Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.03.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 Blue Coral Super Wax er sannkallaö ofurbón. Bónið er boriö á og stðan þurrkað yfir með hreinum klút. Ekkert nudd, ekkert puð, tekur enga stund. Samt er árangurinn jafnvel betri en meö venjulegu puöbóni. Vorið kemur — Tímabil föstunnar kemur og hverfur. Hér á íslandi er horfin sú örbirgð, sem ríkti hvarvetna í sveit- um lands fyrir 70 árum, hvað þá ef lengra væri litið til baka. Út um gluggann á Hálogalands- hæð birtist ekki einungis fegurð útsýnis við „Sund og voga“, haf og fjöll, heldur bókstaflega höll við höll. Ekki einungis kirkjur, skólar, félagsheimili og sjúkrahús, heldur íbúðarhús með þeirri pragt, sem fæsta dreymdi þá um. Þar mætti segja: „Höll við höll er risin." Lengi hafði þessi litla þjóð, úti á heimsenda köldum, átt við vetur að búa, sem líkja mætti við vetr- arríki eilífðaraldurs. En hún átti samt alltaf vonir og bænir um þann anda, sem „breytti dimmri nótt í dag,“ og dauðans ópi snýr í vonar- lag. Eitt af okkar heittelskuðu skáld- um, Jónas Hallgrímsson, hafði lýst þessum vetri með þeim orðum, sem aldrei gleymast og voru þá á hvers manns vörum: Felldur em ek við foldu, frosinn, og má ei losast. Andi Guðs á mig andi. Ugglaust mun ek þá huggast. Þessar ljóðlínur urðu til, þegar skáldið fann fugl, sem var frosinn niður í svell. En hann bjargaði honum með því að leggjast niður og blása heitum andardrætti sínum á svellið, líkt og þegar þýdd var héla á rúðu. Því mætti líkja við þá aðferð, sem blæs lífsanda í drukknaðan mann með kossi „munn við munn“. Þar mætti líkja við hið eilífa tákn vorsins af hæð- um. Og fátt gat vakið hreinni og heitari gleði í vitund okkar, sem ólust upp við vetrarríki íslands, meðan frost og myrkur höfðu svo að segja öll völd mánuðum saman. Gyðja vorsins sveif yfir brúnum og tindum fjallanna. Fjarlægur ómur bergmálaði í ijólubláum íjarska. Allt í einu rofnuðu fjötrar vetr- amæturinnar og breyttust úr rammefldum klakahjúpi í niðandi lindir lífs og Ijóss, læki, sem fyrst streymdu fram í fossinn ólgandi og dunandi. En svo urðu þær tærar, skínandi, svalandi, vök- vandi og vekjandi hvert sofíð lífsmagn. Færandi hverju fræi moldar svaladrykk lífs af hæðum, kraft til að vaxa inn í himininn: Sjá brostin klakabönd. Og frelsisstyrkur streymir nýr um storð. Og andi hlýr fer yfír Ijósbleik lönd. g Kvaran Og svo er til fólk, sem ekki segist trúa á upprisu og frelsun úr fjötrum nauða og dauða? Það er einmitt allt þetta and- lega líf, sem barðist við barm skammdegisins í örbirgð fólksins, sem mig langaði til að minna á, þegar lengir dag og hækkar sól á lönguföstu, sem nú er að mestu horfín í sinni aldagömlu ánauð og ótta. En einmitt þess vegna, þegar litið er á leysta fjötra hversdags- ins, þá verðum við að varðveita enn betur afl vorsinns og lífsmagn hins eilífa í okkar eigin vitund. Það eru fleiri grafír til en graf- ir kirkjugarðanna. Það eru fleiri vetrarfjötrar, sem þarf að losa og leysa en fjötrar fátæktar og líkamlegs dauða. Stundum eru það grafír óttans og áhyggnanna í okkar eigin vitund. Eða ætti hér að nefna viðjar öfundar og van- þakklætis. I dag er kvartað, kveinað, kært og krafízt meira — meira — en nokkru sinni fyrri. Hins vegar gleymist að þakka allargjafímar, bæði frá hafí, jörðu og himni, sem eru nú margfalt meiri en nokkru sinni fyrr. Það er dásamlegt hlutverk, sem felst í orðum þeim, sem sögð eru og sungin um það, sem nefnist ygróandi þjóðlíf". Æðsta hlutverk Islands bama um alla framtíð. Þar á vorið sínar gjafír. Því skal þess minnzt, að „Guð er í hveijum geisla, sem gegnum nóttina brýzt“. Þar mega ekki taumlausar kröfur til annarra eignast æðsta vald án lofgjörðar og þakklætis og óska á eigin fómarlund. Og hugsum okkar íjötra og grafír lasta og vondra venja. Stundum verða völd ástríðnanna einmitt í allri velsældinni öllu yfírsterkari og ósigrar á þeirra vegum óttan- um við dauðann yfírsterkari og uppgjöfin birtist í algjöm dáðleysi og svikum, bæði við sjálfan sig og aðra, endar oft í sjálfsvígum, sem nú em að verða æ algengari á þessu fagra landi, hjá þessari gáfuðu og frjálsu þjóð. Áður en varir gætu kröfur og sjálfsdekur gert okkur blind eins og böm stórþjóðanna, sem