Morgunblaðið - 17.11.1987, Page 61

Morgunblaðið - 17.11.1987, Page 61
61 ára. Þórunn flutti þá með Jón og systur hans Rögnu til Akraness og síðan til Reykjavíkur. Þar bjó hún þeim gott heimili og sá fyrir systk- inunum af miklum dugnaði og ráðdeildarsemi. Hún lifír son sinn og er em þrátt fyrir háan aldur. Jón réðst til saumastofu Andrés- ar Andréssonar árið 1945 og fór í iðnskólann þá um haustið. Hann lauk klæðskeranámi 1949 og vann hjá Andrési þar til hann í maí 1951 var ráðinn klæðskeri hjá Geijun/ Iðunni, sem þá var til húsa í Kirkjustræti. Þar var þröngur húsa- kostur og vinnuaðstaða erfið, jafnvel miðað við þann tíma. Yfir kjallara var verslun og á annarri hæð saumastofan. Mér er það minnisstætt að á sníðastofunni fyllti klæðskeraborðið út í herbergið, þannig að lægni þurfti til þess að vinna við það. Þröngir stigar milli hæða gerðu það að verkum að ekki var auðvelt að hlaupa með fata- stranga milli hæða eins og varð að gera. Þessari vinnuaðstöðu tók Jón á jákvæðan hátt, „þetta lagast krakkar" var viðkvæðið hjá honum þegar aðrir vom að kvarta yfir að- stöðuleysinu. Þessi jákvæði hugs- unarháttur, að láta ekki erfiðar aðstæður á sig fá, vom einkenni Jóns. Þama kynntumst við. Ég starf- aði þá hjá iðnaðardeild Sambands- ins í Reykjavík og þar sem Gefjun/Iðunn var undir forsjá Iðn- aðardeildarinnar hittumst við fljót- lega eftir að hann hóf störf í Kirkjustræti. Okkur varð strax vel til vina og sú vinátta hélst alla tíð. Arið 1961 flutti saumastofan úr Kirkjustræti að Snorrabraut þar sem hún er enn. Það var mikil breyt- ing. Björt og góð vinnuaðstaða og annað í samræmi við það. Jón átti sinn þátt í skipulagningu sauma- stofunnar og alla tíð var hann einstaklega áhugasamur um alla þætti starfsins og rekstur fyrirtæk- isins. Hann hafði nokkmm ámm fyrir flutning saumastofunnar verið sendur til Svíþjóðar, þar sem hann var í tæpt hálft ár að kynna sér nýjustu tækni og aðferðir á fjölda- framleiðslu á fatnaði. Eftir flutninginn var starfsemin aukin vemlega og karlmannaföt seld um allt land. Fyrir utan að sjá um framleiðsluna varð Jón einn besti sölumaður saumastofunnar. Það var sá hæfíleiki Jóns að um- gangast fólk, lipurð hans og vilji „að vera ávallt til þjónustu reiðubú- inn“, sem gerði það að verkum að menn leituðu til hans. Jón fylgdist vel með öllum tískufyrirbrigðum, bæði í efnum, litum og sniðum og var því eftirsóttur umsagnaraðili í fatavali. Hann átti gott samstarf við starfsfólk saumastofunnar, þannig að starfsandinn kringum Jón Inga var góður. Þegar lýðveldið var stofnað á Þingvöllum 17. júní 1944 fór Jón þangað eins og svo margir íslend- ingar. Sú ferð reyndist honum einstök happaför. Þar kynntist hann Guðbjörgu Pálsdóttur Reykjavíkur- mær, dóttur hjónanna Ingunnar Guðjónsdóttur og Páls Einarssonar rafmagnseftirlitsmanns. Það var stóri vinningurinn í lífí Jóns Inga. Þau giftu sig fimm árum síðar, 17. júní 1949, eftir að Jón hafði lokið námi. Jón og Guðbjörg voru sérlega samhent hjón og góð hjón í fyllstu merkingu þess orðs. Þau eignuðust fjögur böm, þau eru Þórlaug, deildarstjóri í innkaupa- deild Hagkaups, gift Stefáni Svavarssyi, endurskoðanda; Óskar, rafmagnsverkfræðingur, kvæntur Ingveldi Hafdísi Aðalsteinsdóttur, kennara; Ingibjörg, myndlistarmað- ur, gift