Morgunblaðið - 20.04.1988, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.04.1988, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 UTANSTEFNUR VILJ- UM VÉR ENGAR HAFA eftir Jón ísberg Þegar færustu menn íslendinga neyddust til, vegna innanlandsófrið- ar, að afsala sér sjálfsforræði lands og þjóðar, höfðu þeir þó mátt til þess að setja skilyrði og eitt hið helsta var að utanstefnur vildu þeir engar hafa. Þá börðust ættir um völdin í landinu og höfðu nær út- rýmt öllum þeim, sem til forustu voru fallnir, en samt höfðu þeir rænu á að kreijast þess að íslensk- ir menn heima í eigin landi leystu þau deilumál sem upp kæmu. Enn er deilt í landinu og verður, en nú leggja menn nótt við dag til þess að ieysa þessi mál í friði innan ramma laga og réttar. í réttarríki eru lögin og dóms- valdið sverð og skjöldur hins al- menna borgara eða „litla mannsins" eins og nú þykir flnt að segja. Þeir sem betur eru settir geta oftast bjargað sér, en sá sem hvorki hefír auð ná völd verður að leita skjóls laganna. Auðvitað hefír andi lag- anna og viðhorfín breyst. Áður var talið að betra væri að ellefu saklaus- ir væru taldir sekir en einn raun- verulega sekur slyppi. Nú er þessu öfugt farið. Nú vilja menn heldur að ellefu sekir sleppi en einn sak- laus gjaldi fyrir verk sem hann ekki vann. Ég fullyrði að réttindi hins al- menna borgara eru hvergi í heimin- um betur tryggð .en einmitt á ís- Iandi og á ég þá við þann, sem ekki getur sótt styrk til íjársterkra eða voldugra manna. Engu að síður þurfum við stöðugt að vera á varð- bergi og betrumbæta lög og fram- kvæmd laga því víða er pottur brot- inn. Eins og t.d. það, að hægt sé að gera fjámám í fasteign og biðja um uppboð á henni fyrir segjum 1.000,- króna upprunalegri kröfu, sem að vísu hefír ef til vill 20—30 faldast í meðförum lögfræðings og dráttarvaxta í eign sem er 2—3 millj. virði og jafnvel meira. En það er önnur saga. Þegar íslendingum stóð til boða að gerast aðilar að mannréttinda- sáttmálanum var ekkert hik á mönnum. Allstaðar í heiminum voru framin svívirðileg brot á mönnum háum sem lágum og þeir lítillækk- aðir, kvaldir og deyddir. En það fylgdi böggull skammrifí. Við ís- lendingar sem höfðum átt dómara og yfírvöld eins og Júlíus Hafstein, sem er orðinn þjóðsagnapersóna fyrir að stjóma skörulega en þó mannlega, eða Sigurð Sigurðsson sýslumann Skagfírðinga sem er fyrirmynd rithöfundarins Indriða G. Þorsteinssonar í bók hans „Þjóf- ur í Paradís" og lýsir þannig; „Þetta hafa aldrei verið nema slúðursögur segir Steinn. — Getum við ekki sleppt þessu og íátið tófuna drepa féð? Aldrei, segir sýslumaður og lemur í borðið. Eg læt ekki neinum manni líðast að bijóta lögin. — Yfír- valdið situr þögult inni í suðurstofu (eftir að sönnunafgögnin fundust) — Það segist fara með Valda sinn upp að íjárhúsunum (til þess að sjá sönnunargögn um sauðaþjófnað). Það er tekið eftir þessu orðalagi. Það er líka tekið eftir því að yfír- valdið er hætt að brýna röddina. Það er eins og yfírvaldinu þyki dapurlegur starfí að leiða gæslu- fangann í allan sannleika uppi við flárhús. Þegar heimilisfólk hefur búist við að sýslumaður færi með himinskautum, er hann ekkert nema lítillætið. Nú er það Valdi minn, þegar hann talar um Hervald í Svalvogum" (meintan sauðaþjóf). Þetta var sá andi og er