Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 Stríðsglæpamaður handtekinn í Argentínu Rnpniui ÁirPR Rpntpr Bucnos Aires, Reuter. JOSEF Schwamberger sem sak- aður er um stríðsglæpi var handtekinn i Cordoba í Arg- entínu á föstudag að kröfu Vestur-Þjóðverja og fluttur til Buenos Aires. Schwamberger er 75 ára og er hann sagður vera fyrrum foringi í SS-stormsveit- nm nasista. Dómstóll í Stuttgart í Vestur-Þýskalandi gaf þegar árið 1973 út handtökuskipun á hendur Schwamberger og sakaði hann um „morð ánægjunnar vegna og kynþáttahatur“. RÉTTI KODDINN fyrir fólk á öllum aldri SIDSEL • Rétt Sidsel koddi / Venjulegur koddi SIDSEL koddinn gefur fullan stuðning við hálslið- ina. SIDSEL koddinn fyrir- byggir og dregur úr stirð- leika í herðum og hálsi. • SIDSEL koddann má handþvo í volgu vatni. • SIDSEL koddanum fylgir koddaver. • SIDSEL koddinn hefur fengið afar góðar viðtökur hjá sjúkraþjálfurum hér- lendis sem erlendis. • SIDSEL koddinn er sér- hönnuð sænsk gæöavara. Sendum í póstkröfu um alK land. Sendingarkostnaður inn'ifalinn. Verð kr. 2.100.- Pantið tímanlega. SIDSEL umboAíð Finnbogi Karlsson Pósthólf 9145,129 Reykjavík, sími 91 -76731. f Égóska eftir að fá send.stk. SIDSEL kodda i NAFN................................ -I HEIMILISFANG.. | PÓSTNR.......PÓSTSTÖÐ.. Skíðaferðir vetrarins: SVISS - AUSTURRÍKI 6.-20. febrúar: Tvær vikur í paradís skíðamanna Ischgl i Austurríki og Samnaun í Sviss, sem bjóða upp á sameiginlegan skiðapassa fyrir Silvretta-skíðasvæðið. Gist verður á glæsilegu, nýju hóteli, sem hefur öll nútíma þægindi. 20. mars-4. apríl: 10 daga páskaferð til Crans-Montana í Sviss. Bæklingar og allar upplýsingar á skrifstofunni. FERÐASKRIFSTOFA GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF., Borgartúni 34, sími 83222. Miðstöð Simons Wiesenthal sem hefur að markmiði að koma rétt- læti yfir stríðsglæpamenn nasista sagðist fagna handtöku Schwam- bergers. í yfirlýsingu frá stofnun- inni sagði að hann hefði verið á lista yfír tíu eftirsóttustu stríðsglæpa- menn nasista. Schwamberger var tekinn höndum undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar en slapp til Argentínu. Hann var foringi í stormsveitunum og starfaði sem slíkur við gettóið í Rozwadeva og í vinnubúðunum í Przemysl í Póll- andi. Þar tók hann þátt í flutningum fólks til Auschwitz. í yfírlýsingunni segir ennfremur að Schwamberger hafí á einum degi, þann 3. septem- ber árið 1943, myrt fímmtíu gyðinga með eigin hendi. Talsmenn stofnunarinnar sögðu að eftirlýstasti stríðsglæpamaður- inn væri nú Alois Brunner, aðstoð- armaður Adolfs Eichmann, sem bæri ábyrgð á brottflutningi 128.000 gyðinga. Hann er sagður búsettur í Damaskus. Reuter Her sandinista leggur af stað frá þorpinu Pantasma, rúmlega hundr- að km frá höfuðborginni Managua, í leit að kontra-skæruliðum. Undanfarið hefur stríðið færst í vöxt vegna aukinnar hernaðarað- stoðar Bandaríkjamanna við kontra-skæruliða. Nicaragua: Ortega tekur undir til- lögu stjómar Hondúras New York, Reuter. HONDÚRAS hefur lagt fram til- lögu um að uppreisnarherir á landamærum Nicaragua og Hondúras afvopnist og að sandinistar dragi herlið sitt til baka af svæðinu. Þetta kemur fram í viðtali sem timaritið Newsweek átti við Daniel Ortega forseta Nicaragua. Ortega segir tillöguna vera mjög mikilsverða. í tillögunni felst að sögn Ortegas að landamæri Hondúras og Nic- aragua verði friðuð. Sandinistar myndu samkvæmt því ekki gera innrásir í stöðvar kontra-skæruliða á svæðinu eða í Hondúras. Stjóm- völd í Hondúras hafa einnig lagt til að þar í landi verði haldinn fund- ur Bandaríkjamanna og stjómar Nicaragua ef samkomulag næst um slíkan fund. Miguel Obando y Bravo kardiná- li flaug á laugardag heimleiðis til Nicaragua frá Bandaríkjunum. Þar hafði hann átt viðræður við Ortega og fulltrúa kontra-skæmliða frá því Ortega