Morgunblaðið - 17.11.1987, Side 20

Morgunblaðið - 17.11.1987, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 Leyfisbréf fáránleikans Teikning: Honoré Daumier 1882. List og hönnun Bragi Ásgeirsson Undarlegt var að lesa frétt á öftustu síðu Morgunblaðsins mið- vikudaginn 11. nóvember undir fyrirsögninni „Leyfisbréf fást ekki án prófskírteina". Er hér vísað til þess, að hið háa menntamálaráðuneyti hefur kraf- ið kennara listaskólanna um prófskírteini varðandi nám í upp- eldis- og kennslufræði ella fái þeir ekki leyfisbréf og teljast því ekki alvöru kennarar! Hins vegar virðast menn hafa litlar eða engar áhyggjur af því á þeim bæ, hvort viðkomandi séu sérmenntaðir í listum og færir um að kenna við slíkar stofnanir. Þeir eru víst naumast fleiri en einn af hundraði, sem almenn kennararéttindi hafa og eru einnig færir um að kenna við listastofn- anir, og er þá ríflega áætlað. Með þessu er í raun réttri verið að löggilda það, að blindur maður með próf í uppeldis- og kennslu- fræði sé hæfari í stöðu kennara við sjónlistaskóla en t.d. lands- frægur myndlistarmaður — heymarlaus — með slík réttindi hæfari kennari við tónlistarskóla landsþekktum hámenntuðum tón- listarmönnum, bæklaður maður í hjólastól veifandi leyfisbréfi hæf- ari sem kennari í dansmennt landskunnum listdönsurum og fjósamaður, er aldrei hefur komið í leikhús, en fengið þessi áskildu réttindi í bréfaskóla, hæfari ást- sælustu leikurum þjóðarinnar ... Eða' hvað skyldi maður annars halda, þegar slík fáviska hefur öðlast löggildingu í hinu stein- runna fyrirgreiðsluleikhúsi við Austurvöll og meinfysir skrif- stofumenn leitast við að nota þau til að drepa í dróma allt skapandi líf í listaskólum landsins? Margoft hef ég vísað til þess í greinum mínum á undanfömum ámm, að ísland væri sennilega eina landið utan þriðja heimsins, sem viður- kennir ekki listháskólamenntun nema í gegnum prófplögg, Og það sem afleitara er — viðurkennir ekki vægi þess að skara framúr og hasla sér eftirminnilega völl í listgrein sinni. Nei, próf og stimpl- ar skulu það vera og ekkert annað . .. Nú eru mjög fáir lista- skólar í veröldinni, sem gefa nemendum sínum almennar ein- kunnir eða veita þeim titla til að hreykja sér af. En þeir veita þeim fúslega vitnisburð og meðmæli, ef viðkomandi þurfa á slíku að halda. Stolt og sómi hvers lista- skóla er að sjálfsögðu þeir nemendur er vinna sér frægð og frama, er út í sjálft lífíð kemur. Skólamir stækka af slíkum nem- endum, en list manna verður aldrei meiri né mikilfenglegri af því einu að hafa stundað nám við einhvem ákveðinn skóla. Um það er gjörvöll listasagan til vitnis um. En það fínnast bersýnilega menn, sem er nákvæmlega sama um allar skjalfestar staðreyndir, er þeir smíða öðrum lög, og því meir sem þeim er bent á hnökrana og smíðagallana þeim mun ákveðnari verða þeir um undan- tekningarlausa framkvæmd þeirra. Listnám er langt og strangt og enginn nær frama á því sviði án þrotlausrar baráttu. Listaskólar taka við nemendum úr öllum öðr- um skólum og meðalaldur þeirra er sá hæsti en þrátt fyrir það á að setja kennara þeirra (leiðbein- anda?) neðar í launaflokka en almenna framhaldsskólakennara, þótt menntun slíkra sé í flestum tilvikum mun minni og fæstir næðu þeim árangri að komast inn um dyr listaskóla sem nemendur. Hér er því beinlínis verið að verð- launa hæfíleikaskort en refsa hæfileikafólki. Sérstaða listaskóla er slík, að hvarvetna er reynsla og hæfni viðkomandi eina boðlega viðmið- unin, er ráðið er í ábyrgðarstöður, og þýðir ekkert að veifa einhveij- um plöggum og doktorsritgerð- um, ef þessir sérstöku hæfíleikar eru ekki fyrir hendi. Hér er það þekkingin sem gild- ir, lífsreynsla og viðurkenning á listasviði — allt annað er hjóm. Þannig hafa nafntoguðustu kenn- arar á listasviði við æðstu skóla- stofnanir ekki síður verið sjálflærðir en skólaðir og þó há- menntaðir í sinni grein. Þetta rýrir þó ekki gildi listskóla, sem aldrei hefur verið áþreifanlegri en á seinni tímum, en er einfaldlega náttúrulögmál og mjög heilbrigt sem slíkt. En væri það ekki ráð fyrir kennara listaskóla að sameinast í eitt stéttarfélag og bera fram sérkröfur sínar — koma ráða- mönnum í skilning um sjálfstæði og sérstöðu skapandi lista og hönnunar í skólakerfínu? Og jafnframt um þær sérkröf- ur, sem gerðar eru til kennara við slíkar stofnanir, sem eru aðrar og miklu meiri og sértækari en við almenna skóla. Enginn skóli útskrifar fullgilda listamenn, einungis kandidata á vettvang listarinnar og enginn skóli getur heldur útskrifað full- gilda kennara í æðstu skóla á listasviði — slíkt er sérgáfa í báð- um tilvikum. Þegar þjóðfélagið hættir að meta áunna hæfni á listasviði og telur vægi prófpiagga úr almenn- um skóla meiri, þá er mikil vá fyrir dyrum. Fari svo má búast við stórflótta listamanna úr lista- stofnunum, en innreið möppu- dýra, sem eru líkust gínum, sem telja sér trú um, að með opin- berum stimplum takist þeim að geta afkvæmi af holdi og blóði. En skyldu ekki slík afkvæmi vindsins hvarvetna teljast klén hönnun? Jafnframt staðfesting á því, sem maðurinn sagði á dögun- um, að það sem helst virtist eiga sér framtíð í listaskólum hérlend- is, ef þetta næði fram að ganga, væru skrifstofumar... OPEL CORSA hefur á undanförnum árum unnið sér sess meðal söluhæstu og vinsælustu smábíla í Evrópu. í Opel Corsa fær kaupandinn flesta þá hluti sem hann sækist eftir í nýjum fjölskyldubíl af ódýrari gerðinni. Það má reiða Mg á Opel Corsa, hann skilar sér með sína á áfangastað. Það vita líka þekktar bílaleigur víðsvegar í Evrópu, sem hafa í vaxandi mæli tekið þennan litla en ólseiga Opel í þjónustu sína. OPEL CORSA SWING, traustur smábíll, fyllilega peninganna virði. BíLVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.