Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.01.1988, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 Ný skerðing námslána? eftir Runólf Ágústs- son og ÓlafDarra Andrason Um síðustu áramót komu marg- fræg lög um söluskatt og breyting- ar á tollum og vörugjaldi til framkvæmda. Um áhrif þessara breytinga á líf og afkomu fólksins í landinu hefur margt verið ritað og sýnist sitt hveijum um ágæti þessara aðgerða. Eitt hefur þó gleymst í þessari umræðu, en það eru áhrif laganna á kjör þeirra sem stunda nám hérlendis og njóta lána frá Lánasjóði íslenskra náms- manna. Tilgangur löggjafans með breyt- ingum þessum mun vera sá að einfalda skattakerfið og gera fram- kvæmd skattheimtunnar auðveld- ari. Ríkisstjómin gerir ráð fyrir að þessar breytingar skili allt að hálf- um milljarði króna í ríkissjóð á þessu ári vegna bættrar skatt- heimtu. Þessar einfaldanir á kerfínu hafa hins vegar í för með sér þá óheppilegu hliðarverkun að ýmsar vörur sem alþýða manna getur illa án verið hækka verulega. Á móti kemur lækkun annarra vöruflokka svo að samkvæmt opinberum upp- lýsingum verða áhrif breytinganna á vísitölu framfærslukostnaðar eng- in. Málið er þó ekki svo einfalt að það verði afgreitt með þessum hætti. Eftirfarandi skema sýnir ýmsar vömr sem annars vegar hækkuðu, en hins vegar lækkuðu í verði: Dæmi um vörur sem hækkuðu verulega í verði: 1. Alifugla-, svína- og nautakjöt. 2. Fiskur. 3. Nýir ávextir og innflutt nýtt grænmeti. 4. Egg. 5. Brauð. Dæmi um vörur sem lækkuðu verulega í verði: 1. Sjónvörp og myndbandstæki. 2. Rafmagnsvörur. 3. Hljómflutningstæki. 4. Frystikistur. 5. Gólfteppi og dúkar. Þó að meðaltal verðlagsáhrifa aðgerða þessara breyti ekki fram- færsluvísitölunni eins og fyrr sagði, þá em meðaltöl villandi í þessu til- viki sem og öðmm. Það er augljóst að Ijárráð fólks em mismunandi og jafnframt að þeir tekjulægri veija hlutfallslega hærri hluta sinna tekna til kaupa á matvælum en þeir sem betri afkomu hafa. Vegna þessa þá komu nefndar skattkerfís- breytingar hart niður á láglauna- fólki. Þetta fólk kaupir matvöm daglega en hefur ekki ráð á mynd- bandstækjum eða snyrtivömm í þeim mæli að hækkunar- og lækk- unaráhrif aðgerðanna jafnist út. Til að mæta þessum hliðarverk- Ólafur Darri Andrason „Þær aðgerðir sem stjórnin stóð fyrir til að vega upp kjararýrn- un lágtekjuhópá vegna skattabreytinganna, koma námsmönnum að takmörkuðu gagni.“ unum var leitast við að bæta lágtekjuhópum hækkaðan matar- reikning með ýmsum mótverkandi aðgerðum, t.a.m. hækkuðum lífeyr- isgreiðslum, hækkun bamabóta o.fl. Þannig reynir ríkisstjómin að vega upp þá kjararýmun sem mat- arskatturinn hafði í för með sér fyrir þá sem síst máttu við henni, það er lágtekjuhópana. í þessu dæmi gleymdist þó einn lágtekju- hópanna, námsmenn sem þurfa nú GEISLAVÖRN SEM SLÆR TVÆR ELUGLR í EINU HÖGGI! Auöveld í uppsetningu. Engir vírar. Gott verð. POWER SCREEN, jarðtengd skjásía sem varnar því að óhreinindi og geislar streymi frá skjánum. Jafnframt brýtur hún niður Ijósið sem þýðir að glampi á skjánum er úr sögunni. Þetta er eitthvað fyrir þig! Heildsali: TÆKNI ÉJVAL Grensasvegi 7. 108 Reykjavík. Box 8294. S 681665. 686064 Endursöluaöilar: Bókabúö Braga Einar J. Skúlason Griffill Mál & Menning Penninn Skrifstofuvélar Tölvuvörur Örtölvutækni Runólfur Ágústsson að lifa af 27.530 krónum á mánuði miðað við einstakling í leiguhús- næði. Samkvæmt lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna skulu náms- lán nægja fyrir eðlilegum fram- færslukostnaði lánþega. Þegar framfærslukostnaðurinn hækkar, eins og nú vegna skattkerfísbreyt- inganna, þá ber framkvæmdavald- inu að hækka námslán til samræmis við það. Framfærslugrunni þeim sem Lánasjóðurinn hefur lengst af stuðst við er skipt í eftirfarandi þætti: Matvörur 46,15% Húsnæði 15,38% Fatnaður 6,15% Hreinlæti/heilsug. 