Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 Morgunblaðið/Svemr Vinnuvélarnar taka við jólatijánum þegar út úr skóginum er komið en þar eru þau flokkuð eftir tegund- um og stærð. Allir fá jólatré við sitt hæfi Morgunblaðið/Sverrir Björn Kristjánsson og Oddgeir Jónsson draga tréð á milli sín úr skóginum. JÓLAUNDIRBÚNINGUR er þegar hafínn hjá skógræktarmönnum og þeir byijaðir að fella jólatrén, sem síðar eiga eftir að koma fólki f jólaskap. Hjá skógrækt ríkisins f Skorradal verða um 5.000 tré felld f ár og er það svipaður fjöldi og á siðasta ári, að sögn Ágústs Áraa- sonar skógarvarðar. Vinsælustu trén eru um 1 m til 1,75 m að hæð og mun rauðgrenið kosta á bilinu 560 kr. til 1.260 kr. f ár. En hvera- ig tilfinning er það fyrir skógrækt- armann að fella tré, sem tekið hefur mörg ár að rækta ? „Það er ekki svo slæmt. Skóginn þarf að grisja, hvort sem mönnum líkar betur eða ver, en þetta er vanda- samt starf og ekki sama hvemig staðið er að verki. Það verður að velja úr réttu trén með tilliti til stað- setningar, landslags og annars gróðurs og svo verða þ_au að vera falleg sölijvara," sagði Ágúst. „Við fellum stærstu trén fyrst, sem sett eru upp á torgum og við verslanir en þar eru mest sitkagreni um 7 til 8 metrar á hæð og seinna fellum við rauðgreni sem er stærst um 5 til 6 metrar." — Hvaða tré eru vinsælust ? „Hingað til hefur það verið rauð- greni en ég spái þvf að þinur verði aðal jólatréð í ár. Þar stöndum við hjá skógræktinni illa að vígi því við höfum lagt aðaláherslu á að rækta rauðgreni sem flestir hafa sóst eftir hingað til. Af öðrum tegundum má nefna stafafuru sem hefur sótt á undanfarin ár en hún er yfírleitt ekki mjög stór þegar við fellum hana. Ég felli um 1000 tré en anna ekki eftir- spum og get því ekki afgreitt nema um 20 til 25% af þeirri fum sem beðið er um því hún er erfið í rækt- un. Hún vex í hlíð hér í skóginum, sem snýr móti sólu og em greinamar þess vegna oft mjög ójafnar á stofnin- um.“ — Er mikið lagt upp úr stærð og gerð jólatrésins þegar það er valið ? „Já, íslendingar em mjög kröfu- harðir, þegar jólatré eiga í hlut. Þeir vilja flestir hafa þau þétt og stutt á milli greinanna, þannig að jólaskraut- ið nánast liggur á greinunum en aðrir vilja hafa bil milli greina og láta skrautið hanga. Margir koma dag eftir dag og líta yfír þau tré sem em á boðstólnum. Láta jafnvel taka frá fyrir sig tré sem þeim líst vel á en koma loks og finna „hið eina rétta tré“ og gera þá loks út um kaupin. Sem betur fer hafa ekki allir sama smekk svo allir fínna að lokum jóla- tré við sitt hæfí.“ —Hvenær hefst sala á jólatijám ? „Landgræðslusjóður byijar að selja sín tré eftir fyrstu vikuna í desember en þau fyrirtæki og verslanir sem hafa áhuga á að setja upp trén fyrr til skreytingar geta haft samband við okkur hér f Hvammi og þá sendi ég þeim tré. Okkar markaður nær allt frá Keflavík að Hofsósi." Morgunblaðið/Svcrrir Rauðgreni er selt með hnaus til skreytinga en þannig stendur það mun lengur en ella. Að sögn Ágústs gagnar lítið að setja tré sem þessi niður utandyra eftir að þau hafa staðið inni um tíma. Morgunblaðiö/Sverrir Ágúst Árnason skógarvörður, nýtur aðstoðar þeirra Bjöms Kristjánssonar og Odd- geirs Jónssonar þegar um 5 metra grenitré er fellt. Allar gerðir til afgreiðslu strax. Sýningarbílar í Volvosal. Oplð í Volvosal món.-fðs. 9-18 laugardaga 10-16 VELTIR SKEIFUNNI 15 SÍMI 91-691600, 691610 P&Ó/SlA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.