Morgunblaðið - 20.04.1988, Síða 59

Morgunblaðið - 20.04.1988, Síða 59
59 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 Alfreð Elíasson for stjóri—Minning Sjá nánar bls.29 1962 þegar ég var starfsmaður hjá Loftleiðum við framkvæmd og stjóm sérstakra verkefna. Er mér ljúft að minnast þess nú, að það var reynsluríkt að fylgjast með starfsferli Alfreðs og hvemig hann tók á hinum ýmsu verkefnum er fyrir komu. Það sem að mínum dómi einkenndi Alfreð var sjálf- stæði hans í hugsun. Hann var óhræddur við að taka ákvarðanir, hafði til þess dug og kjark og.vegna sjálfstæðiskenndar sinnar tók hann ákvarðanir er hann gerði sér grein fyrir, að hann varð að bera ábyrgð á og hann taldi sig hafa ráð á því. Alfreð var maður er mtt hafði sér braut af sjálfsdáðum og hafði valið sér í félagsskap menn, er vom hon- um að skapi og sameiginlega tókst þeim að leysa málin. Alfreð gat verið harður af sér og harður í hom að taka og því var hann og stundum harður húsbóndi, en hann vildi hafa aga og stjóma eftir því sem honum þótti bezt, réttast og sanngjamast. Framþróun og gengi í íslenzkum flugmálum hefur verið ævintýri líkast undanfarin ár. Það er á eng- an hallað þótt sagt sé að Alfreð átti mikinn hlut í þessari þróun sem brautryðjandi og hefír þessi þróun haft jákvæð áhrif á allt íslenzkt efnahagslíf undanfama áratugi, sem kemur fram í því, að ferða- mannaiðnaður hefur aukist og vöxt- ur þeirrar atvinnugreinar getur að- eins orðið með því að betmmbæta samgöngur, ekki bara innanlands heldur við útlönd. Engum vafa er undirorpið að hlutur Loftleiða hf., undir farsælli stjóm Alfreðs og fé- laga hans, hefur átt hvað mestan hlut í þessari jákvæðu þróun og nýsköpun þessarar atvinnugreinar, sem orðin er gildur stofn í öflun þjóðartekna landsins. Fyrir þetta brautryðjandastarf Alfreðs og á öðmm sviðum uppbyggingar þess- arar atvinnugreinar stendur íslenzk þjóð í mikilli þakkarskuld við fram- lag Alfreðs og mun þess minnst um ókomna tíð. Hefur Alfreð reist sér þar þann minnisvarða, sem hvorki mölur né ryð fá grandað. Mér er ljúft og skylt að flytja vini mínum og samstarfsmanni, Alfreð, þessi kveðjuorð á skilnaðar- stund. Alfreð var einn af velgjörðar- mönnum mínum og ég bar virðingu fyrir honum og mat hans framlag í þágu framfara og velfamaðar og enda þótt talað sé um að menn leiti leiða til að ná marki fuilkomnunar verður því marki ekki náð,-því að fullkomnun út af fyrir sig er hugtak sem er leiðarmark, en ekki endanleg aðlægð. Allir einstaklingar hafa sínar takmarkanir og þýzkt mál- tæki segir að menn ættu að gera sér grein fyrir takmörkunum, jafn- framt því að hollt sé að vera sér meðvitandi um hið jákvæða í fari sínu sem einstaklingur. Ég hygg að Alfreð hafí gert sér grein fyrir þessum staðreyndum mannlegs lífs og lífsstm hans mótaðist af því. Alfreð var mikill drengskaparmaður og enda þótt hann hafí þurft að taka ákvarðanir sem ekki voru alls staðar vel þegnar eða viðurkenndar hygg ég þó í afturhvarfí að hann hafi ekki skapað sér neina óvildar- menn á lífsleiðinni og segir það sína sögu. Lífið er margslungið og vegir þess og lok illrannsakanlegir. Alfreð skilaði sínu dagsverki með mikilli reisn, þannig að hans mun æ minnst með sæmd og virðingu. Að leiðar- lokum vil ég