Morgunblaðið - 17.11.1987, Side 23

Morgunblaðið - 17.11.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 23 Ný uppskrift af fískveiðikvóta eftir Kristínu Halldórsdóttur Sjávarútvegur er og verður und- irstaða efnahags- og atvinnulífs íslendinga. Hagur þessarar at- vinnugreinar er hagsmunamál allrar þjóðarinnar og ber að skipu- leggja hana samkvæmt því. Sá tími er löngu liðinn, að náttúr- an var látin einráð um stjórnun fiskveiða. Mannleg stjómun hefur nú gilt árum saman, friðunarað- gerðir, skyndilokanir uppeldis- svæða, afmörkun sóknartíma, aflahámark á fisktegundir og tak- markanir af ýmsu tagi. Allar þessar aðgerðir hafa verið umdeildar og hagsmunaárekstrar tíðir. Undanfarin 4 ár hefur verið í gildi svokölluð kvótaskipting í sjáv- arútvegi, sem byggist á skiptingu heildaraflans á milli skipa. Kerfíð hefur verið nokkuð sveigjanlegt með möguleikum á vali milli afla- marks og sóknarmarks með hámarki á þorskafla. Veiðar báta undir 10 brúttólestum hafa fyrst og fremst lotið reglum um sóknar- daga. Markmið Við mótun á fiskveiðistefnu næstu ára hljótum við að líta til þess, hvernig núgildandi stefna hef- ur reynst, hversu vel hefur tekist að ná þeim markmiðum, sem höfð eru að leiðarljósi við mótun stefn- unnar, og hvemig bæta megi það sem miður hefur farið. Miklu skipt- ir að gera sér grein fyrir markmið- um með stjómun fiskveiða og ná sem bestri og víðtækastri samstöðu um leiðir að þeim markmiðum. Markmiðin má skilgreina á eftir- farandi hátt: 1. Hindrun ofveiði. Vemdun og uppbygging fískistofna. 2. Aukin hagkvæmni og minni tilkostnaður, bæði við veiðar og vinnslu. 3. Bætt meðferð sjávaraflans. 4. Hámarksnýting sjávaraflans. 5. Bætt kjör þeirra, sem vinna í sjávarútvegi, bættur aðbúnaður, meira öryggi, hærri laun. 6. Sanngjöm dreifing atvinnu og arðs eftir aðstæðum. Reynslan Hver er svo reynslan af fiskveiði- stjómlm síðustu ára með hliðsjón af ofantöldum markmiðum? 1. Þetta markmið hefur engan veginn náðst. Heildarþorskaflinn hefur á hveiju ári farið langt fram úr því, sem fískifræðingar hafa tal- ið ráðlegt. Samanlagður umframafli í þorski sl. 4 ár nemur um 366 þús. tonnum eða sem svarar afla heils árs, og veiddur fiskur er stöð- ugt yngri og smærri. Aukin sókn í aðrar fisktegundir gerir það að verkum að sífellt fleiri tegundir eru felldar undir kvóta. 2. Þetta markmið hefur náðst að hluta til og má að einhveiju leyti rekja til kvótakerfísins, en lægra olíuverð og aðrar ytri aðstæður hafa einnig haft sitt að segja. Eitt- hvað hefur dregið úr hagkvæmninni síðustu ár við meiri ásókn í sóknar- markið, sem hefur orðið hvati til aukinnar fjárfestingar. Flestir telja, að stefna beri að fækkun fiskiskipa og minnkun flot- ans í heild. Þróunin hefur verið á hinn veginn. Fiskiskipuih hefur íjölgað, mest í minnstu flokkunum, en þau hafa einnig stækkað, þ.e. að ný skip eru í mörgum tilvikum stærri en þau, sem hefur verið lagt. 3. Á siðustu árum hefur meðferð sjávarafla batnað, og er það árang- ur aukinnar þekkingar og skilnings þeirra, sem vinna með aflann. Hugsanlega getur kvótaskiptingin átt hlut að máli, þar sem magnið er gefinn hlutur, en gæðin ráða tekjum. Hins vegar mætti hér bæta um enn betur. 