Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Fimm umsóknir um styrki vegna úreld- ingar ásláturhúsum Landbúnaðarráðuneyti hafa borist fimm umsóknir frá slát- urleyfishöfum varðandi úreld- ingu sláturhúsa, og að sögn Níelsar Árna Lund hjá land- búnaðarráðuneytinu er vitað af fleiri umsóknum á leiðinni, en umsóknarfrestur um framlag tíl úreldingar rann út 20. ágúst síðastliðinn. Alls hafa land- búnaðarráðuneytinu borist 42 umsóknir um sláturleyfi í haust. Þar af eru 16 umsóknir frá slát- urhúsum sem hlotið hafa lög- gildingu, en hin hafa verið rek- in á undanþágu. Níels Ámi sagði að nokkur af þeim sláturhúsum sem sótt hefðu um sláturleyfi hefðu síðan sótt um framlag til úreldingar þegar gef- inn var kostur á því, þannig að ekki lægi ljóst fyrir í dag hve slát- urleyfishafar yrðu endanlega margir í haust. Þá hafí jafnframt nokkrir aðilar sótt um úreldingu á næsta ári og slátra því í síðasta sinn nú í haust. „Það er vitað að til stendur að byggja upp sum þeirra sláturhúsa sem rekin hafa verið á undanþágu þannig að þau hljóti löggildingu, en á þessari stundu liggur ekki ljóst fyrir hve mörg þau eru. Þá kom í ljós við úttekt dýralækna á undanþáguhúsunum að víða var ýmsu ábótavant og lagfæringa þörf, og hefur landbúnaðarráðu- neytið ítrekað í bréfí til þeirra að undanþága fáist ekki til slátrunar í haust nema þeim lagfæringum verði lokið. Nú hefur einungis bor- ist umsögn um að tilskildum lag- færingum sé lokið í einu slátur- húsi,“ sagði Níels Ámi. Einu sláturhúsi hefur verið synj- að um sláturleyfí í haust, en það er sláturhús Kaupfélags Suður- nesja í Grindavík, sem fékk synjun snemma í vor. Ákvörðun um hækkun á verð- miðlunargjaldi vegna úreldingar sláturhúsa verður tekin þegar end- anlega liggur fyrir hve margar umsóknir berast ráðuneytinu um úreldingu í haust. Að sögn Níelsar Áma er ljóst að þetta mun leiða til hækkunar sláturkostnaðar um eina til tvær krónur á hvert kfló, en markmiðið sé þó að úrelding húsanna stuðli að lækkun slátur- kostnaðar í heildina þegar fram í sækir. Verðmiðlunargjaldið verður ákveðið fyrir 1. september. Eímskíp áformar byg'g’ingn hótels Kveldúlfshúsin rifin á næstunni EIMSKIPAFÉLAGIÐ hefur kynnt fyrir borgaryfirvöldum frumteikníngar að 20 þúsund fermetra hóteli við Skúlagötu. Kveldúlfshúsin, sem nú ganga undir nafninu Skúlaskáli, verða Vígreifur hlaupari JÚGÓSLAVTNN Borut Podg- omic sigraði í Reykjavík- urmaraþoninu, sem fram fór á sunnudag og fagnar hann árangri sínum á myndinni. Um 1.300 manns tóku þátt f hlaupinu og er það meiri fjöldi en áður. Sjá nánar á bls. 54-55 oir B16-17. rifin innan tiðar vegna hugsan- legrar byggingar hótelsins. Gert er ráð fyrir að 200 her- bergja hótel rísi milii Vatnsstígs og Vitastígs en bflageymsluhús vestan Vatnsstígs. Næst bflageymsluhús- inu er áætlað að byggja íbúðarhús og gera útivistarsvæði. Vegna þessa telja Eimskipsmenn nauðsyn- legt að rífa Skúlaskála og hefur það verið samþykkt af borgaryfírvöld- um. Ekki hefur verið