Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐE), ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 Rafstrengurinn til Bretlands: Hugmyndin enn ómótuð - segir Jóhannes Nordal stjórnarfor- maður Landsvirkjunar JÓHANNES Nordal, stjórnar- formaður Landsvirkjunar, hefur hitt Alexander Copson, forstjóra „North Venture Shipping Ag- encies Ldt.“ að máli i London, en Copson og fyrirtæki hans hafa sýnt áhuga á að flytja raf- orku frá ísiandi til Bretlands með neðansjávarrafstreng. Jóhannes sagði við Morgunblaðið að honum virtust hugmyndir Cop- sons um rafstrenginn ákaflega ómótaðar enn og ekkert hefði kom- ið fram sem sýndi að hægt væri að gera þetta með hagkvæmum hætti. Jóhannes sagðist þó hafa tjáð Copson að Landsvirkjun væri tilbú- in til að hlusta á allar tillögur sem bomar væru fram í þessum efnum og ef áframhaldandi áhugi væri fyrir hendi hjá Copson myndi hann senda Landsvirkjun erindi og koma í framhaldi af því til íslands til við- ræðna, en Copson hefur . aldrei komið hingað til lands. Sjá bls. 24: „Hvað segja þeir um raforkuútflutning ..." Göng í gegn um Ólafsfjarðarmúla: Vonast til að málið verði afgreitt í dag - segir Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra „GERÐ ganga í gegn um Ólafs- fjarðarmúla verða til umræðu á ríkisstjómarfundi á morgun, þriðjudag. Ég vonast til þess að málið fái þar lokaafgreiðslu, þannig að vegagerð ríkisins geti hafið nauðsynlegan undirbúning í sambandi við útboð svo fram- kvæmdir geti hafist næsta vor,“ sagði Matthías Á. Mathiesen sam- gönguráðherra i samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Ólafsfírðingar og Halldór Blöndal alþingismaður gengu í gærmorgun á fund Þorsteins Pálssonar og af- hentu honum fyrir hönd ríkisstjóm- arinnar undirskriftalista Ólafsfirð- inga með kröfu um að stjómvöld taki af skarið svo unnt verði að hefja framkvæmdir við göng í gegn um Ólafsfjarðarmúla á næsta ári. Fulltrúar Ólafsfirðinga gengu svo einnig á fund samgönguráð- ; herra í gær og ræddu við hann um málið. Sjá frásögn af undirskriftum Olafsfirðinga á bls. 40. Morgunblaðið/RAX Fyrsta skóflustungan tekin að húsi Tæknigarðs hf. á lóð Háskóla íslands í gær. Það var Jóna Gróa Sigurðardóttir sem tók skóflustung- una. Skóflustunga tekin að húsi Tæknigarðs hf. SKÓFLUSTUNGA var tekin í gær að húsi Tæknigarðs hf. á lóð Há- skóla íslands í námunda við hús Raunvfsindastofnunar og Verk- fræðideildar Háskólans. Húsið verður tæknigarður fyrir raf- einda-, tölvu- og upplýsingatækni. Hluti hússins verður leigður fyrir- tækjum á sviði upplýsingatækni, tölvutækni og tækniiðnaðar. Einnig verður í húsinu Reiknistofnun Há- skólans og hluti af starfsemi Raunvis- indastofnunar Háskólans. Rekstur hússins verður með nokkuð nýstár- legum hætti. Allir, sem aðstöðu munu hafa í húsinu, greiða fyrir hana mark- aðsleigu og á það jafnt við um fyrirtækin og stofnanimar. Leigu- tekjumar verða notaðar til þess að greiða rekstrargjöld, fjármagns- kostnað og stofnkostnað að hluta. Þann hluta af stofnkostnaði sem tekj- ur félagsins hrökkva ekki fyrir mun Háskólinn greiða. Á þann hátt mun Háskólinn smátt og smátt eignast húsið á hagstæðum kjömm. Hluthafar í Tæknigarði hf. em Þróunarfélag