Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 55 Morgunblaðið/Einar Falur Már Hermannsson vann skemmtiskokkið í annað sinn á tveimur árum. Allan tímann að vinna upp forskotið MÁR Hermannsson sigraði í skemmtiskokkinu og er það ann- að árið í röð sem hann vinnur það hlaup. Hann er 23 ára Keflvíkingnr og hefur tekið þátt » Reykjavíkur maraþoni þrisvar áður. „Sá sem hljóp með mér, Jóhann Ingibergsson, náði svo miklu for- skoti á mig í upphafi hlaupsins og ég var allan tímann að vinna það Allt betra enað hlaupa í sóí ÓMAR Gylfason, 14 ára, hleypur í annað sinn á Reykjavíkur Mara- þðn. í fyrra tók hann einnig þátt í skemmtiskokki. „Þetta er í annað sinn sem ég tek þátt í skemmti- skokkinu. í fyrra hljóp ég á 39,01 en ég veit ekki hvaða tíma ég hef fengið núna.“ Hvað var erfiðast við hlaupið? „Það var kaflinn að Nýjabæ á Seltjamamesi." Hvemig með veðrið? „Það er allt betra en að hlaupa í sól. Það mætti vera dálítill úði. Það væri betra. Ég ætla að taka þátt í þessu á næsta ári. Skrái mig í skemmti- skokkið." upp. Ég náði því Ioks en hann lenti í öðm sæti.“ Hvaða kafli var erfiðastur? „Þetta var mjög jöfn og góð leið. Kannski var það brekkan vestur á Seltjamamesi. Svo var líka mót- vindur á bakaleiðinni, meðfram sjónum." Æfirðu hlaup? „Já, ég hef æft hlaup í íjögur ár með U.M.F.K.," sagði Már Her- mannson. Morgunblaðið/KGA Órnar Gylfason tók þátt í skemmtiskokkinu í annað sinn. Morgunblaðið/KGA Vida frá Los Angeles finnst gott að hlaupa I hreina loftinu á ís- landi. Góðar að- stæður til að hlaupa EINN fjölmargra erlendra kepp- enda var Vida frá Los Angeles. Hann tók þátt í hálfmaraþoni og var með fyrstu mönnum i mark. Var þetta erfitt? „Já, þetta var erfitt. Ég fór út að skemmta mér í gærkvöldi, þess vegna var þetta erfiðara en ella.“ Hvemig er að hlaupa á ís- landi? „Það er stórkostlegt. Veðrið er ákjósanlegt og loftið svo tært. í Los Angeles hleypur enginn um miðjan dag. Hitinn er of mikill og mengun- in kæfandi. Þar verður maður að æfa síðla kvölds. Hér em stórkost- legar hlaupaaðstæður og sennilega eiga margir snjallir hlauparar eftir að koma frá íslandi." Ætlar þú að hlaupa hér á næsta ári? „Hvort ég ætla. Hér er gott að vera." Mig vantar keppnisstól JÓN H. Sigurðsson er fatlaður maður sem tók þátt í skemmti- skokkinu. Hann er í íþróttafélagi fatlaðra og fór 6,5 km á hjóla- stól sínum á 53 mínútum. Mættu margir taka dugnað hans sér til fyrirmyndar. „Þetta er í annað sinn sem ég tek þátt í þessu. 1986 fór ég sömu vegalengd." Þú ert á alveg ágætum tima? „Nei, þetta er slakur tími. Ég vildi að ég hefði verið 10 mínútum fljótari.“ Æfir þú mikið? „Nei, alltof lítið. Mig vantar betri stól til þess. Sérstakan keppnisstól. Þeir em að koma til landsins um þessar mundir þessir keppnisstólar. Ég hef lítið keppt fyrir hönd íþrótta- félags fatlaðra en hef verið því meira í stjómunarstörfum hjá þeim.