Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 17.11.1987, Qupperneq 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 1987 /i Fyr'irfex ámm byrjaé) hann Q$ óetja. upp 5i\<xgcx -íynr KaMdklaói. ••3 Ást er... * * . . . stysta leiðin milli tveggja hjartna. TM Heg. U.S. Pat Ott.—all rights reservad C1986 Los Angeies Times Syndicate Ég- var búin að segja að viljir þú hressingnu verður þú að vera kurteis! HÖGNI HREKKVlSI „ ÉG /ETf.A AÐ TAKA IUM TVER „ ASÞlfói'N -BCa TALA Vl£> pi<S 'A MORóUN. Rfldsútvarpið: Verða engar jólakveðjur? Til Velvakanda. Nýjar og fijálsar útvarpsstöðvar hafa sýnt það af sér að þær eru ágætar til síns brúks, en það eru tiltekin svið sem þær ættu að láta vera að fara inná. Eitt af þeim eru jóla- og áramó- takveðjumar. Þær eru og munu alltaf verða hluti af þeirri þjónustu sem er hlutverk Ríkisútvarpsins að veita landsmönnum. Nú hefur sú saga komist á kreik, að Ríkisútvarpið sé alvar- lega að íhuga að lúffa fyrir hinum stöðvunum og eftirláta þeim jóla- kveðjumar. Það væri fáránlegt. Síðan ég man eftir mér hefur eitt aðaleinkenni jólaundirbún- ingsins verið jólakveðjurnar í Ríkisútvarpinu. Alveg eins og róf- umar, rabbarbarinn og næpumar eru bestar stolnar, þá er hangi- ketslyktin á Þorláksmessu betri ef maður hlustar á jólakveðjumar á meðan ketið er soðið. Það er eitthvað sérstakt og spennandi við það. Og hugsið ykkur ef kveðjurnar skiptust niður á hinar útvarps- stöðvamar! Þá yrði að senda Palla frænda sem er í einhveijum söfn- uði í Reykjavík kveðju í Alfa, Jónu frænku sem er fijálshyggjumaður kveðju á Bylgjunni, því hún hlust- ar aldrei á annað, og Gulla vinkona yrði að fá kveðju á Stjömunni, því hún vinnur þar. Svo er það Útrás fyrir skólafólkið og Rót kæmi þá væntanlega með kveðjur fyrir hug- sjónamennina. Hinsvegar gæti maður ekki sent frænda sem væri bóndi á Hala, Hesteyri eða Kambanesi neina kveðju, þar sem hann heyrir ekki í neinu nema gömlu gufunni. Klassíska ódýra kveðjan: „Ósk- um öllum landsmönnum til sjávar og sveita gleðilegra jóla og far- sældar á komandi ári“ yrði úr sögunni, þar sem það væru ak- kúrat engar líkur á því að obbinn af landsmönnum heyrði kveðjuna. Raunar væri barasta ekkert ódýrt lengur að senda jólakveðjur í útvarpi ef það ætti aðverða þann- ig að maður þyfti að senda kveðju í hverri einustu útvarpsstöð til að ná til allra sem maður óskar sér- staklega að eigi gleðileg jól! Ríkisútvarpið hefur í gegnum árin sparað fólki sem velur að senda kveðjur í útvárpi í stað hundraða jólakorta, fullt af pen- ingum. Þessi þjónusta hefur alltaf verið ódýr og góð þar. Vonandi verður hún áfram. Landsmenn hljóta að geta sam- einast um einu útvarpsrásina sem þeir eiga allir saman þegar svona almenn þjónusta sem alla varðar á í hlut. Þeir sem vilja styrkja frjálsar stöðvar hljóta að geta gert það einhvem veginn öðruvísi. Útivinnandi húsmóðir Áfengisstefnan: Tvöfalt siðgæði Til Velvakanda Nú er tími til kominn að hið hæstvirta Alþingi íslendinga „þori“ að koma bjórfrumvarpinu í gegn í eitt skipti fyrir öll, þannig að hin miðaldalega íslenska áfeng- islöggjöf sé ekki lengur til háðs og spotts út í hinum stóra heimi. Það er óskiljanlegt að maður geti keypt strekt áfengi (40 til 47 pró- sent alkóhól) og vín á Islandi en ekki bjór sem aðeins inniheldur 3 til 6 prósent alkóhól. Ef þetta er ekki merkileg áfengisstefna og tvöfalt siðgæði (sem Svíar eru frægir fyrir og íslendingar og fleiri þjóðir gera óspart grín að) er ekki um neina áfengisstefnu að ræða. Einnig ætti hæstvirtur dóms- málaráðherra að lengja eða gefa opnunartíma skemmtilstaða og veitingahúsa fijálsan þannig að hið fræga leigubílavandamál klukkan þrú að nóttu verði úr sögunni. Að ógleymdum heimasamkomum eftir böll, sem valda nágrönnum og jafn- vel fjölskyldunni miklu ónæði. Það hlýtur að vera miklu eðlilegra að það fólk sem vill halda áfram að skemmta sér eftir klukkan þrjú fái leyfi til þess á sjálfum skemmti- stöðunum. Til stuðnings núverandi áfengis- löggjöf benda siðapostulamir alltaf á litla áfengisnotkun íslendinga (ársneyslu). Því miður er ekki hægt að taka mark á tölum um áfengisneyslu íslendinga þar sem allar tölur yfir neyslu heimabragg- aðs víns og öls, auk neyslu tollfijáls og smyglaðs áfengis vantar. Það hlýtur að vera betra fyrir iðnaðinn að ríkið fái þá þessa peninga inn. Hvemig væri nú að hið hæstv- irta Alþingi tæki sig saman og setti saman raunhæfa áfengis- stefnu. Það er að segja að stuðla að notkun á léttum vínuny og bjór í stað sterkra vína og losa íslensku þjóðina við tvöfalt siðgæði. Óli V. Guðmundsson Yíkverji skrifar IMorgunblaðinu í fyrradag birtist athyglisverð grein eftir Öm Þor- láksson um sjávarútveg í Japan. Greinarhöfundur fór þangað í kynn- isferð ásamt nokkram íslenzkum sjómönnum. Hann lýsir m.a heim- sókn í sjávarútvegsfyrirtæki í norðurhluta landsins á þennan veg: „Er við komum í þorpið var okkur fyrst sýnd stjómstöð fyrirtækisins og undruðumst við mjög tæknivæð- inguna, sem þar er. Þessi útgerð sérhæfir sig í veiðum með botnnet (setnet) og er þeim komið fyrir úti fyrir ströndum á fískigönguslóð og þau eru gífurlega afkastamikil veið- arfæri. Bergmálsmælum er komið fyrir við netið og senda þeir boð um göngu í netið, sem lesa má af skjám í stjómstöðinni. Þar er alltaf einhver á vakt og lætur boð út ganga, þegar afli er orðinn nægur fyrir róður. Engir fylutúrar á þeim bæ.“ Þótt við íslendingar stöndum framarlega í fískveiðitækni erum við ekki komnir á þetta stig. En það er ánægjulegt, að íslenzkir sjó- menn og þeir, sem stunda þjónustu- starf við sjávarútveg leggja áherzlu á að fylgjast vel með því, sem ge- rist út í heimi. Á meðan svo er, þurfum við ekki að kvíða því, að dragast aftur úr. xxx Farþegi, sem oft flýgur með Flugleiðum hafði orð á því við Víkveija, að flugfélagið þyrfti að hafa meiri fjölbrejrtni í þeim mat, sem á boðstólum væri. Þessi far- þegi kvaðst hafa flogið með Flug- leiðum níu sinnum milli Banda- ríkjanna og íslands á nokkram síðustu misseri og í átta skipti af þessum níu hefði sami kjúklinga- réttur verið á boðstólum! XXX réttaflutningur ríkisfjölmiðl- anna um leyniskjöl í Banda- ríkjunum er þeim til lítils sóma. í Tímanum sl. laugardag birtist eftir- farandi frásögn um þetta mál:„Ekki síður hefur það vakið athygli, að fréttastofa útvarps byggir fi-éttir sínar á einni heimild, áður óþekkt- um norskum sagnfræðingi, Dag Tangen að nafni. Ljóst er nú, að leyniskjöl þau, sem fréttin byggir á, era trúlega ekki til og sagnfræð- ingurinn orðinn ber að ósannindum gagnvart fréttastofunni. Starfandi fréttastjóri útvarpsins, Friðrik Páll Jónsson, sagði í gær, að ljóst væri að Tangen hafi gefíð þeim rangar upplýsingar. Friðrik segir, að Tang- en hafi sagst hafa leyniplaggið hjá sér en ekki fundið það. Síðan sagð- ist Tangen hafa sent það einhveij- um íslendingum.„Nú hefur hann hins vegar bakkað með það og seg- ist ekki hafa haft þetta plagg“, sagði Friðrik. Það var ekki fyrr en í gær, eftir að Alþingi íslendinga og aðrir fjölmiðlar höfðu fjallað um málið að fréttastofa útvarps leitaði heimilda víðar en hjá norska sagn- fræðingnum. Kom þá í ljós, að fréttir um tengsl Stefáns Jóhanns og CIA vora rangar." Þrátt fyrir það, að sú vitneskja, sem hér er lýst hafí verið til staðar hjá Ríkisútvarpinu, sýndi sjónvarps- deild þess, samtal við þennan norska sagnfræðing, þar sem ekk- ert nýtt kom fram, en áframhald- andi dylgjur í þess stað um að íslenzk stjómvöld legðu að Banda- ríkjamönnum að birta engar upplýs- ingar um ísland. Hvenær má búast við því, að Ríkisútvarpið biðji að- standendur Stefáns Jóhanns Stef- ánssonar opinberlega afsökunar á framferði ríkisfjölmiðlanna í þessu máli? XXX ala á gosdrykkjum og öli í dós- um eykst stöðugt og á eftir að aukast enn. Það er óhjákvæmilegt að skylda framleiðendur til þess að greiða gjald fyrir dósir, sem búið er að nota til þess að koma í veg fyrir þann óþrifnað, sem ella mun af þeim leiða. Þetta tíðkast erlend- is, t.d. í Bandaríkjunum og ekki ástæða til annars en að taka upp sama fyrirkomulag hér.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.