Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 Htrgi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 70 kr. eintakið. Sannleikurinn fjötraður í Prag Víða um heim var þess minnst um síðustu helgi, að 20 ár voru þá liðin frá inn- rás fimm Varsjárbandalags- ríkja undir forystu Sovétríkj- anna inn í Tékkóslóvakíu. Innrásin var gerð á grundvelli Brezhnev-kenningarinnar svonefndu, það er að Kreml- verjar hafi „rétt“ til að hlut- ast til með valdi í sósíalísku ríki, ef þeir telja hinni sósí- alísku þróun í þessu landi ógnað. Frelsisandinn sem kenndur var við „vorið í Prag“ var kæfður í þessari innrás og leiðtogum hreyfingarinnar með Alexander Dubcek í far- arbroddi var bolað frá völdum. Þjóðin var hneppt í herfjötra og situr þannig enn. Eftirminnilegustu mótmæl- in um síðustu helgi voru í Prag. Þar gerðist það í fyrsta sinn í nítján ár, að verulegur mannfjöldi safnaðist saman í miðborginni og hafði uppi andmæli gegn sovéska herná- minu. Fólkið krafðist frjálsra kosninga og óskaði eftir því að ritskoðun yrði afnumin. Lögregla var send gegn því; fólkið hrópaði á móti: Gestapo! og einnig: Við segjum satt, þið sigið hundum! Þrátt fyrir glasnost í Sov- étríkjunum og kröfur mennta- manna þar um að brotist sé í gegnum lygavefinn, sem umlykur stjórnendur komm- únismans þar og annars stað- ar, er lögreglu og hundum beitt gegn þeim, sem krefjast ‘sjálfstjómar, frelsis og að sannleikurinn fái að sigra í Tékkóslóvakíu. Sovétmönnum hefur ekki tekist að brjóta sjálfsvirðingu Tékkóslóvaka á bak aftur. Mótmælin í Prag á sunnudaginn voru til marks um það. Raunar kunna þau að vera upphaf enn frekari aðgerða almennings í Tékkó- slóvakíu. Menntamenn í landinu hafa ekki lotið vilja leppa Kremlveija, það sýnir tilvist samtakanna Charta 77 og Alexander Dubcek stendur enn fastur fyrir í sannleikans nafni. „Mín verður minnst sem manns, sem var trúr sjálfum sér og málstað sínum. Ég lét ekki kaupa mig til að falla frá því að fordæma innrásina [1968]. Ég kaus heldur að láta reka mig úr flokknum,“ sagði Dubcek í samtali við þýska vikublaðið Der Spiegel. Þúsundir manna mótmæla í Prag á sama tíma og verk- föll breiðast enn út í Póllandi. Innan Sovétríkjanna sjálfra krefjast kúgaðar þjóðir við Eystrasalt og Svartahaf auk- ins sjálfstæðis. Kommúnism- inn dugar ekki til að steypa alla í sama mót. „Mannkynið gengur nú í gegnum eitt áta- kamesta skeið sögu sinnar. Kommúnismi með lenínísku yfírbragði er genginn sér til húðar. Þriðjungur íbúa jarðar, frá Austur-Evrópu til Kína, lifir nú óróleikatíma, og kreppunni verður ekki afstýrt. Ekkert svipað hefur gerst síðan lénstímunum lauk í lok miðalda í Evrópu." Þannig kemst Júgóslavinn Milovan Djilas að orði í nýlegu sam- tali við breska vikublaðið The Observer. Hann hefur um ára- tuga skeið verið í hópi þeirra, sem hafa skilgreint stjómkerfi kommúnismans af hvað mestri skarpskyggni og mátt þola harðræði og fangelsanir fyrir að segja sannleikann. Innrásin í Tékkóslóvakíu fyrir 20 árum varð til þess að margir, sem höfðu tröllatrú á forystuhlutverki Sovétríkj- anna í heimsmálum og trúðu á kommúnismann sem alhliða lausn á öllum mannlegum vanda, lýstu opinberlega yfir vinslitum við ráðamenn í Moskvu. Þá hölluðu þessir sósíalistar sér