ákveðið hvort Eimskipafélagið reisi sjálft íbúðar- húsin og gangi frá útivistarsvæð- inu. Sjá nánar á blaðsíðu 28. Morgunblaðið/Einar Falur Svend-Aage Malmberg haffræðingur við straummælingartækin sem Jökull Ve. fékk í troUið í Hávadjúpi. Spjöldin eru til straumstefnumælinga og á þeim eru áietranir á þýsku. Tækin sjálf eru miUjóna króna virði og þau geyma upplýsingar sem ekki hafa verið metnar tíl fjár, en eru mjög dýrmætar. Verðmæt tæki í trollið Sams konar tæki gætu enn verið á reki suður af landinu VÉLBÁTURINN JökuU VE 15 fékk verðmæt rannsóknartæki í troUið er hann var að veiðum í Hávadjúpi þann 19. júlí síðastUðinn. Tækin, sem eru frá hafrannsóknarstofnuninni í V-Þýska- landi, voru lögð á um 2.000 metra dýpi djúpt suður af landinu í fyrrasumar. Hlutverk þeirra var að mæla m.a. straumstyrk, straumstefnu og hitastig sjávar á 700 til 2.000 metra dýpi. Verð- mæti tækjanna nemur mUljónum króna. Alþjóða hafrannsóknarráðið stendur fyrir þessum rannsóknum í samstarfí við hafrannsóknarstofnanir m.a. í V-Þýskalandi og á íslandi. Þetta kallast „Nansen-verkefhið" og beinist að athugun djúpsjáv- ar. Þjóðveijarnir, sem eru frá Hamborg, kotnu hing- að í fyrrasumar og lögðu þá þijár lagnir með þrem- ur mælum hveija. Hver mælir inniheldur sírita sem geymir upplýsingamar sem safnað er. Eftir árs iegu í sjónum átti síðan að sækja tækin og rannsaka upplýsingamar. Þá fundust lagnimar ekki og var gripið til þess ráðs að sprengja þær lausar með fjar- stýrðum búnaði sem losar þær frá botnfestunni. Ekki fundust tækin að heldur og urðu Þjóðveijamir að snúa heim aftur tómhentir. Þann 19. júlí síðastliðinn gerðist það síðan að Jökull VE fékk þessi tæki í trollið og hafði þau þá rekið um 60 sjómflna leið. Hafsteinn Sigurðsson skipstjóri varðveitti tækin og nú eru þau komin í hendur Hafrannsóknarstofnunar. Svend-Aage Malmberg haffræðingur sagði að Þjóðveijamir hefðu verið látnir vita og væm þeir ákaflega fegnir að tækin fundust, enda mikil verðmæti, bæði tækin sjálf og ekki síður gögnin sem þau varðveita. Svend- Aage sagði að upplýsingamar hefðu varðveist og Hír fengu skipverjar á Jökli VE15 1 hin vestur-þýsku rannsóknartæki í veiöarfatrin Hér slitnaði búnaðurínn upp M tækin væri hægt að gera við, þótt þau hefðu orðið fyrir hnjaski. Hann vildi koma á framfæri þakklæti til Hafsteins og áhafnar hans á Jökli fyrir að hirða tækin og koma þeim í land. Svend-Aage sagði að enn væm ófundnar tvær af lögnunum sem Þjóðveijamir leituðu og væri mik- ils um vert að sjómenn, sem kunna að fá þessi tæki í veiðarfæri sín, varðveiti þau sem best og láti Haf- rannsóknarstofnun vita af þeim. Hann sagði þetta hættulausan búnað, en hann væri nokkuð erfíður í meðfömm, þar sem efsti mælirinn á strengnum er á 700 metra dýpi en sá dýpsti á 2.000 metra dýpi. Rækjuverkendur funda með Halldóri Ásgrímssyni: Krafist 5-600 milljóna úr verðjöfnunarsjóði STJÓRN Félags rækjuvinnslu- stöðva gengur á fund Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsráð- Signrborg- KE