Morgunblaðið - 20.04.1988, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 20.04.1988, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 55 Frá Islensk/ameríska fé- laginu í Suður-Kaliforníu Þorrablót íslendinga í Los Ang- eles var haldið 27. febrúar sl. í sal Northrups University (McKim- ley Hall). Um 170 manns mættu og var hljómsveitin Geimsteinn úr Keflavík (Rúnar Júlíusson) fengin til að spila og skemmta landanum í Suður-Kalifomíu öll- um til mikillar ánægju og héldu þeir uppi fjöri og dansi frá kl. 9.30-2.00. Eingöngu þorramatur var á boðstólum og var maturinn pant- aður frá veitingahúsinu Glæsibæ, Reykjavík, og sá Halldór Júlíus- son, veitingastjóri og yfírkokkur, um að koma þessum góða mat til íslendinga í Los Angeles. Einnig fengum við þá óvæntu ánægju að Haukur Morthens söngvari og frú voru á ferðalagi um Kalifomíu og komu þau sem gestir félagsins og að sjálfsögðu tók Haukur Morthens mörg góð lög meðan landinn naut þess að borða. Heiðursgestur kvöldsins var okkar góði ræðismaður, Halla Linker, og sagði hún nokkur vel valin orð til landans um að halda saman og efla félagið. Stjóm fé- lagsins sá um allan undirbúning og eldamennsku og bauð upp á ijómapönnukökur og kleinur með kaffi í eftirrétt. í stjóm félagsins em: Katrín Gunnarsdóttir Johnsen, forseti, Sigrún Hallgrímsdóttir, varaforseti, Jóhanna Sigurþórs Lewis, gjaldkeri, Katrín Einars- dóttir Warren, ritari, og Rúrí Magnúsdóttir Kameen, með- stjómandi. Þær breytingar urðu að Krist- inn Runólfsson lét af störfum sem gjaldkeri eftir 3 ára gjaldkera- stöðu og nýr gjaldkeri valinn, Jó- hanna Sigurþór Lewis. Stjóm ís- lendinga- félagsins í Suður-Kali- fomíu vill þakka öllum fyrir frá- bært og vel heppnað þorrablót og skemmtilega kvöldstund. Sérstak- ar þakkir til Flugleiða (Iceland- Air) fyrir frábæra rausn og styrk til landans í Los Angeles. Með fyrirfram þakklæti. Katrin Gunnarsdóttir Jo- hnson, forseti íslensk- Ameríska félagsins i Los Angeles, Kaliforniu, USA. Katrín Emarsdóttir Warren, ritari, og eiginmaður hennar, John Warren. Talið frá vinstri: Guðrún Magnúsdóttir Kameen, meðstjórnandi, • Jóhanna Sigurþórsdóttir Lewis, gjaldkeri, Katrín Gunnarsdóttir Johnson, formaður, og Halla Linker, ræðismaður. Sigrún Hallgrímsdóttir, varaformaður félagsins. við óvissu og eyða dýrmætum kröft- um sínum í að leita eftir þjónustu, sem ætti að vera sjálfsögð í velferð- arþjóðfélagi okkar. Það að eiga fatlað bam leiðir óhjákvæmilega til aukinna úmönn- unarþarfa, umfram það sem gerist og gengur með hin svo kölluðu eðli- legu böm. Það er ekki ósanngjamt að reikna með að umönnun sé tvö- föld á við það sem eðlilegt má telj- ast. Álagið á ijölskylduna og fjöl- skyldulífíð er því mikið. Þó ekki bætist við óvissa og langur biðtími eftir sjálfsagðrí þjónustu sem mælt er með eftir greiningu. Foreldrar standa oft og tíðum frammi fyrir hverju áfallinu á fætur öðra. Fyrst þegar fótlun er staðfest og svo þeg- ar leita á úrræða til hagsbóta fyrir bamið. Samkvæmt upplýsingum fengn- um hjá Svæðisstjóm Reykjaness era 60 fötluð böm á forskólalaldri á skrá hjá stjóminni, af þessum hópi fá aðeins 33 böm einhverskon- ar þjónustu innan dagvistarkerfís- ins, sum mest 4 tíma á dag en 27 böm fá enga dagvistunarþjónustu. Eins og kunnugt er búa fjölskyld- ur fatlaðra bama við mikið misrétti eftir búsetu, sum sveitarfélög veita góða þjónustu þegar önnur láta þessi mál afskiptalaus. Það kostar mikil átök og sálarstríð fyrir fólk að taka sig