Morgunblaðið - 20.04.1988, Qupperneq 56
56
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988
Minning:
Jón Þór Jónsson
Fæddur 23. ágúst 1971
Dáinn 9. apríl 1988
Láttu smátt, en hyggðu hátt.
Heilsa kátt, ef áttu bágt
Leik ei grátt við minni mátt.
Mæltu fátt og hlæðu lágt.
(Einar Benediktsson)
Þessar ljóðlínur komu upp í hug
minn þegar ég frétti hið sviplega
andlát Jóns Þórs fyrrum nemanda
míns.
Jón Þór var einn af nemendum
mínum í H-bekknum í Kópavogs-
skóla í 7 ár. Þetta var afskaplega
kraftmikill og skemmtilegur hópur
og margar ánægjustundir áttum við
saman þessi ár bæði í leik og námi.
Jón Þór var raunar hægur og dulur
en hann naut sín samt vel með
hópnum og átti þar sína bestu vini,
sem fylgja honum nú hinsta sinni.
Hann var afar hjálpsamur og sam-
viskusamur og það var hægt að
treysta honum í hvívetna.
Mér eru minnisstæð skólaslitin
síðastliðið vor. Þá mættu nemendur
með blendnar tilfínningar eins og
ævinlega. Þeir hlökkuðu til að tak-
ast á við ný og öðruvísi verkefni
heldur en skyldunámið býður upp
á en vissu jafnframt að hópurinn
mundi tvístrast „vík yrði milli vina“.
Við Jón Þór kvöddumst og þökkuð-
um hvort öðru samfylgdina þessi
ár. Ég vonaði svo sannarlega að
við ættum eftir að hittast seinna á
lífsleiðinni.
Ég frétti af honum öðru hvoru
þessa mánuði sem liðnir eru frá
kveðjustund okkar. Hann hafði val-
ið að reyna sig úti á vinnumarkaðn-
um. Þar veit ég hann hefur reynst
„drengur góður" til hinstu stundar.
Vík er milli viha, stærri og meiri
en nokkum óraði fyrir síðastliðið
vor. Ég þakka Jóni Þór allar sam-
verustundimar og minnist orða
frelsarans sem vip lásum saman í
biblíusögutíma, „Ég er upprisan og
lífíð, sá sem trúir á mig mun lifa
þótt hann deyi“, og þannig mun Jón
Þór lifa áfram, aðeins á öðru til-
verustigi. Og hann lifír einnig í
minningunni hjá okkur.
Foreldmm hans og öðrum ástvin-
um sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minnig hans.
Valdís Þorkelsdóttir
Jón Þór, vinur okkar og bekkjar-
félagi, hefíir nú kvatt okkur. Frá 6
ára aldri fylgdumst við að í gegnum
langa og litríka skólagöngu. í fyrra
skildust leiðir þegar við útskifuð-
umst saman úr 9. bekk. Svo fór
hver í sína átt og byijaði að takast
á við framtíðina eftir áhyggjuleysi
grunnskólans. Við höfðum gaman
af því að spá í hvað yrði úr bekkjar-
félögunum og síst af öllu datt okk-
ur í hug að einn af okkur myndi
falla frá, aðeins 16 ára. Þegar við
fréttum af andláti Jóns Þórs þá brá
okkur mjög, því dauðinn er svo fjar-
lægur okkur á þessum aldri.
Jón Þór var sannur vinur vina
sinna og vinsamlegur við alla. Hann
var hlédrægur, ljúfur og það fór
lítið fyrir honum. A tímabili var
hann á kafí í hestamennsku, og
þeir sem voru með honum þar sáu
þá að hann var mikill dýravinur og
jafn ljúfur við menn og málleys-
ingja En eins og hjá mörgum ungl-
ingsstráknum viku hestamir fyrir
mótorhjólunum. Jón Þór var mjög
hraustur og stundaði vaxtarraékt
af kappi. Samt var hann spar á
krafta sína og tók aldrei á móti
t
KATRÍN ÓLAFSDÓTTIR,
Faxaskjóli 10,
andaðist þann 18. apríl.
Þórunn Árnadóttir,
Hólmfríður R. Árnadóttir,
Svala Eyjólfsdóttir,
Jón R. Árnason
og aðrir vandamenn.
t
Elskulegur eiginmaöur mipn,
JÓN HJÁLMARSSON,
Laugateigi 11,
andaðist 18. apríl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Hulda Þorsteinsdóttir.
t
Fósturmóðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HALLDÓRA JÓHANNESDÓTTIR
frá Umsvölum,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 22. apríl kl.
13.30.
Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, vinsamlegast láti Hallgríms-
kirkju eða líknarstofnanir njóta þess.
