Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987_______________ —I Fiskmarkaður á Suðurlandi? 30 3 Frá útifundinum Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðhús við Tjörnina: Askornn til borgarstjóm- ar um skoðanakönnun Ahugamenn funda í Hveragerði Þoriákshöfn. FUNDUR um stofnun fiskmark- aðar á Suðurlandi var haldinn í Hótel Ljósbrá í Hveragerði sl. sunnudag. Á fundinum var kosin undirbún- ingsnefnd skipuð mönnum frá Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokks- eyri og Selfossi. Þessi nefnd á að kanna möguleika á samstarfi við fískmarkað Suðurnesja og stofnun hlutafélags sem annað hvort yrði beinn eða óbeinn aðili að Suður- nesjamarkaðinum. Lögð er áhersla á að nefndin ljúki störfum sem fyrst því nauðsynlegt sé að markaðurinn geti hafist í byijun næstkomandi vetrarvertíðar. Til greina hefur komið að fískmark- aðurinn í Hafnarfirði og jafnvel fleiri markaðir tengist þessu sam- starfi um fjarskiptamarkað. - JHS Arnarstofninn: Þrjátíu og fimm pör fundust í sumar Þrjátíu og fimm hafarnarpör hafa fundist á landinu á þessu ári og er það nokkrum pörum færra en undanfarin ár. Samkvæmt athugun Fuglavemd- arfélagsins og Náttúmfræðistofn- unar Islands virðist eitt hafamar- parið horfíð og á nokkmm stöðum vantar annan fuglinn. Talið er að 33 þessara para hafi orpið eða gert tilraun til varps. Hjá 17 þeirra mis- fórst varpið en 16 pör komu samtals upp 21 unga. í Vestur-Barðastrand- arsýslu einni komust upp sjö ungar. Varpárangur var bestur við sunnan- verðan Breiðafjörð eins og undan- farin ár. Nítján amamngar vom merktir í sumar. Samtökin Tjörnin lifir héldu útifund í Vonarstræti á sunnu- dag. Fundurinn var haldinn til að mótmæla fyrirhugaðri bygg- ingu ráðhúss við Tjörnina. Ávörp á fundinum fluttu frú Valgerður Tryggvadóttir og Guðrún Pétursdóttir lektor. Gísli Helgason, Herdís Hall- varðsdóttir og Ingi Gunnar Jóhannsson léku og sungu Tjarnarlög. Fundarstjóri var Flosi Ólafsson leikari. Flosi Ólafsson sagði í samtali við Morgunblaðið að aðstandur fundarins væm ánægðir með góða mætingu og undirtektir fundar- manna. „Sérstaklega fannst mér ánægjulegt að sjá þama marga gamalgróna Reykvíkinga, fólk sem maður þekkir á götu frá fyrri ámm og lætur sér greinilega annt um Tjömina og Miðbæinn," sagði Flosi Ólafsson. í lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt samhljóða: Útifundur, haldinn í Vonar- stræti sunnudaginn 15. nóvember, beinir þeim tilmælum til borgar- stjómar Reykjavíkur að hún láti Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands gera skoðanakönnun til að kanna hug kjósenda til fyrirhug- aðrar ráðhúsbyggingar við Tjöm- ina. 'engnir voru kranar til að sýna útlínur raðhússins Morgunblaðið/Ámi Sæberg Minningar Stef- áns Jónssonar BÓKAFORLAGIÐ Svart á hvítu hf. hefur gefið út bókina „Að breyta fjalli" eftir Stefán Jéns- son. í fréttatilkynningu frá útgefanda segir: „í bókinni „Að breyta fjalli" rekur Stefán mismunandi sann- sögulegar minningar frá uppvaxt- arámm sínum á Austur- og Norðurlandi á ámnum fyrir síðari heimsstyijöld en skírskotar víða til nútímans. í þessari bók koma fram bestu eiginleikar Stefáns sem rit- höfundar: Óborganlegur húmor og frásagnargleði sem hvorttveggja helgast af því að honum þykir ein- faldlega svo vænt um þetta fólk sem útbjó nestið sem hann lagði upp með og „hrífst ekki síður af löstum þess en kostum". Þetta em ekki venjulegar bemskuminningar, nær væri að segja að hér sé um „eins- konar bemskuminningar" að ræða, skrifaðar að hætti Stefáns Jónsson- ar, en í inngangskafla bókarinnar segir hann m.a.: „Ég hef skrifað bemskuminning- ar í þetta kver án nokkurra vilyrða um sannindi, beinlínis í þeirri mynd sem þær hafa þyrlast upp úr ryk- ugu hugskoti mínu . . . En skáld- saga er þetta ekki, nema þá að bemska mín hafi verið það og ég þá að sáralitlu leyti höfundur henn- ar.“ Stefán Jónsson Þetta er háalvarleg bók og pólitísk á sinn hátt og hún er fram- úrskarandi skemmtileg. Og vissu- lega var gerð merkileg tilraun til að breyta einu formfegursta fjalli á íslandi, sjálfum Búlandstindi. Reyndar stóð líka til að breyta ýmsu öðm en margt fer öðmvísi en ætlað er.“ !
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.