Morgunblaðið - 10.03.1988, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 10.03.1988, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 9 W&Bf íKoWÞc toiabú1 Slililpllftahl finll hf., Revkjavík fe»s ^TU '"■r Nfó^S^ SÖLUGÉNGI VERÐBRÉFA ÞANN 10. MARS 1988 EININGABRÉF 1 2.699,- EININGABRÉF 2 1.571,- EININGABRÉF 3 1.701,- LÍFEYFISBRÉF 1.357,- KAUPtHNG HF Húsi verslunarinnar. sími 68 69 88 \\ «\r, %. AfW 'fy VÍSUM TILVEGAR ÁVERÐBRÉFA MARKAÐINUM Kaup, sala og endurfjárfesting. Kaupþing. Miðstöð verðbréfaviðskiptanna. Ferðabann og viðskiptabann í Staksteinum í dag er hugað að tveimur þáttum í samskiptum ríkja. í fyrsta lagi er vitnað í grein Einars Þ. Guðjohnsens um bann við skipulögðum ferðum til Suður-Afríku. í öðru lagi er rætt almennt um þann vanda, sem kemur upp hvað eftir ann- að, og snýst um hvort setja eigi bönn á viðskipti við þjóðir eða fyrirtæki vegna framgöngu þeirra og stjórnmálastefnu. í því efni er stutt í tvískinnunginn og má þar til að mynda nefna þær miklu umræður, sem hafa orðið um vopnasölu Svía. Ferðabann I Morgunbladsgrein í gær ræðir Einar Þ. Guð- johnsen, sem lengi hefur starfað að ferðamálum, um bann við skipulögð- um ferðum til Suður- Afríku og segir; „Það undarlega hefir skeð hér, að utanríkis- ráðherra hefir óskað eft- ir því, að íslenskar ferða- skrifstofur sendi ekki hópa til Suður-Afríku vegna vondu stjómarinn- ar þar. Ein ferðaskrif- stofa hefir þegar aflýst ferð. Hér erum við komin út á ákaflega hættulega braut, og ættum að Uta vel á allar hliðar mála áður en lengra er haldið. Með þessu erum við að viðurkenna í reynd, að t.d. grænfriðungar geti staðið að samskonar her- ferðum gegn okkur af þvi að þeir eru á móti hvalveiðum. Það er staðreynd, að fijálsar ferðir landa á milli eru einn mikilvæg- asti þátturinn í að eyða tortryggni og skapa skilning þjóða á mÍUL Aldrei má því leggja nein stjómmálaleg höft eða kvaðir á ferðamenn. Það er ekki nein yfirlýsing um stuðning við stefnur stjómar einhvers lands þó að við kjósum að ferð- ast þar. Æskilegt ætti jafnvel að vera að kynna sér ástand og andrúms- loft milliliðalaust þegar maður ræðir við mann á staðnum. Fleiri hliðar em á málum Sudur-Afríku og ekki aðeins kúgun hvitra á þeim svörtu. f landinu em margir ættflokkar svartra með ólíka siði og tungumál. Sfn á milli þurfa þeir jafnvel að grípa til enskunnar og blöndun er minni en milli hvitra og svartra. Alls staðar i nýfijáls- um ríkjum Afríku hafa svartir ættflokkar borist á banaspjótum og fleiri fallið og verið meiddir en í Suður-Afrfku. Ein- faldur, og f okkar augurn sjálfsagður atkvæðisrétt- ur, læknar þvi miður ekki strax þessi mein. Þá blandast einnig heimsyfirráðastefnur inn í málin, vegna gífur- legra auðæfa i jörðu i Suður-Afríku og Namibíu. Meðal annars þess vegna bíða Kúbu- menn i viðbragðsstöðu í Angóla ef eitthvað skyldi losna um völd þar fyrir sunnan. Ef við eigum að láta það eitt sfjóma ferðum okkar, hvort við erurn sammála eða mótfallin stjómum landa, þá er hætt við að þeim fari að fækka löndunum, sem við getum heimsótt sóma okkar vegna. Við íslendingar eigum ekki að standa að neins- konar viðskiptahömlum gegn neinni þjóð. Við getum mótmælt ýmsu og reynt að hafa góð áhrif en við eigum ekki að taka okkur lögregluvald." Viðskipta- bann Eins og kunnugt er vinna hvalavinir viða um lönd nú að þvf að fæla fyrirtæki i þessum lönd- um frá þvi að kaupa íslenskan fisk. Grípa þeir til ýmissa ráða svo sem að hafa útblásna hvali við staði, þar sem íslensk matvæli em sýnd, eins og sjá má á þeirri mynd, sem fylgir Staksteinum í dag og tekin var i Gauta- borg á dögunum. f Lúx- emborg hafa hvalavinir tekið sig til og afskræmt einkennismerki Flug- leiða hf. væntanlega í því skyni að fá fólk ofan af þvi að kaupa sér farmiða með vélum félagsins. Á ferðakaupstefnum vinna grænfriðungar að þvi að sverta ísland í augurn ferðaskrifstofa og þeirra er sjá um að skipuleggja ferðalög. Viðskiptabam. í þeirri mynd, sem hvalavinir vilja að sett verði á ís- iand, á meðan héðan em stundaðar hvalveiðar, sem þeim em ekki að skapi, kemst vonandi aldrei til framkvæmda. Hitt er ljóst að neikvæð auglýsingastarfsemi get- ur ekki sfður haft áhrif en iákvæð og enginn ef- ast lengur um mátt aug- lýsinganna i samtíman- um. Það getur oft kostað mikið, bæði peninga og mannafla, að hreinsa af sér óorð, sem óvinveittir aðilar hafa komið á vöm, fyrirtæki, einstakling eða þjóð. Eftir innrás Sovét- manna i Afganistan og valdatöku hersins f Pól- landi vom uppi háværar raddir um það á Vestur- löndum, að setja bæri viðskiptabann á Sovét- ríkin og Pólland. Gripið var til aðgerða, sem stóðu aðeius skamma hrið. Tilraunir til við- skiptabanns á riki vegna stjómmálastefnu eða framgöngu stjómvald;i í þessum ríkjum hafa runnið út i sandinn. Skýr- asta dæmið um þetta er auðvitað Suður-Afríka. Oft og tíðum sýnast menn einnig fremur vera að þjóna pólitískum hags- munum heima fyrir held- ur en í þeim Iöndum, sem um er að ræða, þegar þeir krefjast viðskipta- banns. Deilumar verða liður f hefðbundnu pólitisku þrasi. BV Rafmagns oghand- lyftarar Liprir og handhægir.^ v Lyftigeta: 500-2000 kíló. Lyftihæö upp í 6 metra. Mjóar aksturs- leiðir. Veitum fúslega allar upplýsingar. UMBODS OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFDA 16 SÍMI 6724 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.