Morgunblaðið - 10.03.1988, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 10.03.1988, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 33 Fangi mannræningja í Líbanon í viku: Hvetur hjálpar- stofnanir til að yf- irgefa ekki landið Sidon. Reuter. PETER Coleridge, starfsmaður brezku hjálparstofnunarinnar Ox- fam, hvatti allar stofnanir af sama tagi, sem starfað hafa í Líbanon, til þess að yfirgefa ekki landið, heldur halda starfi sínu þar áfram. Coleridge var látinn Iaus í fyrra- dag eftir að hafa verið í haldi mannræningja í sex daga. Coleridge var ásamt Sýrlendingi að nafni Omar Trabulsi, handtekinn í Ain al-Hilweh flóttamannabúðunum í Sídon 3. marz sl. Voru þeir í haldi Byltingarráðs Fatah (FRC), samtaka Abus Nidals, hins illræmda foringja palestínskra hryðjuverkamanna. Coleridge sagði þá hafa verið tekna fasta eftir að hann hafði tekið fjölda ljósmyunda af Ain al-Hilweh búðun- um. nÞað voru mistök að mynda búð- imar. Ég gerði mér ekki grein fyrir mikilvægi búðanna og þeim öryggis- ráðstöfunum, sem þar voru viðhafð- ar,“ sagði hann í gær. Höfuðstöðvar skæruliða palestínumanna eru í búð- unum. Walid Khaled, einn af foringjum FRC afhenti Mustapha Saad, leiðtoga hersveita sunni-múslima í Sídon, Co- leridge og Trabulsi í gær. Þar sem þeir hafa fengið frelsi á ný hefur þeim fækkað í 25, sem enn eru í haldi mannræningja í Líbanon. Reuter Peter Coieridge, tv., á heimili Mustapha Saad, leiðtoga sunni mú- slima í Sídon, eftir að hafa verið sleppt úr klóm mannræningja í Líbanon. Saad er fyrir miðju á myndinni og Sýrlendingurinn Omar Trabulsi lengst til hægri. Frönsk þýðing á Snorra-Eddu: Frakkar líta á Snorra sem norskan rithöfund — en Norðmenn vilja hafa hann norsk-íslenskan FRANSKA bókaútgáfan Galli- mard hefur ákveðið að láta þýða Ynglingasögu og Snorra- Eddu á frönsku, að því er segir í frétt í norska blaðinu Aften- posten í gær. Hefur blaðið eftir Kristin Brudevold, forstöðu- manni stofnunar, sem sér um að kynna norska bókmenningu erlendis, að dr. Francois Xavier Dillmann, yfirmaður norrænu- deildar Parisarháskóla, hafi verið fenginn til að hafa umsjón með þessu verki. Ynglingasaga er fyrsti hlutinn i Heimskringlu og segir frá fyrstu sænsku kon- ungunum í Uppsölum. Snorra- Edda er kennslubók í skáld- skaparfræðum og aðalheimild- in um norræna goðafræði. Ekki tilviljun í frétt blaðsins segir, að það sé engin tilviljun, að Ynglinga- saga hafi orðið fyrir valinu, því að það sé ætlun Gallimard að gefa þessi norrænu verk út í rit- röð, sem nefnist „L’Aube' des Pe- uples“, Dögun mannfólksins. „Gesta Danorum“, Danasaga danska sagnaritarans Saxa, þar sem m.a. er fjallað um Hamlet prins, kemur einnig út í sama bókaflokki hjá Gallimard. Íklípu í frétt Aftenposten segir enn fremur, að Kristin Brudevold sé í klípu í þessu máli. Frakkar telji Snorra Sturluson norskan rithöf- und, en nú hafi Brudevold skrifað til Islands til þess að reyna að fá stuðning þaðan, svo að unnt sé að kynna Snorra sem norsk-í slenskan höfund í Frakklandi. Tilsjónarmaður með ritröðinni „L’Aube des Peuples" verður rit- höfundurinn J.M.G. Le Clézio. Færeyjar: Sundlaug rís í Nólsey Þórshöfn, frá Snorra Halldórssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. EFTIR að Nólseyingurinn Ove Joensen réri til Kaupmannahafn- ar frá Færeyjum lofaði hann börnunum i Nólsey að hann myndi selja farkost sinn og gefa féð sem fengist fyrir hann til byggingar sundlaugar í Nólsey. Ove fórst með bát sínum snemma í vetur en Nólseyingar ætla að halda loforð hans við börnin. Frá því í janúar hafa Nólseyingar staðið fyrir fjársöfnun til fyrir- hugaðrar sundlaugarbyggingar. Hafa þeir sett á laggirnar nefnd sem ætlað er að vinna að fjáröflun svo draumur Ove Joensens verði að veruleika. Margir hafa lagt hönd á plóginn, þeirra á meðal er danska hljómsveitin Bamses venner sem hélt hljómleika og gaf ágóðann til sundlaugarbyggingarinnar. SIEMENS VS9112 Öflug ryksuga • Stillanlegursogkrafturfrá 250 W upp í1100 W. • Fjórfjöld síun. • Fylgihlutirgeymdirívél. • Sjálfinndregin snúra og hleösluskynjari. Gömlu góðu SIEMENS gæðin! SMrTH& NORLAND Nóatúni 4 - Sími 28300 ANTIK Langar þig í fallega og vandaða hluti? Líttu þá inn á Grettisgötu 16. Húsgögn, málverk, ljósakrónur, konunglegt postulín, silfur, klukkur og margt fleira. Greiðsluskilmálar - staðgreiðsluafsláttur. Antikmunir, Grettisgötu 16 - sími 24544 Opiðfrákl. 13.00 HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Síðasta hraðlestrarnámskeið vétrarins hefst 16. mars nk. Námskeiðið hentaröllum, sem vilja margfalda lestrarhraða sinn, hvort heldurervið lesturfagurbókmennta eða námsbóka. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091 (ath. nýtt símanúmer). r Hraðlestrarskólinn. Félagsfundur Félagsfundurverður haldinn í félagsheimilinu mánudaginn 14. mars kl. 20.30. Fundarefni: Fjármál félagsins og félagsstarfið. Leitað verður eftir heimild til að selja hesthús v/Bústaðaveg. Stjórnin. Metsölublað á hverjum degi! FALLEGAR OG VANDAÐAR INNRÉTTINGAR í ELDHÚSIÐ, SVEFNHERBERGIÐ OG Á BAÐIÐ Innréttingarnar byggjast á einingakerfi sem býftur uppá margskonar uppröftunarmögu- leika. Þær er hægt að fá (beyki, eik, hvítu, gráu og svörtu, meö sléttum hurðum eöa fræstum. Þar sem góöu kaupin gerast. 2 Kópavogi 44444 INNRÉTTINGA- OG HÚSGAGNASÝNING UM HELGINA OPIÐ LAUGARDAG KL 10 - 16 OG SUNNUDAG 14-17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.