persónulega gjalda honum skuld þakklætis fyrir traust, vináttu og samstarf, sem varð mér ómetanlegt brautargengi og styrk- ur í starfí. ^ Eiginkonu, bömum og öðrum ástvinum er vottuð einlæg samúð. Gunnar Helgason Nú þegar lokið er ævi heiðurs- mannsins Alfreðs Elíassonar vil ég skrifa fáein kveðjuorð. Ég ætla ekki að minnast á afrek Alfreðs sem flugmanns og forstjóra Loftleiða, síðar Flugleiða. Það munu aðrir gera sem þekkja þá sögu betur. Sjálf þekkti ég hann sem heimilis- föður að Haukanesi 28, Garðabæ. Ég var aðeins fímm ára þegar ég kom fyrst inn á yndislegt heimili Alfreðs og Millu, við fyrstu kynni okkar Geirjsrúðar, yngstu dóttur hjónanna. I mörg ár var ég þar daglegur gestur. Þrátt fyrir miklar annir í starfí hafði Alfreð alltaf tíma til að hlusta á okkur, ef við vildum eiga við hann orð. Alfreð bar tilfinn- ingar sínar ekki á torg en það fór ekki fram hjá neinum sem til þekktu, hve mjög hann unni fjöl- skyldu sinni. Eg veit að hann var tilfínningaríkur fjölskyldufaðir, skilningsgóður og bar hag íjölskyld- unnar fyrir bijósti. Ég minnist margra ánægjustunda með þeim hjónum og Geirþrúði. Bátsferðimar á Sóma era sérstaklega eftirminni- legar. Þar endurspeglaðist hin mikla ábyrgðartilfínning Alfreðs. Aldrei mátti leggja frá landi nema allir væra komnir í björgunarvesti og öryggistæki yfirfarin, jafnvel þó um stutta sjóferð væri að ræða. Það er alveg víst að þessi ábyrgðar- tilfínning fylgdi honum einnig í starfí. Þegar við stelpumar fengum að róa út á bát vissum við að Al- freð fylgdist gaumgæfílega með okkur. Hann var ekki einungis traustur maður, heldur einnig raun- góður og mikill fjölskyldufaðir. Það var mikil reisn yfír heimili þeirra Alfreðs og Millu. Á þessum kross- götum vil ég þakka allan þann hlý- bug og vinsemd sem ég hef orðið aðnjótandi af hans hálfu. Það fer ekki á milli mála að hér var stór- menni og sérstakur öðlingsmaður á ferð. Elsku Milla, Geia, Alfreðsdætur og -synir, ég sendi ykkur innilegar samúðarkveðjur. Petrína Sæunn Úlfarsdóttir Við kveðjum í dag hinstu kveðju Alfreð Elíasson, þann mann sem með ævistarfi sínu hefur lagt hvað merkastan skerf til íslenskra flug- mála. Því fylgir söknuður, en ekki síður virðing og þakklæti. Starfsævi Alfreðs var því miður allt of stutt, en undanfarin hátt á annan áratug mátti hann heyja harða baráttu við erfíðan sjúkdóm sem tók þrek hans allt. Fjölmargir hefðu fremur óskað þess, að sjá þá krafta nýtast lengur fluginu til heilla. Á svipuðu tímabili, á röskum tveimur áratugum, tókst Alfreð Elíassyni og samstarfsfólki hans að gera Loftleiðir að stórveldi á fslenskan mælikvarða og að afli sem vakti athygli og aðdáun í alþjóða- flugrekstri. Þá sögu þekkjum við hér á íslandi betur sem Loftleiðaæv- intýrið. Alfreð var og verður ætíð tákn Loftleiða. Hann var enda lengst af forstjóri félagsins og almennt ber samtíðarmönnum saman um, að það hafí fyrst og fremst verið fyrir dug, djörfung og víðsýni hans að Loftleiðir unnu sína mestu sigra. Alfreð var maður sannfæringarinn- ar og hefur sem flugmaður vitað að hann yrði að trúa á sjálfan sig ef ná skyldi áfangastað. Hann og nánustu samstarfsmenn hans hjá Loftleiðum höfðu á sínum tíma einnig alþjóðlegri sjóndeildar- hring en almennt tíðkaðist þá hér á