Friðriki Kristjánssyni, lyfjafræðingi, og yngst er Þórunn, sem er í námi í fatahönnun í París og fetar þar á vissan hátt í fótspor föður síns. Jón átti ótal áhugamál. íþróttir og útivera voru honum í blóð borin. Hann var hestamaður, knatt- spymumaður, var félagi í KR frá unga aldri og í áravís í fótboltaliði Sambandsins. Hann iðkaði skíða- ferðir af krafti og.. áður fyrr var hann liðtækur á skautum. En sérstakt áhugamál Jóns Inga var sumarbústaðurinn við Þing- vallavatn, sem þau hjónin komu sér upp. Þar voru þau búin að rækta MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 fallegan reit umhverfis bústaðinn og Jóni fannst hann aldrei vera nógu mikið þar. Bamabömin fímm voru Jóni Inga mikil gleði, enda vom þau hrifín og hænd að afa sínum. Nú er Jón Ingi allur, langt um aldur fram. Drottinn gaf og drottinn tók. Hann gaf Jóni Inga mikið. Hamingju í einkalífí og farsæld í starfi. Missirinn er mikill fyrir Guð- björgu, bömin og aðra ástvini. Við hjónin sendum þeim innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar og styrktar í sámm harmi. Hjörtur Eiríksson í dag er til moldar borinn frá Fossvogskirkju samstarfsmaður okkar og vinur, Jón Ingi Rósantsson klæðskerameistari. Hann fæddist 20. apríl 1928 á Efra Vatnshomi, Kirkjuhvamms- hreppi, V-Húnavatnssýslu. Foreldr- ar hans vom Þómnn M. Jónsdóttir og Rósant Jónsson bóndi og kenn- ari. Jón Ingi missti föður sinn árið 1933 og flutti hann þá til Akraness ásamt móður sinni og systur, og nokkm síðar til Reykjavíkur. Hann lærði klæðskeraiðn hjá Andrési Andréssyni klæðskerameistara og lauk hann námi um vorið 1949. Ungur að ámm kynntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðbjörgu Pálsdóttur frá Reykjavík, og gengu þau í hjónaband 17. júni 1949. Þau eignuðust 4 böm og þau em: Þór- iaug Rósa, innkaupastjóri, gift Svavari Pálssyni endurskoðanda; Óskar, rafmagnsverkfræðingur, giftur Ingveldi Hafdísi Aðalsteins- dóttur, kennara; Ingibjörg, mynd- listarmaður, gift Friðriki Kristjáns- syni, lyfjafræðingi, og Þómnn sem stundar nám i fatahönnun í París. Bamabömin em 5. Árið 1951 hóf hann störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufé- laga, á saumastofu Gefjunar— Iðunnar í Kirkjustærti, 1961 flutti saumastofan á Snorrabraut 56 og hét þá Fataverksmiðjan Geíjun. Þar starfaði hann alla tíð, og hafði hann þá starfað í rúm 36 ár hjá Samband- inu. Við höfum starfað með honum milli 25 og 30 ár. Upp í hugann koma margar ljúfar minningar um þægilegan og góðan vinnufélaga sem var alltaf tilbúinn að gera öðr- um greiða. Klæðskerastarfið er ákaflega krefjandi, en hann var afar þægilegur í viðmóti við aðra. Við minnumst skemmtilegra stunda við kaffíborðið, stundum var viðskiptavinum boðið í kaffí, og var hann þá hrókur alls fagnaðar. Hann átti mörg áhugamál og má þar nefna hestamennsku sem hann stundaði í mörg ár, hann var mikill áhugamaður um allar íþróttir og spilaði sjálfur knattspymu í mörg ár og var meðal annars í liði Sam- bandsins. Skíðamaður var hann góður og fóru þau hjónin oft á skíði. Hann var mikill áhugamaður um skógrækt og var hann búinn að gróðursetja margar plöntur við sumarbústað þeirra hjóna við Þing- vallvatn. Við í Fataverksmiðjunni Gefjun kveðjum hann með þökk og virðingu og er hans sárt