hefur komið til verkfalls fót- boltamanna í Bandaríkjunum. Það var árið 1982 og stóð það í 57 daga. Þjónustumiöstöö EIMSKIPS í Sundahöfn er vettvangur góðra atvinnutækifæra. Þessa dagana leitum viö aö starfsmönnum til framtíöarstarfa í eftirfarandi stöður: 1. Tækjastjórn 2. Lagerstörf (8 tímar á dag) 3. Almenn störf á hafnarsvæði Framkvæmd Ólympíuleikanna í Seoul: S-Kóreumenn bíða með að svara Norðanmönnum Seoul, Panmuiyon, Reuter. SUÐUR-Kóreumenn frestuðu i fyrradag að svara tillögu Norð- ur-Kóreumanna um tvíhliða viðræður ríkjanna um skiptingu Ólympfuleikanna. Talsmaður Ólympíunefndar Suð- ur-Kóreu sagði að viðbragða væri að vænta í dag og yrðu skilaboð til yfírvalda í Norður-Kóreu afhent í Panmunjon-þorpinu á landamær- um ríkjanna. Von var á viðbrögðum Suður-Kóreumanna í fyrradag en tafír verða á þeim þar sem hlutað- eigandi aðilar hafa ekki gert upp hug sinn til tillagna Norðanmanna, að sögn talsmannsins. Talsmaðurinn vildi ekki greina frá því á hvaða lund svarið yrði, en ftilltrúi í Ólympíunefnd suður- Kóreu sagði að tilboði Norðan- manna um viðræður ríkjanna tveggja um skiptingu leikjanna yrði hafnað. „Alþjóðaólympíunefndin (IOC) verður að eiga aðild að öllum viðræðum um framkvæmd leikj- anna," sagði hann. IOC hefur_haldið fjóra fundi með fulltrúum Suður- og Norður-Kóreu um skiptingu leikjanna á undanf- ömum tveimur árum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir þann möguleika að kommúnistaríki hundsi leikina. Suður-Kóreumenn hafa boðið að nokkrar keppnisgreinar verði haldnar I Norður-Kóreu. Norðan- menn hafa ekki tekið endanlega afstöðu til þeirra tilboða né sáttatil- lögu IOC. Hafa Norðanmenn að undanfömu gert tilkall til fleiri greina en Sunnanmenn segja að tíminn hlaupi frá grönnum þeirra. Verði þeir að samþykkja tillögu IOC eða eiga það annars á hættu að fá ekki neitt af leikjunum. Fulltrúi í Ólympíunefnd Suður-Kóreu sagði að nýir fundir með Norðanmönnum væm óþarfír þar til þeir hefðu gert upp hug sinn til síðasta tilboðs IOC. Juan Antonio Samaraneh, forseti IOC, sendi sl. fímmtudag öllum aðildarlöndum Alþjóðaólympíu- nefndarinnar formlegt boð um þátttöku í leikjunum, sem hefjast í Seoul 17. september á næsta ári. Við það tækifæri sagði Samaranch að hann mundi eiga fund með Mik- hail S. Gorbachev, aðalritara Kommúnistaflökks Sovétríkjanna, í þeirri von að fá hugsanlegri heima- setu kommmúnistaríkja afstýrt. Kvaðst hann vona að af fundinum yrði fyrir 17. janúar næstkomandi, en þá rennur út frestur, sem ríkin hafa til að ákveða þátttöku í leikjun- um í Seoul. William T. Pendley, yfírmaður sveitar Sameinuðu þjóðanna, sem heldur uppi vörzlu í Panmunjon, varaði Norður-Kóreumenn í fyrra- dag við tilraunum til að trufla Ólympíuleikina í Seoul. Á fundi sameiginlegrar nefndar, sem fylgist með framgangi mála á vopna- hléslínunni, sakaði Pendley Norð- ur-Kóreumenn um vísvitandi tilraunir til að auka á spennu í þeirri von að það fældi ríki heims frá leikjunum. „Ef þið reynið með einhveijum hætti á næstunni að vega að friði og stöðugleika á Kóreuskaganum á næstunni verðið þið látnir sæta fullri ábyrgð. í því sambandi mun lítt stoða að reyna að villa um fyrir mönnum með ýktum og upplognum ásökunum," sagði Pendley. Hjá okkur er góður vinnuandi, næringaríkt mötuneyti og lifandi starfsmannafélag. Ef þú hefur áhuga á góöri vinnu meö mikla framtíðarmöguleika þá skaltu hringja í síma 689850 Framtíðar- starfið færðu hjá EIMSKIP Hringdu strax og skrdðu þig á skemmtilegt og uppbyggjandi námskeið. v HRFSS I.ÍKAMSRÆKX OG IJOS BÆJARHRAUNI A / VIÐ KEFLAViKURVEGINN / SÍMI 65 2212 Tólf vikna námskeið í jazz-ballett hefjast í nœstu viku. Hver tími hefst á upphitun, teygju- og þolœfingum. Kennd verða undirstöðuatriði í klassískum ballett, einnig dansar, hringir og stökk. Nemendasýning verður í lok námskeiðs. Foreldrar geta fylgst með tveimur œfingum. VERÐ FYRIR 12 VIKUR: 4.950 KR. 8-10 ára Sunnudagar kl. 11.30 Föstudagar kl. 17.30 10-12 ára Sunnudagar kl. 12.00 Föstudagar kl. 17.00 13-15 ára Sunnudagar kl. 13.00 Föstudagar kl. 18.00

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.