Steinunn G. Kristiansen,
Jónas Jóhannsson,
Ásrún Þórhallsdóttir,
börn og barnabörn.
t
Eiginmaður minn, faðir og sonur,
GUÐMUNDUR INGIMARSSON,
Skólagerði 46,
Kópavogi,
lést í Landspítalanum 19. apríl.
Arnþrúður G. Guðmundsdóttir,
Örn G. Guðmundsson.
Ingimar Finnbjörnsson.
strákunum í bekknum þegar þeir
voru að fljúgast á, svona til gam-
ans. En aftur á móti sannaði hann
yfírburði sína í sjómanni.
Fráfall Jóns Þórs er mikill missir
fyrir okkur sem vorum í bekknum
en við getum huggað okkur við það
að við hljótum að hitta hann aftur
— einhvers staðar, einhvem tímann,
f öðru lífí.
Við vottum aðstandendum og
nánustu vinum hans okkar dýpstu
samúð.
Fyrir hönd H-beklq'arins úr
Kópavogsskóla
Þráinn, Kristján Þór og
Hrund.
Minning:
Kveðjuorð:
Þórður Loftsson
frá Bakka
Þórður frá Bakka í Landeyjum
lést 10. mars sl. Lokið er ævi góðs
drengs í háro elli.
Þórður fæddist á Bakka 31. maí
1906. Foreldrar hans voru Kristín
Sigurðardóttir (1874-1957) Hall-
dórssonar bónda og formanns í Álf-
hólahjáleigu í Vestur-Landeyjum og
Loftur Þórðarson (1867—1954)
Brynjólfssonar.
Loftur og Kristín tóku við búi á
Bakka 1905 og bjuggu þar til 1941.
Þá tóku við búi Sigurður og Bjöm,
bræður Þórðar. Þeir bmgðu búi
1947 og Bakkafólk fluttist að Hellu
á Rangárbökkum.
Ég man Þórð Brynjólfsson sem
bjó á Bakka 1893—1905. Kona
hans var Jómnn Loftsdóttir frá
Klasbarða í V-Landeyjum. Þórður
kom eitt sinn um vetur til okkar
að Rimakoti, hressilegur karl og
orðheppinn. Pabbi sýndi honum
heyin og lömbin, sem þá var siður.
í heygarði föður míns mátti varla
sjá laust strá og þótti mér nóg um
þá nostursemi. Um leið og Þórður
kvaddi seildist hann í vasa sinn, dró
upp buddu sína pijónaða, þá einu
sem ég hef séð þeirrar gerðar, og
gaf mér krónu; ég má segja þá
fyrstu sem ég eignaðist.
Hverfíð okkar, Hólmahverfið, var
um margt merkilegt samfélag. í
Hólmum bjó Gunnar hreppstjóri.
Andrés, sonur Gunnars, kom fram
með „hugmynd að skuttogara fyrst-
ur manna í heiminum svo vitað sé“
Elínmundur Ólafs
Fæddur 28. maf 1901
Dáinn 10. apríl 1988
Afí minn Elínmundur Ólafs lést
í Borgarspítalanum þann 10. apríl
sl. á 87. aldursári.
Afí fæddist í Pálsbæ á Seltjamar-
nesi þann 28. maf árið 1901. Hann
var sonur hjónanna Runólfs Ólafs
skipstjóra og útgerðarmanns og
Elínar Ólafsdóttur húsmóður. Afí
var yngstur Qögurra systkina, elst
var Karólína, þá Ólafur og Ólafía.
Árið 1927 kvæntist afí ömmu,
Karólfnu Fríðsteinsdóttur Ólafs.
Hún fæddist þann 6. maí árið 1903
en andaðist þann 22. apríl árið
1970. Foreldrar hennar voru hjónin
Fríðsteinn Guðmundur Jónsson í
Fagurlist í Vestmannaeyjum og
Ástrfður Hannesdóttir. Með þeim
afa og ömmu voru miklir kærleik-
ar. Þeim varð tveggja sona auðið,
þeirra Björgvins og föður míns
Runólfs Más en hann lést þann 31.
maí árið 1973.
Ég og bróðir minn Ólafur kynnt-
umst afa best síðustu 15-20 árin.
Það var okkur dýrmætur tfmi þar
sem afi var sérstaklega vandaður
maður. Maðus sem fyigdist vel með
þjóðmálum og tækninýjungum og
hafði ákveðnar skoðanir á málum.
Ekki var hann mjög mannbiendinn
hin síðari ár en leið ætíð vel innan
um sitt fólk. Sérstaklega birti yfír
honum þegar bamabömin léku sér
i kringum hann.
Afí var alla tíð ef undan eru skil-
in síðustu árin mjög heilsuhraustur.