landi. í því sambandi má m.a. nefna samstarfíð við norska flugfé- lagið Braatheen SAFE og stofnun þriggja flugfélaga sem störfuðu ein- göngu utan íslands, þ.e. Flughjálp, Cargolux og Intemational Air Ba- hama. Einmitt í flugrekstri nú á ofanverðum níunda áratugnum beinast augu forráðamanna flugfé- laga um allan heim að fyrirsjáan- legri mun meiri samvinnu þeirra. í ljósi þessa nýjustu strauma er sam- starf Loftleiða og Braathen enn athyglisverðara. Með samstarfí flugfélaganna náðist að sameina það besta. Loftleiðir lögðu til flug- vélar og duglegar áhafnir. Braathen lagði til flugrekstrar-, markaðs- og tækniþekkingu sína. Þetta samstarf gerði til dæmis mögulegt að farþegi sem steig um borð í flugvél Loft- leiða í New York gat haldið áfram í samfelldu tengiflugi allt austur til Hong Kong. í ár era liðin 40 ár frá því að Flugráð Bandaríkjanna veitti Loft- leiðum fyrst lendingarréttindi vest- anhafs en það varð grannurinn að N-Atlantshafsflugi Loftleiða og síðar Flugleiða. Hin síðari ár hefur samkeppnin á þessari flugleið auk- ist til muna og samkeppnisaðstaða íslensks flugfélags versnað á þess- ari alþjóðaleið. Forsendur hafa breyst í tímans rás. ísland hefur í flóra áratugi uppskorið af þessum akri, N-Atlantshafsflugleiðinni, akri sem Alfreð Elíasson og Loft- leiðir sáðu í. N-Atlantsþafsflugið hefur veitt þúsundum íslendinga atvinnu, skapað ómældar gjaldeyr- istekjur, flýtt veralega fyrir upp- byggingu innlendrar ferðaþjónustu, borið hróður landsins víða og síðast en ekki síst fært mikla flugrekstrar- þekkingu til landsins. . Alfreðs Elíassonar var minnst á viðeigandi hátt fyrir skömmu þegar út kom í Bandaríkjunum gagnmerk bók um tuttugu og fímm forstjóra flugfélaga sem taldir era hafa haft mikil áhrif á þróun farþegaflugs í heiminum. Einn kafli bókarinnar er helgaður Alfreð og því hvemig hann raddi brautina í nafni Loft- leiða fyrir ódýram fargjöldum í áætlunarflugi á N-Atlantshafsflug- leiðinni. Höfundur bókarinnar Ron Davies, forstöðumaður flugsam- göngudeildar, Smitshsonian flug- og geimvísindasafnsins í Washing- ton, nefndi í fróðlegu samtali við okkur fyrir nokkra, að Alfreð hefði- verið einn af fáum flugfélagafor- stjóram heimsins, sem skapað hefðu forsendur fyrir ódýram flugsam- göngum nútímans. Fyrir alla sem starfa að flugmálum hér á landi er ánægjulegt að Alfreð skuli hljóta þennan heiður og staðfesting á því að það sem vel er gert mun ekki falla í gleymsku. Ævistarf Alfreðs Elíassonar var farsælt og sannarlega árangursríkt. Um ókominn tíma verður stórhugar hans og dugnaðar minnst. Ungt fólk sem kosið hefur sér framtíð- arstarf innan flugsins hér á íslandi stendur í mikilli þakkarskuld við Alfreð Elíasson. Kristjönu Millu Thorsteinsson og bömum 'þeirra hjóna færam við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnar Þorsteinsson, Sigurjón Ásbjörnsson. Gott er að gleðjast góðum með, gamans og liðs að njóta brátt kann j)ó selskaps bróðemið burt sem vatnsstraumur fljóta; þá heilsan brestur, heill og féð, homaugum vinir skjóta, eigin gagn hvílir efst á beð en ástin leggst til fóta. (Hallgrimur Pétursson) Að kvöldi þriðjudagsins 12. apríl sl. bárast mér þær fréttir að Alfreð Elíasson, fyrrverandi forstjóri Loft- leiða, væri látinn, 68 