Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 Minning: Ólafur Ófeigsson fyrrv. skipstjóri Fæddur 28. júlí 1900 Dáinn 7. nóvember 1987 Elskulegur föðurbróðir minn og vinur, Ólafur Ófeigsson, fyrrum skipstjóri, útgerðarmaður og síðar aðalverkstjóri á Kirkjusandi, er lát- inn. Hann var af þeirri kynslóð sem lifði örustu breytingatíma sem orðið hafa með þjóðinni frá því landið byggðist og hann hafði til að bera lyndiseinkunn sem sameinaði bæði ósérplægni og mildi. Hann átti þann fjársjóð að öllum skyldmennum hans þótti vænt um hann, það uppskar hann vegna vak- andi umhyggju sinnar fyrir öðrum. Ólafur Ofeigsson fæddist í Keflavík aldamótaárið og voru for- eldrar hans Ófeigur Ófeigsson, bóndi, ættaður frá Fjalli á Skeiðum, og kona hans, Jóhanna Frímanns- dóttir frá Hvammi í Langadal. Var hann hinn fjórði í röð átta systkina er náðu fullorðinsaldri en tvær syst- ur dóu komungar. Fjölskyldan fluttist að Bmnnastöðum á Vatns- leysuströnd vorið 1902, að Vestur- koti á hvaleyri við Hafnarfjörð vorið 1904 og þaðan að Ráðagerði í Leim vorið 1906. ólafur var hinn eini systkinanna sem ekki ólst upp í foreldrahúsum. Hann fór ársgamall í fóstur til föð- urbróður síns, Ólafs V. Ófeigssonar, þá verslunarstjóra en síðar kaup- manns í Edinborg í Keflavík og konu hans, Þórdísar Einarsdóttur frá Kletti í Geiradal, en þau vom þá nýgift. Sagði Þórdís stundum í glettni að hún hefði fengið Ólaf í brúðargjöf. „Ekki til eignar, heldur uppfósturs," sagði hún við Jóhönnu, móður Ólafs. Avallt gætti Þórdís þess að hann hefði samband við sína raunverulegu foreldra og treysti Jóhanna henni alveg tví- mælalaust, bar mikla virðingu fyrir henni og þótti vænt um hana og þeim hvorri um aðra. Fóstursystkini Ólafs, öll yngri en hann, vom: Ásgeir dýralæknir, Bragi héraðslæknir, Halldóra, ekkja Geirs Zoega, útgerðarmanns, og Vilborg. Em Ásgeir og Halldóra nú ein á lífí þeirra systkina. Halldóra er ein þeirra sem ég leitaði til er ég viðaði að mér efni í þessi eftirmæli um frænda minn. Henni fómst m.a. svo orð: „Ég segi það eins og er að faðir minn elskaði þennan dreng og móð- ir mín gerði það líka, ekkert minna heldur en sín böm. Bemskuár okk- ar mnnu fram eins og lygn draumur, svo góða ævi áttum við með þessum foreldmm okkar sem vom frábær. Og við sögðum öll að enginn ætti betra bemskuheimili en við, og Ólafur, elsti bróðir, sem var þó fósturbróðir, sagði að enginn hefði átt betri ævi heldur en hann sem ungur drengur. Enda sýndi hann það í verki síðar hvemig hann var við foreldrana og hvemig hann annaðist þau og bar umhyggju fyr- ir þeim, sömuleiðis fyrir okkur, systkinum sínum. Og ég sem systir hans, yngst af þeim þá, treysti hon- um alltaf. Ég hugsaði sem svo: Ef allt bregst treysti ég Ólafí alltaf. Þetta em engin ofmæli, það er ekk- ert ofmælt. Við systkinin vomm vanin á að reyna að temja okkur góða mál- kennd. Það lá oft í lofti í þessum litlu sjávarþorpum að málið var ekki sem allra best og þau vom eilíft á varðbergi með okkur, en þau vom bæði hagyrðingar og ég tel að móðir mín hafí verið ljóðskáld þó hún flikaði því ekki. Hún var vel metin kona alla tíð. Hún þótti falleg, gáfuð og skemmtileg. Ólafur var tvo vetur í Flens- borgarskóla og fór þaðan í mennta- skólann en líkaði ekki og sagði við föður sinn: „Þú veist að ég er allur fyrir sjóinn og ég vil hætta við þetta og fara í Stýrimannaskólann." Það gerði hann líka og þeir vom sam- tíða þar bróðir hans Tryggvi og hann. En svo veiktust þeir báðir mjög illa af