5,39% Bækur og ritföng 5,39% Ferðir 7,69% Húsbúnaður 4,62% Ýmislegt 9,23% Samtals 100,00% Þó námsmenn hafí löngum haft ýmsa fyrirvara á þessum grunni og krafist endurskoðunar á honum, þá er óumdeilanlegt að matarliðurinn í framfærslu námsmanna er hærri en hjá hinum almenna launþega. Samkvæmt vísitölugrunni fram- færslukostnaðar reiknuðum út af Hagstofu Íslands er matarliður vísi- tölufjölskyldunnar 24,6% miðað við 1. janúar, eða um helmingi lægri én framfærslugrunnur LÍN miðar við. Af framansögðu er ljóst að matarskatturinn leggst mun þyngra á námsmenn en almennt er gert ráð fyrir. Þær aðgerðir sem stjórnin stóð fyrir til að vega upp kjararýmun lágtekjuhópa vegna skattabreyting- anna, koma námsmönnum að takmörkuðu gagni. Þó að hækkun bamabóta og bamabótaauka komi ákveðnum hópi námsmanna til góða, þá má segja að lágtekjuhóp- urinn námsmenn sé almennt settur hjá við þessar stjómvaldsaðgerðir. í því sambandi má benda á að lífeyr- isgreiðslur voru hækkaðar um 6—8%. Með því viðurkenndu stjóm- völd nauðsyn þess að hækka tekjur þeirra láglaunahópa sem ekki njóta annarra séraðgerða stjómarinnar í þessu sambandi. Með tilvísun til þess sem hér hefur verið rakið, þá munu fulltrúar námsmanna í stjóm Lánasjóðsins leggja fr'am tillögu um hækkun námslána til samræmis við hækkun lífeyrisbóta á fundi stjómar sjóðsins í dag, fímmtudag. Hækkun þessi, sem lagt er til að verði 7% (1.927 krónur miðað við grunnframfærslu á verðlagi 1. desember 1987), komi til framkvæmda frá og með 1. jan- úar síðastliðnum. Það er von okkar að þessi tillaga hljóti jákvæðar undirtektir hjá full- trúum ríkisins í sjóðstjóminni. Þetta er krafa um sanngjama leiðréttingu til samræmis við aðra sambærilega hópa tekjulega séð. Ekki verður séð að ríkisvaldinu sé stætt á öðm en að láta jafnt yfír alla ganga. Runólfur Ágústsson erfram- kvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla íslands, en Ólafur Darri Andrason fulltrúi stúdenta í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Morgunblaðiö/Bjöm Sveinsson Kristinn Vagnsson og Arnþór Bjaraason bjóða gestum upp á eld- steikt góðgæti. Egilsstaðir: Endurbætur á Hótel Valaskjálf Egibatflðum. VERULEGAR endurbætur hafa verið gerðar á Hótel Valaskjálf bæði utandyra og innan undan- faraa mánuði og te(ja forsvars- menn hótelsins að það sé i röð bestu hótela á landsbyggðinni og þoli vel samanburð við hótel á höfuðborgarsvæðinu. í sumar var hótelið málað að utan í björtum og skemmtilegum lit og aðkoma öll bætt. Jafnframt var ný koníaksstofa opnuð f hótelinu. Er hún • búin þægilegum leðurhúsgögnum og vistlegum blómaskreytingum og nýt- ur hún vinsælda hótelgesta jafnt sem heimamanna. Eldvamarkerfí hefur verið sett upp í húsinu og mjög full- komið símakerfí með símum á öllum herbergjum og sérstökum ráðstefn- usfmum í fundar- og ráðstefnusölum. Er aðstaða fyrir minni og stærri ráð- stefnur nú orðin mjög góð í Hótel Valaskjálf og nýtur staðurinn vax- andi vinsælda sem slfkur. Undir stjóm Kristins Vagnssonar matreiðslumeistara hefur eldhúsinu verið gjörbreytt og ný gaseldavél verið tekin í notkun og fyrir skömmu var færanlegur eldsteikingarvagn tekinn f notkun. Amþór Bjamason framreiðslumeistari segir að þessar nýjungar í matreiðslu njóti verulegra vinsælda. Steinþór Ólafsson hótel- stjóri segir að reksturinn gangi þokkalega og er bjartsýnn á framtí- ðina. í Hótel Valaskjálf eru 22 herbergi með 41 gistirúmum yfír veturinn. Á sumrin bætast við um 150 rúm í húsnæði heimavistar Menntaskólans á Egilsstöðum. — Björn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.