Morgunblaðið - 10.03.1988, Side 56

Morgunblaðið - 10.03.1988, Side 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1988 -4 SVAR MITT eftir Billy Graham Byrjaðu aftur - með Guði Eg er á þrítugsaldri og hef þegar gifet þrisvar og skilið jafiioft. Eg þrái að lifa í skjóli fjölskyldu en einhvern veginn hefiir það aldrei tekist. Hvað á eg að taka til bragðs? Guð skapaði þig og hann gaf okkur líka þessa stofnun sem heitir hjónaband. Hann vill ekki að við misnotum þá dásamlegu gjöf. Hann vill ekki heldur að þú haldir áfram að lifa í óróa og öryggisleysi. Guð vill að þú komist að raun um hvaða áform hann hefur með líf þitt og hjálpa þér til að átta þig á að þá fyrst er vert að lifa þegar við lifum Kristi. Því er það að eg vil byija á því að hvetja þig til að krjúpa á kné í bæn. Játaðu fyrir Guði að þú hafir farið vegleysur um dagana og syndgað gegn honum með því að hleypa honum hvergi að. Bjóð síðan Jesú Kristi að koma inn í hjarta þitt og líf, að hann verði frelsari þinn og drottinn, einmitt þinn. Ef við skeytum ekki um fyrirætlanir Guðs um líf okkar verðum við óhamingjusöm. Hér er aðeins eitt sem dugar og það er að við felum líf okkar Guði og látum stjómtaumana í hans hendur. Við þurfum að iðrast syndanna og láta hann ráða ferðinni. Síðan þarftu að vaxa andlegum vexti. Það gerist þegar þú lest orð Guðs, Biblíuna, og 'ferð að heimfæra kenningar hennar til lífs þíns. Þú þroskast líka þegar þú biður Guð daglega, kemur til hans með syndir þínar og ákallar hann um fyrirgefningu og biður hann að leysa úr sérhveijum vanda. Það er líka nauðsynlegt að þú kynnist öðru kristnu fólki sem getur liðsinnt þér. Farðu í söfnuð þar sem Kristur er predikaður og þér gefst tækifæri til að eiga samfélag við annað trúað fólk. Hvers vegna legg eg áherslu á allt þetta? Vegna þess að þú þarft að byija upp á nýtt og þú þarft að byija með Guði. Þú þarfnast visku hans og þú þarft að verða betri manneskja fyrir kraft hans. En það kunna að vera sérstakar ástæður sem ollu því hversu illa þér hefur famast til þessa. Þú þarft að biðja Guð að ljúka upp aug- um þínum svo að þú sjáir þær og gerir viðeigandi ráðstafanir. Það er t.d. hugsanlegt að þú sért kona sem á erfítt mað að skilja aðra og sjá þarfír þeirra. Kristur getur hjálpað þér með því að gefa þér nýj- an kærleika til annarra. „Þér hafíð tekið á móti Kristi, drottni Jesú. Lifíð því í honum. Verið rótfastir í honum og byggðir á honum, stað- fastir í trúnni (Kóloss. 2,6—7).“ t Systir okkar, SÓLVEIG SIGFÚSDÓTTIR frá Hólmlátri, andaðist á Hrafnistu 8. mars. Málfriður Sigfúsdóttir, Unnur Sigfúsdóttir. t Bróðir minn og mágur, GEORG KRISTJÁNSSON, Hátúni 10a andaðist í Landspítalanum 29. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Ólafur Kristjánsson, Sigurlaug Arnórsdóttir. t Móðir mín, INGIBJÖRG HELGADÓTTIR, verður jarðsett frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 12. mars kl. 14.00. Ferð verður frá BSÍ kl. 8.30 og til baka sama dag. Ágúst Sigurðsson. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður og dóttur, UNNAR RAGNHILDAR LEIFSDÓTTUR, Kambaseli 53. Þórður Höskuldsson, . LeifurOrri, Leifur Steinarsson, Ingibjörg Brynjólfsdóttir. ' Minning: Agnar Sigurðsson Akranesi — Minning Fæddur 10. mars 1911 Dáinn 2. mars 1988 í dag, 10. mars, hefði Agnar orðið 77 ára, en við vinir hans og ættingjar höfum í áraraðir glaðst með honum á afmælisdegi hans. I dag komum við hins vegar sam- an til að fylgja honum síðasta spöl- inn, en hann lést á Sjúkrahúsi Akra- ness 2. mars sl. Með Agnari er genginn tryggasti og trúfastasti starfsmaður og vinur fjölskyldu minnar, en hann hefur starfað hjá fjórum ættliðum. Upp úr fermingu hóf hann störf hjá langafa mínum, Böðvari Þorvaldssyni og vann hjá honum við verslunarstörf þar til hann hætti verslunarrekstri. I bréfí sem afí minn, Haraldur Böðvarsson, skrifaði til föður míns, Sturlaugs, 1931, segir hann m.a.: „Ég er að hugsa um að fá hann Agga á Sýruparti til mín í verslun- ina.“ Þessi ákvörðun var heilladtjúg fyrir þá feðga og ekki síður fyrir okkur sem á eftir komum, en óslit- ið síðan hefur hann starfað hjá Haraldi Böðvarssyni & Co. á Akra- nesi og nú síðustu áratugina sem gjaldkeri fyrirtækisins. Það eru margir sem hafa átt samskipti við hann í gegnum tíðina og alltaf get- að gengið að honum vísum við gjaldkeralúguna hjá H.B. & Co. Aggi var tengiliður á miíli kyn- slóða í minni fjölskyldu og fáar ákvarðanir hafa verið teknar án þess að bera þær undir hann. Hann var fæddur á Sýruparti á Akranesi, yngsti sonur hjónanna Guðrúnar Þórðardóttur og Sigurðar Jóhannesonar. Þau áttu sex börn, sem öll eru látin nema Ólafur Frímann, sem býr hér á Akranesi. Aggi var mikill Skagamaður og var aldrei lengi í burtu frá Akra- nesi nema nauðsyn krefði. Hann kvæntist aldrei, en bjó síðustu fjör- utíu ár á heimili Ragnhildar Þor- valdsdóttur, systurdóttur sinnar og fjölskyldu hennar. Það er fátítt nú til dags að fínna jafnmikla um- hyggju sem fjölskylda Ragnhildar sýndi ávallt frænda sínum. Fyrir það erum við vinir hans innilega þakklát. Aggi var ekki allra, en þeim sem hann tók var hann sannur. Hann þoldi ekki illt umtal né svartsýnis- raddir, en táraðist þess í stað yfir fegurð himinsins og þegar hann heyrði um velgengni fólks hreifst hann innilega. Við fráfall Agga missum við mik- ið. Alla tíð hefur hann verið móður minni og okkur systkinunum næst- ur þegar mest á reyndi og jafnan fyrstur til allra fagnaða. En við erum um leið þakklát fyrir að hafa átt hann svona lengi að. Við trúum því að í víngarði Drott- ins verði Agga vel tekið „en þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti" og það er trúföst vissa okkar að þar verði dýrlegur afmælisfagn- aður. Eitt er víst, að mikið hafa pabbi og Helga hlakkað ti! að sjá hann og eflaust eru þau farin að ri§a upp gamlar minningar frá tjörnunum á Breiðinni. Við þökkum honum ómetanlega samfylgd, biðjum honum velfarnað- ar í nýjum heimkynnum. Ifyrir hönd fjölskyldu minnar og samstarfsfólks, Haraldur Sturlaugsson Dapurt er að deyja er dvínar frost og snær, þá vetrarvindar þegja og vorið færist nær. Stykkishólmur: Frú Ingibjörg Helgadóttir látin Sfykkishólmi. FRÚ Ingibjörg Helgadótt- ir, ekkja Sigurðar Agústs- sonar fyrrum athafna- manns og alþingismanns i Stykkishólmi, lést í sjúkra- húsinu á Stykkishólmi 4. mars tæplega 87 ára að aldri, en hún fæddist 25. mars 1901 á Eskifirði. Foreldrar Ingibjargar voru þau Sesselja Ámadóttir, Þorsteinssonar sóknarprests, síðast á Útskálum og Helga Eiríkssonar frá Karlaskála í Reyðarfírði. Þau hjónin Ingibjörg og Sigurður settu um fjölda ára mikinn svip á Stykkishólm og var heimili þeirra mikið gestrisniheimili og þangað komu margir. Sigurður lést á pásk- um 1976. — Árni