spönsku veikinni. Það seinkaði Ólafi nokkuð en samt tóku þeir með prýði og með flýti skólann báðir tveir og Ólafur þakkaði það alltaf fósturföður sínum að hann skyldi ekki deyja úr þessari sýki, svo_ vel var hugsað um hann. Ég vil taka fram að það em mjög breyttir tímar frá því sem áður var, þó mikið sé talað um hjálpsemi við fólk, en í mínum foreldrahúsum vom tvö gamalmenni, sem dóu þar í elli, auk þess sem hjónin tóku þijú böm til fósturs. Þá urðu menn að axla sínar byrðar sjálfír. Fyrir nokkmm ámm var ég á ferð með dóttur og tengdadóttur í bíl niður Túngötu. Yfír götuna fór eldri maður og það var bróðir minn, Ólafur. Hann átti mjög bágt með gang, bilaðir fætur, því fætur skip- stjóranna biluðu á þessum tíma af löngum stöðum í brúnni. Þá sagði ég: „Horfíð á þennan aldraða mann, sem gengur yfír götuna. Einu sinni var hann besti skautahlaupari í Reykjavík, sem tók Tjömina í þrem- ur skrefum. Sömuleiðis einn sá besti dansari sem ég hef kynnst. Nú sjá- ið þið hvemig tímamir breytast, þið sjáið hvemig hann gengur núna.“ Að lokum sagði Halldóra: „Ólafur var sá lánsmaður að bjarga í janúar 1940 heili skipshöfn af þýsku skipi sem fór inn í ís og bað um neyðar- hjálp. Hann var þá á litlum togara sem Hafsteinn hét. Hann bar gæfu til þess að koma öllum mönnunum 62 til hafnar. Hann sagði að sitt lán hefði verið það hve gott var veður. Hafði gárað sjó hefðu þeir allir farist." Skip þetta hét Bahia Blanca. Fyrir þetta björgunarafrek var Ólafur sæmdur fálkaorðunni 1942. Áður, 1937, hafði hann bjarg- ar 7 manna áhöfn af íslenskum vélbáti. Ólafur lauk farmannaprófi við Stýrimannaskólann 1920. Hann fór þá til Bandaríkjanna og stundaði sjó fráBoston og Glouchester næstu árin. Árið 1927 giftist hann Grace D. Allison frá Boston. Var faðir hennar skoskur en móðirin íslensk, ættuð frá ísafírði. Grace lést 1938 og voru þau bamlaus. Ólafur var stýrimaður hjá Tryggva bróður sínum á vertíðinni 1927 á enska togaranum Imperial- ist, sem gerður var út frá Hafnar- firði. Eftirfarandi frásögn, tekin úr sálfsævisögu föður míns, Tiyggva sögu Ófeigssonar, sem Ásgeir Jak- obsson skráði, lýsir afar vel farsælu samstarfí þeirra bræðra, sem síðar stóð í áratugi. „Sólskinsstundir fískimannsins, sem hann man alla sína ævi, eru þær, þegar hann hefur verið í treg- fiski en hittir svo skyndilega í mikinn afla.“ „Ég fór ekki frá Hrauninu meðan Hraunatíminn var, þótt þar væri tregt dag og dag, heldur hafði sama háttinn á og við Jökul, treysti á það að þama væri fískur og hann gæfí sig til þegar skipin fæm almeiint að leita annað og slóðin að jafna sig. Aðfaranótt sumardagsins fyrsta, sem bar upp á 21. apríl, fór ég snemma að sofa. Það hafði verið ördeyða um daginn. Ólafur bróðir minn var kominn aftur frá Ameríku og hann tók við að toga. Hann vakti mig fljótlega eftir að hafa fest en híft upp úr festunni með tveimur pokum. Hann sagði: „Ég held þú fengir físk héma núna ef þú kæmir upp því hann sýndist vera nýkominn þessi fisk- ur.