4. Mikið skortir á að sjávaraflinn sé nýttur til fullnustu. Miklu er kastað á glæ í orðsins fyllstu merk- ingu, bæði físktegundum og físk- hlutum, svo sem lifur og slógi. Sem dæmi má nefna, að árlega er kast- að í hafíð 2.000—3.000 tonnum af tindabikkju, sem er góður matfísk- ur. Annað dæmi er lifrin, sem hent er í stórum stfl, þótt fyrirtæki vilji kaupa hana til lýsisframleiðslu og gætu framleitt helmingi meira af meðalalýsi án þess að þurfa að hreyfa legg né lið til markaðsöflun- ar, því markaðurinn beinlínis bíður eftir þessari vöru. 5. Um þennan lið þarf varla að fara mörgum orðum, svo augljós- lega sem á skortir, að kjör þessa fólks séu viðunandi, og með því er vitanlega ekki eingöngu átt við launakjör, heldur einnig vinnuskil- yrði. 6. Mjög er umdeilanlegt, hvernig hér hefur tekist til, en mörg dæmi eru um það nú síðustu árin, að illa stæðar útgerðir hafí í skjóli kvóta- kerfísins getað selt skip sín á margföldu verði milli byggðarlaga og hagnast þar með um hundruð milljóna, meðan íbúar viðkomandi byggðarlags mega horfa á eftir atvinnu sinni og fá ekki rönd við reist. Niðurstaðan er því, að sú leið sem farin hefur verið í stjómum fisk- veiða á undanfömum árum, skilar alls ekki tilætluðum árangri. í fram- komnum drögum af frumvarpi til laga um stjómun fískveiða á næstu ámm er því miður fátt um nýjung- ar. Kvennalistakonur studdu nú- gildandi fískveiðistjómun, þegar hún var lögfest, en í ljósi reynslunn- ar teljum við nauðsynlegt að leita nýrra leiða, sem samrýmast betur fyrrgreindum markmiðum. Ný stefna Meginatriði nýrrar fískveiði- stefnu verði eftirfarandi: 1. Árlegur heildarafli verði eftir sem áður ákveðinn af sjávarútvegs- ráðherra að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar. Svigrúm verði til þess að hækka eða lækka aflamarkið innan ársins, ef aðstæð- ur krefjast. 2. 80% þess heildarafla, sem ákveðinn hefur verið skv. 1. lið, verði skipt milli byggðarlaga (út- gerðarstaða) með hliðsjón af lönduðum afla síðustu 5 ára. Vilji viðkomandi byggðarlag halda sínum hlut miðað við fyrri ár ber því að greiða fyrir það sem á vantar. 3. Gjald byggðarlaga fyrir fisk- veiðikvóta miðist við ákveðið hlut- fa.ll af meðalverði á afla upp úr sjó og renni í sérstakan sjóð í vörslu ríkisins, sem varið verði til eftirtal- inna verkefna: a) Fræðslu, sem nýtist sjávarút- vegi, Fiskvinnsluskóla, til símennt- unar fískvinnsjufólks, Sjómanna- skóla og öryggisfræðslu sjómanna. b. Rannsókna tengdum sjávar- útvegi, grunnrannsókna á lífríki sjávar, rannsókna á ónýttum og vannýttum tegundum, vöruþróunar í sjávarútvegi, markaðsöflunar og markaðshönnunar fyrir sjávaraf- urðir. c) Verðlauna til handhafa afla- marks fyrir sérstaka frammistöðu í nýtingu og meðferð aflans eða lofsverðan aðbúnað starfsfólks. 4. Byggðarlög verði nokkuð sjálfráð með það, hvemig þau ráð- stafa sínum afla og hvert gjald þau taka fyrir, þó með þeim skilyrðum, að ef þau framleigja réttinn til ann- arra byggðarlaga skal tilkynna það sérstaklega til ráðuneytis og til- greina ástæður. Reikna má með að Kristín Halldórsdóttir „ Við mótun á f iskveiði- stefnu næstu ára hljót- um við að líta til þess, hvernig núgildandi stefna hefur reynst, hversu vel hefur tekist að ná þeim markmið- um, sem höfð eru að leiðarljósi við mótun stefnunnar, og hvernig bæta megi það sem mið- ur hefur farið.