Morgunblaðið - 28.01.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 28.01.1988, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 Ný skerðing námslána? eftir Runólf Ágústs- son og ÓlafDarra Andrason Um síðustu áramót komu marg- fræg lög um söluskatt og breyting- ar á tollum og vörugjaldi til framkvæmda. Um áhrif þessara breytinga á líf og afkomu fólksins í landinu hefur margt verið ritað og sýnist sitt hveijum um ágæti þessara aðgerða. Eitt hefur þó gleymst í þessari umræðu, en það eru áhrif laganna á kjör þeirra sem stunda nám hérlendis og njóta lána frá Lánasjóði íslenskra náms- manna. Tilgangur löggjafans með breyt- ingum þessum mun vera sá að einfalda skattakerfið og gera fram- kvæmd skattheimtunnar auðveld- ari. Ríkisstjómin gerir ráð fyrir að þessar breytingar skili allt að hálf- um milljarði króna í ríkissjóð á þessu ári vegna bættrar skatt- heimtu. Þessar einfaldanir á kerfínu hafa hins vegar í för með sér þá óheppilegu hliðarverkun að ýmsar vörur sem alþýða manna getur illa án verið hækka verulega. Á móti kemur lækkun annarra vöruflokka svo að samkvæmt opinberum upp- lýsingum verða áhrif breytinganna á vísitölu framfærslukostnaðar eng- in. Málið er þó ekki svo einfalt að það verði afgreitt með þessum hætti. Eftirfarandi skema sýnir ýmsar vömr sem annars vegar hækkuðu, en hins vegar lækkuðu í verði: Dæmi um vörur sem hækkuðu verulega í verði: 1. Alifugla-, svína- og nautakjöt. 2. Fiskur. 3. Nýir ávextir og innflutt nýtt grænmeti. 4. Egg. 5. Brauð. Dæmi um vörur sem lækkuðu verulega í verði: 1. Sjónvörp og myndbandstæki. 2. Rafmagnsvörur. 3. Hljómflutningstæki. 4. Frystikistur. 5. Gólfteppi og dúkar. Þó að meðaltal verðlagsáhrifa aðgerða þessara breyti ekki fram- færsluvísitölunni eins og fyrr sagði, þá em meðaltöl villandi í þessu til- viki sem og öðmm. Það er augljóst að Ijárráð fólks em mismunandi og jafnframt að þeir tekjulægri veija hlutfallslega hærri hluta sinna tekna til kaupa á matvælum en þeir sem betri afkomu hafa. Vegna þessa þá komu nefndar skattkerfís- breytingar hart niður á láglauna- fólki. Þetta fólk kaupir matvöm daglega en hefur ekki ráð á mynd- bandstækjum eða snyrtivömm í þeim mæli að hækkunar- og lækk- unaráhrif aðgerðanna jafnist út. Til að mæta þessum hliðarverk- Ólafur Darri Andrason „Þær aðgerðir sem stjórnin stóð fyrir til að vega upp kjararýrn- un lágtekjuhópá vegna skattabreytinganna, koma námsmönnum að takmörkuðu gagni.“ unum var leitast við að bæta lágtekjuhópum hækkaðan matar- reikning með ýmsum mótverkandi aðgerðum, t.a.m. hækkuðum lífeyr- isgreiðslum, hækkun bamabóta o.fl. Þannig reynir ríkisstjómin að vega upp þá kjararýmun sem mat- arskatturinn hafði í för með sér fyrir þá sem síst máttu við henni, það er lágtekjuhópana. í þessu dæmi gleymdist þó einn lágtekju- hópanna, námsmenn sem þurfa nú GEISLAVÖRN SEM SLÆR TVÆR ELUGLR í EINU HÖGGI! Auöveld í uppsetningu. Engir vírar. Gott verð. POWER SCREEN, jarðtengd skjásía sem varnar því að óhreinindi og geislar streymi frá skjánum. Jafnframt brýtur hún niður Ijósið sem þýðir að glampi á skjánum er úr sögunni. Þetta er eitthvað fyrir þig! Heildsali: TÆKNI ÉJVAL Grensasvegi 7. 108 Reykjavík. Box 8294. S 681665. 686064 Endursöluaöilar: Bókabúö Braga Einar J. Skúlason Griffill Mál & Menning Penninn Skrifstofuvélar Tölvuvörur Örtölvutækni Runólfur Ágústsson að lifa af 27.530 krónum á mánuði miðað við einstakling í leiguhús- næði. Samkvæmt lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna skulu náms- lán nægja fyrir eðlilegum fram- færslukostnaði lánþega. Þegar framfærslukostnaðurinn hækkar, eins og nú vegna skattkerfísbreyt- inganna, þá ber framkvæmdavald- inu að hækka námslán til samræmis við það. Framfærslugrunni þeim sem Lánasjóðurinn hefur lengst af stuðst við er skipt í eftirfarandi þætti: Matvörur 46,15% Húsnæði 15,38% Fatnaður 6,15% Hreinlæti/heilsug. 