Morgunblaðið - 10.03.1988, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 10.03.1988, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 39 Utandagskrárumræða um hækkun iðgjalda bifreiðatrygginga: Tjónabætur 1988 áætlaðar 1.600 m.kr. Utgjöld bifreiðatrygginga hærri en tekjur 1987 Áætlað er að tjónakostnaður bifreiðatrygginga 1988 (framreiknuð tjón 1987) geti numið um einum milljarði og sex hundruð milljónum króna, sagði Friðrik Sophusson á Alþingi í gær, er hann kynnti upplýsingar frá Tryggingaeftirlitinu og fleiri aðilum, er koma við sögu ákvörðunar um iðgjöld bifreiðatrygginga. Óbreytt iðgjöld hefðu gefið tryggingafélögunum einn milljarð og fjörutíu milljónir króna í tekjur. Samkvæmt þessum upplýsingum er hækkunarþörf ábyrgðar- trygginga metin yfir 60%. Ráðherrann sagði að þrátt fyrir iðgjalda- hækkanir væri ekki gert ráð fyrir því að bifreiðatryggingar hefðu tekjur umfram gjöld 1988. Tryggingaráðherra hafi hinsvegar áform um að skipa sérstakan starfshóp sem hafi það hlutverk að gera úttekt á bifreiðatrygginum i landinu og kanna hagræðingarleiðir. Kjarasamningar og hækkun iðgjalda Skúli Alexandersson (Abl/Rvk) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í efri deild í gær um hækk- un iðgjalda af tryggingum bifreiða. Hann sagði Tryggingaeftirlitið hafa fallizt á 60% hækkun ábyrgðar- trygginga. Auk þess bætist nú við sérstök hækkun vegna tryggingar ökumanns, þannig að iðgjöld hækka um nærri 100%. Margir fullyrða að hækkunin sé mun meiri í einstökum tilfellum; jafnvel svo að iðgjöldin séu hærri í krónum talin en nemur andvirði sumra bifreiða. Þetta gerist á sama tíma og verkafólk gengur til atkvæða um umdeilda kjarasamninga, fjallar um þá og fellir víðast. BíUinn er orðinn almenningseign og er hluti af rekstri heimilis. Slík hækkun sem hér um ræðir — iðgjöld sem nema 30 til 40 þúsundum króna — hafa áhrif á kjarastöðu fólks. Þingmaðurinn beindi þeim fyrir- spumum til staðgengils forsætis- ráðherra, Friðriks Sophussonar, iðnaðarráðherra: 1) hvemig þessi stórhækkun iðgjalda komi heim og saman við þá meintu viðleitni ríkis- stjómarinnar, að bæta stöðu hinna lægst launuðu og halda verðlags- hækkunum niðri? 2) hvort ríkis- stjómin hyggist grípa inn í þessa verðákvörðun — til að lækka ið- gjöldin með einum eða öðmm hætti? Starfshópur kanni málavexti ur á öðmm bifreiðum eða eignum, og jafnframt og ekki sízt, hugsan- leg meiðsl, örkuml eða dauða, að því marki sem hægt er — og lög mæli fyrir um. Ráðherra sagði að ef tryggingabætur dugi ekki til að bæta tjón af þessu tagi séu allar eigur viðkomandi tjónvalds inn í bótamyndinni. Tjón af þessu tagi geti orðið langt umfram það sem einstaklingur getur staðið undir með eignum sínum. Það er verkefni Kauplagsnefnd- ar, sagði ráðherra, að taka ákvörð- um um með hvaða hætti þessi út- gjaldaþáttur verður tekinn inn í kaupgjaldsvísitölu. Ljóst er að hækkun á iðgjöldum bíla nú stafar að hluta til af því að upp hafa verið teknar nýjar tryggingar, sem og að eldri trygg- um hefur verið breytt. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Hagstofan hefur aflað sér, stafar 14% af 98% heildarhækkun iðgjalda af aukn- ingu trygginga vegna nýrra um- ferðarlaga. Heildarhækkunin svar- ar til u.