Morgunblaðið - 20.04.1988, Page 1

Morgunblaðið - 20.04.1988, Page 1
80 SÍÐUR B 89. tbl. 76. árg. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Utför Khatils Wazirs Útför Khalils Wazirs, háttsetts herforingja innan Frelsissamtaka Palestínu, fer fram í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Hér sjást Palestínumenn í borginni bera kistu hins látna. Wazir var myrtur á laugardag í Túnis og er talið fullvíst að ísraelar hafí staðið á bak við morðið. Sjá fréttir á bls. 35. Skelfilegt ástand í farþegaþotunni frá Kuwait: Óþefur um borð vegna rotnandi ávaxtafarms Algeirsborg, Reuter. FARÞEGUM kúvæsku þotunnar í Algeirsborg hefur nú verið haldið í gislingu á þriðju viku og hafa menn áhyggjur af andlegri og líkamlegri liðan gíslanna eftir eldraunina. Aðbúnaður gislanna Reuter Iran: Hóta grimmilegnm hefndaraðgerðum Washington, Reuter. RONALD Reagan, forseti Bandaríkjanna, sagði í gær að staðan á Persaflóa hefði róast eftír átök Bandaríkjanna og Irans á mánudag en bandarískt herlið væri enn í viðbragðsstöðu. Forsetinn sagðist vonast til að ekki þyrftí að koma tíl frekari hernaðaríhlutunar Banda- ríkjamanna. íranir hafa hótað grimmilegum hefndum fyrir árásir Bandarikjanna á irönsk skip og olíuborpalla. Á mánudag urðu hörðustu átök milli Bandaríkjanna og írans á Persaflóa sem um getur. Banda- ríkjamenn ollu þá tjóni á 6 írönskum skipum. Leit stendur enn yfir að bandarískri þyrlu sem saknað er og taka níu skip þátt í leitinni. íran- ir segjast hafa skotið niður þyrluna, með tveimur mönnum um borð, en Bandaríkjamenn hafa ekki staðfest það. íranir segjast einnig hafa sökkt bandarísku herskipi á mánudag en Bandaríkjamenn hafa neitab því að svo sé. Sam Nunn, öldungadeildarþing- maður demókrata, hefur hvatt til þess að stefna forsetans varðandi Persaflóa verði endurskoðuð. Nunn sagðist styðja þá ákvörðun forset- ans að hefna tundurduflalagna ír- ana en sagðist óttast að sú stefna að vemda' kúvæsk oliuskip leiddi til þess að Bandaríkjamenn virtust hliðhollir írökum. Hann lagði til að Bandaríkin og bandalagsríki þeirra skiptu Persflóa niður í afmörkuð svæði og hvert ríki sæi um vemdun fijálsra skipaflutninga á einu slíku. í bréfi frá Ali Akbar Velayati, utanríkisráðherra írans, til Perez de Cuellars, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, er grimmileg- um hefndum hótað fyrir árásir Bandaríkjamanna á írönsk skot- mörk. Stjómmálasérfræðingar bú- ast við því að bandamenn Banda- ríkjanna eigi eftir að verða fyrir barðinu á hefndaraðgerðum írana frekar en Bandaríkin sjálf. Kuwait er einkum nefnt í því sambandi. í gær var hart barist á Faw- skaga. Talsmaður Bandaríkja- stjómar segist hafa heimildir fyrir því að írakar hafi náð fótfestu á skaganum. Þar hafa verjð bæki- stöðvar fyrir eldflaugar írana en þeim hefur meðal annars verið skot- ið á skotmörk í Kuwait. Sjá ennfremur fréttir á 32 og leiðara á miðopnu. bls. fer versnandi og í gær báðu flug- ræningjarnir um fyf gegn maga- kveisu, án þess að skýra frá þvi hvort þau væru ætluð gíslunum eða flugræningjunum. Mikil ólykt er sögð í þotunni, meðal annars vegna þess að þotan hafi ekki verið affermd, og í henni séu ávextir og grænmetí. í miðvikudagsútgáfu dagblaðsins al-Watan, sem gefið er út í Kuwa- it, segir Issa Mohamed al-Mazidi, innanríkisráðherra Kuwaits, að stjómin búist við lausn flugráns- málsins „á hverri stundu ef ekkert óvænt kemur fyrir“. Hann vildi ekki greina nánar frá gangi mála en þakkaði stjóm Alsírs fyrir sátta- tilraunir í málinu, í gær bað einn gíslanna um að gengið yrði að kröfum ræningjanna tii þess að bjarga lífi um það bil 30 gísla um borð. Rödd Anwar al- Sabah, frænku