Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Gönguleiðirá höfuðborgarsvæðinu Þegar sumarleyfum linnir kem- ur gjarnan tími styttri gönguferða hjá þéttbýlisfólki. Einmitt nú er komið út handhægt og ítarlegt gönguleiðakort, sem samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu hafa látið gera, ásamt leiðarv- ísi með leiðbeiningum um hveija leið. Hvort tveggja það fyrirferð- arlítið að kemst fyrir í vasa og í plastumbúðum. Stuttar leiðarlýs- ingar eru 59 talsins, en kortið nær yfir gönguleiðir frá Straumsvík í suðri tiJ Hvalfjarðar í norðri og sérkort er yfír gönguleiðina kring um wHvalfell að Hvalvatni. Þá er getið þeirra 37 staða á höfuð- borgarsvæðinu sem eru á náttúru- minjaskrá. Inn á kortið er merkt upphaf og endir gönguleiða, út- sýnisstaðir og ferðalöngum bent á hvar hægt er að leggja bílum o. fl. Gönguleiðakortið er 65X95 sm að stærð. Það er teiknað af Tóm- asi Jónssyni auglýsingateiknara, en höfundur leiðarlýsinga er Sig- urður Sigurðarson. Því hefur ver- ið dreift í bókaverslanir, bensínaf- greiðslur Shell og Esso og á Bif- reiðastöð íslands. „Undir pilsfaldinum“ Myndlist Bragi Asgeirsson Nýr sýningarsalur hefur verið opnaður í miðbænum, nánar tiltekið í Hlaðvarpanum, aðsetri kvenna á Vesturgötu 3a og hefur hlotið hið táknræna nafn Undir pilsfaldinum. Sýningarsalurinn er í kjallara vinstra megin í portinu og er hinn vistlegasti auk þess að búa yfir ýmsum möguleikum til mismunandi sýningahalds þótt ekki sé hann stór. Ekki veit ég hvort salurinn eigi að vera sérstakur griðastaður kven- sýninga, en fyrst til að sýna þar er ung kona, Inga Sólveig að nafni, sem lauk í fyrravor námi við listaskólann fijálslynda „San Fransisco Art Instutite" í sam- nefndri borg. Myndirnar á sýningunni munu allar unnar síðasta námsár Ingu, GERNI JET TURBO HREINSITÆKI Hreinsun verður leikur einn GERNI JET, ný gerð af háþrýsti- hreinsitæki með Trubo spíss. Mjög handhæg — létt og af- kastamikil. Aðeins 18 kg á þyngd og með allt að 120 BAR þrýsting. Ýmsir fylgihlutir, t.d. fyrir sand- blástur. Þú sparar tíma, fé og fyrirhöfn með GERNI JET. Skeifan 3h - Sími 82670 en hún hafði þá óbundnar hendur og vann sjálfstætt, m.a. við ljós- myndatökur í nokkrum Evrópulönd- um. Ifyrir utan myndþrenningu í lit í sáldþrykktækni og eina litljós- mynd eru allar myndimar í svart- hvítu og segja þijár afmarkaðar sögur úr hvunndeginum, sem nefn- ast „Angst“, „Underground" og „Fjötrar fortíðar“. Hér eru sagðar sögur úr hráköldum veruleikanum og það er trúlega til að undirstrika það, að myndimar em dökkar, harðar og kaldar, líkastar mglaðri ímynd raunvemleikans. Þannig séð em þær mjög amer- ískar og geta hæglega minnt á hinn nafnkennda ljósmyndara Weegee og þann gmnn, sem hann og fleiri lögðu að hráum ljósmyndum af raunvemleikanum. Em t.d. á engan hátt jafn listrænar og stemmninga- ríkar og evrópuskólinn í raunvem- leikamyndum eins og hann birtist t.d. í ljósmyndum Brassai eða Henri Cartier Bresson svo einhveijir séu nefndir. Þetta er mjög svipaður munur og t.d. á amerískri og evr- ópskri strangflatalist í málverki. Innan um í þessum þrem mynd- röðum Ingu Sólveigar má sjá ágæt- ar ljósmyndir en það ruglar skoð- andann hve margar myndanna em úr fókus, sem er auðvitað gert af ásettu ráði en krefst hnitmiðaðri vinnubragða en Inga Sólveig virðist hafa yfir að ráða enn sem komið er. Þá er óneitanlega nokkuð þung stemmning yfir sýningunni, sem stingur í stúf við hið bjarta og fal- lega sumar hér á íslandi og hún hefði fallið betur inn í skammdegið en rímar þó sannarlega við efna- hagsástandið í Iandinu! I stuttu máli, áhugaverð sýning en megnar þó ekki að hrífa skoð- andann með sér og hræra við til- finningakviku hans, til þess eru þær of óraunvemlegar og of langt í burtu. Þetta em helstu einkenni þess að sökkva sér of langt í tilraun- ir og er mjög algengt síðasta námsárið í Iistaskólum og er eigin- lega misskilið frelsi. Höfóar til .fólks í öllum starfsgreinum!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.