leidd era hvað eftir annað í grafir hefnda og haturs, grimmdar, stríðs og styijalda, þar sem ein- mitt hinum heimskustu og hroka- fyllstu em veitt völdin til kalls til dáða, sem heita manndráp, stríð, pyntingar og hryðjuverk. Þar nálgast fímbulvetur aleyðingar með eitri og atómvopnum og allir skyldaðir til þátttöku. Það er því ekki út í hött af gömlum kennara og presti, þótt hægt og hægt hann vilji benda á tákn vorsins, geisla guðs náðar af hæðum, hvort sem þau birtast í andblæ vorsins eða göfgi einstaklinga og samtaka á vegum elskunnar. Þessi vormerki mega ekki gleym- ast. Þau eiga að verða líf í okkar lífi. Afl í fómandi aðstöðu og störfum til að bæta og blessa. Þar verður krafturinn mikill í litlu bæninni, sem ég minnti á: Andi Guðs á mig andi. Þessi vorblær í samfélagi okkar manna getur birzt á svo margvís- legan hátt, sem ekki má gleyma. Þar verður oft hið stóra smátt, og þó ekki síður hið smáa stórt. Stundum getur vorblær mannlífs birzt í lítilli bæn frá löngu liðnum dögum. Því getur til dæmis góður lestur Passíusál- manna haft svo mikla þýðingu sé vel að unnið. Eitt lítið vers getur bægt myrkmm andlega vetrarins, sem minnzt var á áðan, á flótta. Hrifn- ingartár læðist niður vangann við snertingu frá löngu horfinni minn- ingu. Otti og einsemd hverfur fyrir öryggi og hjartafriði. Fátt ætti þó að snerta dýpra borgara hér í Reykjavík og þjóðina alla en umferðarslysin og allt það böl, sem þau valda. Þar em, án þess við gjömm okkur þess fulla grein, svörtustu vetrarskuggamir yfir hveijum degi. Sorgimar, þjáningarnar, tjó- nið og áhyggjumar, sem verður ekki í tölum talið, enda bæta þær tölur lítið úr, hvorki um dauðaslys eða ævilöng örkuml og örorku. Sárast er þó og ömurlegast, að allt á þetta böl rætur að rekja til andlegs vesaldóms í okkar annars gáfuðu og góðu landsins börnum. Þar vantar svo hræðilega á tvennt, sem taldar em hvers- dagslegar dyggðir, sem varla þurfi að nefna nærgætni og bróðurhug. Hvað er til ráða? Svörin verða einnig ósköp hvers- dagsleg. Farðu alltaf fyrr af stað en nauðsynlegt má teljast. Aldrei á síðasta andartaki. Flýttu þér aldrei í umferðarþvarginu. Þú ert á bíl, sem einmitt flýtir för þinni meðan hann er heill, en gættu hans, þín sjálfs og samferðafólks- ins af alúð og árvekni meðan se- tið er við stjóm. Breyttu alltaf við aðra eins og þú óskar að þeir breyti við þig, þannig verður um- ferðin og hlýðnin við reglur henn- ar æðsta námskeið og próf í manngildi og manngöfgi, árvekni og drengskap. Mundu að áminna böm þín, nemendur og vini um þetta, svo að vorgeislar sannrar menningar hreki brott svartnætti heimsku, harma og þjáninga, skulda og skammar af brautum þessarar annars stórbrotnu þjóð- ar. Æðsta áminning hugsjóna á vegum guðstrúar felst í orðunum: „Þér eruð ljós heimsins.“ Kveikið ekki aðeins ljós á bif- reiðum ykkar. Heldur umfram allt í eigin hug og hjarta, þegar lagt er af stað og setið að stjórn í umferð mannlífsins. Þar er um- ferðin erfíðasta prófið og ömurleg einkunnin: Hvergi fleiri um- ferðarslys en á Islandi, miðað við fólksfjölda. Og ein hversdagslega spekin enn til þín og mín. Við erum sjálf vorgeislar lífs á jörðu. Gleymum svo aldrei gjöfum, áheitum og happdrættum Slysavarnafélags íslands. Það er einmitt hátíðlegt afmæli um þessar mundir. Gjömm Góu að gyðju fórnanna. Látum það nú skapa þáttaskil í þeim hugsunarhætti, sem sýnir hér ár- vekni og umhyggju gagnvart öðr- um hveija stund og bægir þannig burtu ómælisógnun af tjóni eigna og sjóða. Og um leið þjáningum örorku, hörmum og dauða. Þá sköpum við daglega veröld friðar, frelsis, mannréttinda og bræðra- lags — guðsríki á jörðu og gemm götumar að kirkjum kærleikans. Gæti það verið æðsta ósk hvers- dagslífsins? Gjöra umferðina að hljóðlátri helgiþjónustu alúðar og umhyggjusemi? Við skulum vona hið bezta. Ég veit að vorið kemur. Sjá brostin klakabönd og frelsisstyrkur streymir nýr um storð. Og andi hlýr fer yfir Ijósbleik lönd. Reykjavík, 21. febrúar 1988. FYRIR ALLAR SNEIÐAR Fullkomin brauðrist með stillingu fyrir þykkt sneiðanna. Einangraðar hliðar sem hitna ekki. Stílhreint og fallegt tæki frá Morphy Richards. Fæst í næstu raftækjaverslun. morphu richaras
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.