Eftir að amma lést bjó afí á Lauga-
teigi 3 hér f borg allt þar til að á
miðju ári 1986 að hann flutti f þjón-
ustufbúð í Seljahlíð við Hjallasel.
Þar leið honum vel og vil ég koma
á framfæri þökkum til starfsfólks
þar fyrir alll það sem gert var fyr-
ir afa.
Einnig vil ég koma á framfæri
sérstöku þakklæti til móður minnar
Magneu Þorsteinsdóttur og eigin-
manns hennar Þórs Vignis Stein-
grímssonar fyrir alla þá vináttu og
hlýju er þau ætíð sýndu afa. Gest-
risni þeirra í garð afa var einstök
og hjá þeim leið afa vel. Sérstak-
lega em mér minnisstæð sfðustu
áramót. Afí sem var vanur að fara
snemma í háttinn síðustu árin vildi
ekki fyrir nokkum mun missa af
þeirri ljósadýrð sem sjá mátti frá
heimili þeirra þegar við fögnuðum
nýju ári saman.
Blessuð sé minning afa mfns.
Þorsteinn Ólafs
(íjóðv. 20. sept. 1987). Á Bakka
bjó Loftur, orðlagður smiður og
Kristín ljósmóðir. I Hólmahjáleigu
var á þessum ámm bamaskóli og
þar bjó lengi Jónas, aflasæll for-
maður með skipið Svan. Á Önund-
arstöðum bjó Ársæll og Anna, syst-
ir Lofts á Bakka. Þar minnist ég
þess að tvær gamlar konur lágu í
kör. Þá var ekki til siðs að senda
þá öldmðu og útslitnu á stofnanir.
Þórður Loftsson fór til náms í
Flensborgarskóla 1924 og lauk
prófi sem gagnfræðingur. Það var
litið upp til Flensborgara í þá daga;
sumir urðu bamakennarar og fam-
aðist vel í starfi. Ég hygg að Þórð-
ur hefði kosið lengri skólagöngu
þó ekki væri um það rætt. Hann
var kennari í A-Landeyjum tvo vet-
ur, síðar skólastjórí á Hellu nokkur
ár og sfðast kennari við bamaskól-
ann í Þykkvabæ tvö skólaár.
Eftir 1930 fluttum við aftur í
nágrenni við Bakkafólkið. Tókust
þá góð kynni með okkur Þórði.
Hann var félagshyggjumaður og
starfaði mikið að félagsmálum í
héraðinu.
Þórður var lengi í félagi umf.
Dagsbrún í A-Landeyjum. Kreppa
í landi en ekki í félagstarfínu í
Dagsbrún.
Þetta var hópur ungs fólks sem
átti ekkert nema bjartsýni, sam-
heldni og lífsgleði.
Frá þessum ámm er margs að
minnast þó fátt verði skráð. Eg var
samferða Þórði á nokkur héraðs-
þing íþróttasambandsins Skarphéð-
ins.
Ég naut þá reynslu Þórðar frá
fyrri þingum, er var mér gott vega-
nesti. Flest vom þessi þing háð í
Haukadat á þessum ámm. Að koma
þar í fyrsta sinn var ævintýri fyrir
mig fávísan sveitapilt, og þá sér í
lagi að kynnast hinni eftirminnilegu
kempu Sigurði Greipssyni og skól-
anum hans. Og svo að sjá Geysi í
fyrsta sinn þó ekkert væri gosið.
Sigurður sagði um hverina: „Hver-
imir em mér mjög nákomnir. Það
er nefnilega þannig að sériiver hef-
ur sinn róm.“
En fleira er mér í minni frá fyrstu
ferð minni f Haukadal. T.d. fyrsta
borðhaldið með skólasveinum. Að
því loknu stóð Sigurður á fætur og
mælti: Nú stöndum við upp, tök-
umst í hendur og segjum: Njóttu
heill." Eða þá þegar strákamir
komu upp úr lauginni og veltu sér
í snjónum í hörkufrosti.
Öðm sinni stóð svo á að Dags-
brún „færði upp“, eins og það var
kallað, Mann og konu, valda leik-
þætti. Þórður var þar í hlutverki
t
Móðir, fósturmóðir, tengdamóðir og amma,
HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR,
Mýrum, Villingaholtshreppi,
er lést í Sjúkrahúsi Suðurlands 13. apríl, verður jarðsungin frá
Villingaholtskirkju laugardaginn 23. apríl kl. 14.00.
Guðmunda Sigurðardóttir, Kristinn Sigurðsson,
Jóhanna Sigurðardóttir, Sigríður Sigurðardóttir,
Margrét Sigurgeirsdóttir.