Morgunblaðið - 10.03.1988, Page 25

Morgunblaðið - 10.03.1988, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 25 Norræna húsið: Fyrirlestur um óperuna í Finnlandi fyrr og nú kostir söluskattskerfisins eru: 1. Söluskattskerfið aflar 40% af telq'um ríkisins, og er það örugglega heimsmet. 2. Söluskattskerfið er mjög ódýrt í innheimtu. 35 menn sjá um það hjá ríkisskattstjóra. 3. Skattsvik vegna söluskatts, til dæmis í formi nótulausra viðskipta, eru minni hér á landi en á hinum Norðurlöndunum, eins og kemur fram í greinagóðri skýrslu um skattsvik á íslandi sem gefin var út 1986. 4. Söluskattur er sveigjanlegri en virðisaukaskattur, og því betur til fallinn sem hagstjórntæki. Til dæmis, ef fella þarf niður söluskatt af tækjabúnaði sem Láons eða Kiw- anis ætla að gefa til sjúkrahúss, er það mikið mál í virðisaukaskatts- kerfinu, en einfalt í söluskattskerfi. 5. Söluskattskerfið leyfir fleiri en eina prósentu. I Bandaríkjunum er innheimtur alls kyns skattur við búðarkassann í matvöruverslunum, einn fyrir áfengi, annar fyrir mat, sá þriðji fyrir fatnað. Ekki vefst þetta fyrir bandarísku afgreiðslu- fólki, og held ég þó að óhætt sé að segja að íslenskt afgreiðslufólk sé í það minnsta jafn töluglöggt og það bandaríska. Þar eru einfaidlega notaðir búðarkassar með fleiri en einum valkosti í skattprósentu. Gallar virðisaukaskatts 1. Virðisaukaskatturinn er mjög dýr í innheimtu. Beinn kostnaður, sem ríkið verður að greiða, eru laun fyrir 100 menn í stað þeirra 35 manna sem sjá í dag um söluskatt. Aukin tölvuíjárfesting og vinnsla mun teljast í hundruðum- milljóna króna. 2. En þjóðin fómar þó mestu, um 375 ársverkum. Kostnaður ríkisins við innheimtu virðisauka- skatts er hverfandi miðað við þá fóm sem þjóðin öll þarf að færa: 12.500 aðilar bætast við þá sem þegar greiða söluskatt. Skriffínnsk- an, einkum hjá litlum fyrirtækjum, vex mjög. Tölvuvæðing verður nauðsynleg. Aðeins lítill hluti íslenskra fyrir- tækja er nægilega tölvuvæddur til að geta tekið upp þetta kerfi án mikillar aukavinnu. Ef reiknað er með því að hver aðili vetji */30 aí sínum tíma í útreikning á virðis- aukaskatti, sem síst er ofmetið, em það 375 manns sem ekkert annað gera en að reikna út virðisauka- skatt og fylla út eyðublöð. 3. Litlir aðilar, með hugvit og atorku til framkvæmda, munu frek- ar kjósa að fá sér launað starf, en að fara út í óvissan rekstur. Það er ekki bætandi á, þær kröfur sem ungt og dugandi fólk verður að uppfylla til að setja á laggirnar nýja starfsemi. Má þar nefna fjár- mögnun, aðstöðu og þörf á upplýs- ingum. Ef ríkið íþyngiri þessum aðilum með auknum skýldum er ekki við góðu að búast. Vera má að atvinnuleysið, sem er víða 10% í Evrópu, sé til komið vegna þess að lítil fyrirtæki þrífast illa vegna skriffinnsku, og geta ekki ráðið til sín fleira fólk. Gallar söluskattskerf isins Gagnrýnin á söluskattskerfið er að mestu vegna háværra radda um skattsvik. Þessi skattur skilar ríkis- sjóði 40% teknanna, og er það meira en góðu hófi gegnir. Það má því lækka prósentuna, sem nú er 25 af hundraði. Sérfræðingar sem kannað hafa skattsvik hafa komist að því að með því að minnka