tilnefndi hann sem sátta- semjara í borgarastyijöldinni. Obando segist ekki enn hafa gert upp hug sinn hvort hann taki að sér málamiðlun í eijum sandinista og kontra-skæmliða. Sameinuð stjómarandstaða í Nicaragua (UNO) fundaði með Obando í Miami fyrir helgi. Fulltrúar stjómarand- stöðunnar höfnuðu í þeim viðræðum tillögum Ortegas um Washington sem fundarstað stjómar og stjóm- arandstöðu í Nicaragua. Þeir sögðust frekar vilja hitta Ortega í Washington. Einnig gagnrýndu þeir sáttatillögur Ortegas í 11 liðum frá því á föstudag. Þeir sögðust ekki geta fallist á ákvæði um að skæm- liðar afvopnist og safnist saman á ákveðnum svæðum áður en viðræð- ur heijist. Skoðanakönnun á Bretlandi: Efnaleg gæði lykill- inn að lífshamingju London, Reuter. TÁNINGAR á Bretlandi tejja al- mennt að söfnun auðs og frami í starfi séu þau gildi sem stefna beri að í lífinu, ef marka má nið- urstöður könnunar á verðmæta- mati breskra ungmenna, sem birtar voru í gær. Að sögn Christine Bestell, fram- kvæmdastjóra McCann Erickson- auglýsingafyrirtækisins sem framkvæmdi könnunina, lét þriðj- ungur ungmennanna í ljós þá ósk að hreppa störf sem tengdust fjár- málum á einn eða anna hátt. Margir þeirra sem þátt tóku kváðust telja að starfsframi og auðsöfnun væm mikilvægari en ástúð og elska. Tæplega 1.000 manns tóku þátt í könnuninni og sagði talsmaður fyr- irtækisins að viðhorf unga fólksins væri greinilega mótað af þeirri hug- myndafræði sem ríkt hefði á Bretlandi frá því Margaret Thatc- her varð forsætisráðherra landsdins árið 1979. Unga fj&lkið væri reiðu- búið til að leggja mikið á sig og uppskera í samræmi við það. „Ungmennin hafa sett sér skammtímamarkmið og efnis- hyggja og raunsæi einkennir viðhorf þeirra," sagði Christine Bestell. „Niðurstaðan er einkum sú að almennt virðast þau telja að peningar séu skilyrði fyrir því að unnt sé að njóta lífsins á nútímaleg- an hátt og að neysla segi ti! um manngildi," bætti hún við. 34 prósent þeirra karla sem þátt tóku í könnuninni sögðust telja að peningar tryggðu mönnum ham- ingjusamt líf. 23 prósent kvenna vom sama sinnis. Hins vegar kváð- ust aðeins 10 prósent karla og 19 prósent kvenna líta svo á að gagn- kvæm ást tveggja einstaklinga væri nauðsynlegur þáttur í lífínu. Meirihluti ungmennanna var þeirr- ar skoðunar að traust og gott heilsufar skipti mestu í jarðvistinni. Bretland: Sektaður fyr- ir að smygla slöngu í nær- buxunum Limdúnum, Reuter. RÚMLEGA tvítugur ítali var á fimmtudag sektaður um 300 sterlingspund fyrir að reyna að smygla slöngu inn i landið í nær- buxum sínum. Toliverðir á Heathrow-flugvelli héldu greinilega vöku sinni þegar maðurinn, Rosario Tropea, kom til landsins, því við leit á honum fundu þeir 53 cm langa sandbóu sofandi í nærbuxum kauða. Slangan er af kyrkislönguætt og er ekki með eit- urkirtla. Slangan, sem var fyrir komið í sokki, fylgdi Tropea frá Indlandi. „Ég ætlaði að taka hana með mér heim til Ítalíu til þess að setja í garðinn minn. Hún var bara eins og lítið bam,“ sagði Tropea í réttin- um. Dómaranum þótti það þó ekki viðhlítandi skýring og sektaði hann um 300 pund fyrir vikið. Kína: 531 fær matareitrun af rotnu hundakjöti Peking, Reuter. MEIRA en 500 þorpsbúar í Aust- ur-Kína fengu matareitrun eftir að þeir borðuðu rotið hundakjöt, að þvi er sagði í landsbyggðar- blaði þar eystra. í_blaðinu Alþýðublað Shangd- ung-héraðs birtist frétt undir fyrir- sögninni „Allt fyrir peninga" og var því lýst hvemig slátrarinn Liu Zongqi og fjórir aðstoðarmenn hans hefðu slátrað 55 hundum og matr- eitt þá. Þrátt fyrir að slátrarinn og sveinar hans yrðu fárveikir seldu þeir afganginn af kjötinu til hinna lánlausu þorpsbúa. Af hinu 531 fómarlambi slátrar- ans ósvífna þurfti að færa 251 á sjúkrahús. Hundakjöt þykir sæl- gæti í Kína, sérstaklega á vetuma.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.