íslands, Reykjavíkur- borg, Háskóli íslands, Tækniþróun hf. og Félag íslenskra iðnrekenda. Georg Ólafsson verðlagsstjóri: Samráð egsjabænda um Upplagseftirlit Versl- unarráðsins: 47.740 eintök af Morafun- blaðinu VERSLUNARRÁÐ íslands hefur gefið út upplagstölur fyrir dag- blöð, en aðeins tvö dagblöð eru i upplagseftirlitinu, Morgunblað- ið og Dagur. Meðaltal seldra eintaka af Morg- unblaðinu tfmabilið apríl-september 1987 var 47.740 eintök og hjá Degi var meðaltalið 4.814 eintök. Á sama tfmabili síðasta ár var meðaltal seldra eintaka af Morgun- blaðinu 46.719 þannig að aukningin var 1.021 eintak, sem er 2,19%. Verslunarráð íslands gefur út uppplagstölur fyrir dagblöð tvisvar á ári, f maf og í nóvember. verðlagningu óheimilt Vorum nauðbeygðir til að hækka eggin, segir talsmaður bænda EGGJABÆNDUR ákváðu á sam- eiginlegum fundi á sunnudag að hækka verð á eggjum. Ætla þeir að selja eggin á 180 kr. i heild- sölu og veita magnafslátt frá því verði, en heildsöluverðið var komið niður í 55 kr. í síðustu viku. Georg Ólafsson verðlags- stjóri segir að þessi ákvörðun eggjabænda stangist á við verð- lagslögin og að stofnunin muni gera athugasemdir við hana. Jón Hermannsson á Högnastöð- um, formaður Sambands eggja- framleiðenda, segir að eggjabænd- ur hafí verið nauðbeygðir til að hækka eggjaverðið því það hafí verið komið langt niður fyrir fram- leiðslukostnaðarverð. Hann segir að heildsöluverðið hafí lækkað ört að undanfömu og verið komið niður í 55 krónur á sama tfma og fóður- kostnaður við hvert kfló af eggjum væri 80 krónur og væri þá ekki tekið tillit til fóðurkostnaðar við endumýjun stofnsins. Framreikn- aður verðlagsgrundvöllur eggja- framleiðslu væri 210 krónur en eggjaframleiðendur hefðu ekki treyst sér til að fara svo hátt með verðið og ákveðið að reyna að koma því upp í 180 krónur og halda því þannig fram yfir jól. Jón segir að staða eggjabænda sé mjög slæm vegna offramleiðslu og harðs verðstríðs og hefðu marg- ir hætt framleiðslu. Ef þetta lága verð héldist áfram myndu enn fleiri hætta og þá væri búið með alla samkeppni í greininni. Jón segir að eggjaverðið hafí . áður verið svipað og kfló af kjúkl- inga- og svínakjöti. Þessar greinar séu frjáisar eins og eggjaframleiðsl- an en afurðir þeirra hafí hækkað mun meira. Kjúklingamir væri nú á um 300 krónur og svínakjötið á 400 krónur. Georg Ólafsson verðlagsstjóri segir að ákvörðun eggjabænda bijóti í bága við verðlagslöggjöfina þar sem kveðið sé á um að samráð við verðlagningu sé óheimilt. „Okk- ur ber að kalla eggjaframleiðendur í dag ítrím Kvennalands- IWJið á að leika 80 landsleiki á fjórumárum! JWorouiibXabiti Milliþinganefnd um staðgreiðslu skatta: Persónuafsláttur 1988 verði um 180 þúsund Skatthlutfall ríkis 28,5% en útsvar 6,25% Sfe' MILLIÞINGANEFND um staðgreiðslu skatta hefur skilað áliti sinu tíl fjármálaráðuneytisins. Nefndin leggur til að skatthlutfall hjá rikinu verði 28,5% á næsta ári en það er sama tala og i staðgreiðslu- lögunum. Stefnt var að þvi að skattbyrði lækkaði um 0,4% af heildarlaunatekjum einstaklinga frá þvi sem var 1986 og segir Kjart- an Jóhannsson, formaður nefndarinnar, að hann telji að hægt sé að ná þeirri skattbyrði sem menn