prósentuna minnka ekki svikin, þótt nýir aðilar í viðskiptum freistist síður til að byrja að svíkja. Þijár leiðir eru vænlegastar til að gera söluskattskerfið réttlátara: I fyrsta lagi þarf aukið eftirlit, sem þó þarf ekki að vera kostnaðar- samt. í öðru lagi þarf að minnka sölu- skattsprósentuna verulega. { þriðja lagi þarf að koma á því, sem kallað er sjálfseftirlit. Það felst í því að draga úr löngun manna til að stunda skattlaus viðskipti með því að aðilinn sem borgar skattinn sjái hag í því að borga hann. Ein hugmynd um sjálfseftirlit er að greiða neytendum, þ.e. sölu- skattsgreiðendunum, hluta af skattinum aftur. Sá sem borgar og fær reikning fyrir fengi til dæmis í árslok helming af söluskattinum endurgreiddan gegn framvísun reikninga. Hafa ber í huga að allar þessar aðgerðir eru einungis til þess að svala réttlætiskennd manna, ekki til að auka tekjur ríkisins. I áður- nefndri skýrslu um skattsvik kemur nefnilega fram að skattsvik á ís- landi eru minni en á Norðurlöndun- um, og innan við 10%. Aukið eftir- lit og skriffínnska mundi jafnvel kosta ríkið meira en það aflaði með sínum aðgerðum. Niðurlag Það virðist mun betri kostur að halda söluskattskerfinu og taka ekki upp virðisaukaskatt. Gallar þess eru hverfandi miðað við galla virðisaukaskattskerfísins. Sölu- skattskerfið virkar vel fyrir ríkið, aflar ví 40% af tekjunum. Réttlætið í kerfinu má bæta með auknu eftir- liti, sjálfseftirliti og lægri prósentu. Við þurfum ekki að apa allt eftir Norðurlöndum, þótt margt gott sé þaðan að fá. Virðisaukaskattur hentar ekki á Islandi. Gallinn við virðisaukaskatts- frumvarpið er að fulltrúi íslensku þjóðarinnar er ekki með í umræð- unni: Aform ríkisins eru að fá meiri og réttlátari tekjur, en fómir þjóð- arinnar í heild em miklu meiri en þessar auknu tekjur ríkissjóðs. Aukin hagræðing í atvinnu- rekstri, aukin framleiðni með meiri sjálfvirkni í iðnaði, það eru takmörk sem við ættum að stefna að. Okkur vantar efnahagslegan og menning- arlegan virðisauka, ekki virðisauka- skatt. Höfundur er verkfræðingur. FIMMTUDAGINN 10. mars kl. 20.30 heldur finnski leikstjór- inn Hannu Heikinheimo fyrir- lestur í Norræna húsinu um óperuna í Finnlandi fyrr og nú. í fyrirlestrinum fjallar hann um uppruna og sögu finnsku óperunn- ar og helstu óperur og höfunda þeirra, s.s. Matetoja, Kokkonen og Sallinen. Einnig segir hann frá heimsfrægum fínnskum söngvur- um og sýnir myndbönd. Hannu Heikinheimo er staddur hér á landi í boði Norræna hússins og Vinafélags íslensku óperunnar. Með honum í för er einnig finnski hljómsveitarstjórinn Petri Sakari, en þeir Heikinheimo vinna sáman að sjónvarpsgerð óperunnar Viki- vaka eftir Atla Heimi Sveinsson, en*allar sjónvarpsstöðvar Norður- landa standa saman að því verk- efni. (Fréttatilkynning) V i. „ - og tvöfaldur pottur að auki! Núna er meiri ástæða en nokkru sinni fyrr tii að spá vandlega í liðin og spila með af krafti, því -M JJ J-i j l-x-2 Þetta er eini lukkupotturinn þar sem þekking margfaldar vinningslíkur. % / v ISLENSKAR GETRAUNIR Iþróttamlöslöðinni v/Sigtún - sími 84590. yÚNUSWUSlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.