upp og flytjast milli staða af þessum ástæðum einum saman. í þessu sambandi er einnig rétt að benda á að þá kostar ríkið einn- ig miklar fjárhæðir að veita ekki fullnægjandi þjónustu á þessu sviði. í lögum .um málefni fatlaðra 10. gr., segir orðrétt, með leyfí forseta: „Fatlað bam á aldrinum 0—18 ára, sem dvelur í heimahúsi eða sem nýtur takmarkaðrar þjónustu og þarfnast sérstakrar umönnunar eða gæslu að dómi svæðisstjómar, á rétt á aðstoð eftir því sem við verð- ur komið." Fjárveitingar vegna þessarar greinar í fjárlögum ársins 1988 eru tæpar 77 milljónir króna. Á sama tíma era fjárveitingar vegna þjón- ustu samkvæmt lögum um málefni fatlaðra á Vestfjörðum, Vesturlandi og Norðurlandi vestra rúmlega 66 milljónir króná í það heila tekið. Ef þeim bömum sem hér er um rætt væri veitt viðunandi þjónusta drægi sjálfkrafa verulega úr fjár- þörf vegna þessarar umræddu laga- greinar.. Hér er einnig rétt að benda á að þetta er einnig þjóðhagslega hagkvæmt þar sem að báðir foreldr- ar hins fatlaða bams gætu unnið úti ef dagvistarþjónustan væri fyrir hendi. Með því að bæta þjónustuna vinnst því mjög margt. Framundan er breytt verkaskipt- ing ríkis og sveitarfélaga, þannig að í dagvistarmálum stöndum við á tímamótum, stofnkostnaður við byggingu dagvistarheimila hefur skipst milli ríkis og sveitarfélaga én samkvæmt nýja frumvarpinu er sveitarfélögunum alfarið ætlað að sjá um þennan kostnað. Ég óttast mjög að með þessu fyrirkomulagi muni ástandið ekki lagast. Auk þess vil ég benda á að í 1. kafla frumvarpsins sem á að breyta lögum nr. 41. 1983, um málefni fatlaðra er gert ráð fyrir breytingum er lúta að því að ríkið greiði að fullu stofnkostnað við sér- deildir fyrir fötluð böm á dagvistar- stofnunum, á meðan stofnkostnað- ur vegna rýmis fyrir fötuð böm á almennum deildum dagvistunar- stofnana skal greiðast af sveitarfé- lögunum. Ljóst er að þama er ákveðinni hættu boðið heim, reynslan hefur sýnt að fjármagn til þeirra hluta er sveitarfélögunum er ætlað að hafa með höndum er sjaldnast of mikið. Hætta er þar af leiðandi á að hugmyndin um verkaskipting- una ýti undir að byggðar verði ein- göngu sérdeildir fyrir fatlaða sem er mjög í andstöðu við anda og meginhugmyndir laga um málefni fatlaðra. Einnig vil ég benda á að í 2. gr. umrædds framvarps er ýtt enn frek- ar undir þessar tilhneigingar. í þessari grein er gert ráð fyrir að greitt skuli sama vistgjald fyrir fötl- uð böm og ófotluð böm sem er allra góðra gjalda vert. Framhjá hinu verður tæpast horft að vistun fatl- aðra bama kostar meira en vistun ófatlaðra bama og því lendir sá aukni kostnaður á viðkomandi sveitarfélagi. Ekki síst þar sem þessar breytingar era fyrirhugaðar fer ég fram á að könnuninni verði flýtt sem frekast er unnt og leitað úrræða og úrbóta í þessum mála- flokki. Annars er hætt við að vand- inn haldi áfram að hlaðast upp. Háttvirtur forseti, að lokinni þess- ari umræðu leyfi ég mér að fara fram á að tillögunni verði vísað til síðari umræðu og allsherjamefndar. Dreifing: Bergdal hf • Skúlagötu 61 • 101 Reykjavík • Sími 91-22522 BRAKl BRAK! BRAK! BRAK! Hob-nobs frá McVities er svo stökkt og brakandi að nær ógerlegt er að borða það hljóðlega. Hob-nobs kökurnar eru stórar og matarmiklar enda í þeim bæði hafrar og heilhveiti. Hob-nobs er hreinasta afbragð með kaffi og sumum finnst það jafnvel enn betra með svolitlu smjöri. Hób-nobs. Það er þó ekki heimabakað?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.