Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 26
Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir
Bára Kemp, Alexandre de Paris forseti Intercoiffure og Elsa Har-
aldsdóttir fyrir framan mynd Jóns Stefánssonar „Kona með hvítan
Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir
Við mynd Jóns Engilberts „Morgunstund'*; Steinun Marteinsdóttir listakona, María Guðmundsdóttir ljós-
myndari, hárgreiðslumeistaramir Hanna Kristín Guðmundsdóttir, Elsa Haraldsdóttir og Bára Kemp
og lengst til hægri er Helga Bjömson hönnuður.
Islensk málverk á sýning-
unni Feminissima í París
Paris. Frá EHnu Pálmadóttur blaðamanni Morgunblaðsins.
TVÖ ÍSLENSK málverk em á ar myndirnar em um sama
sýningunni „Feminissima“, sem
opnuð var þriðjudaginn 9. nóv-
ember við hátíðlega athöfn í
sýningarsal Artcurial í París.
Málverkin „Kona með hvitan ref“
frá 1918 eftir Jón Stefánsson og
„Morgunstund“ frá 1940 eftir
Jón Engilberts stóðu vel fyrir
sinu á þétt setnum veggjum með
málverkum frægra meistara á
borð við Picasso, Warhol, Modigl-
iani, Balthus, Van Dongen,
Giacometti, Kupka, Bonnard o.fl.
auk mynda eftir núlifandi lista-
menn, frá ýmsum þjóðum sem
sumir vom þama staddir, en all-
Richard Talkowsky sellóleikari.
Sellóleikur
á Háskóla-
tónleikum
FIMMTU Háskólatónleikar vetr-
arins verða haldnir í Norræna
húsinu miðvikudaginn 18. nóv-
viðfangsefni, „konuna“.
íslensku málverkin eru lánuð frá
Listasafni íslands á þessa sýningu,
sem alþjóðasamtök hárgreiðslu-
meistara, Intercoiffure, efna til. Og
fyrir íslensku þátttökunni standa
11 félagar 5 íslandsdeild Intercoiff-
ure, sem bera allan kostnað og
vanda af íslensku þátttökunni. En
Selma heitin Jónsdóttir, forstöðu-
maður Listasafnsins, valdi mynd-
imar.
Sýningarsalurinn Artcurial, sem
er við Rond Point de Champs
Elysée, er eitt þeirra „fínu“ gallería
í París sem selur „nöfn“, þ.e. dýr-
ustu verk eftir fræga listamenn og
það sækja þeir sem vilja teljast
menn með mönnum í listaheimi
stórborgarinnar og hafa fé milli
handa. Með öðrum orðum, það er
sýningarsalur með „snob“-gildi á
besta stað.
Við opnunina var því mikið af
frægu fólki, auk listamannanna
sem sumir fylgdu myndum sínum
frá heimalandinu. Sendiherra ís-
lands, Haraldur Kröyer, forfallaðist
á síðustu stundu, en sendiráðsritar-
inn, Benedikt Jónsson, mætti fyrir
hönd sendiráðsins, auk fulltrúa Int-
ercoiffure, formannsins, Elsu
Haraldsdóttur, Báru Kemp og
Hönnu Kristínar Guðmundsdóttur.
Baronessa Guy de Rothchild,
þekktur stuðningsmaður lista, er
forseti sýningamefndar, sem auk
hennar skipa Frederic Mitterrand,
bróðursonur forsetans, og hár-
greiðslumeistarinn frægi, Alex-
andre, forseti Intercoiffure. Þau
völdu eftir ljósmyndum þær mynd-
ir, sem fengnar voru að láni frá
þátttökulöndum Intercoiffure.
Einnig voru fengin að láni málverk
hjá einstaklingum í Frakklandi, sem
þær stóðu fyrir Rotschild barónessa
og frú Bettancourt, ein auðugasta
kona Frakklands og m.a. eigandi
L’Oreal-fyrirtækisins og þessa sýn-
Ballettdansarinn Nurríeff, austurríkismaðurínn Ernst Fuchs, en
hann á myndina sem þau standa við, William Hullebrand forseti
austurrísku Intercoiffure-deildarinnar og hárprúða módelið.
Saroya fyrrum keisarafrú af íran var viðstödd opnunina. Hér ræðir
hún við framámenn í listalifinu.
ingarsalar. Efndi barónessan því
kvöldið fyrir opnunina til veislu á
staðnum til að þakka þeim sem lán-
að höfðu myndir, og fyrir fleiri vini
hennar. Mátti þar sjá ýmis þekkt
andlit úr blöðum, svo sem Madame
Chaban-Delmas, eiginkonu þingfor-
setans, hertogafrúna af Orleans,
leikkonuna Jean Moreau og þar
komu m.a. Saroya fyrrum keisara-
frú af íran, rússneski ballettdansar-
inn Nurrieff og fleiri, sem
blaðamaður frá íslandi kann illa
skil á, en greinilega þykir fengur
að hafa á slíkum samkomum. Og
þar var hinn háaldraði myndhöggv-
ari og fyrrum hárgreiðslumaður
Guillaume. Ein kona var þama,
Madame Schlumberger, sem bæði
Salvador Dali og Warhol höfðu
málað með æði löngu millibili og
voru myndimar þama.