5,39% Bækur og ritföng 5,39% Ferðir 7,69% Húsbúnaður 4,62% Ýmislegt 9,23% Samtals 100,00% Þó námsmenn hafí löngum haft ýmsa fyrirvara á þessum grunni og krafist endurskoðunar á honum, þá er óumdeilanlegt að matarliðurinn í framfærslu námsmanna er hærri en hjá hinum almenna launþega. Samkvæmt vísitölugrunni fram- færslukostnaðar reiknuðum út af Hagstofu Íslands er matarliður vísi- tölufjölskyldunnar 24,6% miðað við 1. janúar, eða um helmingi lægri én framfærslugrunnur LÍN miðar við. Af framansögðu er ljóst að matarskatturinn leggst mun þyngra á námsmenn en almennt er gert ráð fyrir. Þær aðgerðir sem stjórnin stóð fyrir til að vega upp kjararýmun lágtekjuhópa vegna skattabreyting- anna, koma námsmönnum að takmörkuðu gagni. Þó að hækkun bamabóta og bamabótaauka komi ákveðnum hópi námsmanna til góða, þá má segja að lágtekjuhóp- urinn námsmenn sé almennt settur hjá við þessar stjómvaldsaðgerðir. í því sambandi má benda á að lífeyr- isgreiðslur voru hækkaðar um 6—8%. Með því viðurkenndu stjóm- völd nauðsyn þess að hækka tekjur þeirra láglaunahópa sem ekki njóta annarra séraðgerða stjómarinnar í þessu sambandi. Með tilvísun til þess sem hér hefur verið rakið, þá munu fulltrúar námsmanna í stjóm Lánasjóðsins leggja fr'am tillögu um hækkun námslána til samræmis við hækkun lífeyrisbóta á fundi stjómar sjóðsins í dag, fímmtudag. Hækkun þessi, sem lagt er til að verði 7% (1.927 krónur miðað við grunnframfærslu á verðlagi 1. desember 1987), komi til framkvæmda frá og með 1. jan- úar síðastliðnum. Það er von okkar að þessi tillaga hljóti jákvæðar undirtektir hjá full- trúum ríkisins í sjóðstjóminni. Þetta er krafa um sanngjama leiðréttingu til samræmis við aðra sambærilega hópa tekjulega séð. Ekki verður séð að ríkisvaldinu sé stætt á öðm en að láta jafnt yfír alla ganga. Runólfur Ágústsson erfram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla íslands, en Ólafur Darri Andrason fulltrúi stúdenta í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Morgunblaðiö/Bjöm Sveinsson Kristinn Vagnsson og Arnþór Bjaraason bjóða gestum upp á eld- steikt góðgæti. Egilsstaðir: Endurbætur á Hótel Valaskjálf Egibatflðum. VERULEGAR endurbætur hafa verið gerðar á Hótel Valaskjálf bæði utandyra og innan undan- faraa mánuði og te(ja forsvars- menn hótelsins að það sé i röð bestu hótela á landsbyggðinni og þoli vel samanburð við hótel á höfuðborgarsvæðinu. í sumar var hótelið málað að utan í björtum og skemmtilegum lit og aðkoma öll bætt. Jafnframt var ný koníaksstofa opnuð f hótelinu. Er hún • búin þægilegum leðurhúsgögnum og vistlegum blómaskreytingum og nýt- ur hún vinsælda hótelgesta jafnt sem heimamanna. Eldvamarkerfí hefur verið sett upp í húsinu og mjög full- komið símakerfí með símum á öllum herbergjum og sérstökum ráðstefn- usfmum í fundar- og ráðstefnusölum. Er aðstaða fyrir minni og stærri ráð- stefnur nú orðin mjög góð í Hótel Valaskjálf og nýtur staðurinn vax- andi vinsælda sem slfkur. Undir stjóm Kristins Vagnssonar matreiðslumeistara hefur eldhúsinu verið gjörbreytt og ný gaseldavél verið tekin í notkun og fyrir skömmu var færanlegur eldsteikingarvagn tekinn f notkun. Amþór Bjamason framreiðslumeistari segir að þessar nýjungar í matreiðslu njóti verulegra vinsælda. Steinþór Ólafsson hótel- stjóri segir að reksturinn gangi þokkalega og er bjartsýnn á framtí- ðina. í Hótel Valaskjálf eru 22 herbergi með 41 gistirúmum yfír veturinn. Á sumrin bætast við um 150 rúm í húsnæði heimavistar Menntaskólans á Egilsstöðum. — Björn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.