ára að aldri. Þar sem ég hef notið vináttu hans og fjölskyldu hans langar mig að skrifa nokkur kveðjuorð. Alfreð fæddist í Reykjavík 16. mars 1920. Foreldrar hans vora hjónin Áslaug Kristinsdóttir hár- greiðslukona og Elías Kr. Dagfinns- son bryti. Þau sendu son sinn til náms í Landakotsskóla og seinna fór hann í Verzlunarskólann. Venju- leg skólaganga hans var ekki lengri þá og við tóku ýmis störf og áhuga- mál. Meðal annars lagði Alfreð fyr- ir sig leigubflaakstur, frímerkjavið- skipti og hvað annað sem hann taldi sig geta haft vel upp úr. En hugur Alfreðs stefndi annað og hærra og til Kanada fór hann til flugnáms árið 1942. Eftir heimkomuna frá Kanada stofnar hann Loftleiðir hf. ásamt Kristni Olsen og Sigurði Ól- afssyni og mun ég ekki rekja þann frægðarferil frekar hér. Haustið 1965 urðum við Haukur, eldri sonur Alfreðs, skólafélagar og upp frá því góðir vinir. Undirritaður kynntist þá Alfreð Elíassyni. Fýrir- tækið Loftleiðir var þá í hvað mest- um blóma. Aldrei varð ég þess var að Alfreð ofmetnaðist af velgengni félagsins heldur frekar, að hann talaði um nauðsyn þess að fara gætilega í framtíðinni, mögur ár koma yfirleitt í kjölfar góðu ár- anna. Hófsemi í orðavali á þessum velgengnisáram var einstök. Undirritaður naut þess í mörg ár að vera velkominn í Haukanes 28, heimili Alfreðs og Millu, ásamt félögum okkar Hauks, Bjama Guð- mundssyni bílstjóra í Reykjavík og Jóhannesi Kristinssyni flugstjóra í Lúxemborg. Áhugamál okkar á þeim tíma vora bátar og bflar. Al- freð gat miðlað til okkar, á sinn sérstaka hátt, vissum boðorðum um varkámi og aðgætni þannig að aldr- ei fór neitt úrskeiðis hjá okkur. Alltaf notaði hann sömu þægilegu aðferðina við leiðbeiningar til ungra ákafra manna, dæmisögur og rök- fastar leiðbeiningar úr fluginu. Endalaust hafði hann þolinmæði til að segja okkur til og fræða okkur um upphafsár flugsins á íslandi, án þess að mikla þátt sinn og fé- laga sinna, heldur frekar til að geta haft góð áhrif á okkur strákana. Sérstaklega verð ég að geta þess hversu hjálpsamur hann var við mig, er ég stundaði nám við við- skiptadeild Háskóla íslands og vantaði efni í verkefni eða ritgerð- ir. Ég gat gengið inn á skrifstofu hans og heimili eins og mitt eigið og alltaf mætt sama viðmótinu: Ert þú héma; hvað get ég hjálpað þér með? Raunar var þetta of auðveld leið til að verða sér út um hugmynd- ir og efni í ritgerðir en niðurstaðan var jafnan þægileg. Góð ráð þáði undirritaður oft frá hendi Alfreðs og er þakkað fyrir þau hér. Greið- vikni hans var jafn einstök og er mér minnisstætt atvik er ég kom til hans og bar upp erindi vegna manns sem ég þekkti, en hafði lent í óreglu. Alfreð sagði: „Þú veist, Diddi, að ég get ekkert gert, það er alltaf verið að skamma mig þessa dagana." Erindi mínu var lokið, við tókum upp annað tal. Tveim dögum seinna var viðkomandi kunningi minn kvaddur í viðtal hjá Flugleið- um og ráðinn sama eftirmiðdag. Þannig gerði Alfreð hlutina. Þegar ég svo seinna vildi þakka honum, hristi hann höfuðið og kannaðist ekki við neitt. Ekki get ég lokið þessari grein minni án þess að fjalla um þá gæfu sem Alfreð naut í sínu einkalífi. Hann kvæntist 7. febrúar 1947 Kristjönu Millu Thorsteinsson, dótt- ur Sigríðar Thorsteinsson