dæmd fyrir ólöglegar veiðar Skipstjórinn á Sigurborgu KE 375 hefur verið dæmdur til greiðslu 274 þúsund króna sektar til Land- helgissjóðs auk sakarkostnaðar, og til að sæta upptöku veiðarfæra og 8 tonna af blönduðum afla, samtals að verðmæti rúmlega 800 þúsund. Varðskipið Ægir stóð m/b Sigur- borgu að ólöglegum togveiðum um V2 sjómflu innan 12 mflna vestur af Deild í Stigahlíðarfjalli um klukkan 3 aðfaramótt sunnudagsins. Skipið var fært til ísafjarðar þar sem Pétur Hafstein bæjarfógeti dæmdi í máli skipstjórans í gær. Meðdómandi hans var Guðmundur Guðmundsson fram- kvæmdastjóri. í málinu var stuðst við staðar- ákvörðun Landhelgisgæslunnar. Skipstjórinn tatdi sig í fyrstu hafa verið utan bannsvæðis en er hann hafði reiknað staðarákvörðun sína upp á nýtt féllst hann á mælingar Gæslunnar. herra á morgun, miðvikudag, í því skyni að fá leystar til stöðv- anna 5-600 miiyóna króna inni- stæður úr verðjöfnunarsjóði. Algeng innistæða rækjuvinnslu- stöðva hjá sjóðnum er 20-30 milljónir króna og um mitt síðastliðið ár greiddu þær 4-20 prósent af veltu sinni til hans. Að sögn Eiríks Böðvarssonar hjá Niðursuðuverksmiðjunni hf. á ísafírði, eins forsvarsmanna rækjuverkenda, telja þeir að hjá verðjöfnunarsjóði sé ekki tekið nægilegt tillit til afkomu stöðv- anna, sem hafi verið reknar með tapi undanfarin ár. Framlög og úthlutanir sjóðsins miðist ein- göngu við söluverð. „Greinin er búin að leggja þama fyrir milli 5 og 600 milljónir króna og það nær engri átt að það sé ekki losað um það fé þegar grein- in stefnir í gjaldþrot," sagði Eirík- ur. „Ef stjómvöld vísa þessu frá sér, þá má búast við því að kröfu- hafar gangi harðar að stöðvunum. Meðan kröfuhafar vita að við erum að beijast við að ná þessum fjár- munum út sýna þeir biðlund en ef stjómvöld sýna ekki skilning á okkar máli er ljóst að farið verður í harðari innheimtuaðgerðir.“ Rækjustöðvar greiddu í verð- jöfnunarsjóð um mitt síðasta ár fyrir tímabilið frá því um mitt ár 1986. „Þetta var geysilegur út- mokstur úr fyrirtækjunum um leið og sást til sólar eftir margra ára tap,“ sagði Eiríkur Böðvarsson. „Á sama tíma og verið er að tala um að varðveita og byggja upp eigið fé í fyrirtækjunum þá er ráð- ist á eigið fé þessara fyrirtækja. Þau hafa. þurft að gjaldfæra í sínum 'rekstri greiðslur í þennan sjóð og ef ekki á að leyfa þeim að eignfæra það fé aftur þá er hjóm eitt að tala um slíka hluti. Það kaupir enginn óbijálaður mað- ur hlutabréf í þessum fyrirtækjum eins og málin standa.“ Eiríkur sagði að úttekt Þjóð- hagsstofnunar á rækjuvinnslu árið 1987 sýndi að hráefniskostnaður verksmiðjanna væri 70% af fram- leiðslukostnaði. „Við teljum því að það sé fullgreitt fyrir hráefnið og útvegsmenn og sjómenn eigi miklu minna í verðjöfnunarsjóði en þeir vilja vera láta. Þeir hafa fengið sitt úr þessari köku.“ Að sögn Eiríks telja rækjuverk- endur sig geta verið vongóða um árangur af suðurförinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.