“ Ég fór upp og við ræddum málið í brúnni, bræðumir. Okkur kom saman um að við færum á sama stað og Ólafur hafði kastað, toguð- um síðan skáhallt að baujunni og hefðum hana vel á bakborða, svo við lentum ekki upp á Hrauninu, heldur þræddum meðfram Hraun- kantinum. Ég keyrði nú til baka, þangað sem Ólafur hafði byijað kastið og hef stundum verið spurð- ur að því, hvemig ég hafí fundið þann stað. Það byggðist á því að Ólafur hafði tekið nákvæmlega tímann frá því að hann kastaði og þar til hann kom að baujunni, tog- stefnuna frá henni þar til hann festi hafði hann og toghraðann vissum _ við. Hann teiknaði nú allt sitt tog, og þar með hafði ég afstöðuna til baujunnar og vissi hvar festan var. Árangurinn af þessari nákvæmni Ólafs var ekki lítill! Ég kastaði nú og togaði í átt til baujunnar, en hafði hana hæfílega á bakborða því að ég vildi heldur vera niðri á sandinum. Ég hafði trú á því að fískurinn væri fremur þar en uppi í kantinum eða uppi á Hrauninu og ætlaði því að þræða meðfram Hraunkantinum. Þetta gekk nú allt vel, við fórum framhjá baujunni, en stutt frá henni, slupp- um við festuna Ólafs, og þegar við höfðum togað eins og í 20 mínút- ur, eftir að við vorum móts við baujuna, vom víramir gengnir svo saman, að ekki var um að villast að fískur var kominn í vörpuna. Það var slegið úr og híft upp. Fullt troll. Þegar við höfðum innbyrt þetta stóra hal, mig minnir það væri ein- ir 15 pokar, þá togaði ég ekki til baka aftur, heldur keyrði til baka, þangað sem við höfðum kastað og tók sama tog nákvæmlega og enn var fullt troll. Nú fóra skip, sem vora þama nálægt á Bankanum, þótt þau væra ekki við Hraunið, að fylgjast með okkur og smátínast til okkar, þegar þau sáu að við voram í físki. Það fór ekki framhjá neinum, svo stór sem bæði þessi höl vora og lengi verið að taka þau upp. En það náði ekkert skipanna, sem kom þama, veralegum árangri þennan dag nema við. Þeir héldu, karlamir, að við væram upp á Hrauninu, en við voram alveg fast við Hraunkantinn á sandinum og fóram aldrei allan daginn út úr upphaflegu slóðinni okkar, keyrðum alltaf til baka, þorðum ekki annað, hann stóð greinilega svo glöggt. Skip, sem toguðu samsíða okkur, sitt hvoram megin við okkur, náðu ekki sama afla og við. Það getur verið að þau hafí ekki hitt á rétta víralengd. Við voram alltaf með fulla víralengd úti, af því að við vissum okkur nið- ur á sandbotninum, en hinir héldu sig vera á Hrauninu og stilltu víra- lengdina samkvæmt því. Okkar aðstaða var náttúrlega betri, af því að við vorum búnir að hafa tækifæri til að þreifa okkur áfram í rólegheitum einir. Við tók- um þama 75 poka yfír daginn, eða sem svarar 150 tonnum. Það var metafli á þessum áram, enginn tog- aramaður vissi þá deili á meira aflamagni á einum degi. Það var lengi til þess afla vitnað í togaraflot- anum. Það lá vel á Ólafí bróður mínum, þegar fyrsta halið lukkaðist um morguninn, sem byggðist á hans nákvæmu athugunum og stað- setningu." Einar Jósefsson, Ásvallagötu 2 í Reykjavík, og Ólafur vora hásetar saman nokkra túra á Imperialist árið 1925. Hann segir þetta um bræðuma: „Þeir slógu öllum við í dugnaði, Tryggvi og Ólafur líka. Það vora misduglegir menn um borð, allir duglegir en engir eins og jieir." Arið 1929 var Ólafur skipstjóri á Barðanum og skipstjóri á Tryggva gamla 1930—32. Eftir áramót 1933 tók hann við Imperialist og Bjami Ingimarsson, sem verið hafði stýri- maður hjá honum á Tryggva gamla frá haustinu 1930, fór til hans á Imperialist 1934. Fleiri skipum stjómaði hann. í því sem hér fer á eftir styðst ég við frásögn yngsta föðurbróður míns, Guðmundar ðfeigssonar, sem verið hefur skrifstofustjóri, bók- haldarí og gjaldkeri fyrirtækjanna hf. Júpíters, hf. Marz og Aðalstræt- is 4 hf. frá því í desember 1941. Einnig styðst ég við ævisögu föður míns, sem að framan er getið. Guðmundur segir: „Ólafur V. Ófeigsson, kaupmaður í Keflavík, fósturfaðir Ólafs bróður míns, var að mínum dómi einn sá alskemmti- legasti öðlingur sem ég hef kynnst um