ætluðu sér en það þýddi í kringum 180 þús. króna persónuafslátt fyrir 1988. Kjartan Jóhannsson sagði í sam- fyrir hærri bamabótum. Þetta tali við Morgunblaðið að nefndin myndi þýða skattleysismörk í kring- legði fram tvær tillögur um per- um 43-43.500 kr. fyrir einstakling sónuafslátt fyrir 1988 sem báðar en hjá hjónum, þar sem bæði væru BLAÐ B þýddu um 180 þús. krónur á árs- grundvelii. Tillögumar hljóða upp á annarsvegar 14.960 kr. og hinsveg- ar 15.125 kr. mánaðarlegan afslátt. Munurinn á þessum tveimur dæm- um er að í lægri tölunni er gert ráð fullvinnandi, 86-87.000 krónur. Gert er ráð fyrir 6,25% útsvari en það þýðir óbreyttar tekjur fyrir sveitarfélögin. Skattleysismörkin eru miðuð við þessa útsvarstölu og munu breytast í samræmi við hana. Lagt er til að bamabætur verði 15.045-16.550 fyrir fyrsta bam en 22.570-24.825 kr. fyrir annað bam. Hjá einstæðum foreldrum yrðu því mörkin 45.200 kr. eða 49.700 kr. Mismunandi tölur miða við mismun- andi persónuafslátt. Meðal annarra breytinga sem nefndin gerir ráð fyrir er að hús- næðisbætur verði 44.000 kr. og miðist við einstaklinga. Þær greið- ast til þeirra sem eru að byggja eða kaupa íbúð í fyrsta sinn. Nefndin hefur hækkað sjómannaafsláttinn í 413 kr. á dag og verður hann frá- dráttarbær frá skatti. Loks má nefna að námsmenn munu fá sér- stök námsmannakort er munu veita þeim rúmlega tvöfaldan persónuaf- slátt þijá mánuði ársins. til fundar, benda þeim á þetta og fínna þannig lausn á málinu," segir Georg. Er hann var spurður hvað gert yrði ef tiimælin dygðu ekki sagði hann að þrennt kæmi til greina: Hægt væri að kæra málið til rannsóknarlögreglunnar, verð- lagsráð gæti bannað samráðið og hægt væri að setja eggjaframleiðsl- una undir verðlagsákvæði. Ef síðast nefnda leiðin yrði farin myndi mál- inu fyrst verða vísað til sexmanna- nefndar og athugað hvort hún hefði í hyggju að ákveða verð á eggjum. Georg sagðist ekki vera í aðstöðu til að dæma um hvort það verð sem framleiðendur hafa sett upp sé of hátt. Hins vegar væri ljóst að verð- ið hefði verið komið niður fyrir öll eðlileg mörk í síðustu viku. Hann segir að eggjaverð út úr búð hefði verið hæst í september 1985, 174 kr. kflóið og á árinu 1986 hefði það lengst af verið 145—148 krónur. Það hefði síðan lækkað verulega undanfamar vikur. Taldi hann eðli- legt að bera verðið nú saman við það sem var áður en verðfallið varð. Á fundi eggjaframleiðenda um helgina voru allir helstu eggjafram- leiðendur landsins, bæði menn úr Sambandi eggjaframleiðenda og Félagi alifuglabænda og sagði Jón Hermannsson að alger samstaða hafí verið um ákvörðun verðsins. Hann segir að ekki sé á dagskrá að setja upp sameiginlega dreifing- armiðstöð þar sem meirihlutinn sé á móti því. Hins vegar hafí komið fram hugmyndir um stjómun fram- leiðslunnar með fóðurbætis- skömmtun. Enn hefði þó ekki verið farið fram á slíkt við stjómvöld. Með fóðurbætisskömmtun er átt við að framleiðendur fái fóðurbæti með litlum eða engum skatti til að fram- leiða ákveðið magn af eggjum en þurfí að greiða háan skatt fyrir framleiðslu umfram það. Yrði þá miðað við framleiðslu manna fyrstu sjö mánuði þessa árs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.