Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 1 Minning: Sigríður Guðmunds- . dóttirfrá Hellissandi Fædd Sl. ágúst 1923 Dáin 8. nóvember 1987 í dag, þriðjudag 17. nóvember, fer fram útför Sigríðar Guðmunds- dóttur frá Hellissandi. Hún var fædd 31. ágúst, dóttir hjónanna Kristínar Hjartardóttur og Guð- mundar Sæmundssonar, formanns á Hellissandi, en hann er látinn fyrir mörgum árum. Didda, en svo kölluðum við hana, var næstelst fjögurra bama þeirra hjóna, elstur var Þorbjöm, bjó á Akranesi, hann er látinn, hin eru Jóhanna, þá Sæmundur, bæði bú- sett í Reykjavík, yngst er Guðrún, hún býr í Keflavík. í Bifröst á Hellissandi ólust þessi systkini upp í skjóli góðra foreldra. Þótt veraldarauðurinn væri ekki stór eftir mælikvarða dagsins í dag, vom alltaf gnægtir á borðum hjá Kristínu og Guðmundi í Bifröst og öllum, gestum og gangandi, veitt af rausn og myndarskap, því Kristín var mikil og góð húsmóðir og Guð- mundur hlýr og glaður gestgjafí. veit ég það af eigin reynslu, því ég dvaldi sumarlangt hjá þeim og minnist þess tíma með gleði og hlýju. I sjávarplássum á þessum tíma þótti sjálfsagt að bömin færu snemma að vinna og taka þátt í störfum fullorðinna og stuttu eftir fermingu hleyptu þau oft heimdrag- anum og fóru að heiman að vinna fyrir sér, um skólagöngu var ekki að ræða, aðalmálið var að spjara sig á eigin spýtur, og svo var einn- ig um þessi systkini. Um 15—16 ára aldur fer Didda til Reyiq'avíkur og vinnur hin ýmsu störf en þó mest við saumaskap og þar kunni hún svo sannarlega vel tii verka, enda má segja að það hafí verið hennar ævistarf, meðan kraftar og heilsa leyfðu, starfaði hún sjálfstætt við það um árabil. Didda var gift Guðmundi Inga Bjamasyni heildsala. Bjuggu þau lengi á Seltjamamesi, en byggðu sér ekki alls fyrir löngu fallegt ein- býlishús við Bergstaðastræti 43 í Reykjavík, þar sameinuðu þau vinnu sína og heimili. Þau eignuð- ust ekki böm, en voru hvort öðru eitt og allt. Minningar mínar um Diddu frænku em að mestu leyti bundnar við bemsku mína og æsku, frá þeim tíma er ég dvaldi í sveitinni hjá langömmu minni Elínborgu á Gufu- skálum, en hún var og amma hennar, einnig frá þeim tíma er ég var í Bifröst, því þótt Didda væri þá flutt suður til Reykjavíkur kom hún oft í heimsókn á æskustöðvam- ar og þá var glatt í bænum, því henni fylgdi ætíð frískur og hress- andi blær. Víst gat stundum gustað af henni og orðin stundum stór, en hún átti líka aðra hlið, þeim sem hún tók var hún trölltrygg og rausn- arskapur var henni í blóð borinn. í hug mér koma löngu liðnar stundir úr sveitinni, blíður andvari leikur um kinn, hlýir geislar sumar- sólarinnar verma bæjarþil og tún, heimilisfólkið á bænum stendur á hlaðinu og bíður gestakomu og Didda kemur gangandi eftir grund- unum, hnarreist, fríð og fönguleg, sannkölluð „blómarós" og flytur okkur framandi blæ að sunnan, hún strýkur vanga minn og segir „Sæl vertu elskulega litla frænka mín,“ þessi ávarpsorð notaði hún ávallt er fundum okkar bar saman og ylj- uðu þau mér alltaf, ekki bara þegar ég stóð á hlaðinu heima á Gufuskál- um, heldur einnig eftir að ég var orðin fullorðin kona. — Fundir okk- ar voru ekki margir seinni árin, en þeir vom alltaf góðir. Síðast kom hún að heimsækja mig og gleðja á afmælinu mínu fyrir rúmlega tveimur mánuðum, þá fársjúk orðin, sýnir það best tryggð hennar og frændrækni. Nú er hún horfín til annarrar til- veru og ég veit að þar bíða hennar vinimir sem forðum fögnuðu henni á hlaðinu á Gufuskálum og bjóða hana velkomna, og ég heyri hana hvísla með blænum: „Verið þið sæl elskumar mínar." Frænku minni óska ég góðrar ferðar og veri hún ævinlega sæl og hafí hún þökk fyrir allt og allt. Eiginmanni hennar, aldraðri móður og öðmm ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Mjöll Sigurðardóttir Þegar barst sú sorgarfregn að Didda frænka, Sigríður Guðmunds- dóttir, væri látin, komu