Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.11.1987, Blaðsíða 29
29 8. Ég er á móti hvaladrápi vegna þess að ég tel, að það sé aðeins eitt fetið af mörgum, sem taka verði til að reyna að skrefa okkur — Homo Sapiens — út úr þessu öng- stræti, sem lífsstíll okkar, firring, ótti og rangt mataræði er orðið nú á tímum. Síðar kæmu svo fleiri og enn gæfuríkari skref á eftir. 9. Ég er á móti hvaladápi vegna þess að ég tel það enn stærri erfða- synd, að slátra greindum og greind- ustu og stærstu dýrum jarðarinnar í þessum mæli, en til dæmis „heim- skari“ og minni dýrum eins og þorskinum og sauðkindinni. Ég játa þó á mig óafsakanlegan aumingjaskap og ræfíldóm í þessu efni, að mismuna dýrum eftir greind og stærð. En í einhveija forgangs- röð verður að setja neyðarráðstaf- animar. 10. Ég er á móti hvaladrápi vegna þess að ég er á móti því, að drepa þessi fallegu spendýr sjávar- ins, sem hafa svo ótrúlega merki- lega „ábyrgðartilfinningu" í samfélagslegri hegðun sinni gagn- vart öðrum einstaklingum síns eigin „samfélags". 11. Ég er á móti hvaladrápi vegna þess að líklega eru hvalimir eini dýr jarðarinnar, sem við menn- imir eygjum einhveija raunveru- lega möguleika á að ná vitrænu sambandi við, a.m.k. í náinni framtíð, í gegnum ótrúlega flókið merkja- og talmál þeirra, sem vísindamenn um allan heim vinna nú í að skilja og hafa komist nokk- uð áleiðis með. 12. Ég er á móti hvaladrápi ís- lendinga vegna þess að ég er þeirrar skoðunar, að þá sjaldan þegar Al- þingi íslendinga mótar afstöðu í einhveijum umdeildum málum, þá eigi nánast skilyrðislaust að fram- fýlgja þeirri afstöðu. Framkvæmdavaldinu á alls ekki að líðast að ráðskast síðar meir með samþykktir þingsins og bijóta þær og snúa út úr að vild, eins og raunin hefur orðið á með samþykkt stöðvun hvalveiða íslendinga, skv. samþykkt Alþingis frá 23. febrúar 1983. 13. Ég er á móti hvaladrápi Is- lendinga vegna þess að ég tel það skyldu íslendinga að fylgja sam- þykktum Alþjóðahvalveiðiráðsins, sem við erum aðilar að og höfum skuldbundið okkur að hlíta í vemd- unarmálum. Ég til taka það fram að hvergi í veröldinni er það umdeilt mál að við emm að bijóta samþykktir ráðs- ins, nema hér á landi að sjálfsögðu. 14. Ég er á móti hvaladrápi ís- lendinga vegna þess að ég er þeirrar skoðunar, að ísland eigi ekki eitt allra Vestur- og Austur-Evrópu- ríkja að standa utan við Washing- ton-sáttmálann frá 1973, um vemdunarráðstafanir vegna dýra og plantna, sem em í útrýmingar- hættu. (Convention on Intemational Trade in Endangered Species of Wild Fauna and Flora, — Wash. DC March 3. 1973.) Samtals er 91 ríki aðili að samningunum, þ. á m. hvaladráparamir mestu, s.s. Japan- ir, Norðmenn og Sovétmenn. Samningurinn kveður m.a. á um mjög hófsama nýtingu, vemdun og flutning afurða þessara tegunda. Skemmst er að minnast að hval- kjötsmálið í Hamborg, í mars sl., var vísvitandi brot Islendinga á þessum samningi, þar sem flutning- ur hvalafurða um lönd Evrópu- bandalagsins er algjörlega bannaður, vegna þess að vísinda- menn allra þessara landa telja flesta hvalina í útrýmingarhættu. 