f. Haf- stein og Geirs Thorsteinsson út- gerðarmanns í Reykjavík. Þau eign- uðust 7 böm, 6 þeirra era á lífi, orðin fullorðið og dugmikið fólk. Kristjana Milla er einstök dugnað- arkona með ótrúlega mikla starfs- orku og þrek, sem sýndi sig best er hún tók stúdentspróf 1975 og síðar próf frá Háskóla íslands í við- skiptafræðum 1979. Fyrir hennar þægilega viðmót og umburðarlyndi gagnvart okkur strákunum vil ég þakka. Stjómlag hennar á þessu heimili var einstakt og dugnaður ólýsanlegur, þess naut Alfreð og kunni vel að meta enda bar hann alla tíð mikla virðingu fyrir sinni konu og dugnaði hennar. Að lokum vil ég og fjölskylda mín, félagamir Bjami og Jóhannes, þakka Alfreð og fjölskyldu ómetan- lega aðstoð og vingjarnlegt viðmót í gegnum tiðina. Sigurður Karlsson Alfreð Elíasson var heiðursfélagi í Félagi íslenskra atvinnuflug- manna og við starfandi flugmenn í dag eigum honum mikið að þakka. Það fer ekki hjá því að ýmislegt kemur upp í hugann nú þegar Al- freð er allur. Alfreð var einn áhrifa- mesti og harðskeyttasti frumheiji flugsins hér á landi. Hann var áræð- inn og hugumstór þegar taka þurfti afdrifaríkar ákvarðanir, sem for- stjóri Loftleiða var hann máttar- stólpi félagsins. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um hversu vel Loftleiðum vegnaði undir hans for- ystu meðan heilsa leyfði. Við sem störfuðum undir hans stjóm báram til hans ótakmarkað traust og viss- um að hann léti aldrei persónulega hagsmuni ganga fyrir velgengni félags síns. Við sem eldri eram í fluginu vitum að yngri félagsmenn okkar fara mikils á mis að hafa ekki starfað í stjómartíð Alfreðs en á þeim tíma fjölgaði flugvélum stöðugt, keyptar vora nýjar vélar, þær stærstu sem til vora og bjart- sýnin réð þá ríkjum. Það má með sanni segja að Loftleiðaævintýrið hafi staðið og fallið með Alfreð. Stundum skarst auðvitað í odda milli Loftleiða og stéttarfélags okk- ar og þá var oft erfítt að fást við Alfreð en þegar upp var staðið fannst okkur hann alltaf sanngjam. Það fór heldur ekki framhjá okkur sem flugum í hans forstjóratíð hversu góðgjam Alfreð var því ósjaldan var leitað á hans náðir með frífargjöld fyrir veikt fólk sem komast vildi til lslands til að eiga síðustu dagana hér eða ef komast þurfti til lækninga erlendis. Átti hann þá jafnvel til að veita þeim fjárhagslegan stuðning. Það var dapurlegt að sjá þennan hrausta dreng þurfa að láta í minni pokann fyrir sjúkdómi þeim sem að lokum hafði betur, en auðvitað •tók það miklu lengri tíma en ella sökum baráttuvilja og hörku Al- freðs. Við minnumst hans sem forstjóra Loftleiða þegar hann var fullfrískur og hikaði aldrei að takast á við ný verkefni og leit helst ekki um öxl því framundan vora óunnin verk. Við vottum Kristjönu Millu og bömunum innilegustu samúð og þökkum fyrir að hafa fengið að njóta þess að starfa undir stjóm hans. Félag íslenskra atvinnuflugmanna. + Faðir okkar, JÓHANNES G. JÓHANNESSON hljóðfæraleikari, lést á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, 17. þ. mánaðar. Synir hins látna. t Móðir okkar, SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR, lést í Borgarspítalanum þann 18. apríl sl. Ágústa Ólafsdóttir, Garðar Ólafsson, Jón Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.