Morgunblaðið - 17.11.1987, Page 51

Morgunblaðið - 17.11.1987, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 51 Afmæliskveðja: María Tryggva- dóttir tannsmiður Frú María Tryggvadóttir tann- smiður, Reynimel 80 í Reykjavík, er sjötug í dag, 17. nóv. María á sér merka sögu tengda tannlækn- ingum á íslandi því að um þær mundir sem TFÍ er að halda upp á fimm ára afinæli sitt árið 1932 gerist hún „klinikdama" hjá Jóni Benjamínssyni tannlækni í Reykjavík. Er ekki ofmælt að Maríu finnist breyttir tímar hvað varðar samskipti klinikstúlkna við hús- bændur sína. Hefur hún haft á orði að í þann tíma hafí þótt sjálfsagt að „klinikdama" tæki við yfirhöfn tannlæknis að morgni og aðstoðaði hann við að klæðast vinnuslopp sínum. Þá voru þéringar milli náins samstarfsfólks taldar sjálfsagðar. Nokkrum árum síðar hefur hún nám í tannsmíði hjá Matthíasi Hreiðars- syni sem rak tannlækningastofu í Reykjavík í marga áratugi. Lauk hún því námi árið 1942. Veturinn 1946 til ’47 dvelur hún ásamt manni sínum í Svíþjóð og fullnumar sig eins og það heitir á íslenzku í fræð- unum. Allar götur síðan hefur María unnið við sitt fag hjá ýmsum tannlæknum hér í borginni, fyrstu árin lengst af hjá Matthíasi Hreið- arssyni, síðar hjá Skúla Hansen, Jóni K. Hafstein, Kristjáni Ingólfs- syni og síðastliðin tæp 22 ár hjá undirrituðum. Höfum við María og samstarfsfólk okkar átt mjög ánægjuleg samskipti enda er María snillingur í höndunum og fara fáir í fötin hennar þegar leysa þarf vandasamar uppstillingar á gervi- tönnum. Hún hefur óvenju næmt auga fyrir þessum þætti tannsmíð- innar og getur oft töfrað fram þau aðalatriði sem bezt henta viðkom- andi einstaklingi. Sumir telja tannuppstillingar til listgreina. Það á áreiðanlega við þegar María legg- ur sig fram. María er alltaf glöð og kát á vinnustað og í öll þessi ár sem hún hefur unnið með mér minnist ég þess ekki að hún hafi mætt of seint, þvert á móti, því að oftast er ilmandi kaffilykt í kaffi- stofunni þegar ég kem. María er Smáfuglarnir þurfa ekki að líða skort: Ný tæki til fram- leiðslu fuglafóðurs KATLA hf. hefur tekið S notkun ný tæki til að framleiða fuglafóður. Með tilkomu þeirra ætti að vera tryggt að ævinlega liggi fyrir nægar birgðir af fuglafóðri, að því að segir í fréttabréfi félagsins. Hingað til hafa engin fuglafóðursframleiðslutæki verið til á Suðvesturlandi, og á síðasta vetri þurfti Katla hf. að nota innfluttan kurlaðan maís í fuglafóð- rið, eða að senda maís til kurlunar á Akureyri. Þetta reyndist mjög dýrt, og segir í fréttabréfínu að nauðsyn- legt hafi verið að fjárfesta í framleiðslutækjum til að tryggja örugga birgðastöðu á fuglafóðri, því eftirspum- in eftir þessarri vöru sé mjög sveiflukennd - neyslan sé frá 30 upp í 100 tonn á vetri eftir árferði. Með gangsetningu hinna nýju tækja ættu smáfugl- amir því ekki að þurfa að kvíða neinu í vetur, að því að segir í fréttabréfi Kötlu hf. Margur smáfuglinn getur í vetur þakkað þessu tæki ef hann fær eitthvað í gogginn út á gaddinn. með afbrigðum húsbóndaholl og aldrei hefur hún neitað mér ef ég hef þurft á að halda. Minnist ég sérstaklega er frú nokkur glataði efri tanngarði sínum aðfaranótt Þorláksmessu. Hringdi