saknað. Við sendum eiginkonu, móður, bömum, tengda- bömum, bamabömum og öðmm ættingjum og vinum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Haukur og Karen Mig langaði að minnast vinar míns Jóns Inga Rósantssonar. Margar minningar koma fram, við Jí'L pfraio Laugavegi62 Blóma- og gjafavöruverslun Kransar, kistuskreytingar, hvers konar skreytingar og gjafir. Gæfan fylgir blómum og gjöfum úr Stráinu. Opið um helgar. Sími 16650. byijuðum að vinna saman hjá Andr- ési Andréssyni, klæðskera, 1945 og síðan yfír 30 ár í Fataverksmiðj- unni Gefjun. Jón Ingi var sérstakur í allri umgengni, vinsæll og hjálp- samur. Hann var mikill áhugamaður um íþróttir, var í KR og man ég marg- ar skemmtilegar ferðir á Skálafell og fleiri staði fyrr á árum. Ungur kynntist Ingi sinni ágætu konu, Guðbjörgu Pálsdóttur, og eignuðust þau 4 böm. Þau byggðu sér sumar- bústað í Svínahlíð við Þingvallavatn og gróðursettu þar margar tijá- plöntur sem vel var hugsað um og er gróður orðinn svo mikill að varla sést í sumarbústaðinn frá veginum. Fyrir áhrif frá Jóni Inga fór svo að við hjónin byggðum bústað skammt frá Jóni og Guðbjörgu og heimsóttum við hvert annað oft um sumartímann og fórum saman aust- ur. Fyrir langa og góða samleið er margt að þakka og minnast. Guð blessi minningu hans. Við sendum Guðbjörgu, bömum, aldraðri móð- ur, tengdabömum og öðmm ætt- ingjum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristinn Guðjónsson Líf og dauði eru fyrirbrigði sem við glímum við frá því við fæðumst í þennan heim og þar til dauðinn tekur við. Við leysum frumefni úr læðingi. Við ferðumst til annarra stjama og væntanlega til annarra sólkerfa í framtíðinni. Allt þetta afrekar maðurinn. En saklausa. og nærtæka spumingin, sem alla varð- ar, um líf og dauða, veltist fyrir okkur á tuttugustu öldinni í sama mæli og hún gerði í upphafí. „Að fæðast og deyja, það er lífsins saga,“ segir okkur hve svarafá við emm gagnvart spumingunni sem allir hafa velt fyrir sér meira eða minna á öllum tímum. Aðeins eitt getum við verið sammála um. Líf er okkur gefíð, hvort sem við kjós- um eða ekki, og lífíð er frá okkur tekið án þess að við séum spurð. Og enn þá emm við óviðbúin, þegar barið er, þrátt fyrir reynslu kynslóð- anna. Stundum kemur dauðinn að vísu sem góður gestur þeim sem þjáist og aldurinn býður ekki lengur upp á skin og skúrir lífsins. Þótt Jón Ingi hafi þjáðst síðustu mánuðina þá fór fyrir mér eins og öðmm. Kallið kom á óvart. Þrem dögum áður spjölluðum við um gömlu dagana vestur í Húnavatns- sýslu, um Gmnd, um Vatnshom, um Hvammstanga, þegar við vomm báðir að byija að njóta lífsins. Und- ir þessu spjalli var enginn feigðar- blær á frænda og gamli — svolítið hijúfí — húnvetnski húmorinn var aftur kominn á sinn stað. Báðir töluðum við um að sjúkdómurinn væri á undanhaldi og báðir trúðum við því að bænir hefðu hjálpað og báðir töluðum við um að hittast sem fyrst aftur. En sá sem ræður fer sínar leiðir. Sjúkdómurinn er að vísu á bak og burt, en hvenær og hvemig við hittumst aftur er hans mál. Jón Ingi og Ragna systir hans fæddust á Efra-Vatnshomi. Jón Ingi var fæddur 20. apríl 1928 og hefði því orðið sextugur á næsta ári. Tuttugu og eins árs vom þau bæði, Guðbjörg og hann, þegar þau gengu í hjónaband. Þau eignuðust