þ.b. 0,8% í vísitölu fram- færslukostnaðar. Kaskótrygging, sem hækkar um 28%, svarar til um 0,1% í vísitölu. Ríkisstjómin getur ekki, án beinnar lagaheimildar, gripið inn í iðgjaldaákvörðun til lækkunar. Hinsvegar hefur heilbrigðis- og tryggingaráðherra, sem mál þetta heyrir undir að hluta til, ákveðið að skipa vinnuhóp til þess að kanna, hvernig koma megi á aukinni hag- ræðingu í bifreiðatryggingum. En Friðrik Sophusson, iðnaðarráð- herra, varð fyrir svörum. Hann sagðist fyrst vilja leiðrétta þann misskilning, að ábyrgðartrygging bifreiðar eða iðgjald af henni teng- ist andvirði hennar eða hugsanlegu tjóni á bifreiðinni sjálfri. Þar komi „kaskótrygging" til sögunnar. Ábyrgðartryggingin eigi, þvert á móti, að bæta tjón sem bifreið veld- MMAGI mikilvægast er þó að draga úr slys- um og tjóni í umferðinni. Það er ljóst, samkvæmt niðurstöðum Tryggingaeftirlitsins, að tjóna- kostnaður bifreiðatrygginga á síðastliðnu ári nam samtals um kr. 1.385.000.000, sem er verulega umfram iðgjaldatekjur. Þetta eru gífurlegar upphæðir, nokkur þús- und bílverð, en þess ber að geta, að það er ekki einungis eignatjón, sem bætt er, heldur jafnframt líkamstjón, sem numið getum háum upphæðum. Stórum hærri hér en í Danmörku Júlíus Sólnes (B/Rn) sagði ið- gjöld í Danmörku brot af því sem hér væri, eftir stórhækkanir. Ið- gjaldasvæði væru þartvö: 1) Lands- byggð, en þar greiddu ökumenn kr. 17.000 íslenzkar í iðgjöld á ári, fyrsta árið, en aðeins kr. 5.000 eft- ir fimm ár í akstri, ef ökumaður hefur ekki valdið meiriháttar tjóni. 2) Samsvarandi tölur í Kaupmanna- höfn væru kr. 21.000 og kr. 6.000. Það er tímabært að gera vand- lega úttekt á háum bifreiðatrygg- ingum á íslandi, sagði þingmaður- inn. Guðrún Agnarsdóttir (Kvl/Rvk) sagði samkeppni trygg- ingafélaga ónóga. Þau bjóði nánast sömu kjör. Hafa tryggingafélög ekki þær tekjur af öðrum trygging- um að þau geti boðið betur en nú er gert í bílatryggingum? Jón Helgason, dómsmálaráð- herra, staðgengill tryggingaráð- herra, staðfesti skipun sérstaks starfshóps til að fara ofan í sauma á stöðu bifreiðatrygginga í landinu. Hann sagði töluvert á vanta að tekj- ur hafi verið fyrir tjónabótum bif- reiðatrygginga 1987. Lög stæðu ekki til þess að hægt væri að færa fjármuni milli tryggingagreina, enda máske erfitt að réttlæta slíkt. Jón kvað sínar bifreiðatryggingar vera kr. 10.000, án söluskatts, öku- mannstryggingar, framrúðutrygg- ingar og viðbótartryggingar sam- kvæmt nýjum umferðarlögum. Á að taka kostnaðinn í benzínverði? Svavar Gestsson (Abl/Rvk) tíndi til fimm athugunarefni: 1) Vax’andi einkabílaeign hefði leitt til aukningar tjóna. Rétt væri að leggja ríkari áherzlu á notkun al- Málglaðir þingmenn; Þingræður fylla 5.272 dálka í Alþingistíðindum Höfðu talað jafn mikið 1. febrúar síðastliðinn og allt síðasta þing Nú er að koma út 17. hefti Alþingistíðinda (1987-88), sem geymir ræður þingmanna. Al- þingistíðindi — 1. hefti til og með 17. — það er þingræður frá þingsetningu til 1. marz síðastliðinn spanna hvorki meira né minna en 5.272 dálka (tveir á blaðsíðu) Alþingistíð- inda — eða um 13.200 dálks- entimetra. Þegar 1. febrúar síðastliðinn höfðu þingmenn talað jafnmikið, mælt í dálkum Alþingistíðinda, og allt þingið 1986-1987, sem lauk að vísu snemma, í marz- mánuði, m.a. vegna Alþingskosn- ALWNGIS TÍÐINDI UMRÆÐUR 4.. 