gjaman að Rúmenínu, sem ekki sendi her inn í Tékkóslóvakíu, í þeim hópi var til að mynda Al- þýðubandalagið. Nú er ljóst, að stjómarfarið í Rúmeníu er jafnvel verra en annars staðar í kommúnistaheiminum. Hitt er einnig ljóst, að Míkhaíl Gorbatsjov hefur ekki horfið frá Brezhnev-kenningunni. Kremlverjar telja sig enn hafa „rétt“ til að hlutast til um innri málefni sósíalískra ríkja og beita þar valdi, ef nauðsyn krefst. Ýmislegt hefur breyst á vettvangi alþjóðamála á 20 ámm síðan Tékkóslóvakía var hemumin af Varsjárbanda- laginu. Hemámið þar er þó enn í fullu gildi, sannleikurinn fær ekki enn að njóta sín í Prag. Þeir búa enn við skert mannréttindi í Tékkóslóvakíu, sem em trúir sjálfum sér og málstað sínum. Notaleg stund í Viðey. Snorri Hlöðversson, Ingibjörg Snorradóttir, Hulda Þórðardóttir, Erla Snorradótt- ir og Aðalbjörg Vilhjálmsdóttir. Þau eru af Fljótsdalshéraði og höfðu aldrei komið í Viðey áður. Þeim líst mjög vel á staðinn og telja líklegt að þau sæki þangað aftur. Gestir í Viðey ánægð- ir með breytingamar ÞEIR gestir í Viðey sem blaðamað- ur Morgunblaðsins ræddi við í eynni á laugardaginn sögðust ánægðir með framkvæmdirnar þar. Viðmæ- lendur voru allir mjög ánægðir með þetta útivistarsvæði við bæjardyr Reykjavíkur og þóttu breytingamar aðlaðandi og til mikilla bóta. Nokkr- ir aðspurðra voru að koma í fyrsta sinn út í eyjuna, og töldu sig örugg- lega sækja þangað aftur. Gestir eyjarinnar voru þennan dag um sex til sjö hundruð manns, ungir sem aldnir. Voru þeir dreifðir vítt og breitt um eyjuna, en margir enduðu skoðunarferð sína á því að fá sér hressingu í Viðeyjarstofu. Þar er opið fyrir almenning frá kl. 14.00 — 18.00 frá mánudegi til miðvikudags, en á öðrum dögum er opið til kl. 23.30. Á efri hæð Stofunnar er svo ráðstefnusalur þar sem hægt er að halda veislur. Þennan laugardag var skím um morguninn og skírði séra Þórir Stephensen staðarhaldari. Þá var á laugardag fyrsta hjónavígslan í Við- ey, eftir breytingamar, og gaf séra Kristján Búason saman þau Herdísi Sif Þorvaldsdóttur og Finn Orra Thorlacius. Fögnuðu menn fram eftir degi í salnum í Viðeyjarstofu í vistlegu umhverfi. Eftir að gestir eyjarinnar stigu á land byrjuðu margir hveijir á því að skoða kirkjuna. Yfirborð Tjamarmn- arlægraen venjulega „YFIRBORÐ Tjamarinnar er 10 sentímetmm lægra en venjulega, trúlega vegna þess að minna kem- ur af vatni úr Vatnsmýrinni í Tjömina en áður“ sagði Stefán Hannesson, verkstjóri hjá gatna- málastjóra, í samtali við Morgun- blaðið. „Það verður að hleypa vatni í Tjörnina á næstunni og það verður örugglega gert en það er hins vegar óvíst hvemig það verður framkvæmt," sagði Stef- án. „Vatnsmýrin er orðin of þurr, ef til vill vegna þess að búið er að ræsa hana of mikið fram. Síðastliðin ár urðum við hins vegar að hleypa vatni úr Tjöminni vegna þess að of mikið vatn kom í hana," sagði Stef- án. Hann sagði að í bjartviðri virtist myndast mikill þörungagróður í Tjöminni og í norðanátt bærist hann að suðausturhorni stóru Tjamarinn- ar.„Við erum búnir að sjúga fleiri hundruð rúmmetra af þömngagróðri úr Tjöminni í sumar og höfum bæði notað tæki Reykjavíkurborgar og leigutæki til þess,“ sagði Stefán.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.