Morgunblaðið - 10.03.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
33
Fangi mannræningja í Líbanon í viku:
Hvetur hjálpar-
stofnanir til að yf-
irgefa ekki landið
Sidon. Reuter.
PETER Coleridge, starfsmaður
brezku hjálparstofnunarinnar Ox-
fam, hvatti allar stofnanir af sama
tagi, sem starfað hafa í Líbanon,
til þess að yfirgefa ekki landið,
heldur halda starfi sínu þar áfram.
Coleridge var látinn Iaus í fyrra-
dag eftir að hafa verið í haldi
mannræningja í sex daga.
Coleridge var ásamt Sýrlendingi
að nafni Omar Trabulsi, handtekinn
í Ain al-Hilweh flóttamannabúðunum
í Sídon 3. marz sl. Voru þeir í haldi
Byltingarráðs Fatah (FRC), samtaka
Abus Nidals, hins illræmda foringja
palestínskra hryðjuverkamanna.
Coleridge sagði þá hafa verið tekna
fasta eftir að hann hafði tekið fjölda
ljósmyunda af Ain al-Hilweh búðun-
um. nÞað voru mistök að mynda búð-
imar. Ég gerði mér ekki grein fyrir
mikilvægi búðanna og þeim öryggis-
ráðstöfunum, sem þar voru viðhafð-
ar,“ sagði hann í gær. Höfuðstöðvar
skæruliða palestínumanna eru í búð-
unum.
Walid Khaled, einn af foringjum
FRC afhenti Mustapha Saad, leiðtoga
hersveita sunni-múslima í Sídon, Co-
leridge og Trabulsi í gær. Þar sem
þeir hafa fengið frelsi á ný hefur
þeim fækkað í 25, sem enn eru í
haldi mannræningja í Líbanon.
Reuter
Peter Coieridge, tv., á heimili Mustapha Saad, leiðtoga sunni mú-
slima í Sídon, eftir að hafa verið sleppt úr klóm mannræningja í
Líbanon. Saad er fyrir miðju á myndinni og Sýrlendingurinn Omar
Trabulsi lengst til hægri.
Frönsk þýðing á Snorra-Eddu:
Frakkar líta á Snorra
sem norskan rithöfund
— en Norðmenn vilja hafa hann norsk-íslenskan
FRANSKA bókaútgáfan Galli-
mard hefur ákveðið að láta
þýða Ynglingasögu og Snorra-
Eddu á frönsku, að því er segir
í frétt í norska blaðinu Aften-
posten í gær. Hefur blaðið eftir
Kristin Brudevold, forstöðu-
manni stofnunar, sem sér um
að kynna norska bókmenningu
erlendis, að dr. Francois Xavier
Dillmann, yfirmaður norrænu-
deildar Parisarháskóla, hafi
verið fenginn til að hafa umsjón
með þessu verki. Ynglingasaga
er fyrsti hlutinn i Heimskringlu
og segir frá fyrstu sænsku kon-
ungunum í Uppsölum. Snorra-
Edda er kennslubók í skáld-
skaparfræðum og aðalheimild-
in um norræna goðafræði.
Ekki tilviljun
í frétt blaðsins segir, að það
sé engin tilviljun, að Ynglinga-
saga hafi orðið fyrir valinu, því
að það sé ætlun Gallimard að
gefa þessi norrænu verk út í rit-
röð, sem nefnist „L’Aube' des Pe-
uples“, Dögun mannfólksins.
„Gesta Danorum“, Danasaga
danska sagnaritarans Saxa, þar
sem m.a. er fjallað um Hamlet
prins, kemur einnig út í sama
bókaflokki hjá Gallimard.
Íklípu
í frétt Aftenposten segir enn
fremur, að Kristin Brudevold sé
í klípu í þessu máli. Frakkar telji
Snorra Sturluson norskan rithöf-
und, en nú hafi Brudevold skrifað
til Islands til þess að reyna að fá
stuðning þaðan, svo að unnt sé
að kynna Snorra sem norsk-í
slenskan höfund í Frakklandi.
Tilsjónarmaður með ritröðinni
„L’Aube des Peuples" verður rit-
höfundurinn J.M.G. Le Clézio.
Færeyjar:
Sundlaug rís í Nólsey
Þórshöfn, frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
EFTIR að Nólseyingurinn Ove
Joensen réri til Kaupmannahafn-
ar frá Færeyjum lofaði hann
börnunum i Nólsey að hann
myndi selja farkost sinn og gefa
féð sem fengist fyrir hann til
byggingar sundlaugar í Nólsey.
Ove fórst með bát sínum snemma
í vetur en Nólseyingar ætla að
halda loforð hans við börnin.
Frá því í janúar hafa Nólseyingar
staðið fyrir fjársöfnun til fyrir-
hugaðrar sundlaugarbyggingar.
Hafa þeir sett á laggirnar nefnd
sem ætlað er að vinna að fjáröflun
svo draumur Ove Joensens verði
að veruleika. Margir hafa lagt hönd
á plóginn, þeirra á meðal er danska
hljómsveitin Bamses venner sem
hélt hljómleika og gaf ágóðann til
sundlaugarbyggingarinnar.
SIEMENS
VS9112
Öflug ryksuga
• Stillanlegursogkrafturfrá
250 W upp í1100 W.
• Fjórfjöld síun.
• Fylgihlutirgeymdirívél.
• Sjálfinndregin snúra og
hleösluskynjari.
Gömlu góðu
SIEMENS gæðin!
SMrTH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 28300
ANTIK
Langar þig í fallega og vandaða hluti?
Líttu þá inn á Grettisgötu 16.
Húsgögn, málverk, ljósakrónur, konunglegt
postulín, silfur, klukkur og margt fleira.
Greiðsluskilmálar - staðgreiðsluafsláttur.
Antikmunir,
Grettisgötu 16 - sími 24544
Opiðfrákl. 13.00
HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ
Síðasta hraðlestrarnámskeið vétrarins hefst 16. mars nk.
Námskeiðið hentaröllum, sem vilja margfalda lestrarhraða
sinn, hvort heldurervið lesturfagurbókmennta eða námsbóka.
Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091
(ath. nýtt símanúmer).
r
Hraðlestrarskólinn.
Félagsfundur
Félagsfundurverður haldinn í
félagsheimilinu mánudaginn
14. mars kl. 20.30.
Fundarefni: Fjármál félagsins
og félagsstarfið.
Leitað verður eftir heimild til
að selja hesthús v/Bústaðaveg.
Stjórnin.
Metsölublað á hverjum degi!
FALLEGAR OG
VANDAÐAR
INNRÉTTINGAR
í ELDHÚSIÐ,
SVEFNHERBERGIÐ
OG Á BAÐIÐ
Innréttingarnar byggjast á einingakerfi sem
býftur uppá margskonar uppröftunarmögu-
leika. Þær er hægt að fá (beyki, eik, hvítu, gráu
og svörtu, meö sléttum hurðum eöa fræstum.
Þar sem góöu kaupin gerast.
2 Kópavogi
44444
INNRÉTTINGA- OG HÚSGAGNASÝNING UM HELGINA
OPIÐ LAUGARDAG KL 10 - 16 OG SUNNUDAG 14-17