t Kveöjuathöfn um SIGURVEIGU GUÐBRANDSDÓTTUR frá Loftsöium, Kúrlandi 13, Reykjavik, sem lést þann 4. mars síðastliðinn, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 11. mars kl. 15.00. Jarðsett verður frá Víkurkirkju laugardaginn 12. mars kl. 14.00. Margrét Þorsteinsdóttir, Elfn Þorsteinsdóttir, Sæmundur Nikulásson, Halla Valdimarsdóttir, Örn Ævarr Markússon, Sigrún Valdimarsdóttir, Björn Dagbjartsson og barnabörn. t Faðir okkar, RAGNARKONRÁÐSSON frá Hellissandi, verður jarðsunginn frá Ingjaldshólskirkju laugardaginn 12. mars kl. 14.00. Kveðjuathöfn fer fram í Fossvogskirkju föstudaginn 11. mars kl. 13.30. Fyrir hönd systkina minna og annarra vandamanna Hinrik Ragnarsson. Agnar Sigurðsson var fæddur að Sýruparti á Akranesi 10. mars 1911. Foreldrar hans voru Sigurður Jóhannesson og Guðrún Þórðar- dóttir. Agnar átti heima á Akranesi alla tíð. Arið 1925 byijaði hann að vinna hjá Böðvari Þorvaldssyni í Böðvarsbúð. Frá Böðvari fór hann yfír til Haralds Böðvarssonar út- gerðarmanns og vann þar þangað til í desember 1987, en þá ágerðist sjúkdómur sá er leiddi hann til dauða. Er ég nú að leiðarlokum minnist Agga frænda míns, þá koma marg- ar minningar fram í hugann. Hann og systir hans sem var langamma mín bjuggu alla tíð á heimili ömmu og afa á Bakkatúni. Þau voru mjög samrýmd systkini og var gott að koma í heimsókn til þeirra. Þeirra bestu mannkostir voru að aldrei töluðu þau illa um nokkurn mann og allt var fært til betri vegar. Agnar sýndi aðdáunar- vert æðruleysi í sínum veikindum, kvartaði aldrei við nokkum mann, hugsaði bara um velferð okkar. Hann sagði eitt sinn, það læknar þetta enginn, ég bara bíð, og svo brosti hann um leið, brosti að erfíði lífsins. B.Ó. „Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ (V. Briem.) I dag, á afmælisdegi vinar míns Agnars Sigurðssonar, gjaldkera hjá Haraldi Böðvarssyni & co. hf., Akranesi, er hann kvaddur í hinsta sinn, en hann andaðist á Sjúkra- húsi Akraness 2. mars 1988 eftir nokkurt stríð við válegan sjúkdóm. Kynni okkar vöruðu tíu síðustu árin sem hann lifði, með aukinni vináttu frá því fyrst að við hitt- umst. Hann vissi að hveiju stefndi í veikindum sínum, þótt ekki hafí hann látið á því bera. Alvara lífsins var honum í bijóst borin, en hann átti líka til glaðværð og kímni í góðra vina hópi. Agnar var kirkjurækinn maður og sótti kirkjuathafnir þeirrar kirkju, Akraneskirkju, þar sem hann í dag verður kvaddur. Sam- fylgdar hans fékk ég nokkrum sinn- um notið við hátíðarguðsþjónustur á stórhátíðum og var honum þakk- látur fyrir. Kunnugt er mér um að hann naut einstaklega góðrar umhyggju í fjölda ára hjá frænku sinni frú Ragnhildi og manni hennar, Baldri Guðjónssyni í Bakkatúni 6, en hjá þeim var hann heimilisfastur og átti þeim margs góðs að gjalda. Agnar var vinmargur, meðal annars vegna starfa sinna hjá stóru útgerðarfyrirtæki, og aldrei heyrði ég hann tala illa um nokkurn mann. Hann var aufúsugestur hjá þeirri fjölskyldu sem hann hafði unnið hjá, allt frá unglingsárum um eða yfir 60 ár og hollur sínum hús- bændum alla tíð, þar sem hans verð- ur nú saknað. Ég sem þessar línur rita, er nú vini mínum fátækari. Ég þakka honum góða viðkynningu og marg- ar ánægjustundir og bið honum Guðs bles&unar. Friður veri með sálu hans. Friðhelg veri minning hans. S.B.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.