Til hinnar opinberu opnunar var
kvöldið eftir boðið, auk forstöðu-
manna sýningarinnar, sendiherrum
viðkomandi ríkja, blaðafólki stór-
blaðanna, sem ekki er venjulega
auðvelt að ná til, og fleirum. Obbinn
af listamönnum þeim, sem þama
eiga myndir, er látinn. En nokkrir
voru þarna viðstaddir. M.a. var þar
Austurríkismaðurinn Emst Fuchs,
sem sat undir mynd sinni um kon-
una, með hárprútt módelið sér við
hlið og vakti mikla athygli, Frá
Danmörku var m.a. málverk af
Margréti Danadrottningu sem hún
hafði lánað sjálf. Frá Svíþjóð var
Holmberg-Jacobsen og frá Finn-
landi Rafael Veriti, frá Banda-
ríkjunum vom myndir Warhol, en
líka var þar komin listakonan Bog-
art Delo sem á þar verk. Lýstu
sumir listamenn ánægju sinni yfír
þessu tækifæri að sýna þama.
Sá kjarkur og það framtak sem
íslenska hárgreiðslufólkið sýnir með
því að ráðast í þátttöku fyrir ís-
lands hönd og í þessa einstöku
landkynningu á eigin kostnað með
dýrum tryggingum og flutningi á
sér ekki mörg dæmi. Ekki var farið
fram á neinn opinberan stuðning
eða aðstoð, utan lánið á málverkun-
um frá Listasafninu. Enda óvenju-
legt að sendiráð þurfí ekki fyrir að
hafa og viti ekki af slíku framtaki
fyrr en berst boðskort á opnunina.
Þótt á þessari íburðarmiklu sýn-
ingu sé ógrynni af fallegum og
dýrmætum myndum, þá er hún í
raun ofhlaðin og myndir svo þétt
hengdar að erfítt er að skoða hvert
málverk.
En hvað um það, fróðlegt er að
koma í hús Artcurial, þar sem eru
á mörgum hæðum listaverk af
ýmsu tagi, m.a. til sölu verk eftir
Alechinchy, Hartung, Foutrier,
Magnelli, Moore, Warhol, Tapies
o.fl. Þar má t.d. um þessar mundir
sjá klúta og handtöskur, sem Sonia
Delaney teiknaði árið 1925 og
skartgripi sem hún lét framleiða
eftir verkum sínum 94ra ára göm-
ul, skömmu áður en hún lést. Það
var fróðlegt að kynnast þessari hlið
á listaverkamarkaði Parísarborgar,
þar sem fjármunimir flóa.
ember kl. 12.30-13.00.
Á tónleikunum flytur Richard
Talkowsky svítu fyrir einleiksselló
eftir katalónska skáldið Gaspar
Cassadó.
Cassadó fæddist í Barcelona
1897. Hann kom fyrst fram 9 ára
gamall. Sem tónskáld samdi hann
mörg verk fyrir selló, strengja-
kvartetta og píanótríó. Svítuna sem
flutt verður á Háskólatónleikunum
samdi hann árið 1926.
Richard Talkowsky er fæddur
1953 í New Jersey. Hann lauk
BA-prófí í sellóleik frá Boston-
háskóla. Undanfarin átta ár hefur
hann búið í Barcelona og m.a. ver-
ið fyrsti sellóleikari í sinfóníuhljóm-
sveit borgarinnar. Talkowsky hefur
áður komið fram hérlendis.
Gamla bíó:
Haldin sýning á óperunni Wozzeck
STYRKTARFÉLAG íslensku óperunnar gengst fyrir sýningu á ópe-
runni Wozzeck eftir Alban Berg í kvöld, 17. nóvember. Um er að
ræða kvikmynd þar sem fram koma söngvarar, kór og hljómsveit
ríkisóperunnar í Hamborg, en myndin er tekin upp utandyra og í
upptökusal. Myndin hefur fengið mikið lof gagnrýnenda og fékk
hún m.a. gullverðlaun á 15. kvikmyndahátíðinni í New York.
Vínarbúinn Alban Berg var einn zeck“ og „Lulu" (sem hann reyndar
þekktasti lærisveinn Amolds
Schönberg, sem var faðir tólftóna-
tónlistarinnar. Berg er talinn eitt
fremsta tónskáld „nútímatónlistar".
Hann samdi tvær óperur, „Woz-
lauk ekki við). Wozzeck byggist á
á leikriti eftir Georg Búchner og
var óperan frumflutt í Berlín árið
1925. Hún vakti strax miklar deil-
ur, bæði vegna efnis, en þó aðallega
vegna nýstárlegs tónlistarforms.
Efni óperunnar byggir á sann-
sögulegum atburðum. I verkinu er
dregin upp heldur dapurleg mynd
af eðli mannskepnunnar um leið og
fram kemur mikil félagsleg ádeila.
Söguhetjan er hermaðurinn Wozz-
eck, sem er orðinn veill á geðsmun-
um, enda hefur hann mátt þola
fátækt og kúgun allt sitt líf. Hann
hefur eignast bam með stúlkunni
Maríu, sem hann grunar um
ótryggð. Afbrýðisemin kvelur hann
og leiðir hann að lokum til sturlun-
ar og verður hann Maríu að bana.
Wozzeck er ein af örfáum
„nútímaóperum", sem teknar eru
reglulega til sýninga í helstu óperu-
húsum heims.
Sýning styrktarfélagsins verður
í Gamla bíói í kvöld og hefst kl.
20.00.
(Fréttatilkynmng)