hún í mig í öngum sínum og bað um hjálp því að ella væru jólin glötuð. Tjáði ég henni að einungis með aðstoð Maríu væri unnt að leysa málið en þannig stæði á að við bæði ætluðum að eiga frí þennan Þorláksmessudag. Það var auðsótt mál eins og venju- lega að fá Maríu til að gera sér greiða. Við unnum síðan allan þenn- an dag og konan fékk sinn tanngarð að kvöldi. Svona er María ávallt tilbúin. Þá má ekki gleyma að þeir eru ófáir nemamir sem hafa notið handleiðslu hennar fyrstu árin og það veit ég að frændi minn, Daníel Jónasson tannsmiður, er henni ævinlega þakklátur fyrir þau tíu ár sem hann sat við hlið hennar, fyrst sem nemi og síðar sem tann- smiður. María er dóttir Helgu Jónasdótt- ur og Tryggva Gunnarssonar og ólst upp hjá móður sinni og tveimur systrum á Laufásvegi. Hún er með afbrigðum mannglögg og kann skil á flestum ef ekki öllum Reykvíking- um af eldri kynslóðinni. María er gift ágætismanni, Gunnari Kristins- syni verslunarmanni og söngvara, eiga þau tvo syni sem báðir hafa komið sér vel áfram og það veit ég að bamabörnin þrjú punta mjög upp á tilveruna hjá henni. Með samfelldu starfi á tannlækn- ingastofum í 55 ár má segja að María hafí upplifað sögu tannlækn- inga á Íslandi og ég held að það sé á engan hallað þótt fullyrt sé að hún hafi lengst allra íslendinga unnið að störfum tengdum tann- lækningum. Á þessum merkisdegi í lífi Maríu óska ég henni allra heilla og langra lífdaga og þakka henni um leið samstarfið um Iiðin ár og það vona ég sannarlega að við eigum eftir að vinna lengi saman. Hörður Sævaldsson STOLPI Vinsæli tölvuhugbúnaðurinn Átta alsamhæfð tölvukerfi fyrir PC, AT og stórtölvurfrá öllum helstu tölvuframleiðendum. Allt upp í 50 útstöðvar. • FJÁRHAGSBÓKHALD •SKULDUNAUTAR • LÁNARDROTTNAR •LAUNAKERFI • BIRGÐAKERFI •VERKBÓKHALD • SÖLUNÓTUKERFI •TILBOÐSKERFI Þú getur byrjað smátt og bætt við kerfum og stækkað fyrirtækið án þess að eiga það á hættu að „sprengja" kerfin því við bjóðum: • LITLA STÓLPA fyrir minnstu fyrirtækin. •STÓLPA fyrir flest fyrirtæki. •STÓRA STÓLPA fyrir fjölnotendavinnslu. Látum allt fylgja með í „pakka" ef óskað er, s.s. tölvur, prent- ara, pappír, disklinga, húsgögn, kennsla og góða þjónustu. Sala, þjónusta Hönnun hugbúnaður Markaðs- og söluráðgjöf, Kerfisþróun, Björn Viggósson, Kristján Gunnarsson, Armúla 38, 108 Rvk., Ármúla 38, 108 Rvk., sími 91-687466. sími 91-688055. 205 XL: 1124 cc vél Framhjóladrif Sjálfstæð fjöðrun á öllum hjólum (Peugeot fjöðrun í sérflokki) Kraftmikil tveggja hraða miðstöð Öryggisbelti í aftur- sæti fyrir þrjá Útispeglar báðum megin Rúðuþurrka og rúðusprauta á afturrúðu Hiti í afturrúðu Teppalagður Tauáklæði á sætum O.fl. o.fl. KOMIÐ, REYNSLUAKIÐ OG FINNIÐ MUNINN! ATM. FRÁBÆ.R GREIÐSLUKIÖR. ?> | b JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 ■ Sími 42600 TOLLALÆKKUN? Peugeot 205 var einn þeirra bíla sem hækkaði verulega við tollabreytinguna um daginn. Var því endursamið við verksmiðjurnar um innflutningsverð og mjög hagstæðum samningum náð. Við getum því aftur boðið þennan frábæra bíl Peugeot205á sama gamla verðinu og fyrir tollahækkun. BÍLAR TIL AFGREIOSLU STRAX.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.