Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987
35
Ítalía:
ísmolar notaðir
sem símapeningar
Frá Brynju Tomer, fréttaritara Morgunblaðisins.
YFIRMÖNNUM ítalska landsím-
ans hefur tekist að leysa mál sem
hefur valdið þeim miklu hugar-
angri undanfarna mánuði. í ljós
kom að í borginni Napolí reynd-
ust margir almenningssímar leka
og þótti þessi leki með öllu óskilj-
anlegur þar sem ekki var vitað
til þess að vatn væri í símtækjun-
um.
Nú hefur komið í ljós að hópur
ungmenna í Napolí útbjó mót sem
sem voru nákvæm eftirlíking af
þeim sem notuð eru til að steypa
símapeninga úr bronsi. Mót þessi
fylltu þau með vatni, frystu þau og
seldu síðan sem símapeninga á hálf-
virði.
„Þetta verður ekki hægt eftir að
nýju símamir sem væntanlegir eru
til landsins verða teknir í notkun,"
segir Orazio d’Eletto, sem er yfír-
maður þeirrar deildar landsímans
sem hefiir með almenningssíma að
gera. Alls eru 440.000 almennings-
símar á Ítalíu og eru þeir hvergi
fleiri í Evrópu. Sérstaka -Símapen-
inga þarf í 250.000 þessara'síma
en að sögn d’Eletto verða þeir allir
teknir úr umferð á næstu sjö til
átta árum. í staðinn munu koma
nútímalegri tæki og verður þá hægt
að nota misstóra mynt, símakort
og kreditkort.
Orazio d’Eletto vildi ekki tjá sig
nánar um athæfi ungmennanna.
Ekki er vitað hversu mörg símtól
hafa verið skemmd sökum „frystu
símapeninganna" og ekki liggur
enn fyrir hvort falsaramir verða
lögsóttir sökum þessa.
Italía:
Vilja endurnýja
stj órnarsamstarf
Reuter
*
Olympíueldur tendraður
Eldur var tendraður í sérstökum kyndli við
hátiðlega athöfn i Ólympiu hinni fornu á
Grikklandi á laugardag. Myndin var tekin við
athöfnina. Hófst siðan ferðalag með kyndilinn,
sem lýkur snemma næsta árs i Calgary i
Kanada. Verður hann notaður til að tendra
ólympíueldinn, sem loga mun meðan á vetr-
arólympíuleikunum 'i Calgary stendur.
Róm, Reuter.
LEIÐTOGAR flokkanna fimm,
sem starfað hafa saman í stjórn
á ítaliu, kváðust i gær vilja ná
sáttum og binda enda á stjómar-
kreppuna. Á laugardag drógu
fijálslyndir sig út út stjórainni
vegna ágreinings um fjárlögin
fyrir næsta ár.
Francesco Cossiga forseti, sem
varð að aflýsa sex daga opinberri
heimsókn til Bretlands vegna
stjómarkreppunnar, ræddi í gær við
forystumenn flokkanna, kristilegra
demókrata, sósíalista, repúblikana,
sósíaldemókrata og fijálslyndra, og
voru þá allir á einu máli um að
reyna að leysa ágreiningsmálin,
einnig Renato Altissimo, leiðtogi
Frjálslynda flokksins.
Fijálslyndir ákváðu að hætta
samstarfinu þegar stjómin sam-
þykkti að fresta fyrirhuguðum
skattalækkunum og tók ekkert tillit
til mótmæla þeirra. Ekki er ljóst
hvemig deilumar verða settar niður
en Altissimo sagði, að endumýjað
samstarf yrði að byggjast á ákveð-
inni stefnu og einlægri samstöðu
flokkanna. Þá er heldur ekki vitað
hvort Giovanni Goria, forsætisráð-
herra úr flokki kristilegra demó-
krata, gegnir því embætti áfram.
Fjárlagahallinn í Bandaríkjunum:
Ummæli Reagans styrkja
stöðu Bandaríkjadollars
Giovanni Goria f orsætisráðherra
Washington, Reuter.
GENGI Bandarílgadollars og
verð á hlutabréfum hækkaði á
fjármálamörkuðum í Evrópu í
gær. Töldu sérfræðingar að hæk-
un þessa mætti rekja til ummæla
Ronalds Reagan Bandaríkjafor-
seta um síðustu helgi er hann
kvaðst vongóður um að unnt yrði
að skera fjárlagahaUann í
Bandaríkjunum niður um 80
miUjarða dollara (rúma 3.000
milljarða ísl kr.) á næstu tveimur
árum.
