Morgunblaðið - 20.04.1988, Síða 71

Morgunblaðið - 20.04.1988, Síða 71
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1988 71 KORFUKNATTLEIKUR / ÚRVALSDEILDIN Morgunblaðiö/Einar Falur Pálmar Slgurðsaon átti ótrúlegan leik i gær. Hann skoraði 11 þriggja stiga körfur og alls 43 stig. Hér er hann kominn upp og Helgi Rafnsson kemur engum vömum við. UMFN - Haukar 91 : 92 fþróttahúsið f Njarðvfk, úrslitakeppni úrvalsdeildarinnar f körfuknattleik, þriðjudaginn 19. aprfl 1988. Gangur leiksins: 0:3, 2:8, 4:14, 4:18, 8:19, 11:25, 20:29, 27:84, 31:34, 35:36, 87:39, 39:42, 46:50, 61:50, 66:52, 60:68, 64:60, 64:63, 66:66, 69:71, 74:78, 77:77, 79:79,81: 83, 86:87, 88:90, 91:90, 91:92. Stig UMFN: Vaíur Ingimundarson 38, Teitur örlygsson 22, Hreiðar Hreiðarsson 12, Sturla örlygsson 7, ísak Tómasson 7, Helgi Rafnsson 6, Friðrik Ragnarsson 4. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 43, Henning Henningsson 16, fvar Ásgfmsson 14, Ingi- mar Jónsson 6, ívar Webster 6, Reynir Kristjánsson 4, Ólafur Rafnsson 3. Áhorfendur: 800. Dómarar: Kristinn Albertsson og Ómar Scheving og dœmdu þeir erfiðan leik vel. Hvað sögðu þeir? í.,nr lllnhuf-— ivar woDswor: „Ég var orðin útkeyrður þegar ég varð að fara af leikvelli undir lok- inn með 5 villur, enda búinn að vera inn á allan leikin. Þetta var erfitt en skemmtilegt, svona eiga úrslitaleikir að vera.“ Hálfdán Markússon aAstoð- arþfálfaH Hauka: „Dagskipunin þjá okkur var að hætta aldrei, Við gerðum okkur grein fyrir því að möig mistök yrðu gerð í leik sem þessum og ef menn gerðu mistök þá þýddi ekki að æðrast heldur að halda áfram og gera betur næst. Þetta tókst hjá strákunum og við erum að sjálfsögðu I sjöunda himni. En þetta var einn af þeim leikjum þar manni finnst leitt að annað liðið skuli þurfa að bíða ósigur.“ Inglmar Jónsson: „Vömin var góð hjá okkur í leikn- um og baráttan var í lagi. Það hafði l(ka mikið að segja að fara ekld á taugum { framlengingun- um. Við komum til þessa leiks með því hugarfari að sigra og það tókst." nonning nOTningison; „Þetta var spuming um að hafa HAUKAR ÍSLANDSMEISTARAR FYRSTASINNI qi - __ _ # » iviorgunDiaoio/tinar raiur sigurgiMi Hauka var mikil og hér dansar Henning Henningsson við bikarinn glæsilega. Ólafur Rafnsson Reynir Knstjánsson og Pálmar Sigurðsson fylgjast með. Otmleg spenna Tvíframlengdur úrslitaleikur í Njarðvík — Reynir Kristj- ánsson tryggðu Haukum sigur á síðustu sekúndunum HAUKAR tryggðu sér f gœr- kvöldi íslandsmeistaratitilinn f körfuknattleik í fyrsta sinn, með slgri á Njarðvfkingum í stórkostlegum úrslitaleik f fþróttahúsinu í Njarðvík. Allt var á suðupunkti í íþrótta- húsinu í Njarðvík í gærkvöldi á lokasekúndunum { leik Njarðvík- inga og Hauka, staðgn 91:90 ^■■■■1 Njarðvíkingum ( vil, Bjöm eftir að leiknum Blöndal hafði verið fram- skrifar lengt tvívegis. Valur Ingimundarson hafði þá skorað tvö stig og á klukk- unni mátti sjá að 11 sekúndur voru til leiksloka. Haukar hófu leikinn og Njarðvíkingar hugsuðu aðeins um að Pálmar Sigurðsson gæti ekki tekið skot, en hann hafði verið þeim erfiður ljár í þúfu enda búinn að skora 43 stig. Þar með losnaði um Reynir Kristjánsson sem fékk bolt- ann í góðu færi og hann lét ekki segja sér tvisvar hvað gera skyldi og sendi boltann ömgglega í körfu Njarðvíkinga og tryggði með þvl liði s(nu Islandsmeistaratitilinn. í þann mund rann leiktíminn út og Haukar og aðdáendur þeirra fögn- uðu óvæntum meistaratitli innilega. Þar með var einhveijum mest spennandi körfuboltaleik sem hér hefiir verið leikinn lokið. „Meistaraheppni var með okkur að þessu sinni og hún skipti sköpum í þessum leik. Eins var það að menn áttuðu sig á því í Hafnarfírði á sunnudaginn að Njarðvíkingar em ekki ósigrandi. Það er erfitt að vera á toppnum lengi, því allir vilja sigra meistarana," sagði Pálmar Sigurðs- son þjálfari og leikmaður Hauka