Morgunblaðið - 28.01.1988, Side 21

Morgunblaðið - 28.01.1988, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 21 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir í „íslenskum orðskviðum" segir: „Hvar sem mikill vísdómur er, þar eru djúpíyndnar hugsanir“. Fiskur er sagður vera okkar besta heilafóður og því kjörinn til að ýta undir hugvitið, og mun ei af veita, þvði að í „ísl. Orðskviðum" segir einnig: „Hugurinn er hálfur draum- ur.“ Fiskrétturinn sem þessum „gull- komum" fylgir er á engan hátt loftkenndur heldur fremur bragð- mikil: Steikt ýsa með brúnni grænmetis- sósu 800 g ýsuflök 1 sítróna 3 matsk. hveiti 1 tsk. salt malaður pipar 2 matsk. matarolía 1 hvítlauksrif 2 matsk. söxuð púrra 1 tsk. chives IV2 bolli vatn 1 ten. kjúklingakraftur salt. 1. Fiskurinn er roðflettur og skor- inn í hæfilega stór stykki. Fiskstykk- in eru síðan sett á disk og safa úr hálfri sítrónu dreypt yfir fiskinn. Þau eru látin standa smá stund með sítrónusafanum, þannig verða þau bragðmeiri og einnig þéttari í sér. 2. Matarolían eða smjörlíkið er brætt á pönnu, hveitið er blandað salti og möluðum pipar. Fiskstykkj- unum er velt upp úr hveitinu og þau steikt í feitinni á báðum hliðum við vægan hita í 10 mínútur. Fiskurinn á að vera steiktur í gegn. Hann er síðan tekinn af pönnunni og geymd- ur á heitum stað á meðan sósan er útbúin. 3. Matskeið af feiti er bætt á pönnuna. Hveitið (afgangur frá steikingu) er sett á pönnuna og soð- ið í feitinni á meðan það er að brúnast. Hrært stöðugt í á meðan hveitið er að brúnast. Vatni er bætt á pönnuna og hrært vel í sósunni á meðan hún nær að þykkna. 4. Því næst er bætt út í sósuna kjúklingakrafti, pressuðu eða fínsöx- uðu hvítlauksrifi, smátt saxaðri púrru, chives, safa úr hálfri sítrónu ásamt salti og pipar eftir smekk. Sósan er látin sjóða í 5 mínútur eða þar til hún er orðin hæfilega þykk. Sósunni er hellt yfir fiskinn og hann síðan borinn fram með heitum kartöflum og hrásalti. Vérð á hráefni: 600gýsa ........ kr. 240,00 sítróna ........kr. 15,00 V2 kg kartöflur .... kr. 30,00 lítil púrra ........ kr. 15,00 Kr. 300,00. hjálpar tmðsUðiuu íSeoul Til að ná langt á Olympíuleikunum í Seoul þá þurfa handknattleiksmenn okkar að leggja hart að sér. Þú getur hjálpað þeim með því að kaupa Boltabrauð. Af hverju brauði sem keypt er renna 3 krónur til handknattleikslandsliðsins. bakarameistara GERVIHNATTASJONVARP

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.