enn hjá íslenskum réttargæslumönnum, að fá hið rétta fram, en sýna hinum fallna meðbróður mildi innan ramma laganna og minnast þess að sérhver einstaklingur er maður NYI TIMINN.. Klukka í Pvramída Höfðtabakka 9 Simi 68.5411 „Lögin eru til fyrir alla jafnt. Það á að gera þeim eins auðvelt að ná rétti sínum hvort sem maður býr á Blönduósi eða í Reykjavík. Er það framför fyrir Blöndós- ing að þurfa að sækja dómþing til Akureyrar? Eða fyrir þá sem búa á Hvammstanga, en það- an er svipuð vegalengd til Akureyrar og Reykjavíkur. Eða hvers eiga Húsvíkingar og Þingeyingar yf irleitt að gjalda ef þeir þyrftu að sækja dómþing til Ak- ureyrar?“ eins og við hin og á rétt á meðferð sem lítillækkar ekki hans mannlegu reisn. Dómari, sem er um leið ákær- andi, sem hann er í minniháttar málum samkvæmt núgildandi lög- um, er einnig veijandi og ber að leita að öllu því, sem brotamanni er til bóta eins og hann á að leita eftir sönnunargögnum ákæruvalds- ins. Andhverfa þessa kerfís er t.d. dómkerfíð í Norður-Ameríku. Fólk getur kýnnt sér það með því að horfa á Matlock í sjónvarpinu. Þar er dómarinn hlutlaus stjórnandi yfírheyrslunnar. Hann ræður ekki sýknu, það gerir kviðdómurinn. Dómarinn dæmir bara refsinguna, ef kviðdómur kemst að þeirri niður- stöðu að ákærði sé sekur. Hans verk er svipað íslenskra dómara þegar þeir flalla um mál þeirra, sem hafa fengið sér einum of mikið áður en ekið er. Ákveðið áfengismagn í blóði veldur ákveð- inni refsingu. í einkarétti gildir það sama. Ef aðili er ólögfróður ber dómara að leiðbeina honum. Þetta á ekki við ef lögfræðingur flytur mál. Þá er bara dæmt eftir framlögðum gögn- um. Enda hefír maður horft uppá það, að mál hafí tapast fyrir hand- vömm málflytjanda. Þetta eiga út- lendingar erfitt með að skilja. í þeirra augum er réttvísin blind og vegur og metur líkur fyrir sekt eða sýknu eftir þeim gögnum sem fyrir liggja, sókn sakar og vöm. Þess vegna geta grimmir sækjendur komið saklausum manni á kaldan klakann, ef aðstæður eru honum óhagstæðar. Meira að segja hafa menn verið teknir af lífi fyrir morð sem þeir frömdu ekki, en gátu ekki hreinsað sig af grun. Og einnig geta slungnir veijendur fengið seka menn sýknaða með því að gera sóknina tortryggilega eða vafa- sama. Þetta eru mismunandj sjónarmið sem þama koma fram. Ég læt heil- brigðri skynsemi almennings eftir að dæma um hvort er betra. Utanstefnur viljum vér engar hafa, en samt hefír hæstaréttarlög- manni nokkmm þótt við hæfí að reyna að afnema þessa hefð og leit- ar ímyndaðs réttar úti í löndum, þegar hann telur vera hallað á menn hér heima. En hvert var svo tilefnið? Heiðursmaður nokkur, sem vafalítið hefír lifað vammlausu lífí, getur ekki fellt sig við það að smá- yfírsjón í umferð fái venjulega með- ferð samkv. íslenskum réttarvenj- um. Brot á umferðarlögum er alla- jafnan ekki glæpur og menn fara ekki á sakaskrá fyrir slíkar yfírsjón- ir ef þeir eru menn til þess að viður- kenna yfírsjón sína og taka afleið- ingum af henni. Auðvitað eiga allir rétt á að vísa slíku máli til saka- dóms og krefjast þess að dómari víki sæti, ef þeir telja hann sér mótsnúinn. Um það var ekki deilt að viðkomandi maður hefði unnið eða framið umræddan verknað, heldur vildi hann ekki una því að taka afleiðingum gjörða sinna eins og allir aðrir borgarar þessa lands, ef þeim verður það á að misstíga sig á hinum þrönga vegi laga og réttar. Utanstefnur viljum vér engar hafa. Fyrir löngu sagði maður þessi þekktu orð: „Heyrt hefí ég boðskap erkibiskups og er staðráðinn í að hafa hann að engu.