eftir leikinn. „Við vomm einfaldlega ekki nægilega hungraðir eftir að veija titilinn, það var ástæðan fyrir að okkur tókst ekki að sigra í þess- um leik. Þeir em með gott lið, en við emm, betri og eigum að geta unnið þá á eðlilegum degi,“ sagði Valur Ingimudarson leikmaður og þjálfari UMFN sem var óhress með úrslitin. Haukamir komu Njarðvíkingum í opna skjöldu með kraftmiklum leik og þeir náðu fljótlega 12 stiga for- skoti, en undir lok hálfleiksins tókst Njarðvíkingum að minnka muninn í 2 stig. Njarðvíkingar voru ótrúiega lengi í gang og það tók þá 3 mínút- ur að skora fyrstu stigin. Slðari hálfleikur var hnífjafn, Hauk- amir oftast með undirtökin, én Njarðvíkingar vom aldrei langt undan. Undir lok leiksins náðu Njarðvíkingar síðan 3ja stiga for- skoti og allt virtist stefiia í enn einn sigurinn hjá þeim, en Pálmar Sig- urðsson jafnaði með glæsilegri 3ja stiga körfu og jafnaði leikinn. Þá varð að framlengja í 5 mínútur og undir lok þeirrar framlengingu vora Njarðvíkingar með 2ja stiga for- skot, en tvö vítaskot ívars Ás- grímssonar jöfnuðu leikinn og þvf varð að framlengja honum aftur um 5 mínútur. Það var svo á síðustu sekúndum þeirrarV framlengingu sem ReyTiir Kristjánsson tryggði liði sínu sigur eins og áður sagði. „Ég komst í gott færi, það var enginn Njarðvíkingur fyrir framan mig og í stöðunni var ekki um annað að ræða en' að taka skotið og það tókst," sagði Reynir um þetta mikil- væga augnablik. Pálmar Sigurðsson var maður þessa leiks og réðu Njarðvíkingar ekkert við hann. Pálmar skoraði 43 stig í leiknum og þar af vora 11 þriggja stiga körfur. ívar Webster var einn- ig góður að þessu sinni, náði aragrúa frákasta og var eins og klettur í vörninni. Henning Henn- ingsson var góður f fyrri hálfleik og ívar Ásgrímsson var einnig góð- ur, skoraði mikilvæg stig á réttum augnablikum. Njarðvíkingar vora ekki í essinu sínu að þessu sinni og e.t.v. hafa þeir talið Haukana auðvelda bráð. Valur Ingimundarson var þeirra besti maður ásamt Teiti Örlygssyni og Hreiðari Hreiðarssyni en aðrir náðu sér ekki á strik. viljann til að sigra og hann var okkar megin að þessu sinni. Loks- ins sáum við árangur margra ára þjálfunnar, þetta var hreint út sagt frábært." Ólafur Rafnsson: „Mér gekk ekki sérlega vel að þessu sinni, en sigurinn er jafn- kærkomin fyrir því. Við náðum ótrúlega góðum leik í upphafi sem hefur ef til vill sett þá út af lag- inu, en vömin var góð og það ásamt hittni Pálmars réðu bagga mun að þessu sinni." Tattur örlygsson: „Þetta var spuming um sekúndur undir lokin, við einbeitum okkur að Pálmari og gieymdum að gæta Reynis sem náði að skora fyrir bragðið. Þetta var æsispennandi leikur og gat farið á hvom veginn sem var.“ Sturla Öriygsson: „Betra liðið vann. Pálmar var óstöðvandi í leiknum og það héldu honum engin bönd. Ég var ekki ánægður með mfna frammistöðu, komst aldrei inn í leikinn." ísak Tómasson: „Þetta var slakur leikur af okkar hálfu og dæmið gekk einfaldlega ekki upp hjá okkur að þessu sinni. En það kemur dagur eftir þennan dag og við komum tvíefldir til næsta leiks." Fffiðrlk Raonarmson: „Það var erfitt að koma inn (Ieik sem þennan, en það hjálpaði mér að hafa fengið tækifæri í fyrri leikjum. Leikurinn var ótrúlega spennandi frá upphafí til enda og það var gaman að fá tækifæri þrátt fyrir ósigurinn." HralðarHraiðarsson: „Pálmar Sigurðsson var hreint út sagt frábær í þessum leik og það héldu honum engin bönd og hittni hans hreint ótrúleg. Ég held að þessi leikur verði lengi í minnum hafður, enda bauð hann upp á allt sem hægt er að hugsa sér í einum úrslitaleik." Hilmar Hafatelnsson aðstoð- srMálfaHUMFN: „Ég hef tekið þátt í mörgum spennandi leikjum um dagana, en þessi slær þeim öllum við. Hauk- amir vora á réttu róli að þessu sinni og þeir höfðu Pálmar Sig- urðsson."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.