fjögur böm. Þórlaugu, innkaupa- stjóra, Óskar verkfræðing, Þómnni við nám í fatahönnun og Ingibjörgu myndlistarkonu. Móðir Inga, Þór- unn, ber sín níutíu ár og sonarmiss- inn með þeirri tign sem fáum er gefín. Harmur er kveðinn að okkur öllum þótt sárastur sé hann hjá hans allra nánustu. En samvistin við góðan dreng hlýtur að ylja okk- ur minningamar þar til barið verður á dymar okkar. Þrátt fyrir húmor- inn var Ingi dulur og innri líðan hans var ekki öllum sem opin bók, nema þegar hann reiddist, en þá var heldur ekki þægilegt að mæta honum. Kannske vissi Ingi annað en hann leyfði mér að skilja, þegar hann sagði brosandi við mig, að hann héldi að sjúkdómurinn væri á undanhaldi. — Hver veit? Ég kveð frænda og bið Guð að blessa fjölskyldu hans. Ragnar Bjömsson í amstri dagsins leita hugsanir um dauðann sjaldnast á huga okkar og þegar hann ber að garði, stönd- um við því oftast berskjölduð frammi fyrir honum. Maðurinn með ljáinn þvingar okkur til þess að staldra við, horfa til baka og meta jafnvel hlutina upp á nýtt og minnast þess, að mennimir gera áætlanir, en guð ræður. Þannig er mér nú innanbijósts, þegar ég vil í örfáum orðum minnast tengdaföð- ur míns, Jóns Inga Rósantssonar, sem lést í Landspítalanum hinn 9. þessa mánaðar, langt um aldur fram, aðeins 59 ára gamall. Jón Ingi hafði um nokkurra ára skeið háð harða baráttu við þann sjúkdóm, sem að lokum dró hann til dauða. Barátta hans var hetjuleg og aldrei heyrðist hann kveinka sér, þótt ferðum hans á sjúkrahús fjölgaði, enda lífslöngun og bjart- sýni ríkur þáttur í fari hans. Hann kunni að njóta lífsins betur en flest- ir aðrir og þess vegna er sárt að una því, að orustan sé töpuð. Á fyrstu árum ævi sinnar bjó Jón Ingi á Efra-Vatnshorni í V-Húna- vatnssýslu, en þar bjuggu foreldrar hans, hjónin Rósant Jónsson og Þórunn M. Jónsdóttir. Ekki naut Jón Ingi langra samvista við föður sinn, því hann andaðist þegar Jón Ingi var aðeins sex ára gamall. Móðir hans átti þá ekki annarra kosta völ en að bregða búi og flytj- ast brott með tvö bama sinna, Jón Inga og Rögnu. Fyrst um sinn bjó hún á Akranesi, en fluttist síðar til Reykjavíkur. Sá Þórunn bömum sínum farborða með saumaskap og öðru er till féll. Þegar til Reykjavíku kom, tók Jón Ingi virkan þátt í íþróttum á sínum unglingsárum. Það var eink- um knattspyman og skíðaíþróttin, sem áhuginn beindist að. Hann varð snemma KR-ingur og það var hann að sjálfsögðu alla tíð. Að loknu skyldunámi hóf Jón Ingi nám í klæðskeraiðn og lauk því árið 1949. Fyrst um sinn vann hann hjá Andrési Andréssyni, en árið 1951 hóf hann störf hjá fata- verksmiðjunni Gefjun og þar var starfsvettvangur hans alla tíð síðan; fyrst sem klæðskeri en síðar sem verksmiðjustjóri. Jón Ingi naut virð- ingar í starfí, enda kunnáttumaður á sínu sviði. Og ekki er að efa, að hvort tveggja réði því, að hann valdist til verkstjómar hjá Geijun, annars vegar það, að hann var verk- laginn maður og duglegur, en ekki síður hitt, að mannaforráð fór hon- um vel, því hann naut trausts og virðingar sinna samstarfsmanna. Ungur að árum steig Jón Ingi sitt mesta gæfuspor, er hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Pálsdóttur. Þeim varð fjögurra bama auðið. Þau eru: Þórlaug, innkaupastjóri, gift