“ Tekur þú þátt í næsta hlaupi? „Já, ef heilsa og allt lofar þá geri ég það ömgglega. Næsta mót er 10 km hlaup á vegum Rauða Kross íslands 11. september og líklega tek ég þátt í því,“ sagði Jón H. Sigurðsson. Jón H. Sigurðsson í íþróttafélagi fatlaðra fór hringinn á 53 mínút- um. Morgunblaðið/KGA Tökum þátt næsta ár STELPURNAR létu ekki sitt eftir liggja í hlaupinu og þær stöllur Þórhildur Hansdóttir 17 ára og Jóhanna Pétursdóttir 16 ára tóku þátt í skemmtiskokkinu. Þær hafa báðar tekið þátt í Reykjavíkur maraþoni áður, Jóhann tvisvar. Þær æfa báðar sund með Ár- manni en sögðust ekki hafa hlaup- ið mikið áður. „Hlaupið gekk ágætlega hjá mér en það var samt dálítið erfitt," sagði Þórhildur. í hvaða sæti lentir þú? „Ég veit það ekki enn. í fyrra lenti ég í 27. sæti,“ sagði Jóhanna. „Hlaupið var svolítið erfitt núna, sérstaklega undir lokin þegar vindur- inn jókst. Við ætlum báðar að taka þátt í Reykjavíkur maraþoni næsta ár,“ sögðu stöllumar. A Morgunblaðið/KGA Jóhanna og ÞórhUdur ætla að taka þátt í Reykjavíkur maraþoni næsta ár. Morgunblaðið/KGA Anna Soffía Hauksdóttir hefur hlaupið í götuhlaupum hér og erlendis. Hljóp þessa leið á fimmtudaginn ANNA Soffía Hauksdóttir tók þátt í Reykjavíkur Maraþoni í fyrsta sinn en hún hefur hlaupið áður bæði hér og erlendis. Hvernig var að hlaupa i dag? „Þetta var ágætt. Ég hef hlaupið í svona götuhlaupum áður, bæði hér og erlendis. Þetta er bara áhugamál og gert af lítilli alvöru." Hvar var erfiðasti kaflinn? „Það var eiginlega síðasti sprett- urinn. Það var kominn dálftill mót- vindur á leiðinni frá Seltjamamesi í miðbæinn. Þá var þetta orðið dálítið erfitt. Hinn hluti hlaupsins var í góðu lagi.“ Varstu aldrei komin að því að gefast upp? „Nei, nei. Ég hljóp þessa leið á fimmtudaginn til að finna hvemig það væri. En þetta er eins löng vega- lengd og ég kemst í dag.“ Þú ætlar þá ekki i hálfmaraþon næst? „Nei, ekki á næstunni. En kannski geri ég það seinna. Ég þarf að æfa mikið meira fyrir það. En þetta er mjög góð líkamsrækt að taka þátt í svona hlaupum," sagði Anna Soffia Hauksdóttir. Alltaf að reyna að bæta tímann HALLDÓR Pálsson er einn hinna fjölmörgu sem skokka sér til heilsu og ánægju. Hann hefur tek- ið þátt i skemmtiskokkinu frá þvi að Reykjavíkur maraþon hófst 1984 og ætlar að halda þvi áfram. „Ég hef tekið þátt í þessu undanfar- in fyigur ár og ég er alltaf að reyna að bæta tímann. í fyrra hljóp ég vegalengdina á um 40 mínútum og núna náði ég að bæta mig um næst- um 2 mínútur.“ Þú hefur ekki árætt að taka þátt í maraþonhlaupinu? „Ég verð að bíða með það. Ég er of þungur til að taka þátt í því núna. Ég yrði fyrst að léttast um nokkur kíló.“ Ætlarðu að hlaupa næsta ár? „Já, það geri ég. Ég miða alltaf við að vera í fríi þegar maraþon- hlaupið fer fram. En það þyrftu að vera um fleiri hlaup að velja. Það þyrftu að vera 4 eða 5 hlaup á ári sem hægt væri að taka þátt i. Mér þykir til að mynda sjö kílómetrar of stutt hlaup. Fremur vildi ég hafa það eins og í heilsuskokki Krabbameins- félagsins í maí þar sem hlaupnir voru 10 km. Bjóða mætti upp á 10-15 kflómetra hlaup ásamt skemmtis- kokkinu. Hins vegar eru 21 kílómetr- ar heldur of mikið fyrir þá sem vilja hlaupa aðeins lengra en nú er gert í skemmtiskokkinu," sagði Halldór Pálsson. Morgunblaðid/KGA Halldór Pálsson náði að bætá tima sinn um tvær mínútur í skemmtiskokkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.