Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.08.1988, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 1988 31 Reuter Ramallah. Reuter. ÍSRAELSKIR hermenn særðu níu Palestínumenn í gær er efnt var til verkfalla á hernumdu svæðunum. Útgöngubann var Andófsmenn í Austur-Evrópu: Ráðamenn fordæmi innrásina London. Reuter. HIN ýmsu samtök andófs- manna í fimm ríkjum austan Járntjaldsins minntust þess á sunnudag að 20 ár voru liðin frá því herafli ríkja Varsjár- bandalagsins réðist inn í Tékkó- slóvakíu áð undirlagi Sovét- manna. í sameiginlegri yfirlýs- ingu sem gefin var út í London kröfðust andófshóparnir pólitísks frelsis og að herafli Sovétmanna í ríkjum Varsjár- bandalagsins yrði kallaður heim. 25 óopinber samtök í Tékkósló- vakíu, Sovétríkjunum, Ungverja- landi, Póllandi og Austur-Þýska- landi stóðu saman að yfirlýsing- unni sem 115 menn rituðu nöfn sín undir. Á meðal þeirra voru Adam Michnik, Zbigniew Bujak og Jacek Kuron, sem allir eru þekktir leiðtogar Samstöðu, hinn- ar óleyfilegu hreyfingar pólskra verkamanna, auk tékkneska rit- höfundarins Vaclavs Havels og nokkurra félaga Glanost-hópsins í Sovétríkjunum. í yfirlýsingunni voru leiðtogar ríkja Varsjárbandalagsins hvattir til þess að fordæma innrásina í Tékkóslóvakíu á opinberum vett- vangi. Þá væri og brýnt að endur- reisa æru þeirra þúsunda manna sem sætt hefðu ofsóknum í kjölfar innrásarinnar og verið meinað að starfa að listum, vísindum og stjómmálum. í yfirlýsingunni sagði einnig að gera þyrfti breyt- ingar á stofnskrá Varsjárbanda- lagsins í því skyni að innleiða aukið lýðræði í löndunum. Tryggja þyrfti aðildarríkjunum jafnan sess auk þess sem virða bæri grund- vallarréttindi og félagsleg hags- munamál minnihlutahópa. sett í borginni Nablus á Vestur- bakkanum en á aðfaranótt mánudags var ungur Palestínu- maður skotinn til bana í flótta- mannabúðum í borginni. Boðað var til allsherjarverkfalls á herteknu svæðunum vegna inn- heimtuaðgerða ísraelskra skatt- heimtumanna en leiðtogar upp- reisnar Palestínumanna hafa hvatt almenning til að greiða ekki skatta þá sem ísraelar hafa innleitt. Þátt- taka í verkfallinu var mikil og fáir Palestínumenn mættu til vinnu í ísrael. í gær var sett á utgöngubann í Nablus en um 120.000 manns búa í borginni. Á aðfaranótt sunnudags var ungur Palestínu- maður skotinn til bana í Asker- flóttamannabúðunum nærri Nabl- us. Að sögn leiðtoga Palestínu- manna voru óbreyttir ísraelar þar að verki. Tveir Palestínumenn voru skotnir til bana á sunnudag er mikill fjöldi fólks safnaðist saman á herteknu svæðunum til að minn- ast þess að 19 ár voru liðin frá því reynt var að kveikja_ í A-Aqsa moskunni í Jerúsalem. í borginni Haifa í norðurhluta landsins voru Qórir ungir Palestínumenn hand- teknir grunaðir um að hafa varpað handsprengju að hópi fólks í mið- borginni á laugardagskvöld. 25 særðust í tilræðinu þar af tvö böm. Óþekktur maður hringdi í frétta- stofu í borginni og sagði Frelsis- samtök Palestínu (PLO) hafa stað- ið að baki ódæðinu. Noregur: Fjórir skotnir með sjálfvirkin hagiabyssu Ósló, frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunbladsins. FJÓRIR menn voru myrtir á lögregla 23 ára gamlan mann frá 25 manns særðust i sprengjutilræði í Haifa á laugardagskvöld o; hafa fjórir Palestinumenn verið handteknir, grunaðir um ódæðið. i meðal þeirra sem særðust voru tvö börn. Israel: Ailsherj arverkfall og útgöngubann hroðalegan hátt í bænum Far- sund i Suður-Noregi á laugar- dag. Ungur maður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa skotið mennina fjóra en i gær hafði hann ekki játað á sig verkn- aðinn. Morðin voru framin á skotæf- ingasvæði skammt utan við bæinn Farsund skömmu eftir hádegi á laugardag. Fjórir menn voru við skotæfíngar þegar maður skaut á þá með sjálfvirkri haglabyssu. Tveir mannanna létust samstundis en hinir tveir, sem báðir voru illa særð- ir, komust í hús skammt frá æfínga- svæðinu og hringdu í lögreglu og á sjúkrabifreið. Þegar sjúkraliðamir komu á staðinn og ætluðu að ná í lík mannanna tveggja skaut ódæð- ismaðurinn á þá og létust þeir sam- stundis. Á miðnætti á laugardag handtók Farsund á heimili hans. Maðurinn hafði sést fyrr um daginn í grennd við æfingasvæðið með haglabyssu. Á heimili mannsins fundust vopn af ýmsu tagi og að sögn lögreglu er næsta víst að hann hafí framið morðin á skotæfíngasvæðinu. Mennimir sem drepnir voru á skotæfingasvæðinu voru á aldrinum 22 til 43 ára'og láta eftir sig konur og böm. Norsk stjómvöld sögðu eftir þennan hörmulega atburð að réttværi að taka upp skráningu á haglabyssum í Noregi. Yfir 300.000 slíkar eru til í landinu og hingað til hafa aðeins verið skráðar sjálf- virkar haglabyssur. Til þessa dags hafa ellefu Norðmenn látið lífíð vegna skota frá haglabyssum. r r ii Hl ATT MOGULEIKA SPORTBÍLL OG SPÍTTBÁIUR — í verðbréfadeild Aðalbanka og í útibúum Landsbankans um land allt fást örugg og ábatasöm skuldabréf. Bankabréf Landsbankans gefa 9,25% ársávöxtun umfram verðtryggingu og endursöluþóknun er aðeins 0,4%. Nýir flokkar spariskírteina ríkissjóðs eru til 3ja, 5 og 8 ára; ársávöxtun 7,0%-8,0%. Við sjáum um innlausn eldri spariskírteina ríkissjóðs og einnig endursölu þeirra á Verðbréfaþingi, gegn lágmarks þóknun. Skuldabréf Iðnþróunarsjóðs gefa 8,3%-9,0% ársávöxtun umfram verð- tryggingu og ýmis skuldabréf traustra fyrirtækja 10,0%-11,5% ársávöxtun. Leitið upplýsinga og ráðgjafar hjá Verðbréfaviðskiptum, Laugavegi 7, sími 606 380 ~ Landsbanki íslands Banki alira landsmanna L I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.