Morgunblaðið - 17.11.1987, Side 45

Morgunblaðið - 17.11.1987, Side 45
. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 45 Deilt um hlustun BLAÐINU hefur borist eftirfar- andi frá útvarpsstöðinni Stjörn- unni: Útvarpsstöðin Bylgjan hefur að undanfömu haldið því fram í aug- lýsingum á Stöð 2 að hún sé sú stöð sem nái til flestra hlustenda á stærsta hlustunarsvæði landsins. Einnig fullyrðir Bylgjan að engin önnur tónlistarstöð hafí þessa hlust- un. Bylgan getur þess ekki í auglýs- ingunni hvaðan þessar upplýsingar um ágæti hennar séu komnar. Kannski eru þær hugarburður að- standenda stöðvarinnar. En þá hefði mátt pijóna þeim upplýsing- um við auglýsinguna, svo neytendur væru ekki í vafa um heimildimar. Ef Bylgjan telur sig hins vegar hafa þessar upplýsingar úr nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla íslands á ljósvakamiðlun- um, þá er farið með rangt mál, og er leitt til þess að vita. Samkvæmt könnun Félagsvís- indastofnunar hafa Bylgjan og Stjaman hníQ'afna hlustun á stærsta hlustunarsvæði landsins (svæði fjögurra stöðva). Bylgjan getur þar af leiðandi ekki fullyrt að hún nái til flestra hlustentla á þessu svæði. Leitt er til þess að vita að Bylgju- menn skuli ekki sjá sóma sinn í að fara rétt með heimildir. Reyndar þarf að slá þann vamagla hér, eins og getið var í upphafí, að í auglýs- ingu Bylgjunnar er heimildar ekki getið. Ymislegt bendir samt til að flölmiðlakönnunin eigi að vera til staðfestingar þessu. Þar sem könnun af þessu tagi nær aðeins til eins dags, og sýnir aðeins hlustun hjá ákveðnu úrtaki manna, þá er hæpið að leggja hana til grundvallar lygum af því tagi sem Bylgjan flytur í áðumefndri auglýsingu. Bylgjumönnum væri hollt að hafa í huga máltækið að dramb er falli næst. Hallur Leópoldsson, markaðsstjóri Stjörnunnar. meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 Anne Bancroft hefur gott vald á hlutverki Helene Hanff í 85 Charing Cross Road. KæriJón . . Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjömubíó: 84 Charing Crous Road ★ ★*/2 Leikstjóri: David Jones Kvikmyndataka: Brian West Handrit: Hugh Whitemore Tónlist: George Fenton Aðalleikarar: Anne Bancroft, Anthony Hopkins, Judi Dench, Jean De Baer, Elanor David, George Martin Bresk. Columbia 1987.100 mín. Þessi ljúfa, fallega en dæma- laust hæverska mynd höfðar kannski fyrst og fremst til ró- mantískra bókamanna; hóps semm sjaldan fer í bíó. Bestu og sönnustu augnablik 84 Charing Cross Road er handfjötlun Banc- roft og annarra sögupersóna á fágætum, vönduðum gullaldar- bókmenntum, útgáfum þar sem umbúðimar og innihaldið er ein óskaharmonía bókaunnandans. Það er unun að sjá Bancroft stijúka leðrið, opna dýrgripina, renna til að byija með, augunum ákaflega sparlega yfir meistara- iega umbrotnar síðumar. Sá sem ann bókum sér engan leikaraskap í hegðuninni, aðeins fölskvalausar tilfínningar. Einnig er leikurinn langt yfír meðaimennskunni, ekki síst hjá Bancroft, þó ofleikurinn sé ekki alltaf langt undan. Þá hafa leikmynda- og búningahönn- uðir myndarinnar einstaklega næmt auga fyrir tíðarandanum, ekki síst í smáatriðum. Tíminn líður nefnilega hjá í tvo áratugi og það síast inn í okkur með ein- földum umhverfísbreytingum, líkt og sífullkomnari ritvélum Banc- roft. Og það er fróðlegt að sjá samanburð þessara 'tveggja menningarsvæða, einkum á fyrsta áratugnum eftir stríð. Utan þessa er fátt lofsvert um myndina að segja. Hún byggir á eftii sem erfítt er að færa yfír í myndmálið svo vel fari, bréfa- skiptum bandarísks rithöfundar, (Bancroft), við innkaupastjóra, (Hopkins), bókaverslunar á 84 Charing Cross Road í London. Má segja að efnisþráðurinn sé síbylja upplestra bréfanna, sem þau teygja með síaukinni áfergju, sitt hvoru megin Atlantsála. En þó svo að góðir leikarar kveiki tilfínningalega spennu þá dugar hún ekki til að ríkja yfír geldings- legu handriti og leikstjóm. Blaðamanna- raunir í Beirút LAUGARÁSBÍÓ: Vitni á vígvellinum — War Zone ★*/2 Aðalleikendur: Christopher Walken, Heywell Bennett Þessi vandræðalegi samsetn- ingur reynir að gera að féþúfu einn hörmulegasta atburðinn af mörgum átakanlegum, sem gerst hefur í löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafsins, flöldamorð falang- ista — undir ísraelskri vemd — á einum blásnauðasta og umkomu- Iausasta þjóðflokki veraldar, Palestínuaröbum. Þeir eiga ekki einu sinni föðurland, aðsetur þeirra era óhijálegar flótta- mannabúðir, gróðrarstía haturs og vanmáttarkenndar. Það hefði svo sannarlega verið hægt að gera athyglisverða 0g tímabæra mjmd um þetta glæpaatferli en því er ekki að fagna hér. Það er kannski ekki verið að saurga minningu fómarlambanna með þessu evrópska hnoði, en því fer ekki fjarri. Evrópska, segi ég, því mjmdin er gerð af mýmörgum aðilum, vítt og breitt um álfuna, t.d. v-þýskri sjónvarpsstöð, hvaða akk hún hefur séð í því, sést ekki á tjaldinu. Vitni á vígvellinum er illa gerð um alla hluti utan leiks Chris Walken, sem reynir að búa til persónu úr hlutverki fréttamanns- ins. Sú vonlitla barátta á hól skilið. Annars er myndin best gleymd og grafín, því fyrr, því betra. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. VESTURBÆR Ægisíða 80-98 o.fl. Nýlendugata SELTJNES Sæbraut UTHVERFI Austurgerðio.fl. Skeifan Langholtsvegur 1 -62 Birkihlíð Lerkihlíð Grænahlíð Efstasund 60-98 KOPAVOGUR Hgltagerði Ásbraut Hrauntungu 1-48 Bræðratungu Skjólbraut GARÐABÆR Háholt Hrísholt Eskiholt Hentuqur hana- lyftari HPV800 BÍLDSHÖFDA 16 SÍM1.672444 Lyftigeta: 800 kg. Lyftihæð:80 cm. Hentugt hjálpartæki viðallskonar störf. Sparið bakið, stillið vinnuhæðina. UMBOÐS- OC HEILDVEfíSLUN * Venjulegir ofnar * Handklæðaslár *Tauþurrkarar HF.OFNASMIfiJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI 78:21220 SIEMENS LADY PLUS 45 sm breið uppþvottavél Hljóðlát og vandvirk. Með 6 þvottakerfum. Með vatnsöryggisloka. Hentar vel þar sem fáir eru í heimili eða þrengsli mikil í eldhúsi. í SMUH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.