15. Ég er á móti hvaladrápi ís- lendinga vegna þess að ég er líka þeirrar skoðunar, að við Islendingar eigum að skapa okkur aðra sérstöðu í veröldinni, en sem forysturíki meðal hvaladrápara heimsins og verða þekktastir fyrir það um heimsbyggðina. Til frambúðar hverfur leiðtoga- fundurinn fyrir hinum blóði drifna hvalkjötsiðnaði íslendinga. Við höf- um óvænt stolið senunni frá Japönum, Færeyingum og Norð- mönnum vegna skeleggrar og harðar framgöngu Halldórs Ás- grímssonar, sjávarútvegsráðherra Islands. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 Ég veit líka vel að mörgu, þjóð- ræknislegu fólki fínnst þessi upptalning eins og skoðun einhverr- ar veru frá öðrum hnetti, en ekki íslendings. En við því er ekkert að gera. Ég gat ekki fengið mig til að sýnast, úr því ég var að svara þessu á annað borð. En ég vil líka benda á það, að þó menn væru mér sammála í aðeins einu atriði hér, þá eru þeir hinir sömu líka á móti hvalveiðum íslendinga eins og margir eru orðnir. Það er líka hægt að græða á lifandi dýrum Það sem ég hef verið að telja hér upp eru hinar ýmsu ástæður þess að við íslendingar ættum að leggja niður hvalveiðar strax næsta vor. Við gætum auðveldlega byggt upp í staðinn hvalaskoðunarferðir, sem gæfu síst minna af sér, en þessi hvalsskurðariðnaður gefur af sér í aðra hönd þegar fram líða stundir. Hér hafa verið gerðar tilraunir með hvalaskoðunarferðir, sem heppnuð- ust mjög vel. Farin var frábær ferð árið 1967 að tilstuðlan Þorleifs Ein- arssonar, jarðfræðings, með ms. Esju. Ég leyfi mér að minna á það, að bæði Kanadamenn, Bandaríkja- menn og m.a. Indveijar hafa miklar tekjur af hvalaskoðunar-ferða- mannaiðnaði sínum. Sá iðnaður er síst minni en allar hvalveiðar íslend- inga og tekjur okkar af þeim. Norðmenn tilkynntu nýlega að næsta sumar hæfust hjá þeim slíkar skoðunarferðir. Það er alveg hægt að græða á því að sýna dýrin lif- andi í sínu náttúrulega og eðlilega umhverfí. Við skulum hugleiða það áður en við slátrum 100 stórhvölum næsta sumar. i> Alternatorar fiy Startarar Nýir og/eöa verksmiðjuuppgerðir. IH^ Ótal gerðir og tilheyrandi varahlutir. SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 Höfundur er nemi i HÍ og fyrrver- andi vagnstjóri SVR. Þessar litlu perlur geta létt af þér miklum ahyggjum! Milljónir Vesturlandabúa hafa á síðustu árum vaknað upp við vondan draum. Þeim hefur orðið ljóst að með „venjulegum“ lífsmáta sínum stefndu þeir heilsunni í voða. Sérstaklega hefur eitt líffæri líkamans verið leikið grátt: HJARTAÐ. Hin almennu ráð til heilsubótar, hreyfing og hollur matur, hafa ein sér ekki reynst fullnægjandi fyrir hjartað. Vísindamenn hafa því lagt hart að sér við að finna ný vopn til að fyrirbyggja hjarta- og krans- æðasjúkdóma. Framlag Lýsis hf. og Háskóla íslands hefur þegar vak- ið heimsathygli. Það nefnist OMEGA-3! í OMEGA-3 er mikið af fjölómettuðu fitusýrunum EPA og DHA sem nú er talið fullvíst að dragi verulega úr hættunni á hjarta- og kransæðasjúkdómum. OMEGA-3 er náttúrulegt þykkni, unnið úr þorskalýsi. LYSÍ > Lýsi hf. Grandavegi42, Reykjavík. OMEGA-3 Hreint og hjartastyrkjandi! ARGUS/SlA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.