Heimsmeistaraeinvígið í skák:
Jafntefli í 14. skákinni
Sevilla, Reuter.
• Fjórtánda skákin í einvígi
þeirra Garrys Kasparov og Ana-
tolys Karpov, sem fram fer í
Sevilla á Spáni, var tefld í gær.
Meistararnir sömdu um jafntefli
eftir 21 leik.
Heimsmeistarinn Kasparov
stýrði hvítu mönnunum og þótti
skákin tilþrifaiítil. Kasparov hefur
því enn eins vinnings forskot í eign-
víginu, hefur hlotið sjö og hálfan
vinning en Karpov sex og hálfan.
Tefldar verða 24 skákir og heldur
Kasparov heimsmeistaratitlinum
lykti einvíginu með jafntefli.
Fulltrúar Bandaríkjaforseta og
þingmenn sögðust í gær vera bjart-
sýnir um framhald viðræðna um
leiðir til að draga úr fjárlagahallan-
um en samningamennimir stefna
að því að ná samkomulagi um að-
gerðir fyrir næsta fostudag. Liggi
samkomulag ekki fyrir þá gengur
í gildi áætlun sem hljóðar upp á
23 milljarða dollara niðurskurð.
Reagan Bandaríkjaforseti og full-
trúar þingheims hafa orðið ásáttir
um að stefna að frekari minnkun
fjárlagahallans en greinir á um leið-
ir að því marki. Fullvíst er talið að
stjómin neyðist til að fallast á
skattahækkanir auk þess sem dreg-
ið verði úr fjárframlögum hins
opinbera.
Viðræður þessar hófust eftir
verðhmnið mikla á hlutabréfamark-
aðinum í New York 19. október
síðastliðinn. Telja sérfræðingar
fjárlagahallann hafa verið eina
helstu orsök verðhrunsins og hafa
margir lýst þeirri skoðun sinni að
stöðugleika verði ekki komið á fyrr
en kynntar hafa verið aðgerðir til
að vinna bug á honum. Hefur einn-
ig verið bent á að fjárlagahallinn
auki enn frekar á viðskiptahalla
Bandaríkjanna, sem farið hefur
vaxandi á undanfömum ámm.
Reagan forseti sagði á laugardag
að samkomulag um aðgerðir vegna
Qárlagahallans væm í augsýn og
kvaðst vongóður um unnt yrði að
minnka hann um 80 milljarða doll-
ara á næstu tveimur ámm. Fulltrú-
ar bæði Demókrataflokksins og
Repúblikana sögðust einnig bjart-
sýnir. Stefnt er að því að minnka
fjárlagahallann um 30 milljarða
dollara á þessu fjárlagaári, sem
hófst 1. október og um 45 milljarða
dollara á því næsta.
Gengi Bandaríkjadollars á fjár-
málamörkuðum hefur farið hækk-
andi undanfarna daga og var svo
einnig í gær bæði í Tókíó og á
mörkuðum í Evrópu. Hlutabréf
hækkuðu einnig í verði vegna
styrkrar stöðu dollarans.
Er vigtin að angra þig? Er úthaldið lítið?
V-þýsk
æfinga-
tæki
i r Aerobic æfingadýnur, kr. 1.930,- Trimmsett, gormar, sippubönd o.fl. kr. 2.530,- Borðtennisspaðar
/ Nl “Œfl- / ** 5^ m
Borðtennisborð, verð frá
kr. 10.355,- stgr.
Borötenniskúlur
Þrekhjól í miklu úrvali.
Verð frá kr. 9.215,- stgr.
Fjölnota æfingatæki; róður, auk
alls konar annarra æfinga. Verö
kr. 16.625,- stgr.
Aerobic lóð, parið kr. 945,-
Handlóð 1,5 kg., pariö kr. 850,-
Handlóð 2,5 kg., parið kr. 1.150,-
Handlóð 5 kg., parið kr. 1.650,-
Armúla 40, sími 35320
Lóð 0,5 kg. til 20 kg. Stangir Æfingastöövar
35 cm og 160 cm. Æfingabekkir
Lóóasett 50 kg. kr. 5.800,-
/VI4RKIÐ