ævina, á alla lund. Hann var ákafiega stór í sniðum og gerði ýmsa hluti sem ég sem drengur man eftir sem að ég held að fáir myndu hafa gert í dag. Hann var alveg ekta sjentilmaður, var mikil harmdauði þegar hann dó 1931. Hann var langyngstur af systkinum sínum. Þórdís, kona Ólafs, var líka einstök gæðakona, skáldmælt, raungóð og var ákaflega höfðingleg kona í alla staði. Ég held ég megi fullyrða að í eftirmælum, sem Tryggvi bróðir minn skrifaði um Ólaf föðurbróður okkar, að honum látnum að hann hafi þar kallað hann bæði vin sinn og velgerðar- mann og ég trúi því vel að svo hafí verið. Ólafur Ófeigsson stofnaði hluta- félagið Marz 1939 ásamt bræðram sínum Tryggva, Bimi og Guðmundi og félögum Tryggva í hf. Júpíter og hf. Venusi, þeim Vilhjálmi Áma- sjmi, Lofti Bjamasyni og Þórami Olgeirssyni. Var félagið stofnað um togarann Hafstein, sem Ólafur hafði keypt það ár. Var Hafstein gamall og lítill togari, byggður í Selby 1919, 313 tonn að stærð. Ólafur var skipstjóri á Hafsteini flest stríðsárin en keypti 1942 danskan bát sem strandað hafði austur í Lóni í Homafirði. Gerði hann bátinn í stand og gerði hann út eina eða tvær vertíðir en seldi svo. Strax er stríðinu lauk, 1945, fór hann til Svíþjóðar og keypti bátinn Eggert Ólafsson. Þá var verið að flytja inn þessa svokölluðu blöðrabáta, þessa stóra, svera sænsku báta. Þann bát gerði hann út a.m.k. í þijú ár og seldi ýmist aflann eða verkaði í skreið. Marzfélagið lét smíða togarann Marz sem kom hingað til lands rétt um sumarmál 1948 og var þá eitt af stærstu og best búnu skipum í flotanum ásamt Neptúnusi. Skip Júpítersfélagsins, Neptúnus og Úr- anus, komu til landsins 1947 og ’49. Þegar hlutafélögin Júpíter og Marz hófu fiskverkun og frystihúss- rekstur á Kirkjusandi í Reykjavík gerðist Ólafur aðalverkstjóri þar, bæði í húsinu og við skipin og var það meðan félögin höfðu umsvif þar, um aldarfjórðungs skeið. Hann sá um þennan ijölþætta rekstur, þetta var bæði saltfiskverkun, skreiðarverkun alveg í sérflokki, sjólaxaverksmiðja og svo útgerð 3—4 togara á þessum áram. Ekkja Ólafs er Daníelína Svein- bjömsdóttir frá ísafírði. Vora foreldrar hennar hjónin Sveinbjöm Kristjánsson og Daníelína Brands- dóttir. Einkadóttir þeirra er Hrafnhildur Grace, f. 26. janúar 1946. Starfar hún á söluskrifstofu Flugleiða í Lækjargötu í Reykjavík. Hún giftist 1966 William Hand, viðskiptafræð- ingi. Þau bjuggu eitt ár í Banda- ríkjunum en svo nokkur ár í Keflavík, en William var skrifstofu- stjóri hjá fyrirtækinu ITT á Keflavíkurflugvelli. Þau skildu. Hann var alltaf mikill íslandsvinur og kaui að starfa hér. Synir þeirra era tveir, Ólafur William, f. 8. októ- ber 1968 og Stefán Cramer, f. 21. janúar 1970. Ólafí föðurbróður mínum var það óblandið gleðiefni að Hrafnhildur og drengimir bjuggu í sama húsi og þau Lína um árabil, á Ægissíðu 109 í Reylq'avík. Hrafnhildi segist svo frá um föð- ur sinn: „Eins og ég held að allir viti, sem þekktu náið til okkar, þá var samband mitt og pabba mjög sérstakt og ég var, er mér sagt, augasteinninn hans og það getur vel verið að sumum hafí á tíðum fundist það ganga út í öfgar hvað honum þótti vænt um mig og mað- ur var kallaður dekurrófa og „kall- inn var alveg tjúllaður í stelpuna og gerði allt fyrir hana“. En núna þegar ég er orðin eldri og lít til baka og ég hef oft hugsað um það... jú, víst dekraði hann mig og núna myndi ég líta á það sjálf sem móðir, að stundum hafí það verið of mikið af því góða, en samt sem áður þá þykir mér