Morgunblaðið - 10.03.1988, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
17
I-
Reuter
Alain Madelin ásamt Jacques Chirac forsætisráðherra Frakklands.
flokkur sem var ríkastur og hafði
besta skipulagið þegar síðari
heimsstyijöldinni lauk. Þeim tókst
að auka fylgi sitt úr 1,5 milljónum
atkvæða árið 1936 í 5,5 milljónir
atkvæða í kosningunum 1946.
Fylgi þeirra hélt síðan áfram að
aukast næstu árin og höfðu þeir
veruleg áhrif á stjómun Frakk-
lands. Völd þeirra hafa þó minnkað
á undanfömum árum og skipta
kommúnistar nú litlu máli í frönsk-
um stjórnmálum. Einnig hafa só-
síalistar færst nær miðju. Hvemig
túlkar Madelin þessa breytingu?
„Hnignun Kommúnistaflokksins
er augljóslega liður í menningar-
legri leiðréttingu. Vesturlönd em
nú í æ ríkara mæli að nálgast
tvískipt stjómmálakerfí þar sem
annarsvegar verður til staðar
frjálslyndur flokkur og hins vegar
jafnaðarmannaflokkur. í slíku
kerfí er ekkert pláss fyrir flokk
með hugmyndir úr öllum tengslum
við veruleika dagsins í dag. Nei-
kvæð ímynd Sovétríkjanna hefur
einnig skaðað Kommúnistaflokk-
inn vemlega. Eftir að Sósíalista-
flokkurinn fór að ná styrk sínum
á ný gat því ekkert komið í veg
fyrir hmn Kommúnistaflokksins."
Fijálslyndinu stafar hætta
af flokkaskipaninni
Madelin telur frönsku fijálslyndi
aðallega stafa hætta af því að
Sósíalistaflokkurinn sé að ná for-
ræði á vinstri vængnum en hægri
menn skipti sér í tvo flokka, UDF
og RPR. Þetta speglast mjög vel
í kosningabaráttunni fyrir forseta-
kosningamar í vor. Raymond
Barre, fyrrverandi forsætisráð-
herra, er frambjóðandi UDF-
bandalagsins, en Jacques Chirac,
forsætisráðherra, frambjóðandi
flokks nýgaullista, RPR. Forseta-
kosningunum er skipt upp í tvær
umferðir og takast þeir tveir fram-
bjóðendur sem flest atkvæði fá í
fyrri umferðinni á í þeirri síðari.
Barre og Chirac þurfa því að beij-
ast um atkvæði hægri manna fyrir
fyrri umferðina og kannski skapa
einhveija óvild á milli stuðnings-
manna sinna á meðan Mitterrand,
Frakklandsforseti, er eini sterki
frambjóðandinn á vinstri vængn-
um, ef hann kýs að bjóða sig fram.
„Ég held að við eigum þó ekki að
gera of mikið úr muninum á milli
þessara tveggja flokka,“ segir
Madelin. „Kjósendur UDF og RPR
munu sameinast um að kjósa þann
frambjóðenda þeirra sem nær best-
um árangri í fyrri umferð kosning-
anna.“ Þegar hann var spurður
hvort Barre væri frambjóðandi
fijálslyndra sagði Madelin að Barre
væri frambjóðandi UDF sem væri
hans flokkur. „Fijálshyggjumenn
hafa þó þá sérstöðu að telja að
hugmyndimar sem þeir beijast
fyrir muni ná fram að ganga án
tilstillis stjómmálamanna. Stjóm-
málamenn geta flýtt eða tafíð fyr-
ir þeirri þróun en það væri fráleitt
að leggja allt traust á einn mann,
sama hver hann er, og trúa því
að með hæfni sinni muni hann
persónulega leiða Frakkland inn á
braut fijálslyndis. Það verða borg-
aramir sjálfír að gera ef þeir æskja
þess.“
Mannréttindin í sviðsljósið
Eins og áður sagði er Madelin
einn yngsti ráðherrann í frönsku
ríkisstjóminni. Telur hann að
pólitískt séð sé skarð á milli kyn-
slóða? „Auðvitað er á hveijum tíma
uppi kynslóð sem er ekki að öllu
leyti eins og sú sem var á undan.
Ég geri mér grein fyrir því að ég
tilheyri kynslóð sem hefur mótast
sameiginlega af ýmsum atburðum.
Ég hef þá í huga maí 1968 en
ekki síður innrás Soljenitzins í
hugarheim vesturlanda, fall Saigon
og undirokun Suður-Víetnams í
kjölfar þess og uppgötvun þjóðar-
morðsins í Kambódíu. Vegna þess-
ara atburða hefur okkur tekist að
koma mannréttindum í sviðsljósið
og virðing þeirra orðið leiðarljós
okkar. Þetta held ég ekki að valdi
neinu „skarði“ milli kynslóða en
samt verulegum mun.“
Viðtal: Steingrímur
Sigurgeirsson
rasu-Bix
UÓSRITUNARVÉLAR
m
SIEMENS
SIEMENS uppþvottavél
LADY SN 4523 með
Aqua-Stop vatnsöryggi.
Vandvirk og hljóðlát.
• 5 þvottakerfi.
9 Fjórföld vöm gegn vatnsleka.
• Óvenjulega hljóílát og spameytin.
Smith og Norland,
Nóatúni 4,
s. 28300.
Subaru Sedan GLX 4WD
Til sölu gullfallegur Subaru Sedan GLX 4WD árg.
1986 (skráður í janúar 1987). Litur: Rauður. Ekinn
28000 km. Bíllinn er hlaðinn aukabúnaði s.s.
vökvastýri, powerbremsum, hill holder, central-
læsingum, rafdrifnum rúðum, rafdrifinni topplúgu,
sætahiturum, spoiler á skottloki, vönduðu út-
varpi/segulbandi. Sumar- og vetrardekk.
Verö kr. 630.000,-
Upplýsingar í vs. 91 -652221, hs. 91-46808.
SIEMENS
k
Fjölhæf hrærivél frá SÍGIYKHIS
Blandari og græmhétiskvörn fylgja með!
•Allt á einum armi.
• Hrærir, hnoðar, þeytir, blandar, brytjar,
rífur, og sker — bæði fljótt og vel.
• ítarlegur leiðarvísir á íslensku.
V....... :
Smith & Norland
Nóatúni 4 — s. 28300