“ Ennþá mörg- um öldum eftir að þessi orð voru sögð er enn vitnað til þeirra og Jón ísberg mannsins sem sagði þau. Þau skína sem skær stjama á sagnahimnin- um. Þá „riðu hetjur um héruð" en nú fara þeir, sem á sér vilja láta bera, í fjölmiðla og birtast þar eins og halastjömur, en þeirra náttúra er að koma út úr myrkri algeimsins og verða skærar um stund en flestra örlög em þau að eyðast upp og hverfa öllum gleymdar. Auðvitað á að vinna að endurbót- um á réttarkerfinu og það hefír verið gert, en við eigum ekki að bylta neinu. Ég minntist aðeins á framkvæmd fjámáms í fasteignum og auglýsa þær svo. Fyrir um aldar- flórðungi var embætti ríkissaksókn- ara sett á stofn sem var mikil réttar- bót. En embætti þetta er svelt í fjárlögum. Það tekur vikur og mán- uði að fá ákæm í smámálum, sem væri 2—4 klukkustunda verk, ef ekki söfnuðust upp mál. Ekki koma fram sækjendur í Sakadómi Reykjavíkur til munnlegs flutnings eins og lögin ætlast til nema í und- antekningartilfellum. Það er vegna þess að saksóknari ríkisins fær ekki að ráða nógu marga menn til starf- ans né heldur er til fjármagn til þess að greiða lögmönnum fyrir. Ef raunvemlegur vilji væri til end- urbóta em þama verkefni, sem leysa má án nýrra laga og væra um leið góður áfangi á betra réttar- fari en kostuðu um leið umtalsverða peninga. Lögin em til fyrir alla jafnt. Það á að gera þeim eins auðvelt að ná rétti sínum hvort sem maður býr á Blönduósi eða í Reykjavík. Er það framför fyrir Biöndósing að þurfa að sækja dómþing til Akureyrar? Eða fyrir þá sem búa á Hvamms- tanga, en þaðan er svipuð vega- Borgarfjörður: Skipuð nefnd tíl athugunar á stofnun fiskeldisstöðva Frá fiskeldisfundinum í Brún. Morgunbiaflifl/Diðrik Jóhannsson Hvannatúni t Andaktl. Atvinnumálanefnd Anda- kilshrepps bauð íbúum þriggja hreppa nýlega til fundar í félags- heimilinu Brún í Bæjarsveit. Hún kynnti þar starf sitt um fisk- eða sejðaeldi. Um 30 manns úr Anda- kíls-, Lundarreykjadals- og Skorradalshreppum sóttu þenn- an fund. Sveinn Hallgrímsson, skólastjóri, situr í atvinnumálanefnd Andakfls- hrepps og stýrði hann fundi, erindi fluttu Bjami Arason, nú ráðunautur í fískeldi í hálfu starfí hjá búnaðar- samböndunum á Vesturlandi og Sigurður Már Einarsson, útibús- stjóri veiðimálastofnunar á Vestur- landi í Borgamesi. Að loknum erindum þeirra um möguleika físk- og seiðaeldis var ákveðið að oddvitar hreppanna til- nefndu einn mann úr hveijum hreppi til áframhaldandi athugunar með atvinnumáianefndinni á stofn- un fiskeldisstöðva á svæðinu. Vatnasvið hreppanna þriggja skar- ast taisvert og þess vegna þótti eðlilegt að þeir standi saman að frekari könnun. Sveinn Hallgríms- son upplýsti að sérfræðingar væm fáanlegir mjög fljótlega til að kanna nánar gæði og rennsli á köldu og volgu vatni. Fundarmenn hvöttu til þessarar athugana, þar sem sýnt þótti, að skilyrði ættu að vera fyrir hendi til reksturs eldisstöðva. Vegna sam- dráttar í hefðbundnum búskap þyk- ir brýnt, að vinna að einhveijum nýjum atvinnumöguleikum. DJ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.