Morgunblaðið - 20.04.1988, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988
7
Arnarflug fær nýja þotu:
Hefja beint flug
til Mílanó í júní
Á LAUGARDAG kom hingað til
lands ný þota Arnarflugs af
gerðinni Boeing 737 - 200. Flug-
félagið hefur þotuna á leign til
sex mánaða til að byrja með, og
verður hún meðal annars notuð
á nýrri ásetlunarleið til Mílanó.
Arnarflug hyggst hefja beint
flug þangað 24. júní.
Að sögn Kristins Sigtryggsson-
ar, framkvæmdastjóra Amarflugs,
er þotan sömu gerðar og eldri þota
félagsins, en er eingöngu innréttuð
til farþegaflutninga. Gamla þotan
getur bæði flutt fragt og farþega.
Þotan er leigð til sex mánaða, með
framlengingar- og kauprétti. Hún
tekur 112 farþega í sæti.
Kristinn sagði að beint flug til
Mílanó hæfist 24. júní. „Það var
fyrst og fremst vegna mikillar eft-
irspumar ítala sjálfra, sem við
ákváðum að taka upp beint flug,“
sagði Kristinn. ^Síðasta sumar
komu jafnmargir Italir og Hollend-
ingar til fslands, þótt við gætum
flogið beint með Hollendingana en
ítalimir þyrftu að fara krókaleiðir.
Það er nú þegar búið að bóka svo
mikið hjá okkur í sumar að nokkr-
ar ferðir eru orðnar yfirfullar."
Morgunblaðið/Pétur P. Johnson
Þotur Amarflugs á flugi yfir Reykjavík á laugardaginn. Nýja þotan er fjær á myndinni.
Morgunbla4ið/Ámi Sœberg
Myndin var tekin í Hjólbarðahöll-
inni í Reykjavík, þar var orðið
annasamt við dekkjaskiptin, þótt
mesta ösin sé ekki enn komin.
Tími nagla-
dekkjanna
að renna út
Nú er tími nagladekkjanna senn
útrunninn á þessum vetri. Allir
bilar eiga að vera komnir á
ónegld dekk þann 1. maí, eftir
10 daga. Margir höfuðborgarbú-
ar eru þegar búnir að skipta og
setja sumardekkin undir bíla
sína, þótt ekki sé orðið sumarlegt
veðrið.
Að sögn Inga Ú. Magnússonar
gatnamálastjóra er talið að dregið
hafi úr notkun negldra hjólbarða
um 15% frá síðasta ári eða úr 75%
bifreiða í 60%. í fjárhagsáætlun
borgarinnar er gert ráð fyrir um
100 milljónum króna til viðhalds á
þessu ári og verður hafist handa í
næsta mánuði og gert við aðal
umferðargötur borgarinnar sem
víða eru illa famar.
Um 600 vísur
íbaráttuna
gegn tóbaki
Tóbaksvarnanefnd efndi til
vísnasamkeppni fyrir skömmu
þar sem óskað var eftir vísum
eða textum í baráttuna gegn tó-
baksnotkun. Til stóð að kynna
úrslit fyrir reyklausa daginn, 7.
apríl 8.1. , en þar sem mjög mikið
barst af vísum, eða 60 talsins, var
ekki unnt að ljúka úrvinnslu fyrir
þann tíma.
Unnið er að því að velja úr það
sem nefndin hyggst nota, en að
lokinni úrvinnslu verður kynnt nið-
urstaða um verðlaunavfsumar.
Fyrstu verðlaun eru 50 þús. kr.,
2.verðlaun, 30 þús. kr. og þriðju
verðlaun eru 20 þúsund krónur.
Yálrygging gegit fjárdrœtti
Fjárdráttur getur valdið fyrirtækjum, félögum
og stofnunum verulegu fjárhagstjóni. í minni fyrirtækjum
eru fjármál oft á einni hendi og í stórum
fyrirtækjum og stofnunum fara stundum geysilegar fjárhæðir
um hendur fólks sem ber mjög takmarkaða ábyrgð.
Starfsmaður sem hefur leiðst út í að draga sér fé er sjaldnast
borgunarmaður fyrir því tjóni sem hann veldur.
Sjóvá býður nú vátryggingu gegn fjárdrætti. Fyrirtæki,
félög og stofnanir geta tryggt sig gegn slíkum
skakkaföllum, hvort sem refsað er fyrir fjárdráttinn eða ekki.
Vátrygging gegn fjárdrætti dregur
úr rekstraráhættu og skapar
traustan starfsgrundvöll.
Markaðsdeild Sjóvá veitir allar
nánari upplýsingar um vátryggingu
gegn fjárdrætti.
Tryggingarfélag í einu og öllu.
Sjóvátryggingarfélag íslands hf., Suöurlandsbraut 4, sími (91)-692500.