undir- rituðum, Óskar, rafinagnsverk- fræðingur, kvæntur Ingveldi Aðalsteinsdóttur, Ingibjörg, veflist- arkona, gift Friðriki Kristjánssyni, lyQafræðingi, og yngst er Þómnn María, sem um þessar mundir er við nám í fatahönnun í París. Það leyndi sér aldrei, þegar Jón Ingi Legsteinar MARGAR GERÐIR Mmorex/Gmít: Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður talaði um bömin sín, að hann var mjög stoltur af þeim, enda rík ástæða til. Það duldist engum, sem heim- sótti þau hjónin á heimili þeirra í Bogahlíð 22 hér í borg, að þar fóm samhent hjón, sem bjuggu sér myndarlegt heimili af hagleik og mikilli smekkvísi. En þótt þeim þætti þar gott að vera, lék samt enginn vafí á, að það var sumarbú- staðurinn við Þingvallavatn, sem átti hug Jóns Inga. Þar undir hann sér við að dytta að bústaðnum, en einkum var það þó tijáræktin, sem áhuginn beindist að. í meira en tuttugu ár stóð hann í meiriháttar framkvæmdum á landi sínu í Grafn- ingnum. Nú er svo komið, að ekki aðeins er bústaðurinn umlukinn tijágróðri, svo varla sést í hann, heldur er landskikinn að mestu leyti gróðri vaxinn. Ég tók fljótlega eftir því, fyrst eftir að ég kynntist Jóni Inga, að það þýddi ekkert að spyija hann um, hvemig viðraði við Þingvalla- vatn. Þar var alltaf gott veður, jafnvel þótt þar hefði verið rigning og rok. Nú er ég sannfærður um, að hann tók varla eftir veðrinu, þegar tijáræktin var annars vegar; það var eins og hann væri í öðram heimi. Yfír sumartímann fór hann um nær hveija helgi í sumarbústað- inn til að fylgjast með gróðrinum og til að njóta samvista við náttúr- una. Jafnvel síðastliðið sumar, þegar hann var orðinn veill, tók hann til við að flytja tré úr einum stað á annan. Komdu og sjáðu, sagði hann við mig þegar ég heim- sótti hann í sumar. Síðan röltum við á milli tijánna og ég fékk að heyra útskýringar hans á tilflutn- ingunum, sem einkenndust af hugulsemi við trén og smekkvísi í skipulagningu. Það er hveijum manni mikið lán að eignast góða samferðamenn á lífsleiðinni og ég tel það mikið lán að hafa um sinn átt samleið með jafn ágætum manni og tengdaföður mínum. Hann var hægur maður en stefnufastur. Hann flíkaði ekki skoðunum sínum en það leyndi sér ekki, að þær vom á sínum stað. Það lýsir honum vel, að í veikindum sínum vildi hann ekki að aðrir hefðu af sér áhyggjur og eyddi tali um sína hagi um leið og honum þótti nóg komið. Synir mínir þrír eiga nú um sárt að binda. Afí fer ekki aftur með þá til Þingvalla eða á skíði. Oft og iðulega hringdi hann um helgar og bauðst til að taka drengina með sér, þegar aðrir þóttust of upptekn- ir til þess. Fyrir allt þetta og margt fleira stend ég í þakkarskuld við hann. Alltaf var hann t.d. reiðubú- inn að aðstoða mig við byggingu húss míns, raunar hafði hann frairi5: kvæði að mörgu, sem þurfti að gera. Ég vil ljúka þessum fátæklegu orðum mínum með því að votta tengdamóður minni, Guðbjörgu Pálsdóttur, aldraðri móður Jóns Inga, Þóranni Jónsdóttur, og öllum öðram aðstandendum mína dýpstu samúð. Ég veit, að minningin um góðan dreng mun verða ykkur mik- ill styrkur, nú, þegar sorgin ber dyra. Stefán Svavarsson Blómastofa Friófinns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opíð öll kvöld til kl. 22,- éínnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.