furstans af Xuwait var styrk, þrátt fyrir að ástandið um borð sé skelfilegt. Hún bað fyr- ir kveðju til ættingja sinna og sagði að sér og systur sinni, sem einnig er um borð, liði vel. Bróðir hennar sem einnig er í hópi gíslanna flutti svipaða bón í fyrradag og var á honum að heyra að heilsa hans væri að bresta. Háttsettur starfsmaður flugvall- arins í Algeirsborg sagði í samtali við fréttamann Reuters að mikil ólykt væri í farþegaþotunni. „Hvorki farmur né farangur hefur verið tekinn úr flugvélinni. í henni gætu verið ávextir," sagði starfs- maðurinn. Framkvæmdastjóri kúv- æska flugfélagsins í Thailandi sagði við fréttamenn að í farminum væri grænmeti frá Ástralíu. Eftir að hafa beðið um lyfjahylki vegna magaverkja opnuðu flugræn- ingjamir hurð í farþegarými þot- unnar og loftlúgu í flugstjómar- klefa til að hleypa inn fersku lofti. Þeir báðu einnig um að salemi yrðu hreinsuð rækilega, sérstaklega í miðhluta þotunnar. Læknir sem hafði farið um borð í þotuna á fimmtudag sagði að gíslamir sem hann hefði sannsakað væru alvar- lega veikir. Sérfræðingar segjast einnig hafa áhyggjur af andlegri Forkosningar í New York: Dukakis sigurvegari New York, Reuter. MICHAEL Dukakis, ríkisstjóri í Massachusetts, vann í gær sig- ur í forkosningum demókrata í New York-fylki. Samkvæmt tölvuspám sjónvarpsstöðva, sem ætíð hafa þótt mjög ábyggilegar, fékk Dukakis allt að 10% meira fylgi en helstí keppinautur hans, Jesse Jack- son. Lestína rak Albert Gore. Stjómmálaskýrendur segja að sigur Michaels Dukakis tryggi honum útnefningu flokks síns fyr- ir forsetakosningamar í nóvemb- er. Búist er við að óákveðnir leið- togar demókrata fylki sér nú að baki Dukakis. Nýjar skoðana- kannanir benda til að Dukakis muni treysta stöðu sína enn frek- ar í forkosningum í Pennsylvaniu og Ohio á næstu vikum. líðan gíslanna eftir svo . langa gíslingu. Þeir segja að margir þeirra 70 manna sem sleppt hafl verið .úr þotunni í Mashhad í íran og á Kýp- ur gætu átt í sálrænum erfíðleikum í mörg ár eftir gíslinguna. Kúvæsk stjómvöld hafa neitað að ganga að kröfum mannræningj- anna um að 17 hryðjuverkamönn- um verði sleppt úr kúvæskum fang- elsum. Viðræður við flugræningj- ana hófust að nýju í gær eftir sólar- hrings hlé. Sáttasemjari fór um borð í þotuna eftir að hafa beðið um fund með ræningjunum. Danmörk: Schliiter boðar til kosninga Kaupmannahöfn. Frá N. J. Bruun, frétta- ritara Morgunblaðsins. POUL Schlliter, forsætisráð- herra Danmerkur, boðaði i gær tíl þingkosninga þann 10. maí næstkomandi. Er ástæðan sú, að stjórnin vill ekki sætta sig við þingsályktunartíllögu, sem sam- þykkt var í síðustu viku, og seg- ir, að hún stofni í voða aðild Dana að Atlantshafsbandalag- inu. Tillagan var þess efnis, að skip- herrum á herskip- um NATO-ríkj- anna skuli tilkynnt bréflega, að kjam- orkuvopn megi ekki vera innan danskrar lögsögu á friðartímum, en hingað til hafa Danir haft sama hátt á og Norðmenn.' Þeir hafa kynnt erlendum ríkisstjómum stefnu sína en ganga ekki eftir henni gagnvart einstökum skipum. Bandalagsríki Dana hafa brugð- ist hart við samþykktinni og segja Bretar, að hér eftir verði ekki unnt að halda flotaæfíngar á dönsku hafsvæði en þær eru nauðsynlegar ef unnt á að vera að koma Dönum til hjálpar á stríðstímum. Þá hefur George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagt, að vamar- samstarfið við Dani verði nú mikl- um annmörkum háð. Schluter lagði áherslu á, að í þessum kosningum væri kosið um vamarmál, í fyrsta sinn frá árinu 1949, þegar Danir gengu í Atlants- hafsbandalagið. Sjá „Danir kjósa um ..." á bls. 34. Poul Schlttter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.