Morgunblaðið - 10.03.1988, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988
55
„Ekki er það yðar að
vita tíma eða tíðir..
Opið bréf til „postula“ vinnumarkaðarins
eftir Sigurjón
Þorbergsson
Fyrir nokkrum dögum greindu
fjölmiðlar frá mikilvægum árangri
sem náðst hefði í kaupgjaldsdeilum
á vinnumarkaði. Samkomulag hefði
náðst um að færa til tvo frídaga
sem hingað hafa jafnan verið á
fimmtudegi en skyldu nú framvegis
færast til næsta mánudags.
Sumarið byrjar hér eftir á fimmta
degi sumars en ekki fimmtudegi.
Mánudagur skal það vera — til
mæðu væntanlega.
Uppstigningardagur sem af trú-
arlegum og sögulegum ástæðum
hlýtur að vera hátíðlegur haldinn
40 dögum eftir páska á nú að verða
á 44. degi — mánudegi.
Það verður hinn nýi frídagur
Þórarins og Guðmundar, Þrastar
eða Karvels.
Til hvers eru frídagar frá vinnu?
Væntanlega til að hvílast og fá jafn-
framt tækifæri til að sinna ein-
hvetju öðru en hversdagsstriti, and-
legu lífi ef menn eiga þrá til þess
og hafa vit og vilja til að lyfta sér
upp yfír amstur daganna.
Kristur dvaldi hér á jörðu í 40
daga eftir upprisu frá dauðum;
minnumst þess — á uppstigningar-
degi. Næst síðasta setningin sem
hann sagði við lærisveina sína er á
þessa leið: „Ekki er það yðar að
vita tíma eða tíðir, sem faðirinn
setti af sjálfs síns valdi.“
En þér „postular vinnumarkaðar-
ins“ vitið auðvitað betur en fiski-
menn og tollheimtumenn!
Við lifum á tímum hagfræðinga
og hagræðinga. I stað þess að ná
fram því sjálfsagða markmiði að
fólk fái eðlileg laun fyrir eðlilegan
vinnudag eru færðir til frídagar
hagrætt hér og hagfrætt þar.
Hagfræðipostulunum nægir ekki
að ráðskast með það sem þeir kunna
— að deila um krónur og aura —
þeir verða líka að ræna frídagana
eðlilegu innihaldi sínu. Sumardag-
urinn fímmti skal nú hvað merkast-
ur daga.
Þjóðkirkjan maldar í móinn og
vísar til sextíu og fimm. ára gam-
alla laga um helgi ákveðinna
frídaga. Og gefur undir fótinn að
lögunum verði að breyta. Minnir
þetta óneitanlega á biskupinn góða
sem gaf þjófinum það sem hann
hafði stolið.
Nema hvað jafnvel heil þjóð-
kirkja á ekkert með að gefa helgan
dag ræningjum. Gildir þá einu þótt
þeir eigi mikið undir sér.
Hvert myndi trúfrelsi þess manns
sem framvegis mætir til vinnu á
uppstigningardag? Myndi breyting
á hinum 65 ára gömlu lögum í þá
átt sem nú stefnir standast ákvæði
stjómarskrár um trúfrelsi? Spyr sá
sem ekki veit. En á sama hátt og
stjórnarskrá ríkis er æðri almennum
lögum getur siðferðilegur réttur—
Guðs lög — orðið æðri, jafnvel
stjómarská.
Mætti þá spyrja hvort ekki sé
hollast hveijum að halda sig við
sitt eðlilega verksvið — og forðast
valdhroka.
Eða ætla „postular vinnumarkað-
arins“ að taka að sér það hlutverk
sem Kristur fól sínum postulum í
síðustu orðum sínum til þeirra: „En
þér munuð öðlast kraft, er heilagur
andi kemur yfír yður, og þér munuð
verða votta mínir bæði í Jerúsalem
og í allri Júdeu og Samaríu og til
ystu endimarka jarðarinnar."
í þeirri kirkju sem ég tilheyri —
Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga
heilögu, sem margir kannast betur
við sem kirkju Mormóna, er meg-
ináhersla lögð á helgi hvíldardags-
ins — hvers sunnudags sem Guð
gefur. Má segja að aðrir frídagar
skipti e.t.v. ekki öllu máli. En við
horfum ekki upp á það þegjandi að
kristnar hefðir í þessu landi séu
lítilsvirtar, undan þeim grafið og
skilningur á lífi og starfi Krists
slævður. Má þá einu gilda þótt við
séum ekki í öllu sammála þjóðkirkj-
unni. En við krefjumst réttar til
trúfrelsis sjálfum okkur og öðrum
til handa.
í því felst m.a. rétturinn til að
iðka trú sína á uppstigningardag.
Höfundur er fréttafulltrúi Morm-
óna íReykjavík.
Morgunblaðið/Ágúst Blöndal
Kamma Andrésdóttir í hinni nýju
verslun sinni.
WIKA
Ný verslun í
Neskaupstað
Neskaupstaður.
FYRIR skömmu var opnuð ný
verslun, Laufskálinn, á Nesgötu
3 í Neskaupstað.
Laufskálinn mun aðallega versla
með blóm og blómaskreytingar. Þá
munu einnig verða á boðstólum
gjafavörur og listmunir og mun
verslunin kappkosta að hafa sem
fjölbreyttast úrval listmuna eftir
norðfírska listamenn i sölu og er
nú þegar kominn vísir að því í versl-
uninni. Heilsuvörur verða einnig á
boðstólum.
Eigendur hinnar nýju verslunar
eru hjónin Kamma Andrésdóttir og
Lindberg Þorsteinsson.
— Ágúst
Þrýstimælar
Allar stæröir og geröir
Jm__L
^(huwtaiyjgjwir
J^XTDSS(S)ira
Vesturgötu 16, sími 13280
MENNT ER MÁTTUR
Byrjendanámskeið
á PC tölvur
DAGSKRÁ
* Grundvallaratriði við notkun PC-tölva.
* Stýrikerfið MS-DOS.
* Ritvinnslukerfið WordPerfect.
* Töflureiknirinn Multiplan.
* Umræður og fyrirspurnir.
Logi Ragnarsson
tölvunarfræðingur.
Tími: 14., 16., 21.,
og 23. mars
Kjörið tækifæri
fyrir þá, sem vilja
kynnast hinum
frábæru kostum PC-
tölvanna, hvort heldur
sem er, í leik eða starfi.
Leiðbeinandi
kl. 20-23
TÖLVUFRÆÐSLAN
Borgartúni 28.
Upplýsingar og innritun í
símum 687590 og 686790
VR og BSRB styðja sína félaga
til þátttöku í námskeiðinu
ALKQSXy R
iíJLiJöaiJj
Nk !í*9J ifeualteaUuí ikjjiuu/ Itxjp? viUM