afskaplega vænt um að svo hafí verið. Þetta er kannski það eina sem mér fínnst ég eiga þessa stundina, það era þessar minningar um hann pabba, hvað hann var góður við mig. Hann fór með mig í sunnudaga- skóla í bragga við Ægissíðuna þar sem grásleppukarlamir era og mér er minnisstætt þegar hann fór með mig stundum í hádeginu að borða á Gildaskálanum. Ég var voðalegur gikkur í mat, mér fundust allar súpur vondar, en einu súpumar sem mér þóttu virkilega góðar vora súp- umar á Gildaskálanum. Var það ýmist aspassúpa eða sveppasúpa. Það komu þama einhveijir karlar sem pabbi þekkti og hann var svo stoltur af mér og þegar ég var orð- in svolítið eldri þá fór ég svolítið hjá mér því hann var alltaf að trana mér fram, var alltaf að segja: „Sjá- ið þið stelpuna, þetta er dóttir mín,“ svoleiðis að stundum fannst mér nú eiginlega of mikið af því góða, en þetta var svona mikil væntum- þykja, eins og kemur kannski fram í öllu sambandi við pabba og böm. Bömin mín, drengimir mínir. Mér hefur oft orðið um og ó hvað honum þótti yfír sig vænt um drengina og stundum vissi hann ekki, blessaður, hvar hann átti að draga strikið. En ég held að það sé þráðurinn í gegnum alla tilveru pabba að hann var svo góður við aðra. Hann var alltaf að gera öðram gott, en gerði aldrei neitt fyrir sig sjálfan sig. Pabbi var alltaf með áhyggjur af því að honum fannst ég alltaf vera svo kuldaleg til fara. „Elskan mín, mikið er þetta fátækleg kápa sem þú ert í, það era svo stuttar á þessu ermamar, elskan mín. Áttu enga hanska? Er þetta nú í tísku? Þetta er alveg voðalegt." Svo keypti hann á mig kápu, myndarlega, stóra og fína. Væntumþykja hans til mín var svo mikil, alveg hreint einstök." Frænda minn kveð ég með sökn- uði og blessunaróskum. Bömin mín og ég þökkum umhyggjuna. Rannveig Tryggvadóttir Náfrændi minn og mikill vinur, Ólafur Frímann Ófeigsson, verður jarðsettur í dag. Hann fylgdi öld- inni, var fæddur í Keflavík 28. júlí árið 1900. Foreldrar hans fluttu það ár norðan úr Húnavatnssýslu. Þeim vora þá fædd þijú böm, Jóhanna, Tryggvi og Anna, og þröngt um fjölskylduna í bráðabirgðahúsnæði meðan þau vora að koma sér fyrir í plássinu. Ólafur Ófeigsson, verzl- unarstjóri Edinborgar í Keflavík, og kona hans, Þórdís Einarsdóttir, tóku drenginn í fóstur og ólst hann þar upp hjá þeim hjónum. Ófeigur faðir Ólafs var af Fjallsætt, langafi hans Ófeigur ríki á Fjalli og lan- gamma Ingunn Eiríksdóttir, dbrm. á Reykjum á Skeiðum (Villinga- holtsætt), og má um þetta lesa ítarlega í sögu Tryggva Ófeigsson- ar, föður míns. Ólafur Ófeigsson naut góðs upp- eldis, við starf og nám. Níu sumur var hann í sveit, hjá Guðmundi ríka á Auðnum, en í skóla á vetram, gekk í Flensborgarskóla og lauk þaðan prófí 1917. Hann mun hafa byijað snemma róðra að vorlagi, eða 1915, en ekki að staðaldri fyrr en eftir 1917. Hann fór þá fljótlega á togarann Vínlandið, sem Ólafur fósturfaðir hans mun hafa átt hlut í. Á því skipi var og Tryggvi bróðir hans stýrimaður. Alla tíð síðan lágu leiðir þeirra bræðra saman til sjós og lands, að undanskildum nokkr- um áram á þriðja áratugnum. Á Vínlandinu var Ólafur þar til hann fór í Stýrimannaskólann 1919, en þaðan lauk hann prófí vorið 1920, farmanna- og eimsvélarprófi, eins og það próf hét við skólann, sem mest réttindi gaf. Vertíðina 1921 var Ólafur stýrimaður á Reed, skozkum togara, með Tryggva, en fór um vorið til Bandaríkjanna og var í Boston og Gloucester, þar sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.