5., 6. oo 7. ian. inga sem fóru í hönd. Þingið nú stóð milli jóla og nýárs, sem er óvenjulegt, og hófst fyrstu daga í janúar, sem líka er óvenjulegt, 'en hinsvegar var tveggja vikna þinghlé síðar í þeim mánuði. Þingmenn eru þremur fleiri nú en á síðasta þingi. Þingflokk- ar einum fleiri. Nýir þingmenn eru og óvenju margir. Ovenju- margir varaþingmenn hafa og mætt til þings nú. Mörg viðamik- il mál hafa og komið við sögu. Þingmenn líðandi þings virðast engu að síður málglaðaðri en oft áður. Reykjavíkurumferð á álagstima. miÆMi: WW' f\: j&|§g||í L-v. 1 ft.jiT menningsvagna. 2) Starfandi væru 8 bifreiðatryggingafélög. Rekstrar- kostnaður svo margra fyrirtækja kostaði sitt. Mætti ekki koma við sameiningu og hagræðingu? 3) Nýlegur hæstaréttardómur hefur leitt líkur að verulegri útgjalda- aukningu bifreiðatrygginga vegna örkumla og dauða. 4) Hérlendis bætir ríkið 25% söluskatti ofan á aðra iðgjaldaþætti. 5) Er ekki rétt að taka hluta af þessum mikla tjónakostnaði í hærra benzínverði, þann veg að þeir sem meira aka axli meiri kostnað? Jóhann Einvarðsson (F/Rn) sagði hugmynd Svavars um hærra benzínverð athugandi. Hinsvegar væri úrelt að skipta landinu í trygg- ingasvæði. Hann sagði iðgjöld sín helmingi hærri en landbúnaðarráð- herra. Þó aki sá síðamefndi mest- part í þéttbýlinu. Iðgjaldasaman- burður við Danmörku færi og heim sanninn um að gera þurfi stífa út- tekt á þessum málum. Salome Þorkelsdóttir (S/Rn) sagði bílaeign hafa aukizt um 200% á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og íbúafjölgun væri 30%. Laga þurfi gatnakerfið að auknum umferðar- þunga og umferðarreglur að breytt- um tíma og aðstæðum. Ný um- ferðarlög, sem og samátak til betri umferðar, hefði það markmið að minnka slysatíðni. Slíkt væri bezta vömin í þeim vanda sem hér væri ræddur. Guðni Ágústsson (B/Rvk) sagði það gleymast í þessari umræðu að bifreiðatryggingar væm lögboðnar en ekki frjálsar. Það væri Alþingi sem setti leikreglumar, þær kvaðir, sem til sögu kæmu, og hefði áhrif á iðgjaldaþróunina. Samkeppni væri því annars konar í þessari starfsemi en þar sem ríkið kæmi síður við sögu. Þar að auki tæki ríkið fjórðung iðgjaldanna í sölu- skatti. Frummælandi og iðnaðarráð- herra áttu síðustu orðin í umræð- unni. Morgunblaðið/Ingimar Sveinsson Konurnar samankomnar í búningum sínum á Hótel Framtíð á Djúpa- vogi. Djúpivogur: 17 konur á upphlut Djúpavogi. KVOLD eitt í lok febrúar komu 17 konur saman á Hótel Framtíð, Djúpavogi. Þær voru allar á íslenskum búningi, upphlut. Þóra Guðmundsdóttir, Svínafelli, Nesjum, hefur dvalist hér í rúma viku og saumað upphluti. Þóra hef- ur áður komið hingað til Djúpavogs þeirra erinda að sauma þessa skemmtilegu búninga og munu nú rúmlega 20 konur á staðnum hafa komið sér upp slíkum fatnaði, en alls mun Þóra hafa saumað um 100 upphluti. - Ingimar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.