Morgunblaðið - 28.01.1988, Page 55

Morgunblaðið - 28.01.1988, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. JANÚAR 1988 55 L Þessir hringdu . . Mokið snjóinn af gangstéttunum Helga hringdi: „ Hvers vegan er snjórinn ekki mokaður af gangstéttunum eins og af götum? Hvers eiga þeir að gjalda sem að eiga ekki bíla? Það er alltaf mokað fyrir bílaeigendur og snjónum víða rutt uppá gang- stéttir svo illmögulegt er þar að ganga þar. Nú er ekki hægt að bera við peningaleysi hjá Reykjavíkurborg eftir því sem maður les í blöðunum." Kjötbúr Péturs - verslun til fyrirmyndar Viktoría Guðmundsdóttir - hringdi: „Fyrir fáum dögum keypti ég kjötvörur í hinni ágætu verslun Kjötbúr Péturs Laugavegi 2. Þeg- ar heim er komið líkaði mér ekki varan og fór ég með hluta af henni í búðina aftur. Þar hitti ég eigandann sem var mér ekki alveg samdóma en sagði sjálfsagt að borga mér út vöruna sem hann og gerði með ljúfu geði. Og það sem meira var að hann bauð mér að koma með það sem ég hafði skilið eftir heima og sagðist vilja endurgreiða það, sem hann líka gerði næsta dag. Þessi kaup- maður er til fyrirmypdar og kann sitt fag. Við svona verslanir er gott að eiga viðskipti." Fuglakornið of gróft Anna Einarsdóttir hringdi: „Ég er ekki ánægð með íuglakomið sem Katla hefur framleitt að undanfömu þar sem það virðist vera of gróft. Smáfugl- amir tína aðeins úr því og skilja það grófasta eftir og nýtist kornið því illa." Aukum umfjöllun um verðlagsmál Þorsteinn Jónsson hringdi: „Ég vil þakka Kristínu Kvaran fyrir góðan þátt um neytendamál á Stöð 2 þar sem hún hefur verið með verðkannanir á ýmsum neysluvörum. Almenningur hefur sennilega meira gagn af því að verlagi sé haldið niðri en kaup- hækkunum og umfjöllun fjölmiðla um verðlagsmál veitir aðhald og skerpir verðskyn almennings. Ég tel að fjölmiðlamir hafí staðið sig vel hvað verðlagsmál varðar að undanfömu en gjaman mætti vera meira um verðkannanir og umfjöllun um verðlagsmál. Ég er ánægður með þá raun- hæfu kjarasamninga sem gerðir voru á ísafírði fyrir skömmu því þeir verkja vonir um að unnt verði að halda verðbólgunni niðri. Og takist að draga úr verðbólgu er það áreiðanlega besta kjarabótin almenningi til handa.“ Filmusafn Kaldals Þóra hringdi: „Hvert er hægt að snúa sér vegna mjmda sem teknar voru fyrir um það bil 15 árum á ljósmyndastofu Kaldals. Ég heyrði einhvertíma að einhver aðili hefði tekið filmu- safnið að sér en man ekki lengur hver það var. Væri ég þakklát ef einhver gæti upplýst mig um þetta en ég hef síma 687264.“ Regnhlíf Regnhlíf, í tveimur gráum litum og einum rauðum, tapaðist nokkru fyrir jól líklega á bílaplan- inu milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu. Finnandi er vin- samlegast beðinn að hringja í síma 687264. Kettlingur Grábröndóttur hálfstálpaður kettlingur, gulbröndóttur og hvítur á trýni og bringu, kom í hús við Digranesveg í Kópavogi fyrir nokkru. Eigandi hans er beðinn að hringja í síma 40076 á kvöldin eða síma 685000 að deg- ,inum. Gullúr Gullúr með gullkeðju tapaðist á leiðinni frá Starhaga að Bauga'- nesi hinn 20. janúar. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 19074. Fundarlaun. Víkverji skrifar Sumar þær sögur, sem Víkvetji heyrir um erfíðleika fólks við að ná rétti sínum, eru með ólíkind- um. Víkveiji hefur sagt nokkrar sögur af þessu tagi og reyndar sjálf- ur reynt ýmislegt á þessu sviði. Eftirfarandi sögu af blússunni gqðu fékk Víkveiji hjá kunningjakonu sinni og er sagan gott dæmi um þá fyrirhöfn, sem fólk getur haft af því að ná rétti sínum í litlu og einföldu máli. Sagan hefst á jólum, þegar heimasætan fær dýrindisblússu í jólagjöf. Segir svo ekki meira af blússunni það árið. En á nýju ári er farið með flíkina í hreinsun og þegar hún er sótt kemur í ljós, að svört rönd á kraganum hefur gefið lit. Á flíkinni var merki um að óhætt væri að hreinsa hana. Eigandi efna- laugarinnar varð mjög vandræða- legur, þegar honum var bent á skemmdina, og taldi af og frá, að hún væri sér að kenna. Benti hann blússuéigandanum á að snúa sér til verzlunarinnar, þar sem flíkin var keypt. Þar fengust þau svör, að málið yrði kannað. Verzlunareig- andinn ætlaði að ráðfæra sig við eigendur annarrar efnalaugar, sem hann treysti, og sagðist myndu hringja