margar minningar upp í huga minn. í nokkur ár hafði hún barist hetjulega við sjúkdóm þann er nú heftir heltekið hana. Hún var fædd og uppalin á Hell- issandi en foreldrar hennar vom Guðmundur Sæmundsson og Kristí- n Hjartardóttir. Didda móðursystir mín var mjög lifandi, opin og skemmtilegur per- sónuleiki, smitandi hláturinn og frásagnargleði var með eindæmum, var hún því jafnan „hrókur alls fagnaðar" á mannamótum. Didda og eiginmaður hennar, Guðmundur Ingi Bjamason, urðu ekki þeirrar gæfuu aðnjótandi að eignast böm. En bamgæsku þeirra og gestrisni nutum við systkinin óspart. Alltaf var mjög vinsælt hjá okkur systkinunum að heimsælq'a Diddu því þar vomm við svo inni- lega velkomin. Hún tók á móti okkur með útbreiddan faðminn, tai- aði til okkar eins og við fullorðið fólk, með miklum áhuga fyrir því sem við vomm að gera og höfðum fram að færa. Hafði endalausan tíma til að hlusta, riíja upp ánægju- legar minningar, velta fyrir sér hlutunum og skemmta sér með okkur. Þá vakti hún mig oft til umhugsunar um ýmislegt í lífinu og tilvemnni sem ég sjálf hafði varla komið auga á. Hressleiki hennar og hreinskilni náði einnig svo einkar vel tii okkar bamanna. Þegar hún kvaddi okkur síðan eftir samverastundirnar yfírfull af ánægju og ýmsum gjöftim sem hún átti í pokahominu, var alltaf svo ótal margt að hugsa um. Þá átti Didda myndavél sem var fátítt fyrr á ámm, og tók myndir af dýrmætum augnablikum okkar í æsku sem við njótum í dag. Didda starfaði í mörg ár við sjálf- stæðan saumaskap á kvenfatnaði og kom þar sterklega í ljós ná- kvæmni hennar og vandvirkni í vinnubrögðum en í hennar huga var allt svo auðvelt. Elsku Diddu þakka ég að lokum fyrir það dýrmætasta veganesti sem hún gaf okkur bömunum, og sendi Guðmundi Inga, ömmu og öðmm aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Birna Róbertsdóttir og fjöiskylda. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, AÐALHEIÐUR KRISTÍN HELGADÓTTIR, Hátúni 10, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 18. nóvem- ber kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Elsa Smith, Sigurður Þórir Sigurðsson, Helgi Bergman Sigurðsson, Þórunn Ástrós Sigurðardóttir, Ágúst Sigurðsson, Guðjón Sigurðsson, Hilmar Sigurðsson, tengdabörn og barnabörn. t Móðir mín, tengdamóöir, amma og langamma, ALDNÝ MAGNÚSDÓTTIR, Norðurbrún 1, verður jarðsungin miðvikudaginn 18. nóvember kl. 15.00 frá kap- ellunni við kirkjugarð Hafnarfjarðar. Örn Árnason, Ámi Arnarson, Gunnar Arnarson, Aldís Arnardóttir, Sigrfður Árnadóttir, Þórdfs Erla Gunnarsdóttir. Erla Jónsdóttir, Borghildur Vigfúsdóttir, Kristbjörg Eyvindsdóttir, Örn Árnason, t Þökkum innilega hlýhug og samúð viö andlát og útför GUÐBJARGAR LIUU ÁRNADÓTTUR, Bólstaðarhlfð 45. Jóhannes Björnsson, Ingólfur Jóhannesson, Þórunn Benný Finnbogadóttir. t Útför eiginkonu, móður, dóttur, systur og mágkonu okkar, KRISTÍNAR INGVARSDÓTTUR, Hvassaleiti 3, Reykjavfk, fer fram frá Háteigskirkju fimmtudaginn 19. nóvember kl. 10.30. Jarðsett veröur að Hlíðarenda í Fljótshlíö þann sama dag. Bragi Hannibalsson, Bryndfs Bragadóttir, Hörður Bragason, Sólrún Bragadóttir, Ingibjörg Svava Helgadóttir, Ingvar Þórðarson, Dóra Ingvarsdóttir, Ólafur Oddgeirsson, Helgi Ingvarsson, Bára Sólmundsdóttir. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar og bróður, FRIÐRIKS HÁKANSSON. Sérstaklega þökkum við starfsfólki og kennurum Skálatúnsheimilis og Safamýrarskóla og öðrum þeim sem hafa stutt hann gegnum árin. Vilhelm Hákansson, Margrét Ó. Hákansson, Ólafur M. Hákansson, Sigrfður Í. Hákansson. t Innilegar þakkir til þeirra er auösýndu samúð og vinarhug við andlát og útför systur okkar og mágkonu, SIGRÚNAR BERGMANN, Hátúni 12. / Unnur Sigurðardóttir, Stefán Jónsson, Elfn Sigurðardóttir, Magnús Sigurðsson, Dórothea Einarsdóttir, Garðar Júlfusson, Sigrfður Björnsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.