“ byggðarlög framleigi réttinn með þeim skilyrðum, að aflanum yrði landað að stærstum hluta í viðkom- andi byggðarlagi eða eftir aðstæð- um á hveijum stað. Vel má hugsa sér, að settar verði reglur um nokk- urs konar gæðbónus, sem fæli það í sér, að handhafar kvótans gætu áunnið sér ákveðinn rétt til afla- marks næsta árs með mikilli nýtingu og góðri meðferð aflans og með því að búa vel að sínu starfs- fólki. Slíkar reglur ber þó ekki að festa í lögum, heldur verður að treysta heimamönnum á hveijum stað til þess að móta þær reglur, sem stuðlað geta að sem bestum árangri. Ríkinu bæri þó að veita ráðgjöf í þessum efnum, ef þess væri óskað. Eðlilegt er að ætlast til þess, að tekjur sveitarfélaga af framleigu kvótans yrðu notaðar til þess að bæta aðstöðu í höfnum og auka þjónustu við þessa atvinnu- grein. 5. Ætla yrði lögum um nýja físk- veiðistefnu nægan tíma til þess að sanna gildi sitt. Ef sett yrði sólar- lagsákvæði, væri 5 ára gildistími æskilegur. Til mikils að vinna Ávinningur af þeirri fískveiði- stefnu, sem hér hefur verið lýst, yrði margþættur, í sem allra stystu máli yrði þetta kerfí fiskveiðistjóm- unar einfaldara, skilvirkara og réttlátara, svo að vitnað sé til ein- kunnarorða, sem stjómmálamenn beita gjama fyrir sig, þegar kerfís- breytingar eru á dagskrá. Með þessu kerfi yrði verulega dregið úr miðstýringu og ofstjóm og byggðasjónarmiðum gert hærra undir höfði. Auðveldara yrði að halda heildar- afla nálægt þeim mörkum, sem sett yrðu. Verslun með kvóta þjónaði heild- arhagsmunum. Stuðlað yrði að eflingu rann- sókna og bættri þjónustu við sjávarútveginn. Unnt yrði að byggja inn hvata til meiri nýtingar og bættrar með- ferðar sjávaraflans, og til þess að betur yrði búið að starfsfólki í sjáv- arútvegi. Það er til mikils að vinna. Höfundur erþingkona Kvennalist- Alþjóðaráð Rauða krossins: Hungursneyð blasir við í Eþíópíu næstu mánuði MILLJÓNIR manna i hinum stríðsþjáðu norðurhéruðum Eþíópíu, þar sem uppskerubrest- ur hefur orðið í kjölfar mikilla þurrka, verða orðnir algerlega matarlausir eftir einn til tvo mánuði, samkvæmt frétt frá Al- þjóðaráði Rauða krossins. Al- þjóðaráðið áætlar að Rauði krossinn veiji þrem og hálfum milljarði i hjálparstarfið til loka næsta árs. í frétt frá Alþjóðaráði Rauða krossins segir að á aðra milljón tonna af matvælum vanti fyrir íþúa Eþíópíu á næsta ári og þegar sjáist merki um alvarlegan næringarskort í Tigray og Eritreu. íbúar þessara héraða, flestir smábændur, eigi engar matarbirgðir og við þeim blasi neyðarástand. Ennfremur kemur fram í frétt- inni að Rauði krossinn sé sem stendur að mestu leyti ófær um að dreifa matvælum í mörgum héruð-. um þar sem vegir séu lokaðir og höfuðmarkmið átaks Alþjóðaráðs- ins nú sé því að gera hjálparstofn- unum kleift að flytja á öruggan hátt öll þau matvæli og hjálpargögn sem þörf sé á til þorpa og sveita á óeirðasvæðunum. Á þann hátt megi koma í veg fyrir fólksflótta og myndun yfírfullra flóttamanna- búða. Einnig sé gert ráð fyrir að Rauði krossinn flytji um 42 þúsund tonn af matvælum til Eþíópíu til aprílloka 1988 og frá maí til árs- loka 1988 verði 72 þúsundum tonnum úthlutað til viðbótar í mán- aðarlegum skömmtum til 800 þúsund manns. Rauði krossinn áætlar að þessi hjálparaðgerð, ásamt úthlutun útsæðis, kosti sem nemur 130 milljónum svissneskra franka, eða liðlega þijá og hálfan milljarð króna. I BOSS mcMwvi s*/« fftoTtcncw worfCTix>*t ►OUP tA PtAAI BOSS H U G O BOSS SPCQAt FACfí SOAP SAVON SPECtAt FACÍAt KEEVIUR FVRTR KARIJVIENIN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.