að því loknu. Þegar blússu- eigandann var farið að lengja eftir símtalinu hringdi hann í verzlunar- eigandann. Sá hafði þá ekkert gert f málinu og sagði reyndar, að það væri ekki í sínum verkahring að standa í svona erindrekstri. Hann hefði ekki selt gallaða vöru, heldur lægju mistökin hjá efnalauginni, sem hreinsaði blússuna, og þangað skyldi eigandinn sækja sinn rétt. Samtalinu lauk þó á þann veg, að verzlunareigandinn lofaði að gera gangskör að því að ræða við sinn hreinsunarsérfræðing og skyldi sfðan hafa samband. Það loforð var svikið sem fyrr og hringdi kaupand- inn þá sjálfur. Nú hafði verzlunar- eigandinn náð tali af sérfræðingi sínum og sagði sá, að skemmdin á blússunni væri hinni efnalauginni að kenna. Sá galli var þó á, að þetta álit var ekki hægt að fá skjal- fest og var því borið við, að slík plögg væru miður vinsælir pappírar og svo gætu menn líka svarað fyrir sig með álitsgerðum um handvömm hinna. Það var því ekki hægt að fá skriflega umsögn til að leita rétt- ar síns hjá efnalauginni, þar sem blússan var hreinsuð, en hins vegar sagði verzlunarstjórinn, að þetta óskrifaða álit sýknaði hann af öllum kröfum kaupandans. XXX Kunningi Víkveija lagðist nú undir feld. Þar datt hann ofan á þá lausn að hafa samband við Neytendasamtökin. Þar sögðu menn, að auðvitað ætti verzlunar- eigandinn að sinna þessu máli, annaðhvort sanna mistök á efna- laugina eða _ bæta blússuna að öðrum kosti. í leiðinni fengust þar upplýsingar um, að algengt væri að föt færu illa í hreinsun vegna ónógra upplýsinga seljenda eða rangra merkinga. Nú var enn og aftur haft sam- band við verzlunareigandann og vitnað til Neytendasamtakanna. Hann varð mjög undrandi yfír því að það væri í hans verkahring að koma þessu máli á hreint, en lofaði bót og betrun. Á endanum komst hann að samkomulagi við efnalaug- ina, þar sem blússan var hreinsuð, og nú loksins fékk kaupandinn tjón sitt bætt. Þetta strið stóð í þijár vikur. Reyndar lét eigandi eftialaugar- innar þess getið í jsamtali við heimildarmann Víkveija, að það yrði að koma til prófmáls af þessu tagi, þar sem of mikið væri orðið um það, að efnalaugar lentu í því að bæta gallaðan fatnað, sem verzl- animar ættu með réttu að bæta kaupendum. Hjá Neytendasamtökunum feng- ust þær upplýsingar, að ef hvorki seljandi né efnalaug tækju ábyrgð- ina á sig í máli sem þessu, þá gæti neytandinn fengið málið rannsakað og úrskurð í þvf. Sú leið tæki hins vegar langan tíma og kostaði fé. Og í þessu tiltekna máli er allt eins líklegt, að blússan hefði verið kom- in úr tízku, þegar málinu loksins hefði verið lokið. XXX Einhvem tíma hafði Víkveiji orð á því að það gæti stundum verið erfítt að treysta heimildum, þótt ömggar teldust, og nefndi dæmi úr fréttum Morgunblaðsins. Það má því e.t.v. segja að það hafi komið vel á vondan, þegar Laugar- dags-Víkveiji féll sjálfur í þá gryfju að telja sig hafa heimildir fyrir sölu- tölum í lægri kantinum hjá Iðunni á bókum Hannesar Péturssonar og Þorsteins frá Hamri. í ljós kemur að Víkveiji hefur þar vaðið villu og reyk. Ekki má þó skilja þessi skrif Víkveija á þann veg að hann hafí ætlað að koma höggi á þessa ágætu höfunda — heldur þvert á móti. Víkveija þótti sem þær sölutölur sem hann hafði heyrt varðandi bækur Hannesar og Þorsteins bentu til þess að ekki fengju okkar ágæt- ustu höfundar alltaf þá athygli sem þeir verðskulduðu. En nú er sem sagt annað komið á daginn, enda þótt fyrir liggi að ljóðabækur al- mennt seljist ekki eins vel og ætla má hjá ljóðelskri þjóð. En Víkveija er ljúft að biðja bæði höfundana og forlagið forláts á því að hafa hér farið méð rangt mál. © 1985 Universal Press Syndicate nHefur pcr nokkurn t'iman komié til hug- ar ab scrdOL mati'nn þ'mn -t'il Afnku ?" Ást er... ... að æfa saman. TM Reg. U.S. Pat Off.—all ríghta resarvad ° 1987 Los Angeles Times Syndicate Mánaðarkaupið þitt skiptir ekki máli, heidur hin dag- iegu útgjöld mín, skilurðu það? Með morgiinkaffinu otllllllUIUiriIllllllllimillinn- Einhver jólasveinanna hef- ur verið í kjallaranum og gieymt húfunni sinni. Er hægt að gera eitthvað í málinu? HÖGNIHREKKVÍSI ,,EF pö MEFPIR H ALP1E> ÞlS FRlA GARplNUM HANS HEFÐI HANN EK-RI SMÍ&AB Si/ONA <3IRE>IN6U.''

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.